Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1998, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1998, Blaðsíða 6
MIÐVKUDAGUR 1. APRÍL 1998 33 "V’" 2» ntatur og kðkur *★ * Kalkúnaofnréttur og pottréttir frá Veislusmiðjunni - upplagt þegar halda á stórar veislur Þórarinn Guðmundsson, mat- reiðslumeistari í Veislusmiðjunni, gefur hér uppskriftir að tveimur pottréttum og einum ofnrétti fyrir þá sem ihuga að halda stóra veislu í heimahúsi. Ofnrétturinn inni- heldur kalkún en annar pottréttur- inn inniheldur nautakjöt og hinn sojakjöt, sem auðvitað er mun ódýrara en kjötið. Hver uppskrift fyrir sig dugir fyrir fimm manns. Sérgrein Veislusmiðjunnar er allsherjar veisluþjónusta fyrir smáar sem stórar veislur en einnig býður fyrirtækið upp á matarbakkaþjónustu til fyrir- tækja. Þórarinn var áður yfirmat- reiðslumeistari hjá Múlakaffi en hóf rekstur Veislusmiðjunnar í nóvember sl. Nautakjötspottráttur 1 kg nautakjötsstrimlar 1 stór hótellaukur 1 msk. nautakraftur 1 rauð paprika 1 græn paprika 200 g sveppir 1 bolli rauðvin 3 msk. tómatþykkni Sojakjötið lítur vel út á diskinum. Nautapottrétturinn ætti að bragðast vel. Brúnið kjötið á pönnu og sjóðið það síðan ásamt lauknum þar til það verður meyrt (fer eftir vööva). Kalkúnapottrétturinn er skemmtileg tilbreyting. DV-mynd E.ÓI. Blandið öllu hinu saman við og jafn- ið með smjörbollu. Kalkúnaofnréttur I kg beinlaus kalkúnabringa II kjúklingasoð (vatn og kraftur) 1 peli rjómi 300 g spergilkál (broccoli) 2 msk. karrí Aromat eftir smekk hvítlaukssalt eftir smekk 2 msk. majones rifinn ostur Steikið bringumar í u.þ.b. hálfa klst. Þykkið kjúklingasoðið hæfi- lega með smjörbollu og bætið Þórarinn í Veislusmiðjunni gefur hér sýnishorn af öllum pottréttunum. DV-mynd E.ÓI, rjómanum út í. Blandið öllu hrá- efninu saman við, setjið í eldfast mót og stráið osti yfir. Bakið við 180 gráður í u.þ.b. 25-30 mín. Sojapottréttur 700 g sojakjöt 11 vatn kjúklingakraftur 1 dós kókoshnetumjólk 2 msk. karrí gulrætur ananas laukur epli salt og pipar Blandið þessu saman í stóran pott og leggið í bleyti í 30-40 mín. Sjóðið því næst í 5 mín., jafnið með maísenamjöli og kryddið eftir smekk. Pastaréttir frá Pasta Basta: Tveir góðir með kjöti og fiski potti í olíu. Kryddið með salti og svörtum pipar og bætið loks tómatkjöti og safa út í. Látið sjóða vægt i um 30 mín. og blandið síð- an grófsöxuðu basil saman við. Jónas á Pasta Basta gefur okkur uppskriftir að tveimur pastaréttum. Annar er með kjúklinga- kjöti en hinn með humri sem hér sést. „Báðir eru þessir réttir tiltölulega auðveldir í allri framleiðslu og mjög bragðgóðir fyrir þá sem unna góðu pasta,“ sagði Jónas B. Jónasson, mat- reiðslumeistari hjá Pasta Basta. Hann brást vel við ósk okkar um uppskrift- ir að tveimur spariréttum, annar er með kjúklingakjöti, ólífum og tómat en hinn með hvítlauksristuðum humarhölum. Hvort tveggja hljómar mjög gimilega í eyrum pastaaðdá- enda. Uppskriftirnar miðast við fjóra. Pasta sedani eða penne m/kjúklingakjöti, ólífum og tómat 200 g kjúklingakjöt (lundir eða bringur) 20-30 svartar ólífur, steinlausar 1 meðalstór rauðlaukur 1 dl hvítvin olífuolía (Extra Virgin) salt og pipar Sósa: 500 g heilir, niðursoðnir tómatar í dós 4 hvítlauksgeirar 4 skalotlaukar ferskt basil (u.þ.b. eitt bréf) svartur, grófmalaður pipar og salt ólífuolía 400 g pasta 2 1 vatn olífuolía salt Skerið kjúklingakjötið í bita, sneið- ið ólífumar gróflega niður og fmsaxið rauðlaukinn. Léttsteikið kjúklinga- kjötið á vel heitri pönnu í smá olífuol- íu og kryddið með salti og pipar. Bæt- ið rauðlauknum saman við og loks ólífunum en síðast hvítvíni og látið sjóða niður um helming. Bætið tómatsósu (sjá neðar) í og hrærið öllu vel saman. Sjóðið pastað i 4-5 mín. (eftir tegund) í sjóðandi vatni með salti (u.þ.b. 1 tsk. i 1) og lögg af ólífu- olíu. Sósa: Hellið safanum af tómötunum og geymið hann. Maukið tómatana í mat- vinnsluvél. Grófsaxið hvítlauk og skalotlauk og svitið í Pasta meö kjúklinga- kjöti, ólífum og tómat. DV-mynd Hilmar Þór Pasta Taglitelle m/ humarhölum, lauk og humarsósu 1 kg humarhalar i skel 1 bréf eða pottur graslaukur 6 vorlaukar 3 hvítlauksrif humarsoð (sjá uppskrift) 2 dl ijómi koníak (má sleppa) ólífuolía (Extra Virgin) salt og pipar 400 g pasta 2 1 vatn salt ólífuolía Pillið humarinn og geymið skelj- arnar í soð. Finsaxið gras- og hvítlauk og sneiðið vorlauk i hæfilega þunnar sneiðar. Hitið olíu á pönnu og ristið humar ásamt hvítlauk. Kryddið með salti og pipar. Bætið u.þ.b. dl af kon- íaki saman við og kveikið í humarsoð- inu. Bætið gras- og vorlauk í og loks rjóma. Látið suðuna koma upp og blandið pasta saman við. Ef vill má þykkja sósuna með sósujafnara. Humarsoð: humarskeljar 1 gulrót 1/2 blaðlaukur (græni hlutinn) 1 meðalstór laukur 2 hvítlauksgeirar 2 msk. tómatpuré 3 lárlauf timian caýennepipar salt og pipar 1 dl hvítvín 1/2 dl portvín 21 vatn Skerið grænmeti gróflega niður. Ristið skeljarnar í potti í heitri ólífu- oliunni. Blandið grænmetinu í og kryddið með salti og pipar. Látið síð- an tómatpuré saman við og ristið áfram í 2-3 mín. Loks er hvít- og portvíni bætt saman við ásamt vatni, timian, lárlaufum og cayennepipar. Látið krauma í 40-60 mín. Sigtið að lokum soðið og bragðbætið með salti og pipar ef þarf. Bakið það upp með smjörboUu þar til hæfilega þykkt og sjóðið áfram í u.þ.b. 15 min.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.