Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1998, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1998, Qupperneq 9
• * * MIÐVlKUDAGUR 1. APRÍL 1998 iatur og kökur Allir þurfa aðstoð í eldhúsinu n PROFI matvinnsluvélin frá AEG er fyrir heimilið og fagmanninn Fullkomin rafeindastýrð hrærívél. Hnoðar,hrærir,hakkar,rrfur,tætir ofl. Tekur 1,5 Kg. Tvær skálar og einn blender. 550 W _BRÆÐURNIR momssou Lágmúlo 8 • Sími 533 2800 Kr . 27,900.- stgr. J Sigríður gefur okkur uppskrift að franskri ostaköku sem hún segir vera í miklu uppáhaldi hjá sjö ára syni sínum. Veðurteppt í hríðarbyl - en nóg að bíta og brenna manna ? 77 ^ / , tiressoterta „Við reynum yfirleitt alltaf að fara út úr bærtum um páskana, ég, maöurinn minn og sonur. Jólin eru tími ættingja og vina en um páskana undanfarin ár höfum við haft það markmið að fá algjöra hvíld. Það tekst hejst með því að leigja sumarhús og dvelja þar yfir páskahátiðina í hálfgerðri ein- angrun. Við tökum með okkur nóg af spilum og bókum og hlustum mikið á útvarpið," sagði Sigríður Arnardóttir, ritstjóri og fyrrum dagskrárgerðarmaður. „Fyrir 2-3 árum leigðum við sumarhús í Vík í Mýrdal. Við ókum þangað í góðu veðri með fullan bíl af góðum mat og höfðum hugsað okkur að stunda mikla úti- vist. Þegar við vöknuðum daginn eftir var hins vegar komið brjálað veður sem stóð alla páskana. Það var þvílíkur bylur að við sáum ekkert út um gluggann og bílinn fennti í kaf. Þetta varð alveg dásamlegt páskafrí því þarna vorum við inni í litlum sumarbústað fullum af mat og styttum okkur stundir við að hlusta á útvarpið, lesa og fara í leiki. Við vorum hvorki með sjón- varp né síma og það myndaðist því hálfgerð baðstofustemning. Þegar fríið var búið stytti upp, við gróf- um bílinn úr fönn og ókum í bæ- inn alveg endumærð. Þetta fannst syni mínum vera besta páskafrí- ið.“ Aðspurð sagði Sigríður sínar matarvenjur um páskana vera mjög frjálslegar. Henni finnst þó tilheyra að borða lambakjöt og sagðist oft hafa heilgrillaö lamba- læri í sumarhúsinu. „Svo gætum við þess að hafa nóg af páskaeggj- um og sælgæti en þetta er eini tími ársins sem maður fær sér sælgæti í morgunmat, þ.e. páska- egg með mjólk.“ Frekar en að gefa uppskrift að lambalæri vildi Sigríður gefa okk- ur uppskrift að franskri ostaköku sem hún tekur alltaf með sér í sumarbústaðinn um páskana. „Sonur minn, sem er sjö ára, er sólginn í þessa ostaköku, enda er hún alveg frábær."' Frönsk ostakaka Kremið: 1 pk. Royal sítrónuhlaup 1 bolli heitt vatn 250 g ijómaostur 1 bolli sykur safi úr 1 sítrónu 1/2 dós marinn ananas 1 peh þeyttur ijómi Blandið saman sítrónuhlaupi og heitu vatni. Kælið. (Hlaupið er selt í stórum pökkum með 5 skömmtum, ekki nota það allt.) Þeytið rjómann. Setjið rjómaost, sykur og sítrónusafa í skál og þeytið vel sam- an. Bætið ananas (síið safann vel frá), kældu hlaupinu og þeytta ijóm- anum saman við. Botninn: 1/2 pk. Digestive-kex frá McWities (u.þ.b. 12 kökur) 100 g smjör 1 msk. sykur 100 g malaðar möndlur Myljið kexið í matvinnsluvél og brúnið það á pönnu í smjörinu ásamt sykrinum og möndlunum. Látið kexmulninginn í kringlótt form og setjið kremið ofan á. Látið kökima stífna í ísskáp yfir nótt. Gott að skreyta með ferskum ávöxt- um, t.d. jarðarberjum, mandarínu- bátum eða kíví. SuáurlandsLi 568 8406 t 32 iK i jerminguna aðeins kr. 1.950. Hinn eini sanni Smári á Hressó bakar Hressó tert- urnar sjálfur. Þcer eru alltaf til, alJtaf ferskar og eingöngu með ekta rjóma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.