Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1998, Qupperneq 9
+
pii? ?
HBl.
SaKSRiuraðSBK
Blomapottarnir bíða þess að skarta
sumarblomum. Fuglahúsiö setur
skemmtilegan svip á blettinn. Það
er eitt af því fáa sem Sveinbjörn hef-
ur ekki sjálfur smíðað.
Við Bakkastíg í vesturbænum hafa
hjónin Inga Kolbrún Mogensen og
Sveinbjörn Gunnarsson komið sér
upp fallegu, gömlu timburhúsi og
garði sem verður að teljast bæði ein-
stakur og afar fallegur.
Blaðamaður DV hitti þau Svein-
bjöm og Ingu Kolbrúnu þar sem þau
voru að vinna í garðinum í síðustu
viku. „Garðurinn hefur tekið miklum
breytingum síðustu tvö árin en það
verður samt alltaf nóg að gera næstu
árin,“ segir Sveinbjöm en hann á
heiðurinn af öllu tréverki og stein-
hleðslum í garðinum.
Húsið, sem kallast Bakkabúð frá
fornu fari, var flutt árið 1991 á Bakka-
stíginn. „Þetta hús komst í fréttirnar
árið 1991 þegar það brann. Það var þá
staðsett við Lindargötu 45 og við vor-
um nýbúin að kaupa það þegar hópur
ungmenna kveikti í því. Húsið fór illa
í brunanum og efri tvær hæðirnar
brunnu til ösku og önnur hæðin var
talsvert mikið skemmd. Það átti að
rífa þetta hús til þess að rýma fyrir
Eimskipafélaginu og við leituðum um
skeið að hentugri lóð. Þegar við fund-
um þessa litlu lóð við Bakkastíginn þá
vissum við strax að þetta var rétti
staðurinn fyrir húsið," segir Svein-
björn.
Steinhleðslur og blóm í
pottum
Garðurinn í kringum' Bakkabúð
er frekar lítill en af mikilli útsjónar-
semi hefur þeim Ingu Kolbrúnu og
Sveinbimi tekist að nýta plássið vel.
„Þetta er í raun fyrsti garðurinn
okkar og við höfðum engan sérstak-
an áhuga á garðyrkju fyrr en við
fluttum hingaö. Það er hins vegar
búið að vera dásamlegt að standa í
þessu og það er ómetanlegt að geta
setið úti á kvöldin þegar vel viðrar,“
segir Inga Kolbrún.
Blómapoftar í stað blómabeöa. Inga
Kolbrún ákvaö að hafa ekki bióma-
beð vegna kattanna þriggja sem
búa á heimilinu. Froskurinn setur
skemmtiiegan svip á umhverfiö.
Steinhleðslur era áberandi i garði
þeima hjóna og segir Sveinbjörn
grjótið í raun vera kjallarann í hús-
inu á Lindargötu. „Við létum flytja
allt grjótið hingað og það stóð héma
fyrir utan í haug í heilt ár áður en
ég sótti í mig veðrið og hóf verkið.
Það var hins vegar svo gaman að
hlaöa veggina að ég sleppti vart úr
kvöldi í marga mánuði,“ segir
Sveinbjöm en að hleðslu lokinni
vantaði aðeins einn stein upp á að
grjótið dygði í veggi og tröppur
garðsins.
Inga Kolbrún hefur að mestu séð
um blómaræktina í garðinum. Hún
segist fljótlega hafa séð að blómabeð
yrðu til vandræða þar sem kettimir
þrír á heimilinu kynnu ekki að um-
gangast slíkt. „Ég tók það ráð að
setja skrautblóm í potta og raða með
fram húsinu. Mér finnst það ekkert
síöra en blómabeðin. Matjurtagarð-
urinn er líka á mínum snærum og
ég er þegar farin að hlakka til upp-
skerannar í haust,“ segir Inga Kol-
brún. -aþ
Noröurendi garösins er afar skemmtilega útfærður af þeim hjónum. Arinn-
inn í horninu er hlaðinn úr skorsteininum sem var á húsinu þegar þau festu
kaup á þvi. Matjurtagaröurinn er enn hulinn plastþaki.
Inga Kolbrún Mogensen og Sveinbjörn Gunnarsson í garðhliðinu. Svein-
björn smíðaði grindverkið sjálfur. DV-myndir Pjetur
Steintröppurnar og hlaðni veggurinn eru stolt íbúanna í Bakkabúð. Grjótiö
var upprunalega í kjallara hússins þegar það stóð við Lindargötu. Hægra
megin sést bjarnarklóin, sem er í miklu uppáhaldi hjá ingu Kolbrúnu og
Sveinbirni, en hún veröur rúmir þrír metrar yfir sumarið.
VÍDD £
[ FUSAVERSLUN
Nýbýlavegi 30
Sími 554 6800
_____________/
SANYLPAKRENNUR
IJ • RYÐGA EKKI.
* • PASSA í GÖMLU RENNUJÁRNIN.
• STANDAST ÍSLENSKT VEÐURFAR.
• AUÐVELDAR i UPI>SETNINGU.
• ÓDÝR OG GÓÐUR KOSTUR.
Fást í flestum byggingavöruverslunum landsins.
XFABORG1
KNARRARVOGI 4
568 6755
MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998
Aús og garðar
Innlit í Bakkabúð við Bakkastíg:
Grillað í skorsteininum
+