Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1998, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1998, Side 13
og garðar Sívinsælir sólpallar Áður en sólpallar úr viði eru settir upp þarf að undirbúa jarðveginn og huga að undirstöðum. Það þarf að grafa holur og steypa ofan i þær eða reka jámfleyga niður í jörðina. Undir- stöðurnar þurfa nefnilega að vera tryggar svo pallurinn leiki ekki á reiðiskjálfl þegar gengið verður á hon- um næstu árin og áratugina. Því næst eru settir trébitar sem halda eiga uppi hinum eiginlegu gólf- bitum en ofan á þá er sjálf klæðning- in sett. Æskilegast er að nota ryðfríar skrúfur þar sem galvaníseraðar eiga það til að ryðga. Áður en húseigendur fá viðinn heim á hlað er hann gagnvarinn á þann hátt að hann er settur inn í ofn undir þrýstingi þannig að gagnvörnin fer alveg inn að kjarnanum. Vörnin á að duga í mörg ár en hins vegar er nauðsynlegt að bera pallaolíu á viðinn á hverju ári. Sólarljósið vill éta fúa- vörnina og gera hana gráa og svo má ekki gleyma rigningarvatninu sem liggur oft dögum saman á pallinum. Vegna gagnvarnarinnar fá húseig- endur viðinn grænleitan. Þeir geta svo leikið sér að litakortinu en flestir kjósa þó brúnleitan við. Húseigendur geta líka haft mynstur í pöllunum en flestir leggja viðinn í beinar linur og þá nýtist hann best, eða i 45 gráður. Húseigendur geta líka leitað ráða landslagsarkitekta í samband við útlit sólpallarins. DV hafði samband við BYKO og Húsasmiðjuna. Björn Jó- hannsson aðstoðar viðskiptavini BYKO en Stanislav Bohic er við- skiptavinum Húsasmiðjunnar innan handar. Það verður æ algengara að fólk kjósi að hafa stóran sólpall. Sumir kjósa einfaldlega að sleppa við að slá gras og kjósa þess vegna jafnvel bæði sólpall úr viði og hellur. Það þarf þó að gæta þess að sólpallurinn sé ekki of stór svo ekki verði of mikið verk að bera á hann. Hellur Þegar leggja á hellur í garðinn er nauðsynlegt að skipta um jarðveg og setja frostfrían jarðveg í staðinn, svo sem grús, og á hann að vera 50 til 100 sm þykkur. Ofan á hann er sett 2-6 sm sandlag. Þegar búið er að slétta það eru hellurnar lagðar. Hellulögn er i sjálfu sér ekki erfið en menn þurfa að gefa sér tíma. Hún er ekki ósvipuð flísalögn innanhúss. I mörgum tilfell- um leggja húsráðendumir hellurnar en aðrir fá fagmenn sér til aðstoðar. Viðskiptavinir BM Vallár geta séð úrval fyrirtækisins i Fornalundi sem er sérhannaður garður fyrirtækisins. Þuríður Stefánsdóttir landslagsarki- tekt er viðskiptavinum fyrirtækisins innan handar. Ein nýjungin hjá BM Vaflá er ant- íksteinflísar en hjá fyrirtækinu feng- ust þær upplýsingar að margir litu til fortíðar auk þess sem þeir vildu að nýir garðar litu út fyrir að vera grón- ir. Margir vilja líka ná þeim áhrifum sem flnna má í steinlögnum gamalla borga í Evrópu. Heiti steinanna hjá Solpallur frá BYKO. Sólpallur frá Húsasmiðjunni, Hellulagður sólpallur frá BM Vallá. Hellulagður sólpallur frá Stétt. BM Vallá segir sína sögu; óðalsteinn, herragarðssteinn, fornsteinn, kastala- steinn og svo má lengi telja. Litaúrvalið hefur aukist mikið und- anfarin ár og eru allar hellur gegnum- litaðar. Hjá Stétt, þar sem starfsmenn fyrirtækisins benda viðskiptavinum á landslagsarkitekta, fengust þær upp- lýsingar að margir blönduðu saman gráum hellum og hellum í öðrum lit- um. Hjá Stétt fæst mikið úrval af hell- um á lager auk þess sem hægt er að sérpanta. Hjá fyrirtækinu fæst meðal annars götusteinn, jötunsteinn, I- steinn og grassteinn auk hefðbund- inna, ferkantaðra hellna í ýmsum stærðum. Ekki er hægt að koma í veg fyrir að illgresi sái sér á milli hellna en hins vegar er hægt að eitra, nota há- þrýstisprautur eða taka það upp með höndunum og minnka þannig vöxt þess. Sumir vilja hafa garðinn náttúr- legan og kippa sér ekki upp við þótt illgresi og mosi skjóti upp kollinum á milli hellna. S.J. úr valinni furu Henta sérstaklega vel þar sem styrkur og gott útlit er æskilegt. Hægt er að leggja þau saman til vetrargeymslu. Margar gerðir. BERGIÐJAN Víðihlíð við Vatnagarða Símar 553 7131 og 560 2590 £ > C3 / fararbroddi í 70 ár RÁÐGJÖF SÉRFRÆÐINGA UM GARÐ- OG GRÓÐURRÆKT ÉlÍÉÉÉ f GROÐURVORUR VERSLUN SÖLUFÉLAGS GARÐYRKJUMANNA Smiðjuvegi 5, Kópavogi, sími: 554 3211 STIHL Kraftmikil, létt og gangviss rafmagns- og bensín- SLÁTTUORF í miklu úrvali. Þýsk gæ&avara me& umhverfisþáttinn og öryggið í öndvegi. Góð varahluta- og viðgerðaþjónusta. KRAFTMIKIL, LÉTT OG GANGVISS VERKFÆRI. í fararbroddi í 70 ár HEKKKUPPUR , SLÁTTUORF, KEÐJUSAGIR, STEINSAGIR, LAUFSUGUR, STAURABORAR. og viðgerbaþjónusta. Þýsk gæbavara meb umhverfisþáttinn og öryggib í öndvegi. Gób varahluta- GROÐURVORUR VERSLUN SÖLUFÉLAGS GARÐYRKJUMANNA Smiðjuvegi 5, Kópavogi, sími: 554 3211 RÁÐGJÖF SÉRFRÆÐINGA UM GARÐ- OG GRÓBURRÆKT STIHL I fararbroddi í 70 ár KRAFTMIKIL, LETT OG GANGVISS VERKFÆRI. KEÐJUSAGIR, og vibgerba- þjónusta. STIHL "xwc,ae- HEKKKLIPPUR, LAUFSUGUR, STAURABORAR, SLÁTTUORF, STEINSAGIR. Þýsk gæbavara meb umhverfis- þáttinn og öryggib í öndvegi. Gób varahluta- sérfr^: WGRÓÐURVÖRUR UM GARÐ- VLf VERSLUN SÖLUFÉLAGS GARÐYRKJUMANNA OG GRÓÐURRÆKT / Smiðjuvegi 5, Kópavogi, sími: 554 321 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.