Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1998, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1998, Side 7
FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1998 7 Fréttir Sverrir klagaður Fræg urðu ummæli Sverris Her- mannssonar á Bylgjunni um að hann ætlaði að ná í haglabyssu sína vegna þeirra rógsafla sem að stað- aldri klóruðu í bak hans. Þarna þótti bankastjórinn orð- hvati fara yflr strikið og meldingar bárust lögreglu um að þeim væri ekki stætt á öðru en ræða við byssumanninn. Það var Ómar Smári Ármannsson sem tók að sér að spyrja Sverri um áform hans. Sverrir mun hafa tekið erindi lögg- unnar vel og hann ku hafa upplýst að þessi orö hafi fallið í galsa frekar en hann væri á leið á stúfana vopnaður byssu. Sú saga gengur nú íjöllunum hærra að beiðni um lögregluafskipti hafi borist frá óttaslegnum einstak- lingum úr bankaráði Landsbankans sem ekki hafi getað hugsað sér að mæta Sverri með haglarann... Róið á sömu mið Þeir sem gerst þekkja spá því aö Sverrir Hermannsson fái fljúgandi meðbyr bjóði hann sig fram á Vest- fjörðum. Mikil stemning er fyrir framboöi hans og nú lýsa Vestfirðingar því yfir hver af öðrum að þeir muni hiklaust kjósa framboðið. í spumingu dagsins í DV segjast 5 af 6 ís- firðingum munu styðja Sverri. Fari svo að Pétur Bjamason, forstöðumaður Skóla- skrifstofu Vestfjarða, bjóði sig ffarn með Sverri er jafnvel talið að listinn fengi tvo menn kjöma. Þar með gæti farið svo að Einar Oddur Kristjáns- son, sem ítrekað hefur lofað að beij- ast fyrir afnámi kvótans, félli af þingi. Einar Oddur sagði reyndar að- spurður um Sverrisflokk að hænur sem gögguðu mikið verptu ekki endi- lega mest og best. Mönnum ber þó saman um að hvernig svo sem Sverri takist að unga út nýjum flokki þá fari hrollur um þingmanninn sem og aðra vestfirska þingmenn sem um árabfl hafa róið á sömu mið og Sverrir nú stundar með loforði um afnám kvót- ans... Sjálfseyðingargenið Margir Mývetningar hafa frá önd- verðu barist gegn Kísiliðjunni sem margir telja að sé önnur lífæða sveit- arinnar. Hin lífæðin er ferðamennsk- an og nú eru Skútu- staðabræður í fréttum fyrir kæru þeirra vegna þess að breyta á Skútustaðaskóla i hótel. Mörginn þyk- ir þó spaugilegt að einn bræðranna, glímukóngurinn Kristján Yngvason, bauð einmitt í skólann og hafði í hyggju að breyta honum á svipaðan hátt. Þessi skemmtilega þverstæða þykir mönnum í stíl við aðrar utan- og innansveitarerjur og vilja kalla til Kára Stefánsson svo finna megi sjáifseyöingargen Mývetninga... Ungliðaat í morgunþætti Eiríks Jónssonar á Aðalstöðinni eigast reglulega við fuli- trúar yngri kynslóðarinnar, einn frá hægri og annar frá vinstri. Rökræð- urnar hafa gengið undir nafninu Snæ- hólm-Marshall, þar sem Jón Kristinn Snæhólm, sjálfstæð- ismaður úr Kópa- vogi, og Róbert Marshall, fyrrvér- andi allaballi úr Reykjavík, hafa ást við. Nú ur Róbert hætt þátttöku eftir að hann var ráðinn á Stöð 2 og við er tekinn fulltrúi marxista í Alþýðulandalag- inu, Stefán Pálsson. Þátturinn heitir því Snæhólm-Pálsson... Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkorn @ff. is Sundlaugarvörður í Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði: Bjargaði lífi eins árs - sem var í bráðri lífshættu í lauginni barns Eins árs bam lenti i mikilli lífs- hættu í Suðurbæjarlauginni í Hafn- arfirði í fyrradag. Bamið slapp frá foreldrum sínum og komst út í laugina. Barnið var ekki með sundkúta. Sundlaugar- vörðurinn náði til barnsins sem var þá í bráðri lífshættu i vatninu. Sundlaugarvörðurinn veitti barn- inu fyrstu aðstoð og lét það æla út vatni sem því hafði svelgst á. Barn- ið var sent á slysadeild til rannsóknar en það fékk að fara heim að Eins árs barn lenti í bráðri lífshættu í Suð- urbæjarlauginni í fyrra- dag. Sundlaugarvörður sýndi mikiö snarræði og bjargaði barninu. Umferðardagur í Neskaupstað DV, Eskifirði: „Okkur fannst tími til kominn að vekja athygli á bflbeltanotkun barna,“ sagði Rósa Skarphéðinsdótt- ir, formaður kvennadefldar SVFÍ í Neskaupstað. Samkvæmt könnun- um, sem gerðar hafa verið á bUbelta- notkun barna, hafa Neskaupstaður og Eskifiörður farið mikið niður á við á listanum og því kominn timi tU að reyna að bæta úr og koma fólki tU að hugsa um þessi mál af alvöru. Umferðardagurinn, sem haldinn var nýlega, er liður í átakinu „ungt fólk í umferðinni" og talaði Ragn- heiður Davíðsdóttir yfir samko- munni. Talið er að um 300 manns hafi verið á svæðinu. Á Austurlandi hefur umferðarör- yggisfulltrúi, Óskar Þór Guðmunds- son, verið ráðinn til reynslu í þrjá mánuði og er það samstarfsverkefni SVFÍ og Umferðarráðs Austurlands. Rósa vUdi þakka þeim aðUum sem unnu að málinu á einhvern hátt, t.d. Kjörís, sem gaf ísinn, og umhverfis- málaráði Neskaupstaðar sem gaf þær 340 pylsur sem grUlaðar voru á svæðinu. -ÞH henni lokinni. Barnið var við góða heUsu í gær. „Sundlaugarvörðurinn stóð sig mjög vel og brást hárrétt við. Okkar áhyggjuefni er að margir foreldrar virðast ekki átta sig á að það eru hættur á sundstöðum. Við erum með armkúta sem fólk fær endur- gjaldslaust. Það eru auglýsingaskUti uppi á veggjum þar sem stendur að nota skuli kúta á ósynd börn. Við erum ekki með þessu að fría okkur ábyrgð. Sundstaðurinn ber að sjálf- sögðu ábyrgð og verður að vera með öryggisgæslu í lagi. En almenning- ur verður að vera meðvitaður um að það eru hættur á sundstöðum," segir Daníel Pétursson, forstöðu- maður Suðurbæjarlaugarinnar. -RR Uppboðá vörum úr Vikartindi 13. júní nk. verður allsheijarupp- boð á vörum úr Vikartindi. „AUt sem er heilt úr skipinu verður boðið upp. Matvörum hefúr verið fargað og sumt fór í sjóinn. Þetta er bara venjulegt uppboð. Þama verður eitthvað af bílum, fót og alla vega dót. Það er ekki komiö á hreint hvar uppboðið verður en það er líklegt að það verði i Toll- húsinu,“ segir Sigríður Þorláks- dóttir hjá ToOsfióraembættinu í Reykjavík, spurð um málið ,-RR Gult hlaup ö Alltafferskl... SdeCt Holyfíeld irs. Akinwande Laugardagskvöldið 6. júní. 2 =m dagar tn stefnu Áskriftarsíminn er 515 6100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.