Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1998, Side 2
2
FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1998
Fréttir
Sverrir Hermannsson undirbýr stofnun stjórnmálasamtaka:
Nú verður dansinn stiginn
- samstarf við Samtök um þjóðareign í haust
Þeir Sverrir Hermannsson og Báröur Halldórsson munu á næstu misserum
stíga saman dansinn í pólitíkinni. Stefnt er að framboði í ölium kjördæmum
landsins. DV-mynd ÞÖK
„Nú veröur dansinn stiginn held-
ur lipurlega. Það er samt mikið eftir
hjá okkur að slípa vopnin; brýna
þau á ný og ná samhljómi í allri
málafylgju. Mig grunaði nú ekki aö
ég ætti þetta eftir en nú verður ekki
undan merkjum hlaupist," sagði
Sverrir Hermannsson, fyrrverandi
bankastjóri Landsbankans, þar sem
DV ræddi við hann á heimili hans í
gær. Sverrir átti þar fund með Bárði
Halldórssyni, varaformanni Sam-
taka um þjóöareign, þar sem þeir fé-
lagar báru saman bækur sínar. í
loftinu liggur að Sverrir gangi til
liðs við samtökin um framboð á
landsvísu þar sem aöalmálið verður
að afnema kvótakerfið og taka upp
aðra stjórn á fískveiðum. Sverrir
gjörþekkir til þeirra umsvifa sem
fylgja kvótaeign útgerða eftir að
hafa starfað sem aðalbankastjóri
Landsbankans um árabil. Hann seg-
ist hafa fengið mjög góð viðbrögð eft-
ir að hann boðaði væntanlegt fram-
boð og að síminn hafi varla stoppaö.
Fjöldi fólks hafi lýst yfir stuðningi
við baráttu sína. Hann sagðist sér-
staklega fagna viðbrögðum á Vest-
fjörðum þar sem mikil stemning er
fyrir væntanlegu framboði.
„Mér list vel á viðbrögð fólks fyrir
vestan. Þama liggja mínar rætur og
ég mun fljótlega fara vestur og hitta
þetta fólk. Ég hef reyndar mestan
hug á að fara til Vestfjarða og Aust-
fjarða á næstunni," segir Sverrir.
Davíð Oddsson, forsætisráðherra
og fyrrverandi flokksbróðir Sverris,
hefur varað fólk við því að taka
mark á yfirlýsingum um stjóm-
málaflokk frekar en öðmm yfirlýs-
ingum, svo sem um haglabyssu, sem
Sverrir taldi í samtali viö Bylgjuna
réttast að draga upp. Sverrir segist
mjög undrandi á fólki sem hafi kos-
ið að taka þau orð hans bókstaflega
þar sem þau hafí verið sögð i léttum
dúr. Hann segist ekki undrandi á
því þótt Davið kjósi að gera sem
minnst úr væntanlegu framboði.
„Ég er ekki viss um að í Davíðs
spomm myndi ég gera mikið úr
þessu. Ég er ekkert undrandi á hans
viðbrögðum en mér finnst leiðinlegt
að sjá hversu illa liggur á honum,“
segir Sverrir.
Bárður Halldórsson segir að nú
vinni menn að því að móta stefnu
fyrirhugaðs framboðs. Hann segist
reikna með að þvi ljúki í haust og þar
með verði menn klárir í slaginn. Að-
spurður um það hvað gerist ef kosið
verði áður en kjörtímabilinu lýkur
sagði hann að það tæki skamma
stund að koma saman listum.
„Það sem fyrir liggur nú er að
samtökin munu halda áfram að
safna liði og koma upp fótgönguliði.
Það er líka unnið að riddaraliöinu
og við geram okkur ljóst að við
þurfum 100 manna forystusveit á
landsvísu. Ef með þarf tekur aðeins
viku að koma upp framboðslistum
en að óbreyttu fer sú vinna fram í
haust,“ segir Bárður. -rt
Ryðgaðir landgangar á Keflavíkurflugvelli:
Mikið happ að ekki varð stórslys
- þar sem engir farþegar voru í landganginum sem féll niður
Mikiö happ var að engir farþegar voru um borð í landgangi sem féll niður á
Keflavíkurflugvelli um síðustu helgi. DV-mynd ÆMK
„Þetta mál er í skoðun hjá
Vinnueftirlitinu. Þetta er eitthvað
sem á ekki að geta gerst. Það virðist
hafa slitnað keðja sem er á milli
mótors og burðarfótar. Spurningin
er af hveiju þetta féll og við von-
umst til að fá svör við því. Hingað
er væntanlegur bandarískur verk-
fræðingur í samráði við framleið-
anda. Hann mun skýra þetta mál
endanlega. Flugvallarstjóm hefur
bmgðist mjög vel og fljótt við að
leita sér upplýsinga og fá þennan
aðila til landsins,“ segir Gestur
Friðjónsson, umdæmisstjóri Vinnu-
eftirlits ríkisins á Suðumesjum.
DV leitaði álits hans vegna
óhapps sem varð á Keflavíkurflug-
velli um helgina þegar landgangur
féll niður. Vinnueftirlitið er að
rannsaka orsakir óhappsins. Það
varð þegar verið var að keyra land-
ganginn að þotu Atlanta-flugfélags-
ins sem var nýlent. Engir farþegar
vom um borð í þotunni, aðeins
áhöfn. Sex landgangar em á Kefla-
víkurflugvelli. Þeir vom framleidd-
ir á ámnum 1986 og 1987. Sam-
kvæmt heimildum DV hafa land-
gangar þessir ekki reynst eins
traustir og menn héldu í upphafi.
„Þessir landgangar hafa illa þolað
þetta veðurfar sem hér er. Þeir hafa
ryðgað mikið vegna sandroks. Það
kemur þó þessu óhappi ekki beint
við. Það er mikið happ að ekkert fólk
var i landganginum þegar hann féll.
Þá hefði getað orðið stórslys. Það seg-
ir sig sjálft þegar hlutur sem er tugir
tonna að þyngd fellur," segir Gestur.
Landgangar teknir í gegn
„Það ryðgar allt í þessu sem ryðg-
að getur enda er þetta allt úr svörtu
stáli Við erum hins vegar að taka
þessa landganga í gegn. Þaö er þeg-
ar búiö að taka einn þeirra í gegn og
hinir fimm em eftir. Þetta verða
kostnaðarsamar framkvæmdir þó
ég geti ekki nefnt neinar tölur í því
sambandi. Það er þó ljóst að það
verður að tryggja að landgangar
þessir séu öryggir. Við höfum síð-
ustu daga látið skipta um allar keðj-
ur í öðrum landgöngum. Þetta
óhapp um helgina er í rannsókn og
þaö þarf að komast að því hvernig
þetta gat gerst,“ segir Ómar Ingv-
arsson, deildarstjóri á Keflavíkur-
flugvelli, aðspurður um málið. -RR
Þau vilja að þingskipuð rannsóknarnefnd fari ofan i Landsbanka- og Lindarmálin. Kristín Ástgeirsdóttir, Sighvatur Björgvinsson, Margrét Frímannsdóttir og
Guðný Guðbjörnsdóttir. DV-mynd GVA.
Landsbanka- og Lindarmál:
Stjórnarandstaðan vill rannsóknarnefnd
Formenn og þingflokksformenn
stjórnarandstöðuflokkanna á Al-
þingi og Kristín Ástgeirsdóttir
munu i dag leita afbrigða á Alþingi
til að fá tekna til umræðu og af-
greiðslu þingsályktunartillögu um
að skipuð verði rannsóknamefnd
samkvæmt 39. grein stjómarskrár-
innar. Nefndin á að fjalla um mál-
efni Landsbanka íslands og sam-
skipti framkvæmdavaldsins og Al-
þingis.
Þingmennimir kynntu frétta-
mönnum tillöguna í gær og sögðu
að hlutverk nefndarinnar sem þau
vilja skipa í verði einkum það að
fjalla um þau mál sem leiddu til af-
sagnar þriggja bankastjóra Lands-
bankans í apríl sl„ um málefni
Lindar haf., einkum hvers vegna
ekki var orðið við ábendingum Rík-
isendurskoðunar fyrir tveimur
ámm um opinbera rannsókn á mál-
efnum Lindar. í þriðja lagi skal
nefndin rannsaka samskipti við-
skiptaráðherra viö Alþingi þar sem
ráðherrann ýmist flutti þinginu
rangar upplýsingar eða leyndi því
upplýsingum.
Kristín Ástgeirsdóttir sagði að
nauðsynlegt væri að skoða þessi
mál af heiðarleika ofan í kjölinn. Þá
væri nauðsynlegt að styrkja eftir-
litsþátt Alþingis með framkvæmda-
valdinu. Þar væri við ramman reip
að draga eins og fjölmörg dæmi
hefðu verið um en teikn væm á lofti
um breytingar. „Það hafa vissulega
veriö stigin skref í rétta átt og það
sem er að gerast hér er m.a. vegna
þess að upplýsingalögin eru komin
til sögunnar, umboðsmaður Alþing-
is og fleiri slíkir aðilar," sagði Krist-
ín Ástgeirsdóttir. -SÁ
Stuttar fréttir i>v
Finnur á móti nefnd
Finnur Ingólfsson viðskipta-
ráðherra er
andvígur hug-
mynd stjórnar-
andstöðtmnar
um að stofna
sérstaka rann-
sóknarnefnd í
Landsbanka-
málum sem
starfi í sumar og skili af sér í
haust. RÚV greindi frá.
Tölvunefnd gagnrýnd
Nokkrir læknar sem starfa að
rannsóknum í samvinnu við ísl.
erfðagreiningu gagnrýna harð-
lega vinnubrögð Tölvunefndar
og segja að aðgerðir hennar
gegn fyrirtækinu vegi að rótum
læknisfræðirannsókna á ís-
landi.
Loðnuveiðar
Byrja má loðnuveiðar 20. júni
samkvæmt tilkynningu frá sjáv-
arútvegsráðuneytinu. Bráða-
birgðakvóti hefur verið ákveðinn
950 þúsund lestir og er hlutur ís-
lands í honum 680.200 lestir auk
8.000 lesta af kvóta Grænlend-
inga.
Námsritgerð
Lögreglan í Reykjavík segir að
svarta skýrslan um eiturlyfja-
neyslu í höfuðborginni, sem birt
var á dögunum, hafi verið eins
konar námsritgerð sænsks lög-
reglulærlings sem hér dvaldi í
vetur og vor. Aðferðafræði við
gerð hennar hafi verið ófullkom-
in. RÚV sagði frá.
Skjálftar við Hengil
Jarðskjálftahrina gekk yfir
Hengflssvæðið í gær og nótt.
Stærstu skjálftamfr reyndust 3,7
Richterstig. Sumarbústaðir vest-
ast í Grímsnesi skulfu.
Hjörvar á spjallrás
Helgi Hjörvar, efsti maður R-
listans, verður á
spjallrás Vísis í
dag frá kl.
16.00-18.00 og
gefst netverjum
þar kostur á að
leggja fyrir hann
spumingar um
hvaðeina.
Efast um sólu
Kristján Þór Júlíusson, nýr
bæjarstjóri Akureyrar, kveðst
vflja fara varlega í að selja
hlutabréf bæjarins í Útgerðarfé-
lagi Akureyringa en var
ákveðnari í því efni í kosninga-
baráttunni. Hann segir megin-
efni nýs meirihluta Sjálfstæðis-
flokks og Akureyrarlista að efla
atvinnulífið í bænum. RÚV
sagði frá.
Snjóflóðavarnir
Bæjarstjórn Neskaupstaðar
samþykkti á síðasta fundi sínum
einróma að byggja upp snjóflóða-
varnir ofan við bæinn. Gert er
ráð fyrir að þær kosti um 600
milljónir króna.
Keikó að ferðbúast
Stöð 2 sagðist í gærkvöldi hafa
heimildir fyrir því að búið væri
að ákveða að senda háhyrning-
inn Keikó til íslands. Allar upp-
lýsingar um heilsufar dýrsins
liggi nú fyrir og hafl verið send-
ar yfirdýralækni.
Veiðiheimildir lækkaðar
Veiðiheimildir þeirra síld-
veiðiskipa, sem ekki hafa byijaö
síldveiðar fyrir 11. júni, verða
lækkaðar og veiðiheimildum
þeirra endurúthlutað. Heimildir
þeirra skipa, sem ekki voru byrj-
uð veiöar 2. júní, eru um 19 þús-
und lestir.
Óttast ekki klofning
Davíð Oddsson, formaður
Sjálfstæöis-
flokksins, segist
við Morgun-
blaðiö ekki ótt-
ast að verið sé
að mynda
klofningsbrot
með fyrirhug-
uðu framboði
Sverris Hermannssonar. -SÁ