Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1998, Blaðsíða 12
12
FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1998
Spurningin
Hvaö finnst þér um aö
Sverrir Hermannsson bjóöi
sig fram á Vestfjöröum
gegn kvótakerfinu?
Spurt á ísafirði
Laufey Jónsdóttir, forstöðumað-
ur Svæðisskrifstofu málefna fatl-
aðra á Vestfjörðum: Mér líst mjög
illa á það.
Guðmundur Þór Kristjánsson,
vélstjóri og harðfiskverkandi: Ef
það getur orðið til þess að breyting-
ar verði finnst mér rétt að fólk íhugi
það alvarlega að styðja Sverri. Það
er tími til kominn að einhver geri
eitthvað, það er alveg útilokað að
horfa upp á hlutina fara eins og þeir
hafa verið að þróast að undanfomu.
Jens Magnfreðsson fiskverka-
maður: Það þarf að fara að hrista
upp i kvótakerfmu.
Veturliði Veturliðason, verk-
stjóri hjá FMV: Mér líst mjög vel á
jað.
Einar Rósi Óskarsson, starfsmað-
ur FMV: Er þetta ekki það sem fólk
vill. Það em að minnsta kosti nógu
margir sem hafa mætt á fundi Sam-
taka um þjóðareign.
Guðjón Andersen lyftaramaður:
Mér líst vel á það.
Lesendur
Áfram Finnur!
„Hvað er að þvf að þú hafir gefið Alþingi rangar upplýsingar um
laxveiöikostnaö bankastjóranna?" spyr bréfritari m.a.
SK skrifar:
Sæll, Finnur.
Ég er einn af fjöl-
mörgum stuðnings-
mönnum þínum sem
hreinlega blöskrar
þessi „ófrægingarher-
ferð“ sem nú dynur á
þér.
Frá því að þú varst
skipaður æðsti yfír-
maður bankakerfisins
hefur þú reynt að haga
störfum þínum eins og
best verður á kosið en
færð ekkert nema skít-
kast að launum.
Frá áramótum hefur
hvert hneykslismálið
af öðru komið í ljós hjá
undirmönnum þínum
og það er eins og fólk
virðist ekki geta skilið
að þótt þú sért æðsti
maður íslenska banka-
kerfisins þá berð þú
enga ábyrgð á því -
. ekki frekar en Lög-
reglustjórinn í Reykja-
vík ber ábyrgð á hvarfi
4 kílóa af eiturlyfjum
og innheimtukerfi sem
er í rúst. Umræddur
fv. yfirmaður fíkni-
efnadeildar er hinn
sami og skrifaði undir
byssuleyfi handa einum stórtækasta
eiturlyfjasala landsins og ekki ber
hann ábyrð heldur fékk hann stöðu-
hækkun og starfar nú hjá ríkislög-
reglustjóra.
1) Hvaða máli skiptir það þótt
bankastjórar Landsbankans hafi
eytt um 40 milljónum króna í lax-
veiðar og næstum 140 milljónum í
önnur fríðindi?
Eftirlitsaðilar samþykktu árs-
reikningana og þessi „fríðinda-
eyðsla" hefur viðgengist svo áratug-
um skiptir og það veistu svo ósköp
vel, Finnur minn.
2) Hvað er að því að þú hafir gef-
ið Alþingi rangar
upplýsingar um lax-
veiðikostnað banka-
stjóranna? - Aðrir
sömdu bréfið og frá-
leitt að láta ráðherra
bera ábyrgð á því sem
hann segir á Alþingi.
3) Hvað er að því að
þú hafir svarað fyrir-
spum á Alþingi um
málefni Lindar 1996
með því að þú vissir
ekki hversu miklu
Landsbankinn tapaði
vegna Lindar og
„slepptir" því að
svara hvort ástæða
væri til að rannsaka
Lindarmálið. Þetta
voru ekki nema um
400-700 milljónir
króna! (Að vísu var
Ríkisendurskoðun
tveimur mánuðum
áður búin að skila af
sér skýrslu um mál-
efni Lindar þar sem
hvatt var til að opin-
ber rannsókn færi
fram þar sem sterkur
grunur léki á áð refsi-
vert athæfi hefði ver-
ið framið.) Já þetta er
erfitt líf! Hugtök eins
og ráðherraábyrgð, al-
mennt velsæmi, ábyrgðartilfinning,
eða siðferðis- og réttlætiskennd eru
orðin tóm þegar við höfum jafn
traustan og ábyrgan mann eins og
þig, Finnur.
Gangi þér sem allra best. Banani
nr.156.789 í bananalýðveldinu ís-
landi.
Vilhjálm fyrir oddvita
Magnús Magnússon skrifar:
Af borgarstjómarkosningum af-
stöðnum þykir nú orðið ljóst að
Ámi Sigfússon muni hætta sem
oddviti sjálfstæðismanna. Menn
byrja nú að skrafa hver muni verða
arftaki hans á oddvitastóli. Mín
skoðun er sú að í þetta mikla emb-
ætti komi enginn annar til greina
en Vilhjálmur Þ. Mikið starf er fyr-
ir höndum fyrir næsta oddvita og
leyfi ég mér að fullyrða að enginn
annar hefur eins mikla víðsýni og
þekkingu eins og hann. Mig rak í
rogastans að sjá grein eftir ein-
hverja Rósu hér á lesendasíðunni
um daginn. Hún virðist horfa lítið á
sjónvarp og hvað þá að lesa dagblöð
þegar hún fullyrðir að Vilhjálmur
hafi sýnt kosningabaráttunni lítinn
áhuga. Vilhjálmur hefur starfað að
heilindum í þágu borgarbúa í mörg
ár og hefur unnið mikið verk i m.a.
skipulags-, öldranar- og æskulýðs-
málum ásamt fjölda annarra mál-
efna. Hefur hann hjálpað fjölda
fólks sem átt hefur í erfiðleikum og
gert það með miklum sóma. Hann
er laus við allan hroka og virðist
vinna vel hvar sem hann kemur að,
t.d. í forystuhlutverki hjá Sambandi
ísl. sveitarfélaga. Vilhjáimur hefur i
langan tima skrifað og uppfrætt
borgarbúa um borgarmálefnin, þ.e.
á öllu kjörtímabilinu og einnig í
kosningabaráttunni sjálfri. Einnig
hefur hann stuðlað að mjög mál-
efnalegri umræðu á mörgum vett-
vangnum um áherslumál flokksins í
borgarmálefnum gegnum tíðina.
Mér finnst að þessi Rósa opinberi
bara stórlega fákunnáttu sína á
borgarmálefnum og er það miður
fyrir hana. Virðist eins og hún sé
frekar stuðningsmaður R-listans.
Núna er tími til að fá nýja og öfluga
forystu hjá flokknum i Reykjavík og
tel ég að Vilhjálmur ásamt Ingu
Jónu sé gott teymi til þess að leiða
listann ásamt mörgum öðrum góð-
um einstaklingum.
Barnarásin virkar vel
Sólveig og Vilborg skrifa:
Loksins geta börnin okkar horft á
sjónvarpsstöð sem er ofbeldislaus,
skemmtileg og umfram allt fræð-
andi. Allt barnaefnið er talsett á
kjamgóða íslensku og unglingaefn-
ið að hluta og textað að hluta. Okk-
ur foreldrum finnst við hafa himin
höndum tekið. Þetta var nefhilega
akkúrat það sem vantaði í islenska
imbakassann. Þama er ýmislegt að
fmna sem er fyrir aha aldurshópa
og krakkamir skemmta sér konung-
lega yfir þessu ofbeldisleysi! Og við
sem héldum að þeim þætti bara
gaman að horfa á „ömmuna dregna
á hárinu og afann hengdan upp í
tré“, í besta falli.
QJÍÍ)[I[RQGM\ þjónusta
„Þaö er vissulega mikiö öryggi f þvf aö vita að börn og unglingar geta sest niö-
ur og horft á uppbyggjandi sjónvarpsefni sem allir hafa gaman og gagn af...“
Það er vissulega mikið öryggi í
því að vita að böm og unglingar
geta sest niður og horft á uppbyggj-
andi sjónvarpsefni sem allir hafa
gaman og gagn af, að maður tali nú
ekki um að sjálfsvirðingu þeirra er
á engan hátt misboðið. Við bíðum
öll spennt eftir því þegar svo ís-
lenska efnið birtist á Bamarásinni
með haustinu. Við hvetjum alla þá
sem eru tengdir breiðbandinu og
ekki hafa kynnt sér þessa stöð að
gera það í einum grænum hvínandi
hvelli en stöðin hefur sent út ómgl-
að efni núna í maí. Það sem vel fer
er vert að minnast á. Til hamingju
með Barnarásina! Með vinsemd og
virðingu fyrir æskunni.
DV
Okurá
Snæfellsjökli
Sklðamaður skrifar:
Með tilkomu Hvalfjarðar-
ganga verður Snæfellsjökull í
skotfæri frá Reykjavík. Svæöið
þar er góður kostur fyrir þá sem
vilja renna sér eða njóta þess að
vera úti og ekki spiUir náttúra-
fegurðin fyrir. Það vekur því
furðu mína að þeir sem reka
tækin á staðnum skuli rakka
2500 krónur fyrir eina ferð á
toppinn, ásamt því að hafa veru-
legar ranghugmyndir um stöðu
sína á svæðinu.
Það tekur kannski 5 mínútur
fyrir sæmilegan skíðamann að
renna sér niður. Ég hef heimsótt
dýr skíðasvæði erlendis en verö-
lagning fyrir sambærilegt
rennsli kemst ekki í hálfkvisti
við þetta. Fyrir mann eins og
mig sem viU fara nokkrar ferðir
niður aUt fjalliö er þetta óásætt-
anlegt.
Frekar borga ég sjálfum mér
1000 krónur á tímann og labba
upp.
Klukku í
fótbolta-
útsendingar
R.Ó. hringdi:
Það er mér gjörsamlega hulin
ráðgáta hvers vegna íslendingar
era eins miklir afturhaldssinnar
og raun ber vitni. Gott dæmi um
þetta er sú meinloka sjónvarps-
stöðvanna að geta ekki haft
klukku og stöðu í fótboltaútsend-
ingum. Þetta er gert erlendis, t.d.
á Sky og í þýsku knattspymunni
og er tU mikiUa þæginda.
Þeir sem hafa áhuga á ís-
lenskri knattspymu og slysast tU
að kveikja á sjónvarpinu
nokkrum mínútum of seint era í
myrkrinu um það sem er að ger-
ast þangað tU þulurinn gloprar
því út úr sér löngu seinna.
Ég skora á bestu stöðina að
ríöa á vaðið með þessa sjálfsögðu
þjónustu.
Skemmtilegar
kappreiðar
Sigtryggur hringdi:
Síðastliðna helgi voru hvíta-
sunnukappreiðar Fáks sýndar í
sjónvarpinu. Ég verð að segja að
þetta er skemmtilegasta sjón-
varpsefni sem ég hef séð lengi.
Gæðingarnir voru hver öðrum
glæsilegri og spennan mikU.
Meira af þessu. '
Kofar fyrir
börn - svar
HaUdóra K. spurði sl. þriðju-
dag hvort einhverjir tækju að
sér að smiða kofa eða dúkkuhús
fyrir krakka. Tveir aðUar hafa
haft samband við lesendasíðuna
og segjast taka slíka smíði að
sér, Baldur í síma 893-8370 og
Einar í síma 898-9665.
neiri áminn-
ingar
Rikki hringdi:
Þetta sektatal nær ekki nokk-
urri átt. Það sér hver heUvita
maður að það er ekki hægt að
veita ökumönnum réttlátt að-
hald án þessa úrræðis. Annars
eru tveir kostir, báðir slæmir:
Að sekta fyrir allan tittlingaskít,
t.d. rangt stefnumerki o.s.frv. Þá
myndi mannafli lögreglunnar
ekki duga og tUtrú almennings
vægast sagt minnka. Hinn er að
sleppa hreinlega þeim sem ger-
ast sekir um litlu brotin.
Affarasælast er án efa að hafa
þann möguleika að veita mönn-
um góðlátlegt tiltal þegar að-
stæður gefa tUefni tU. Aðalsjokk-
ið er jú að láta stoppa sig - það
er bara fúlt að þurfa að punga út
síðustu aurunum.