Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1998, Side 17
16
Iþróttir
Reynslumikill
Skoti til KR
KR-ingar gerðu í gær samning
við skoskan leikmann sem þeir
höfðu fengið til reynslu á æfingu
hjá sér á þriðjudag. Sá heitir
David Winnie og er vamarmað-
ur en er eflaust ætlað hlutverk á
miðjunni hjá KR.
Siðast lék Winnie i skosku úr-
valsdeildinni með Hearts 1995-96
en í vetur lék hann með St. Mir-
ren í 1. deildinni en með St. Mir-
ren-liðinu hefur hann spilað
lengst á sínum ferli. Winnie hef-
ur samtals leikið 180 úrvals-
deildarleiki í Skotlandi með 3
liðum, St. Mirren 1983-91, Aber-
deen 1991-95 og Hearts 1995-96.
Auk þess lék hann 26 leiki með
Dundee í 1. deildinni 1996-97 og
21 leik með St. Mirren í sömu
deild í vetur.
Kemur með nauðsynlega
reynslu í lið KR
David Winnie verður 32 ára á
þessu ári og verður hann eflaust
mikill liðsstyrkur fyrir KR-liðið.
Hin mikla reynsla sem Winnie
hefur yfir að ráða úr skoska þolt-
anum kemur sér vel fyrir lið KR
sem hefur einmitt helst þótt
vanta nauðsynlega reynslu á
miðjuna í sumar. -VS/ÓÓJ
*
EVRÓPUKiPPNI
A-riðill:
Júgóslavía-Svíþjóð............19-29
Þýskaland-Frakkland...........30-24
Ítalía-Litháen................18-19
Svíþjóð 4 4 0 0 102-82 8
Þýskaland 4 4 0 1 105-85 6
Júgóslavía 4 2 0 2 97-99 4
Frakkland 4 1 1 2 99-97 3
Litháen 4 1 1 2 82-95 3
Ítalía 4 0 0 4 77-94 0
B-riðill:
Ungverjaland-Tékkland .......27-25
Rússland-Króatía.............29-14
Makedónía-Spánn..............19-26
Spánn 4 3
Rússland 4 3
Króatía 4 3
Ungverjal. 4 2
Makedónía 4 0
Tékkiand 4 0
1 0 106-76 7
1 0 100-81 7
1 1 90-92 5
0 2 93-95 4
1 3 86-110 1
0 4 92-114 0
íslendingar á
skotskónum í Noregi
íslendingar voru í sviðsljósinu
í gær í norska bikarnum. Ágúst
Gylfason skoraði sigurmark
Brann gegn Stryn strax á 11.
mínútu. Bjarki Gunnlaugsson
kom inn á sem varamaður hjá
Molde á 67. mínútu og fjórum
mínútum síðar var hann búinn
að skora mark í A-2 sigri á
Fana. Óskar Hrafn Þorvaldsson
átti góðan leik með
Strömsgodset þegar liðið sló út
Start, 3-1 . -ÓÓJ
Karl Malone á hér í harðri rimmu við Dennis Rodman í leik Utah og Chicago
í gær. Malone var ólíkur sjálfum sér og átti í vandræðum í leiknum. Reuter
1. úrslitaleikur Utah og Chicago í NBA:
Ekki ryðgaðir
- því Utah vann 88-85 í framlengingu
Það byrjaði með miklum spennu-
leik, líkt og menn bjuggust við, því
fyrsti leikur Chicago og Utah réðst
á síðustu sekúndu í framlengingu.
Utah svaraði öllum fyrir fram gerð-
um spám um að liðið væri ryðgað
eftir 10 daga hvíld og hafði yfir-
höndina mestallan leikinn og komst
meðal annars sjö stigum yfir þegar
3 mínútur voru eftir. Chicago komst
þó aftur inn í leikinn í lokin og Luc
Longley tryggði þeim framlengingu
þegar hann jafnaði í 79-79.
John Stockton fór fyrir sínum
mönnum í lok leiksins og skoraði 7
af 9 stigum Utah í framlengingunni
og gerði 24 stig alls auk þess sem
hann átti 8 stoðsendingar. Howard
Eisley, varamaður Stockton, stóð
sig einnig mjög vel og samtals skor-
uðu leikstjómendur Utah 32 stig og
áttu 14 stoðsendingar í leiknum.
Malone fann sig ekki
Karl Malone átti í vandræðum í
leiknum, hann hitti mjög illa utan
af velli, eða 9 af 25 skotum, en stóð
sig vel sem fyrr undir körfunni og
tók 14 fráköst. Þá brást Malone ekki
þegar mest á reyndi í lok leiksins.
Michael Jordan stóð að venju fyrir
sínu, gerði 33 stig, þar af 20 í fyrri
hálfleik, en hann þurfti augljóslega
meiri hjálp frá félögum sínum í
þessum leik.
Skortur á samvinnu
Chicago-liðið vann alls ekki nægi-
lega vel saman sem ein heild og átti
liðið aðeins 14 stoðsendingar gegn
23 hjá Utah. Dennis Rodman á við
meiðsli að stríða á þumli en hann
spilaði engu að síður 40 mínútur í
leiknum og tók 10 fráköst, mest
allra hjá Chicago.
Ekki var mikil ógnun í 3 stiga
skotum í leiknum því Chicago skor-
aði allar þrjár 3 stiga körfurnar í
leiknum en liðin reyndu 24 skot fyr-
ir utan 3 stiga línuna. Liðin mætast
öðru sinni á föstudagskvöld og þá
aftur í Salt Lake City í Utah.
Stig Utah: Stockton 24, Malone 21,
Russell 15, Eisley 8, Morris 6, Anderson
6, Homacek 4, Foster 2. Stig Chicago:
Jordan 33, Pippen 21, Longley 10, Kukoc
9, Harper 4, Burrell 4, Kerr 4. -ÓÓJ
Hermann Hauksson til Njarðvíkur
Hermann Hauksson körfuknattleiksmaður skrifaði í gær undir samn-
ing við Njarðvík en hann lék i Belgíu seinni hluta vetrar með liði St.
Niklaas eftir aö hafa leikið með KR alla sína körfuboltatíð hér heima.
Njarðvík hefur þegar fengið liðsstyrk í Friðriki Stefánssyni og verða ís-
landsmeistararnir gífurlega sterkir á næsta tímabili. -ÓÓ J
Blcrnd í poka
Knattspyrnudeild Vals, SP-
Fjármögnun, Sparisjóður vélstjóra og
Alþjóöa líftryggingarfélagið hafa gert
með sér styrktar- og
samstarfssamning til þriggja ára.
Samhliöa þessu hefur
knattspyrnudeild Vals gert 3ja ára
samning við verslunina Ástund,
umboðsaðila Umbro og Diadora á
íslandi, og munu allir iðkendur Vals
leika í búnaði frá Ástund næstu þrjú
árin.
Gunnsteinn Jónsson, GK, sigraði án
forgjafar á opnu golfmóti sem fram
fór hjá Keili á dögunum. Gunnsteinn
lék á 71 höggi. Björgvin
Sigurbergsson, GK, varð annar á 72
höggum og Guðmundur
Hallgrímsson, GS, þriðji á 72.
Haukur Jónsson, GK, sigraði með
forgjöf á 60 höggum nettó. Jón
Thorarensen, GK, varð annar á 65 og
Bjöm Matthíasson, GR, þriðji á 65.
Opió mót eldri kylfinga, karla 55
ára og eldri og kvenna 50 ára og eldri,
verður haldiö á golfvelli Oddfellowa í
Urriðavatnsdölum laugardaginn 6.
júni. Leikinn er höggleikur með og
án forgjafar. Mótið er jafnframt
stigamót til landsliös. Skráning er i
síma 565-9092.
Júgóslavar lögöu Japana, 1-0, í
vináttulandsleik í knattspyrnu sem
fram fór í Lausanne í Sviss í gær.
Sigurmarkið skoraði Sinisa
Mihajlovic á 70. mínútu.
Ronald Koeman, fyrrum
landsliðsmaður Hollendinga í
knattspymu, verður aðstoðarmaður
Luis Van Gaal, þjálfara Barcelona, á
næsta tímabili. Koeman ætti að vera
öllum hnútum kunnugur hjá
Börsungum því hann lék með þeim i
nokkur ár.
Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins
verður haldið i kvöld. Hlaupið verður
frá húsi Krabbameinsfélagsins,
Skógarhlíð 8, og hefst hlaupið
klukkan 19. Hægt er að velja um 2
kílómetra skokk/göngu, 5 km hlaup
umhverfis Öskjuhlíö eða 10 km hlaup
umhverfis Reykjavíkurflugvöll. Hægt
er að skrá sig frá kl. 8-18 í dag.
Aóalfundur handknattleiksdeildar
Fram verður haldinn flmmtudaginn
11. júní. Fundurinn hefst
stundvíslega kiukkan 20 í
Framheimilinu.
-GH
Knattspyrna:
Sigurvin úr leik?
- meiddist illa á hné í gær
Sigurvin Ólafsson.
Sigurvin Ólafsson, leikmaðurinn
snjctlli í liði íslandsmeistara ÍBV,
meiddist illa á hné á æfingu í gær
og óttast er að liðbönd í hné hafi
slitnað. Hann fer í myndatöku í dag
og verði niðurstaðan sú að
liðböndin séu slitin er ólíklegt að
hann leiki meira með á þessu
tímabili.
Sigurvin var í landsliðshópnum
sem á að leika gegn S-Afriku á
laugardaginn en sæti hans í
hópnum tekur félagi hans úr
Eyjaliðinu, ívar Ingimarsson sem er
nýliði í íslenska landsliðinu.
-GH
Handknattleikur:
Reynir í KA
Reynir Þór Reynisson, landsliðsmarkvörður í handknattleik, er
genginn í raðir KA-manna og mun leika með félaginu á næsta tímabili.
Reynir hefur tvö undanfarin ár leikið með Fram en þar áður með
Víkingi. Hann mun taka stöðu Sigtryggs Albertssonar í marki KA en
hann ákvað að hætta eftir tímabilið þar sem hann er að fara á sjóinn.
Kominn til að vinna titla
„Mér líst mjög vel á að leika með KA. Þetta er gott félag, með góðan
þjálfara og það er mikill metnaður í liðinu. Hingaö er ég vonandi kominn
til að vinna titla,“ sagði Reynir við DV í gær skömmu eftir hann hafði
skrifað undir tveggja ára samning við félagið.
Á dögunum var Reynir langt kominn með að ganga frá samningi við
þýska 2. deildarliðið Solingen.
„Ég taldi mig vera á leið til félagsins en þessum umboösmanni, sem ég
var í sambandi við, varð eitthvað á i messunni og ekkert vai'ð því af
þessu,“ sagði Reynir við DV. -GH
FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1998
FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1998
25
DV DV
Iþróttir
skrifaði undir hjá Val í gær og verður löglegur um mánaðamótin
Arnór Guðjohnsen knattspymumaður
er genginn i raðir Vals. Hann sagði upp
samningi sínum við sænska félagið
Örebro í fyrradag og skrifaði undir
samning hjá Val í gær. Hann verður lög-
legur um mánaðamótin og leikur líklega
sinn fyrsta leik með Hlíðarendaliðinu í
16-liða úrslitum Mjólkurbikarkeppninn-
ar þann 2. júlí að því gefnu að Valsmenn
komist í gegnum 32-liða úrslitin. Fyrsti
leikur hans í deildarkeppninni verður í
8. umferðinni þegar Valsmenn sækja
Grindvíkinga heim sunnudaginn 5. júlí.
Valur vann kapphlaupið við KR
Arnór skrifaði undir samning við Val
sem gildir út þetta ár en Valsmenn hafa
svo forgangsrétt aö samningi við hann á
næsta ári. Hann tilkynnti forseta Örebro
ákvörðun sína í gær og það má reikna
með hörðum viðbrögðum frá félaginu
enda vill liðið alls ekki missa hann.
Mörg lið hér á landi vildu fá þennan
frábæra knattspyrnumann í sínar raðir.
Reykjavikurliðin ÍR, KR og Valur börð-
ust harðast um að fá hann og að lokum
ákvað Arnór að semja við Val. Á tímabili
virtist Arnór vera á leiðinni til KR, eins
og Eiður sonur hans, en Valsmenn höfðu
betur í kapphlaupinu við vesturbæjarlið-
ið. Þessi ákvörðun Arnórs að koma til
Vals þarf svo sem ekki að koma á óvart
enda hefur hann oft æft með félaginu í
fríum sínum yfir sumartímann.
Valur bauð best
„Ástæðan fyrir því að ég vel Val er
einfaldlega sú að að félagið bauð best. Þá
hef ég alltaf haft ákveðið hjarta fyrir Val
því ég hef alltaf fengið aðstöðu til að æfa
með liðinu þegar ég hef verið í fríi frá at-
vinnumennskunni. Þessari ákvörðun
minni að koma heim verður ekki
haggað því ég og konan höfum
bæði tekið þessa ákvörðun. Ég
veit að frúin er mjög glöð þvi
hún hefur ekki haft neitt
fast í Örebro. Þetta er
búið að vera ágætt í
Svíþjóð og ég hef
gleði af því að sp:
hérna,“ sagði Ari
ór í samtali
DV í gær frá
Svíþjóö.
Gott að
fara beint
inn í
boltann
„Það er
ekki nein
sérstök
ástæða fyrir
því að ég er
að koma
heim. Ég er bú-
inn að vera í at-
vinnumennsk-
unni í 20 ár og það
er ágætis tími. Mér
finnst gott að
skella mér heim
þegar mótið er hálfh-
að og fara beint inn í
boltann því það var alltaf
ætlunin að koma heim og
spila,“ sagði Arnór.
Lítið spennandi hjá Örebro í ár
„Það sem réð kannski úrslitum að ég
tek þá ákvörðun að fara heim er að þetta
hefur verið frekar lítið spennandi hjá
Örebro það sem af er árinu. Það hefur
Arnór Guðjohnsen í búningi Víkinga 4. júní 1978, nákvæmlega fyrir 20
árum, í leik gegn Breiðabliki á Hailarflötinni í Laugardalnum. Víkingar unnu
leikinn, 3-1, og skoraði Arnór tvö markanna. Einum og hálfum mánuði
síðar samdi Arnór viö belgíska félagið Lokeren og fór að leika með liðinu
um haustið.
ekki verið staðið að þessu eins og ég
bjóst við, það er að bæta við mannskap
og fleira, og liðið hefur verið að sigla
lygnan sjó,“ sagði Arnór, en hann á eftir
að spila fimm leiki með Örebro áður en
hann kemur heim.
hefur fengið viðurkenningar fyrir að
vera besti leikmaður deildarinnar.
-GH/EH,Svíþjóð
Arnór Guðjohn-
sen er á leið í ís-
lensku knatt-
spyrnuna eftir
20 ára fjarveru
og mun þá
klæðast búningi
Valsmanna.
Arnórspunktar
Arnór lék sinn
síóasta leik hér
heima í efstu deild
gegn Þrótti 24. júlí
1978 á Laugardals-
vellinum.
Arnór skoraói 7
mörkí fyrstu 8 leikj-
um sínum með Vik-
ingum sumarið 1978.
2 komu gegn Breiða-
bliki og gegn KA, 1
gegn ÍBV, Val og FH.
Arnór skoraði i
fyrsta leiknum sín-
um gegn ÍBV í Eyj-
um sem komst í frétt-
irnar þar sem Eiður
faðir hans var línu-
vörður í leiknum.
Arnóri tókst aft-
ur á móti ekki að
skora i fjórum síð-
ustu leikjum sínum
eða á þeim síöustu
398 mínútunum sem
hann spilaði í deild-
inni.
Þrjú siðustu
mörk Arnörs í deild-
inni voru öll með
skalla en síðast skor-
aði hann gegn KA á
Akureyri 26. júní
1978.
Kristinn Björns-
son, sem nú er orðinn
þjálfari Arnórs hjá
Val, lék með ÍA gegn
Arnóri 14. júní 1978 í
leik sem ÍA vann, 4-2.
Arnór Guðjohn-
sen kann vel við sig
á klakanum því hann
hefur skorað 12 af 14
landsliðsmörkum
sínum í Laugardaln-
um. -ÓÓJ
Mikill hvalreki fyrir íslenska
knattspyrnu
Það er engum blöðum um það að fletta
að Amór er Valsmönnum gríðarlega
mikill liðsstyrkur og innkoma hans í ís-
lensku knattspyrnuna er mikill hvalreki.
Arnór hefur um langt skeið verið besti
knattspyrnumaður íslands og
hróður hans hefur víða
borist. Hann hélt út í at-
vinnumennsku til
Belgíu 16 ára gamall
og hefur því verið
atvinnumaður í
tæp 20 ár en Arn-
ór er 37 ára gam-
all. Á síðasta ári
lauk 19 ára farsæl- ’
um landsleikjaferli
Arnórs þegar hann
lék gegn Liechten-
stein í undankeppni
HM á Laugardalsvelli.
Síðustu árin hefur
hann leikið með
Örebro i Svíþjóð og spark-
spekingar þar i landi hafa
sagt hann vera besta út-
lendinginn í sænsku
knattspyrn-
unni í
dag
20 ára atvinnumanns-
ferli Arnórs senn lokið
Lokeren
‘78-’83
Anderlecht
‘83-’90
Bordeaux
‘90-’92
Hacken
1993
Orebro
‘94-’98
Amór Guðjohnsen fór haustiö 1978, aöeins 16 ára gamall, út í atvinnumennsku til
Lokeren í Belgiu. Hann hafði fyrr um sumariö 1978 tekið sín fyrstu spor með Víking-
um í efstu deild hér heima þar sem hann spilaði 12 leiki og skoraði 7 mörk.
Arnór lék með Lokeren 5 tímabil, árin 1978-1983, við góðan orðstír áður en hann
gekk tO liðs viö Anderlecht sumarið 1983. Með Anderlect spilaði Arnór sjö tímabil þar
sem hápunkturinn var örugglega veturinn 1986 til 87 þegar hann varð Belgíumeistari,
markakóngur með 19 mörk og kosinn besti leikmaðurinn af einu virtasta blaði Belg-
íu, Het Nieuwsblad, sem útnefndur er eftir einkunnagjöf blaðsins.
Eftir tímabilið 1989 til 90 skildu leiðir milli Amórs og Anderlecht eftir mörg góð ár.
Hann fór þaðan til Bordeaux í Fi'akklandi en Belgamir vom ekki sáttir við sinn hlut og
við tóku erfið ár þar sem Anderlecht reyndi að fá alltof mikla peninga fyrir Amór. Svart-
asti tíminn hjá Amóri var sumarið 1992 þegar Alþjóða knattspymusambandið dæmdi
hann síðan aftur til síns gamla félags Anderlecht og i kjölfar þess sagði Bordeaux upp
tveggja ára samningi við hann og Arnór lék ekki með félagsliði í lengri tíma.
Sló í gegn í Svíþjóð
Vandræðin með málin hjá Anderlecht enduðu loks með aö hann komst til Hacken í
Svíþjóð sumai'ið 1993 og leiðin fór aftur aö liggja upp á við. Hann fékk góða dóma fyr-
ir leik sinn, var meðal annars valinn besti leikmaðurinn í deildinni af einu af sænsku
blöðunum. Amór var í framhaldi af því seldur til Örebro og sló í gegn á sínu fyrsta
ári þar. Örebro, sem hafði sloppið naumlega við fall, kom á óvart og lenti í öðm sæti
eftir harða baráttu um titilinn. Arnór var í lok tímabilsins kjörinn besti leikmaður úr-
valsdeildarinnar af leikmönnum allra liðanna og jafnframt besti miðjumaðurinn og
besti útlendingurinn í sænsku deildinni.
Arnór hefur síðustu 4 árin spilað með Örebro í Svíþjóð og ávallt vakið lukku
meðal sænskra og verið í hópi bestu leikmanna i sænsku deildinni. Hann
hefur til dæmis hafíð tímabilið nú með feiknakrafti og Ijóst er að Am-
ór á enn þá eftir nokkur ár í toppformi.
Á sama tíma og Amór hefur verið að spila erlendis hefur hann
glatt auga landans hér heima í landsleikjum en Arnór er bæði
annar leikjahæsti landsliðsmaöur íslands frá upphafi með 73
leiki og annar markahæsti með 14 mörk. Auk A-landsleikja
hefur Amór spilað 15 leiki með yngri landsliðum og skor-
að í þeim 5 mörk.
Leikir/mörk i efstu deild hjá Arnóri áferlinum:
ísland (Víkingur) 12/7
Belgía (Lokeren/Anderlecht) 280/66
Frakkland (Bordeaux) 19/1 og 30/8 í 2. deild
Svíþjóð (Hacken/Örebro) 110/29
-ÓÓJ