Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1998, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1998, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 4. JUNÍ 1998 Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóran JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVlK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk„ Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Jeltsín syrgir óháða fjölmiðla Jeltsín Rússlandsforseti sagði á fundi í Moskvu í fyrri viku með ritstjórum fjölmiðla frá mörgum löndum, að fjármálafurstar hefðu þar í landi að nokkru tekið við fyrra ritskoðunarhlutverki stjórnvalda á sovéttímanum. Taldi hann þetta einnig vera vestrænan vanda. Austurrískur talsmaður viðstaddra tók að nokkru undir sjónarmið Jeltsíns. Sumir fjölmiðlar á Vesturlönd- um eru smám saman að breytast úr fjölskyldufyrirtækj- um í opin fjölmiðlunarfélög og síðan að renna inn í fjöl- greinasamsteypur, jafnvel á alþjóðavettvangi. Kunnugt er, að flölmiðlar í eigu íjármálafurstans Rupert Murdoch, þar á meðal Times, eiga erfitt með að Qalla á málefnalegan hátt um Kína, af því að það kynni að setja hagsmuni hans í Kína í hættu. Er þó veldi hans enn sem komið er takmarkað við fjölmiðlun eina. Atburðarás íjölmiðlunar hefur verið hröð í Rússlandi á þessum áratug. Stýring stjórnvalda hrundi snögglega og tugþúsundir fjölmiðla blómstruðu. Á sama tíma náðu fjármálafurstar tökum á framleiðslutækjum ríkisvalds- ins, mynduðu samsteypur og keyptu fjölmiðla. Rússnesku samsteypumar eiga banka, olíufélög, fjöl- miðla og margt annað. Víðtækir hagsmunir þeirra á ýmsum sviðum atvinnulífsins hafa mikil áhrifa á inni- hald fjölmiðla, svo sem fram hefur komið í aðdraganda kosninga. Þær eru orðnar ríki í ríkinu. Eðlilegt er, að spurt sé, hvort Rússland sé á einum ára- tug að stökkva yfir tímabil, sem hefur staðið nokkra ára- tugi á íslandi og nokkrar aldir í Bandaríkjunum, þar sem það hefur staðið lengst á Vesturlöndum. Þetta er tímabil óháðra fjölmiðla, tímabil Washington Post. Tiltekin dæmi sýna, að hætta er á ferðum, þegar ann- að hvort gerist, að áður óháðir fjölmiðlar renna inn í samsteypur á öðrum sviðum atvinnulífsins eins og hefur gerzt í Rússlandi eða þenjast út fyrir landamæri ein- stakra ríkja, svo sem hjá Murdoch fjármálafursta. Til skamms tíma var talið, að lesendur, hlustendur og áhorfendur mundu sjá um, að þetta gerðist ekki. Fjöl- miðlar mundu glata trausti notenda sinna, ef þeir færu að þjóna öðrum hagsmunum en þeirra. Nú eru margir famir að efast um, að notendur axli þetta hlutverk. Misnotkun Murdochs á Times hefur ekki skaðað blað- ið að ráði í samkeppninni við önnur blöð. Misnotkun rússneskra fjármálafursta á sjónvarpsstöðvum þar í landi hefur lítil áhrif haft á notkun stöðvanna. Notendur virðast ekki vilja taka að sér eftirlitshlutverkið. Þetta er mikilvæg orsök ferilsins, sem felst í, að minnkandi gengi ríkisvaldsins í lýðræðisríkjum leiðir ekki til vaxandi gengis kjósenda, heldur hagsmunaaðila, ekki bara fjármálafursta, heldur einnig samtaka og stofn- ana af ýmsu tagi, sumpart utan og ofan landamæra. Eins og Davíð er Jeltsín að reyna að sveigja fféttaflutn- ing sjónvarpsstöðva að pólitískum hagsmunum, svo sem fram hefur komið í tengslum við verkfallsaðgerðir námu- manna. Komið hefur í ljós, að báðir hafa þeir misst tök- in, Jeltsín í hendur fjármála- og mafíufursta. í Rússlandi og sums staðar á Vesturlöndum eru að mótast nýjar og áður óþekktar aðstæður í fjölmiðlun, sem kalla á ný form og nýjar leikreglur. Hver verður hlutur notenda, þegar furstar stjómmála, fjármála og glæpa taka saman höndum um að villa fólki sýn? Hitt er svo ljóst, að almenningur getur sjálfum sér ein- um um kennt, sé farið að síga á efri hluta Washington Post tímabils vestrænnar og óháðrar flölmiðlunar. Jónas Kristjánsson Aö sögn greinarhöfundar er fólki á landsbyggðinni auöveldaö aö leita sér framhaldsmenntunar með fjarvinnslu. Múrar fjarlægðar- innar brotnir niður Sú ákvörðun að hefla f]arkennslu í hjúkrunarfræði á ísa- firði eru einhver ánægjulegustu tíðindi sem orðið hafa hjá okk- ur á Vestfjörðum um langa hríð. Með þessari ákvörðun eru brotnir niður þeir múrar fjar- lægðarinnar sem hafa staðið í vegi fólks á landsbyggðinni sem hefur viljað leita sér framhaldsmenntunar, einkanlega á háskóla- stigi. Það fór ekkert á milli mála að þessum tíðindum var fagnað á Vestfjörðum. Strax og samningurinn á milli Vestfirðinga og Háskól- ans á Akureyri var staðfestur með undir- skrift lá fyrir að sex vestfirskar konur höf'ðu ákveðið að hefja þetta nám. Síðan hefur það gerst að áhugi hef- ur aukist á málinu og eftir því sem ég hef upplýsingar um liggur fyrir að fleiri verða með frá byrjun. Meðal annars hefur þessi samningur um fjamámið orðið þess valdandi að fólk sem sá ekki aðra möguleika en að hverfa frá Vestfjörðum til þess að afla sér menntunar getur nú sótt námið frá heimabyggð sinni á ísafirði. Jafnvel standa vonir til þess að fólk hyggist flytja vestur beinlínis vegna þess aö þessi námsmögu- leiki er að opnast. Þáttaskil Þetta er gríðarlega mikilvægur áfangi og í rauninni þáttaskil í Kjallarinn Einar K. Guðfinnsson alþingismaöur þeirri byggðamála- umræðu sem fram hefur farið óslitið um langa hríð. Ástæða er þess vegna að fagna því táknræna frum- kvæði sem Vestfirð- ingar með forystu- mönnum Háskólans á Akureyri hafa sýnt i þessu máli. Það era auðvitað hinar miklu fram- farir í fjarskipta- málunum sem eru að opna þessa möguleika. Kennsl- an mun fara fram með aðstoð gagn- virks sjónvarps. Kennari við Há- „Meðal annars hefur þessi samn- ingur um fjarnámið orðið þess vaidandi að fólk sem sá ekki aðra möguleika en hverfa frá Vest- fjörðum til þess að afla sér menntunar getur nú sótt námið frá heimabyggð sinni á ísafirði.“ skólann á Akureyri kennir nem- endum á Akureyri og ísafirði samtímis. Nemendurnir vestra hafa samskipti við kennarann í gegnum sjónvarpsskjá þar sem þeir geta fylgst með fyrirlestrin- um, öllu myndefni sem kennarinn notar við störf sín og tekið virkan þátt í umræðum, til jafns við þá nemendur sem í skólastofunni sifja fyrir norðan. í samræmi við stefnumótun Ástæða er til þess að vekja at- hygli á því að þetta framtak sem nú er að verða að veruleika er mjög í samræmi við það sem seg- ir í byggðaáætluninni sem forsæt- isráðherra hefur lagt fyrir Alþingi en þar segir meðal annars svo: „Möguleikar fjarkennslu verði að fullu nýttir.... Menntun á háskóla- stigi verði tekin upp þar sem kost- ur er, meðal annars með samning- um á milli framhalds- og háskóla. ... Á Austurlandi og Vestfjörðum verði nám á háskólastigi i boði svo fljótt sem verða má“. Það er einnig rétt að minna á að eitt af fyrstu verkum Björns Bjamasonar menntamálaráðherra var að hefja mótun stefnu um menntun, menningu og upplýs- ingatækni sem nefnd var „í krafti upplýsinga“. Þar er sérstaklega áréttað mikilvægi þess að mennt- i un með fjarkennslusniði verði efld. Skuli það jafht gilda um hefðbundið nám og endurmenntun. „Fjar- kennsla með rafrænum sam- skiptum er góð leið til að jafna aðstöðu til náms hvar svo sem menn hafa búsetu“, segir meðal annars í þessu ágæta riti. Gott fordæmi Með framtaki sínu á þessu sviði era Vestfirðingar og forsvarsmenn Háskólans á Akur- eyri því í raun að hrinda í fram- kvæmd stefnumótun menntamála- ráðherra og forsætisráðherra. Á því leikur enginn vafi að við þetta frumkvæði binda menn miklar vonir. Þess verður að vænta að þetta verði upphafið að frekari þróun á þessu sviði. Háskólinn á Akureyri hefur með þessu fram- kvæði sínu gefið fordæmi sem aðrir skólar og þá sérstaklega Há- skóli íslands hljóta að fylgja. Einar K. Guðfinnsson Skoðanir annarra Lánasjóðurinn „Það er ekki í samræmi við verðlags- og launaþró- un í landinu undanfarin ár að hækka framfærslu- grunn námsmanna einungis um 2,5%. Engin menntapólitísk rök era fyrir þessari hækkun og sí- felldar breytingar á viðmiðun námslána hafa mikil óþægindi í för með sér fyrir námsmenn." Svavar Gestsson í Mbl. 3. júní Kyoto-bókunin „Hætt er við aö sú stefna að undirrita ekki Kyoto- bókunina muni fremur skaða samningsstöðu Islands en bæta. Undirritun felur ekki í sér að ísland afsali sér samningsrétti um hvemig hið íslenska ákvæði verður útfært heldur er hún öðru fremur viljayfir- lýsing af hálfu íslands um að stjórnvöld hér vilji ná þeim markmiðum sem þjóðir heims hafa sett sér með bókuninni." Árni Finnsson í Mbl. 3. júní Ökuníðingar í umferðinni „Farið er að telja saman dauðaslys í umferðinni á árinu og era menn hissa á að þeim er að fjölga þeg- ar miðaö er við önnur tímabil. En í rauninni er það undrunar- og aðdáunarefni að dauðaslysin eru ekki enn fleiri, miðað við það aksturslag sem alltof marg- ir ökumenn temja sér og maður verður vitni að jafnt í bæjum sem á þjóðvegum." Oddur Ólafsson í Degi 3. júní

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.