Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1998, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1998, Síða 2
16 FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1998 %vikmyndir KVIKMYIÍDA GAGNHYI Háskólabíó - Piparkökukallinn: ★★★ Lögfræðingur í slæmum málum Það má ganga að því vísu að ef nafn Johns Grishams tengist á einhvern hátt sögu- þræði í kvikmynd þá er lög- fræðingur aðalpersónan og Piparkökukaliinn (The Gin- gerhread Man) er engin und- antekning. Grisham er skrif- aður fyrir sögunni en hand- ritið skrifar A1 Hayes sem er dulnefni leikstjóra myndar- innar Roberts Altmans. Hvers vegna hann notar dul- nefni er ekki auðvelt að koma auga á en sjálfsagt stendur það að einhverju leyti i sambandi við það karp sem hann lenti í við framleiðendur myndarinnar sem vildu einhverjar breytingar sem Altman samþykkti ekki og þar sem hann hafði það svart á hvítu aö hann réði endanlegri gerð myndarinnar þá hafði hann betur. Sem betur fer, því Altman hefur gert öðruvísi „Gris- ham“-mynd sem er mun athyglisverðari úttekt á persónum og mála- flækjum sem kunnuglegar eru heldur en áður hefur verið gert. Robert Altman er persónulegur leikstjóri og þótt honum sé fenginn i hendur „venjulegur" söguþráður, alla vega þegar miðað er við mörg hans fyrri verka, þá leyna höfundareinkennin sér ekki og þar er fyrst og fremst um að ræða mannlega hegðun í myndinni sem er langt i frá að vera formúlukennd eins og sagan gæti að öðru leyti boðið upp á. Kenneth Brannagh leikur lögfræðinginn Rick Magruder sem er á fullri ferð á framabrautinni. Hann er fráskilinn, tveggja barna faðir, sem lítið má vera að því að sinna börnum sinum. Örlagavaldur í lífi hans verður ung þjónustustúlka, MaUory Doss, sem óvænt kemur inn í líf hans. Faðir hennar ofsækir hana og eftir ástríðufuUa nótt í bóli Malory telur Magruder það skyldu sína að hjálpa henni. Faðirinn er settur á geðveikrahæli. Þegar hann nær að strjúka þaðan fara fyrir alvöru að brotna undirstöðurnar í lífi Magruders og brátt veit hann varla í hvom fótinn hann á að stiga. PiparkökukaUinn er spennandi og hefur góða hrynjandi og ekki er hægt annað en dást að leikarahópnum. Kenneth Brannagh sleppir allri klassikinni og nær góðum tökum á Magruder og er meira að segja stund- um óþolandi amerískur. Ef Brannagh er ólikur sjálfum sér þá er Daryl Hannah næstum óþekkjanleg í hlutverki aðstoðarlögfræðings Magruders og Robert Downey jr. og Robert DuvaU eru einnig að gera ýmislegt sem ekki hefur sést tU þeirra áður. Saman mynda þessi fjögur ásamt Embeth Davidtz, sem er „femme fatale“ myndarinnar, góðan leik- hóp sem Altman stýrir i gegnum Uókna sögu þar sem spilað er djarft tU að ná undir sig miiljónum. Leikstjóri: Robert Altman. Handrit: Al Hayes eftir sögu Johns Grishams. Kvikmyndtaka: Changwei Gu. Tónlist: Mark Isham. Aðalhlutverk: Kenn- eth Brannagh, Embeth Davistz, Robert Downey jr., Daryl Hannah, Tom Berenger og Robert Duvall. Hilmar Karlsson Kringlubíó - Með allt á hælunum: Nauðvörn snúið í sókn ** Mannfræðingur sem hefur uppgötvað týndan ættflokk, Shelmikedmu, á Nýju Gíneu, þar sem karlmenn sjá um uppeldi barna og umskurður á drengjum hefur tíðkast í aldanna rás, svo eitthvað sé nefnt, hlýtur að vera á grænni grein og það er James Krippendorf, eftir að hafa slegiö í gegn í fyrirlestri um uppgötvun sína og sýnt stuttu síðar kvikmynd sem hann tók af ættflokknum. Krippendorf verður uppáhald háskólamanna og fjölmiðlamanna, enda ekki um neina smáuppgötvun að ræða. Það er bara einn galli á gjöf Njaröar, það er engin Shelmikednu ættflokkur til, heldur er nafn ættflokksins fengið úr skammstöfun á nöfnum þriggja barna Krippendorfs, sem heita Shelly, Mickey og Edmund. Forsaga málsins er sú að Krippendorf og eiginkona hans höfðu fengið háan pen- ingastyrk til að finna týndan ættflokk. Þegar svo eiginkonan deyr faliast eiginmanninum hendur og allir peningarnir hafa farið í barnauppeldi. Þegar kemur að skuldadögum þá skáldar Krippendorf upp þessa líka finu sögu sem gerir hann frægan á einni nóttu. Með allt á hælunum (Krippendorf s Tribe) er skemmtileg og létt kvik- mynd sem gerir engar kröfur. Þ£ir ber fyrst að nefna að handritið er ágætlega skrifað um persónur sem eru margar hverjar skondnar, þótt flestar hafi þær sést ótal sinnum áður. Góöir leikarar með Richard Dreyfuss í farabroddi vinna vel úr textanum og myndin nær að halda góðum dampi alla leið. Dreyfuss, sem yfirleitt á ekki góðar stundir í gamanhlutverkum, leikur við hvem sinn fingur og er virkilega afslapp- aður í hlutverkinu. Eins og oft með miðlungs gamanmyndir er helsti gallinn hversu fyrirsjáanleg öll atburðarásin er. Leikstjóri: Todd Holland. Handrit: Charlie Peters. Kvikmyndataka: Dean Cunday. Tónlist: Bruce Broughton. Aðalleikarar: Richard Dreyfuss, Jenna Elfman, Lily Tomlin, Elaine Stritch og David Ogden Stiers.Hilmar Karlsson Þósund ekrur í Háskólabíói: Vinkonur, keppi- nautar - systur Kvikmyndin Þúsund ekrur (A Thousand Acres), er byggð á frægri samnefndri skáldsögu, sem meðal annars hefur hlotið Pulitzer-verð- launin og var valin besta bókin af samtökum gagnrýnanda árið 1991. Höfundur skáldsögunnar er Jane Smiley og sækir hún efniviðinn í bókina í King Lear, eftir William Shakespeare. Þeir sem þekkja King Lear vita að leikritið er mikið fjöl- skyldudrama og það er Þúsund ekr- ur einnig. Segir í myndinni frá föð- ur sem skiptir eignum sínum á milli þriggja systra með alvar- legum afleiðingum. Fjölskyld- an er Cook fjölskyldan og eignin er eitt þúsund ekrur af verðmætu landi. Þegar fjölskyldufaðirinn hefur skipt eigninni á milli systranna Ginny, Rose og Caroline hefst tog- streitan sem á eftir að sundra fjölskyldunni. Löngu gleymd leyndar- mál eru rifiuð upp og á- stríður, sem hafa verið faldar undir sléttu og felldu yfirborðinu, koma fram. Það er mikill fiöldi úr- valsleikara sem fer með hlut- verk í Þúsund ekrum. í hlutverk- um systranna eru Jessica Lange, Michelle Pfeiffer og Jennifer Jason Leigh. Jason Robbards leikur föður þeirra og í öðrum hlutverkum eru Colin Firth, Keith Carradiner, Kevin Anderson og Pat Hingle. Strax eftir að skáldsagan A Thou- sand Acres kom út árið 1991 var kvikmyndarétturinn keyptur af kvikmyndafyrirtæki sem Michelle Pfeiffer er einn eig- enda í * * ■Ss að og undirbúningur hafinn. Pfeif- fer fékk svo Lange í lið með sér og það var ekki fyrr en síðar að þær ákváðu hvora af eldri systrunum þær ætluðu að leika. Það tók lengri tíma að velja yngri systurina og varð Jennifer Jason Leigh loks fyr- ir valinu. Var það leikstjórinn Jocelyn Moorhouse sem valdi hana, fannst hún passa vel í hlutverkið, hafa hæfileika til að takast á við það og loks vel geta verið syst- ir Pfeiffer og Lange. Joycelyn Moorhouse er áströlsk og gerði hún sína fyrstu bandarísku kvik- mynd, How to Make an American Quilt fyrir tveimur árum. Árið áður hafði hún fram- leitt einhverja vinsæl- ustu kvikmynd sem komið hefur frá Ástral- íu, Murial’s Wedding. Moorhouse hafði starf- að við sjónvarp og kvik- myndir um hríð í Ástral- íu áður en hún leikstýrði hinni rómuðu Proof, sem vakti athygli á henni utan heimalands hennar. -HK Jessica Lange og Michelle Pfeiffer leika tvær eldri systurnar, Ginny og Rose, sem eru vinkonur og keppinaufar. Vorvindar: Frekari ábending og Vomur Háskólabíó og Regnbogmn halda áfram að sýna listrænar kvik- myndir á kvikmyndahátíðinni sem hefur yflrskriftina Vorvindar og nú komið að síðustu tveimur myndunum af þeim átta sem sýnd- ar eru á hátíðinni. Allar myndirn- ar hafa hlotið mikla athygli og ótal viðurkenningar á kvikmyndahá- tíðum víðs vegar um heim. í þeim er lögð áhersla á hinn mannlega þátt og farnar óhefðbundnar leiöir til að segja sögur. Eru myndirnar ferskur andblær fyrir þá sem vilja taka sér smáhvíld frá hinum dæmigerðu afþreyingarmyndum. Þær tvær myndir sem frumsýndar voru síðastliðinn miövikudag verða sýndar fram á þriðjudag. Eru það Frekari ábending (A Further Gesture) og Vomur (Ogre). Stutt er í næstu kvikmyndahátíð þvi í lok næstu viku hefst pólsk kvikmyndahátíð í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Frekari ábending Frekari ábending er hugarfóstur írska leikarans Stephens Rea sem er þekktur fyrir hlutverk sín í myndum leikstjórans Neils Jor- dans, m.a. Engli, Ljótum leik og Viðtali við vampýruna. Myndin fiallar um írskan strokufanga, Dowd, leikinn af Rea, sem flýr fóst- urland sitt og heldur til Bandarikj- anna. Þar reynir hann að hefia nýtt líf og fær starf við að þvo upp í lélegu veitingahúsi í New York- borg. Brátt kynnist hann pari frá Guatemala sem er leikið af þeim Alfred Monlina og Rosana Pastor en þau reynast vera stödd í borg- inni til þess að myrða fóðurlands- svikara nokkurn. Dowd, sem teng- ist að einhverju leyti IRA, sér að fólkið er algjörir viðvaningar á sviði hermdarverka og ákveður að hjálpa þeim við gamanið. Frekari ábending er enn eitt gott dæmið um þá uppsveiflu sem er í enskri kvikmyndagerð um þessar mund- ir. Vomur Nýjasta kvikmynd leikstjórans Volkers Schlöndorff (Tin tromm- an) er byggð á hinni umdeildu bók Álfakonunginum eftir Frakkann Michel Toumier sem kom út á 8. áratugnum. Myndin, sem er byggð upp eins og Grimms-ævintýri, fiallar um þann heilaþvott og þá hernaðaruppbyggingu sem var stunduö hjá Hitlers-æskunni í Prússlandi á tímum seinni heims- styrjaldarinnar. John Malkovich leikur franskan mann sem í barn-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.