Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1998, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1998
7
Fréttir
Formannsslagur
Alþýðuflokkurinn heldur lands-
fund sinn i haust og flestir gera ráð
fyiir því að Sighvatur Björgvins-
son sleppi við mótframboð. Margir
eru þó ósáttir við að
Sighvatur láti Mar-
gréti Frímanns-
dóttur eftir leið-
togastöðu samein-
aðs framboðs bar-
áttulaust. Meðal
þeirra er ekki síst
að finna krata úr
Reykjanesi þar
sem sterkasta
vígi flokksins er að finna. Þeir
telja aö Guðmimdur Ámi Stefáns-
son, sem öllum á óvart var nálægt
því að vinna Sighvat á síðasta lands-
fundi, eigi að fara aftur gegn for-
manninum en Guðmundur er hreint
ótrúlega vinsæll innan flokksins um
þessar mundir. í útvarpsþætti á dög-
unum neitaði Guðmundur því ekki
en sagði að þaö væri ólíklegt...
Fundur stórvelda
Á dögunum hélt Svavar Gestsson
blaðamannafund til að röfla yfir
spillingunni í þjóðfélaginu sem hon-
um hefur lengi verið hjartkær. Það
vakti athygli aö
Árni Þór Sigurðs-
son, sem Helgi
Hjörvar ýtti út í
pólitískt myrkur,
var eini fylgdar-
maður leiðtogans
á fundinum. Hins
vegar sást Mar-
grét Frímanns-
dóttir hvergi.
Fjarvera hennar endurspeglaði
þó ekki ísöldina sem rikir nú í sam-
skiptum hennar og Svavars heldur
var hún annars staðar í húsakynn-
um þingsins að taka á móti Doug
Mount, sendiherra Bandaríkjanna.
Það mim hafa verið i fyrsta skipti
sem stórveldin hittust á einkafundi
eftir að kalda stríðinu lauk...
Mannval Kára
íslensk erfðagreining heldur
áfram að soga til sín hina fremstu
meðal jafningja. Fyrir utan einvala-
liö ungra vísindamanna sem hafa
laðast að spennandi
verkefnum fyrirtæk-
isins og góðum
launakjörum sem
ástmögur þjóðar-
innar Kári Stef-
ánsson býður, þá
er nú fólk úr öðr-
um geirum komið
til mannvirðinga
innan fyrirtækis-
ins. Lögfræðingurinn Jóhann
Hjartarson, sem hefur það umfram
Kára að geta teflt betur, enda stór-
meistari i skák, gekk til liðs við ÍE
fyrr á árinu. Nú er einn reyndasti
fréttamaður landsins kominn í
skipsrúm hjá Kára. Það er Ólafur
Friðriksson sem áður var á Stöð 2
og skrifaði síðar eina glæstustu
veiðibók sem gengið hefur á þrykk.
Hann er orðinn starfsmannastjóri
hjá fyrirtækinu...
Stjörnuskin
Á Ríkissjónvarpinu hefur Sig-
urður Valgeirsson dagskrárstjóri
misst tvær helstu skrautfjaðrimar
úr hatti sínum. Búið er að leggja
Dagsljðsi sem undir
stjórn Svanhildar
Konráðsdóttur var
með best heppnuðu
þáttunum undir
hans stjóm. Sömu-
leiðis er Ingólfur
Margeirsson að
hverfa úr landi
en þáttur hans
með Áma Þórarinssyni
elleftu stundu, naut mikilla vin-
sælda. Á göngum sjónvarpsins
heyrist þó að Sigurður lumi á ýms-
um óvæntum trompum þar sem
gömlu stjörnurnar, Svanhildur og
Árni, munu skína skært - þó ekki
saman...
Umsjón Hjálmar Blöndal
Netfang: sandkom @ff. is
Veiðar við strendur Vestur-Grænlands:
Minni kvóti ■
eða enginn
Tillögur eru uppi um að banna
veiðar á nokkrum tegundum nytja-
flsks við strendur Vestur-Græn-
lands. Meðad þeirra eru þorskur og
karfl. Gunnar Stefánsson hjá Haf-
rannsóknastofnun segir að veitt sé
ráðgjöf i sambandi við þorskveiðar
hjá Alþjóða hafrannsóknaráðinu,
ICES. „Þar hefur legið tillaga í mörg
ár um að veiða ekki þorsk við
Grænland út af slæmu ástandi
stofnsins. Hann nánast hvarf rnn
1990 og hafði verið í töluverðri lægð
fram að þeim tima. Ástæðan að
hluta er of stíf sókn í stofninn auk
versnandi umhverfisaðstæðna. Það
sáust vísbendingar í ungum fiski
sem var stöðugt að verða minni eft-
ir aldri en það virðist tengjast lækk-
andi hitastigi sjávar."
Gunnar segir að möguleiki sé á
seiðareki frá íslandsmiðum til
Grænlands. „Það virðist vera ein
Hafrannsóknastofnun hefur nú
þriðja árið i röð athuganir á göngu
túnfisks innan íslenskrar lögsögu.
Með í fór verða skip frá Japan en
Japanar hafa þó nokkra reynslu af
túnfiskveiðum og eiga kvóta til
veiða sem þeir hafa fengið úthlutað
af Atlantshafs-túnfisksveiðiráðinu.
Sjávarútvegsráðuneytið hefur veitt
Japönunum leyfi til að veiða túnfisk
ástæðan fyrir uppgangi árganga
þar. En ef takmarkalausar veiðar
halda áfram á Grænlandi þá kemst
þar enginn þorskstofn upp aftur
jafnvel þótt seiðarek verði.“
Árni ísaksson veiðimálastjóri
segir að hvað snerti laxinn sé búið
að ákveða kvóta fyrir Grænland á
þessu ári en ákvörðun um það er
tekin á árlegum fundi laxverndun-
arstofnunarinnar (Nasco). „Græn-
lendingar mega veiða um 20 tonn
við Vestur-Grænland en það er það
magn sem Grænlendingar sjálfir
neyta af laxi. Kvótinn var um 50
tonn í fyrra en ákvörðunin um
minni kvóta var tekin þar sem
ástand stofnanna er svo lélegt. Það
er staðreynd að laxastofnarnir, sem
að uppruna til eru að mestu frá
Kanada, Bandaríkjunum og Bret-
landseyjum, hafa verið í lágmarki
undanfarin ár.“ -SJ
innan íslenskrar lögsögu en enn er
ekki vitað hvort íslendingar geta
veitt meiri túnfisk en þeir hafa gert
hingað til. íslendingar hafa til þessa
ekki fengið úthlutað neinum kvóta
frá ráðinu til túnfiskveiða. Túnfisk-
urinn mun halda sig sunnarlega í
íslensku lögsögunni eins og sést á
meðfylgjandi grafi. -hb
Útbreiðsla túnfisks
Grænland
ísland
Línustöövar 1997
Færeyjar
Túnfiskveiðar á Islandi
Ungmenni í Bolungarvík:
Göbbuðu lögreglu og slökkvlið
- málið litið alvarlegum augum
Alvarlegt atvik átti sér stað í Bol-
ungarvík aðfaranótt sunnudags.
Hringt var í neyðarlínuna og til-
kynnt um eldsvoða í húsi við Holta-
brún í bænum. Slökkvilið og lög-
regla voru köfluð út og komu á stað-
inn örskömmu síðar. Enginn eldur
var hins vegar í umræddu húsi.
Símtalið í neyðarlínuna var rakið á
annan stað í bænum. Nokkur ung-
menni i bænum eru sterklega grun-
uð um að hafa gabbað lögreglu og
slökkvilið. Málið er litið mjög alvar-
legum augum í Bolungarvík.
„Þetta er að sjálfsögðu mjög al-
varlegt mál. Það er þó vonandi að
fólk dragi lærdóm af þessu og geri
svona lagað ekki aftur," segir Einar
Þorsteinsson, lögreglumaður í Bol-
ungarvík, aðspurður um málið. -RR
^óðkaupsveislur—útisamkomur—skemmtanir—tónleikar—sýningar—kynningar og II. og fl. og fl.
-°9 ýnnsir fylgihlutir
'P,L
Ekki treysta á veðrið þegar
skipuleggja á eftirminnilegan viðburð -
Tryggið ykkur og leigið stórt tjald á
staðinn - það marg borgar sig.
Tjöld af öllum stœrðum frá 20 - 700m2.
Einnig: Borð, stólar, tjaldgótf og
tjaldhitarar.
alleÐfa sBcátca
..meo skötum á heimavelli
ckni 5621390 • fax 552 6377
Dundur hljómur
- dúndur verð!
Umboðsmenn um land allt www.ht.is
Heimilistæki hf
SÆTÚN 8 SÍMI 569 1500