Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1998, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1998, Blaðsíða 32
V I K I N (í A MTT9 • ' x, FRETTASKOTI0 SIMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ1998 Sala á ríkiseignum: Bankar seldir „Þarna er fyrst og fremst um bankastofnanir að ræða og ekki verið að tala um Landssímann eða Ríkisútvarpið," sagði Val- gerður Sverrisdóttir, formaður þingflokks framsóknarmanna, þegar hún var spurð hvaða eignir ríkisins kæmi helst til greina að selja á komandi misserum. Sala rikisbankanna var rædd á fundi þingflokka Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í gær ásamt því hvernig standa ætti að hlutafjár- aukningu í ríkisbönkunum. Á fundinum var einkum til umræðu hvernig eignarhaldi að Fjárfestingarbanka atvinnulífs- ins, Landsbankanum og Búnaðar- bankanum skyldi háttað. Að sögn Valgerðar er reiknað með að sala á þessum ríkiseignum myndi skila milljörðum í ríkissjóð þótt ekki væri hægt að slá föstum ná- kvæmum tölum eins og sakir stæðu. Aðspurð hvort ríkisstjóm- arflokkarnir myndu tryggja að eignaraðild að bönkunum dreifð- ist sagði Valgerður að stjórn yrði höfð á því enda gerðist slikt ekki af sjálfu sér. „Það er mikil sam- staöa um það í okkar þingflokki '* ** að reynt verði aö tryggja dreifða eignaraðild,“ sagði Valgerður. -kjart Um kvöldmatarleytið í gær fóru tvö afturhjól undan strætisvagni á Miklubraut við Réttarholtsveg. Ann- að lenti á bifreið og síðan á götuvita. Hann skemmdist og Ijósin duttu út. Olli þetta nokkrum töfum. Fjarlægja þurfti vagninn með dráttarbíl. DV-mynd S Hryggbrotnaði Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF- SIF, sótti 19 ára stúlku í Kerlingar- fjöll í gærkvöld. Talið var að hún væri hryggbrotin. Hún var að stökkva á trampólíni, féll og skall á höfuð og axlir. Ekki var talið þor- andi að hreyfa hana. Þyrlan fór í loftið um kl. sex og lenti aftur í / jpReykjavík hálfátta. Meiðsl stúlkunnar voru minni en talið var í fyrstu. -sf CVBRÐUR PÁ \ YFIRVINNA HJÁ TÖLVUNEFNP?__________/ Milljónatjón varð þegar eldur kviknaði f nýbyggingu 10-11 við Suðurbraut og Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði um tíuleytið í gærkvöld. Vegfarendur tilkynntu um eld- inn en mikinn reyk lagði frá honum yfir nærliggjandi hús. Talið er að kveikt hafi verið í rusli inni í byggingunni. Á gólfinu var plastefni sem eldurinn læsti sig f. Við þetta magnaðist hann mikið og náði í þakið. Allt tiltækt slökkvilið var kallað á staðinn. Þegar komið var að húsinu var þar töluverður eldur. Tveir reykkaf- arar fóru strax inn og náðu að slá á eldinn. Slökkvistarf gekk ágætlega og tókst að verja aöra hluta byggingarinnar. DV-mynd S Hópur íslenskra lækna og Qármálamanna: Erfðafyrirtæki í bígerð Samkvæmt heimildum DV er hópur íslenskra lækna og fjármála- manna að undirbúa stofnun nýs öfl- ugs fyrirtækis hér á landi á sviði erfðarannsókna. Hugmyndir hóps- ins ganga út á að fjármagna slíkt fyrirtæki með erlendu og íslensku fjármagni. Um er að ræða fjármögn- um upp á milljarða króna. Sérfræði- þekking og áhugi hópsins beinist að krabbameinsrannsóknum og nýt- ingu erfðatækni i því sambandi. Hið nýja fyrirtæki hefði því ekki jafn- víðfemt rannsóknarsvið og íslensk erfðagreining. Fjármögnun Samkvæmt heimildum blaðsins hefur hópurinn unnið að stofnun fyrirtækisins a.m.k. frá áramótum. Upphaflega voru hóparnir tveir en búið er að sameina þá. Þrír heimild- armenn blaðsins segja Tryggva Pálsson, hjá íslandsbanka koma að fjármögnun verkefnisins. Hann er núna í sumarfríi frá bankastörfum. í samtalið við blaðið sagði hann: „Ég er ekki viðriðinn málið.“ Ekki er ljóst hversu langt þessir aðilar eru komnir með fjármögnun. Þó er vitað að öflugir íslenskir aðil- ar hafa sýnt þessu mikinn áhuga. Varð heimildarmönnum blaðsins það á orði hversu vel íslenskir fjár- festar hefðu tekið í hugmyndina og virtist ekki skorta fé. Guðmundur Franklín Jónsson, verðbréfasali í New York, vinnur einnig að fjármögnun. „Ákveðnir aðilar hafa beðið mig um að skoða áhuga erlendra aðila á þessu verk- efni. Ég er mjög bjartsýnn á að það muni ganga vel,“ sagði Guðmundur. Hann vildi annars ekki tjá sig um málið. Aðgangur að gögnum Heimildir blaðsins segja að hóp- urinn hafi leitað til heilbrigðisráðu- neytis til þess að ganga úr skugga um að hugsanleg tilkoma lag um gagnagrunn á heilbrigðissviði muni ekki skerða starfsgrundvöO nýs fyr- Guðríður Þorsteinsdóttir, lög- fræðingur heilbrigðisráðuneytis- ins, segir að ráðuneytið stefni að því að senda endurskoðað frum- varp um gagnagrunn í heilbrigðis- þjónustu til umsagnaraðUa næst- komandi föstudag. „Síðan ákveðið var að fresta meðferð þings á frum- varpinu í vor hafa starfsmenn ráðuneytisins unnið að breyting- um á því. Það eru 30 til 40 aðilar irtækis . Þá segja heimildarmenn að í endurskoðaðri útgáfu gagna- grunnsfrumvarpsins, sem ætlunin er að kynna á föstudag, sé reynt að tryggja að aðgangur vísindamanna að sjúkraskýrslum verði ekki lakari en nú er. Leitað til sérfræðinga Forsvarsmenn hópsins hafa ráð- fært sig við sérfræðinga á sviði krabbameinslækninga og erfða- fræði. Einn þeirra er Jón Jóhannes Jónsson, læknir og sérfræðingur í erfðafræði. Hann sagði í samtali við sem fá hið endurskoðaða frumvarp sent sem umsagnaraðilar. Auk þess geta þeir sem vilja fengið frumvarpið og lagt fram umsögn," segir Guðríður. Umsagnaraðilar fá mánuð tU þess að semja umsagnir sínar. í september verður farið yfir þær og breytingar gerðar, gefist tUefni tU. „í sumar var unnið úr þeim athugasemdum sem fram komu DV að hann hefði veitt ráðgjöf hvað varðar hugsanleg verkefni, tækja- kaup og þörf á starfsfólki. Hann fagnar áhuga þessara aðila á að koma upp fyrirtæki á sviði erfða- rannsókna hérlendis. Hann telur það vera lyftistöng fyrir líftækniiðn- að á Islandi ef af stofnun slíks fyrir- tækis yrði. Þá sagði hann það skoð- un sína að í ljósi góðra aðstæðna hérlendis til erfðrannsókna biðu fjöldamörg spennandi verkefni. Það væri því töluvert svigrúm fyrir fleiri en einn aðila að stunda slíkar rannsóknir hér á landi. -JP þegar frumvarpið var lagt fram. Ég á því von á að það sé búið að taka á mjög mörgu af því sem fram kom í þessum umsögnum í vor. Ætlunin er að leggja þessi endurskoðuðu drög fram í upp- hafi þings,“ segir Guðríður. Hún vUdi ekki segja hvort um miklar breytingar á frumvarpinu væri að ræða né ræða um einstaka liði þess. -JP Gagnagrunnsfrumvarp kynnt á föstudag Veðrið á morgun: Hægviðri á öllu landinu Á morgun er búist við hægri norðlægri átt með súld austan- lands og skýjuðu en að mestu þurru veðri vestan tU. Hiti verð- ur á bilinu 7 tU 18 stig, hlýjast í uppsveitum suðvestanlands. Veðrið í dag er á bls. 29. Fantið í tíma! ■2™ dagar í Þjóð^átið FLUGFÉLAG ÍSLANDS Pantnnir i simn i''jQ 3030 Q*ðOÍL*>

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.