Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1998, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1998, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLI 1998 11 I>V Fréttir Hræringar á tölvumarkaði: Aco tekur viö Apple Tölvu- og þjónustufyrirtækið Aco er að taka við umboði fyrir Apple Macintosh-tölvur á næstu dögum. Að sögn Bjama Ákasonar, fram- kvæmdastjóra Aco, liggur þegar fyr- ir samþykki Apple í Bandarikjun- um og aðeins er eftir að ganga frá lokauppgjöri áður en umboðið flyst með formlegum hætti yfir til hins nýja umboðsaðila. Radíóbúðin hefur haft umboð fyr- ir Apple Macintosh-tölvur frá því í upphafi níunda áratugarins eða nánast frá þvi að fjöldaframleiðsla þeirra hófst en fyrir nokkrum árum stofnuðu eigendur Radíóbúðarinnar sérstakt fyrirtæki, Apple-umboðið, til að sinna innflutningi og þjónustu við Macintosh-tölvur. Macintosh-tölvur hafa frá upp- hafi verið framleiddar með það fyr- ir augum að vera sem auðveldast- ar í notkun. Þær urðu strax í upp- hafi mjög vinsælar sem heimilis- tölvur en einnig og ekki síður með- al kennara og starfsmanna innan skólakerfisins og fieiri ríkisstarfs- manna sem nutu lengi sérstakra vildarkjara við kaup á Macintosh- tölvum. Apple-tölvufyrirtækinu hefur gengið misjafnlega undanfarin ár. Hlutdeild þess á einkatölvumark- aði hefur rýmað frá því sem var á níunda áratugnum og fram undir miðjan þennan. Á hinn bóginn hef- ur Apple treyst stöðu sína innan prentiðnaðarins og eru Macintosh- tölvur ráðandi í rit- og mynd- vinnslu víðast hvar, ekki sist hér á landi. Aco hf. hefur einmitt öðrum tölvufyrirtækjum fremur lagt sig eftir þjónustu við prentiðnaðinn og má vænta þess að fyrirtækið styrki enn þá stöðu sína með umboði fyr- ir Apple. Mikill uppgangur er nú hjá Apple, ekki sist eftir að upphafs- maður fyrirtækisins, Steve Jobs, er aftur orðinn framkvæmdastjóri. Bjami Ákason sagði að miklar vonir væru bundnar við nýja tölvulínu Apple sem kynnt yrði á næstunni og kvaðst vænta þess að margar nýjungar ættu eftir að koma á óvart. -SÁ Davíð, Haraldur og Sigurður Atli brostu framan í heiminn í miðri hjólreiðaferð í Nauthólsvík. Þeir voru að viðra sig og fák- ana sína á einum af þessum góðviðrisdögum sem hafa verið í höfuðborginni að undanförnu. DV mynd Hilmar Þór. Kristján Loftsson um væntanlega komu Keikós: Veikur með dauðan bakugga „Þetta er rugl frá upphafl til enda. Þessi skepna getur flutt með sér alls kyns sjúkdóma úr Kyrrahaf- inu hingað. Hvað ætla menn þá að gera? Menn horfa fram hjá ógninni sem vofir yflr. Það þarf enginn að halda því fram að Keikó sé heil- brigður. Þar nægir að benda á að hann er með dauðan bakugga. Heil- brigðir háhyrningar úti í náttúrunni eru með þráðbeinan ugga,“ segir Kristján Loftsson, framkvæmda- stjóri Hvals hf., um væntanlega heimkomu háhyrningsins. Kristján spáir Keikó ekki góðri vist í Kletts- vík. „Þarna er eitt mesta veðravíti á íslandi. Þegar vetur gengiu- í garð með tilheyrandi stórviðrum mun há- hyrningurinn fá kal. Reyndar tel ég furðulegt ef einhverjir Vestmanna- eyingar telja sig hafa hagsmuni af komu Keikós. Þeir eiga miklu meiri hagsmuni í sjávarútvegi en svo að þeim megi fórna fyrir fárveikan há- hyrning,“ segir Kristján. -rt PORTBILL sem horft er á eftir! verð frá aðeins 1.445.000 Hyundai Coupe er kraftmikill sportbilt, með 116 ha. eóa 138 ha. vét Á Hyundai Coupe er eftir þér tekið í umferóinni. Rennilegar og ávatar línur ásamt aftinu undir vélarhtífinni gefa þér réttu tilfinninguna. Iil JnimliOtu Armúla 13 • Simi 575 1220 - 575 1200 Komdu og skoðaðu mest selda sportbíl á Islandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.