Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1998, Blaðsíða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1998
óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjómarformaöur og Otgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEiNSSON t
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritsýórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiósla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVlK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RiTSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar flölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds.
Hrollvekja framtíðarinnar
Hver hefði trúað að við náttúruparadísina ísland ættu
menn eftir að mæla meira magn af eiturefnum á borð við
PCB en annars staðar í heiminum? Enginn. í dag er það
þó bláköld staðreynd. Kippist einhver við? Enginn.
Fyrir nokkrum árum settu erlendir vísindamenn fram
kenningu um að norðurhjarinn væri eins konar
kuldagildra sem drægi til sín sérstök eiturefni sem
nefnast lífræn, þrávirk efni. Undir þennan efnahóp
heyra til dæmis PCB-efnin og skordýraeitrið DDT.
Samkvæmt kenningunni áttu þessi efni að safnast upp
á köldum hafsvæðum og menga smám saman lífkeðjuna
í höfunum. Grá er öll kenning. í fyrstu lögðu því fáir
trúnað á enn eina heimsendaspána. Allra síst þar sem
hún varðaði hinn ómengaða norðurhjara.
íbúar norðursins hafa ekki efni á að efast lengur. Á
skömmum tíma hafa hrannast upp rannsóknir sem leiða
í ljós vaxandi uppsöfnun eiturefna í norðurhöfum. Allar
rannsóknir sem íslendingar sjálfir hafa gert hníga að
sama ósi.
Lífríkið í sjónum við ísland er þrælmengað af efnum á
borð við PCB og DDT. Nær öll dýr sem tengjast lífríki
hafanna umhverfis okkur virðast bera í sér mikið magn
þessara efna. Því ofar sem þau eru í fæðukeðjunni, því
mengaðri eru þau.
Ástæðan felst í því að þessi efni eru - eins og nafn
þeirra speglar - þrávirk. Það þýðir að meltingarkerfi
dýra geta ekki brotið þau niðurví fæðukeðjunni, þar sem
rándýr étur bráð og er síðan sjálft étið af öðru dýri,
safnast þau upp.
Hið óhugnanlega við uppsöfnun eitursins í kringum
ísland felst í því að mengunin er ekki af okkar eigin
völdum. Við getum engu breytt í okkar eigin fari og
athöfnum til að draga úr henni. Við getum ekkert nema
farið bónarveg að þeim þjóðum sem enn nota efnin.
Jafnvel það dugar ekki. Mikið magn af efnunum er
enn að fmna í grennd við uppruna sinn, löndin og höfin
sem heyra til hinum iðnvædda hluta heims.
Eðlisfræðilegir eiginleikar þeirra munu smám saman
flytja þau í kuldagildru hinna köldu heimskauta.
í þessu birtist partur af hrollvekju framtíðarinnar.
Eitrið er líklegt tH að halda áfram að safnast fyrir í
norðurhöfum löngu eftir að menn verða hættir að nota
þau. Hið endanlega fórnarlamb verður lífríki hafanna. í
fjarlægri framtíð verða afleiðingamar uggvænlegar.
í DV hefur með litlum árangri þráfaldlega verið vakin
athygli á þessari óheiHavænlegu þróun. Blaðið hefur
samviskusamlega greint frá rannsóknum á bolvíska
ísbirninum, íslenskum fálkum og nú síðast skerfirska
æðarfuglinum.
AUar sýna þær sömu niðurstöðu. í þessum dýrum er
að finna meira magn af lífrænum, þrávirkum eiturefnum
en sums staðar annars staðar á norðurhjaranum. Það
hefur vakið litla athygli utan þröngs hóps.
íslendingar hafa hrósað sér af því að enn þá er minna
af eitrinu í íslenskum fiski en öðrum. Það er rétt. En þó
mælist hér þriðjungi meira af efnunum í brjóstamjólk
kvenna en í löndum sem eru þó miklu iðnvæddari og
mengaðri. Af hverju?
Af því þær borða meiri fisk en aðrar mæður. Æ fleiri
rannsóknir sýna að magnið sem áður var talið hættu-
laust er eigi að síður hættulegt. Hvernig bregðast
markaðimir við þegar það kemst á vitorð heimsins?
Skiptir það máli? Við verðum öU komin undir græna
torfu. SyndafaUið kemur ekki fyrr en eftir okkar dag.
Össur Skarphéðinsson
.
„Hinir gamalkunnu hættir virðast vera uppi enn, aö kaupa dýra bíla fremur en leggja inn fjármuni til ávöxtunar,"
segir Jón m.a. í greininni.
A5 finna eða finna
ekki fyrir góðærinu
■—— ........... spár þar um. Þetta er
Kiallarinii afar mikiivægt. At-
njaiiai lllll vinnuleysi er böl fyrir
þá sem verða fyrir því,
og það setur fjármál
fjölskyldna úr skorðum
og það þýðir mikil út-
gjöld fyrir samfélagið.
Atvinna hefur farið
vaxandi vegna aukinna
fjárfestinga sem stafa af
aukinni bjartsýni fyrir-
tækja og því að þau
hafa starfsgrundvöll.
Önnur ástæða fyrir
þessu er aukinn áhugi
, , erlendra fjárfesta á fjár-
Jon Kristjansson festingum
alþingismaður á íslandi.
Annað þýðingarmikið
„Hættumerkin í efnahagslífínu
núna eru þensla. Halli á við-
skiptajöfnuði er verulegur og fer
vaxandi, ekki síst vegna aukins
innflutnings. “
Samkvæmt einni
af hinum fjölmörgu
skoðanakönnunum
sem fylgja nútíma-
samfélagi er upp-
lýst að 49% lands-
manna telja sig
finna fyrir „góðær-
inu“ eins og það er
kallað. Þessar tölur
eru nokkuð athygl-
isverðar.
Þær þýða, ef
marka má könnun-
ina, að um helm-
ingur landsmanna
viðurkennir að
hafa fundið fyrir
batnandi hag.
Helmingurinn seg-
ir það ekki vera,
en hins vegar kann
það að vera svo að
einhver hluti
þeirra kunni mál-
tækið að það er
enginn búmaður
nema að berja
sér.“
Hitt er svo alveg
ljóst að margir
standa höllum fæti efnahagslega
og aukinn kaupmáttur að meðal-
tali verður ekki til þess að endar
nái saman.
Ástæður fyrir því geta verið
margvíslegar. Þær geta verið
skuldasöfnun, lág laun, atvinnu-
leysi um lengri eða skemmri tíma
eða veikindi, svo nokkrar séu
nefndar.
Atvinna, veröbólga, þensla
Eitt það þýðingarmesta í efna-
hagsþróuninni er að atvinna hef-
ur aukist og atvinnuleysi hefur af
þeim ástæðum minnkað umfram
atriði er að kostnaðarhækkanir í
atvinnulífinu hafa ekki farið út í
verðlagið í þeim mæli að verð-
bólga hafi vaxið. Þetta er gífurlega
þýðingarmikið því ekkert er verra
fyrir þann hóp sem verst stendur
hvað lífskjör snertir en að missa
verðbólguna úr böndunum. Það
verður að vera fyrsta og síðasta
boðorðið í efnahagsstjórnun að
haga málum á þann veg að halda
niðri verðbólgu.
Hættumerkin í efnahagslífinu
núna eru þensla. Halli á viðskipta-
jöfnuði er verulegur og fer vax-
andi, ekki síst vegna aukins inn-
flutnings. Hluti þeirrar aukningar
er íjárfestingarvörur, en fjárfest-
ing var í lægð, en hefur nú tekið
við sér. Stór hluti er hins vegar
vegna aukinnar einkaneyslu, svo
sem í bílum og heimilistækjum og
öðrum neysluvörum. Hinir gamal-
kunnu hættir virðast vera uppi
enn, að kaupa dýra bíla fremur en
leggja inn fjármuni til ávöxtunar.
Það hlýtur að vera verkefni lána-
stofnana og stjórnvalda um þessar
mundir að finna leiðir til þess að
örva sparnað hjá þeim sem eru af-
lögufærir. Það stuðlar að stöðug-
leika sem er öllum nauðsynlegur,
ekki síst þeim sem verr eru stadd-
ir.
Þá er það brýnt verkefni nú að
haga ríkisfjármálum á þann veg
að auknar tekjur ríkissjóðs vegna
mikilla umsvifa í samfélaginu nýt-
ist til þess að greiða niður skuldir.
Fyrir skuldsettan ríkissjóð eykur
engin ein aðgerð meira getu hans
til frambúðar til þess að standa
undir auknum velferðarútgjöld-
um. Niðurgreiðsla skulda losar
um fjármagn sem fer að öðrum
kosti í vaxtagreiðslur.
Fólk eöa hagtölur
Við stjómmálamenn erum
stundum ásakaðir fyrir það að tala
fremur um efhahagsmál og hagtöl-
ur en fólk og velferð þess. Því er
að svara að ekki verður hjá þessu
komist. Stöðugleiki skapar at-
vinnu og lága verðbólgu og skapar
skilyrði fyrir aukinn kaupmátt.
Allt þetta er forsenda fyrir því að
auka það hlutfall þjóðarinnar sem
viðurkennir að hafa fundið fyrir
umskiptum i efnahagsmálum sem
ganga undir nafninu „góðæri“ í
daglegu tali.
Jón Kristjánsson
Skoðanir annarra
Stórhugur kostar peninga
„Það er hámenntað fólk sem vinnur að ferðamál-
um erlendis og við megum ekki dragast aftur úr.
Hins vegar finnst mér stundum að vanti meiri stór-
hug og framsýni í ferðamálum hjá þeim sem eru að
taka við í þessu boðhlaupi um ferðamanninn ...
Stöðugt þarf að finna upp á nýjum áherslum til að
standast samkeppnina sem er gífurlega hörð og fer
harðnandi. Margir vinna mjög vel á mörgum sviðum
en mér finnst að það mætti gera enn betur. En stór-
hugur kostar peninga og það er t.d. mjög alvarlegt
mál fyrir íslenska ferðaþjónustu ef ekki fer að birta
í rekstri Flugleiða. Við erum mjög háðir því að vel
gangi þar.“
Birgir Þorgilsson í Mbl. 26. júlí.
Óvirðing við fánann
„Mér finnst það dálítið tillitsleysi að hann sé að
fljóta upp eins og annað sprek. Þeir sem vilja mót-
mæla geta gert það og notað fánann en þeir verða að
sýna honum þá virðingu sem ætlast er til. Ég er á
móti því að fánar séu brenndir í mótmælaskyni og
einnig að þeir séu látnir sökkva í vatn og fljóta síð-
an upp síðar.“
Gunnar Eyjólfsson í Degi 28. júlí.
Gagnslaus mótspyrna
„Sameining vinstrimanna, fyrst með sameiginlegu
framboði, siðar í sameiginlegan flokk, er óumflýjan-
leg. Alltaf hljóta einhverjir að veita mótspyrnu, en
það er nú þegar ljóst að hún er gagnslaus, sameining
vinstrimanna er þegar orðin að raunveruleika.
Næstu kosningar gætu orðið hvort heldur sem er
vatn á myllu andstæðinga eða fylgjenda sameining-
arinnar. Standi fylgið í stað koma fram raddir um að
sameiginlegt framboð hafi ekki skilað neinu, en það
tekur tíma að koma fólki í skilning um að framboð-
ið sé raunhæfur kostur.“
Daníel Freyr Jónsson í Mbl. 28. júlí.