Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1998, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1998, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1998 19 DV Fréttir Brúöhjónin í hestvagninum sem Sveinn í Kálfsskinni stýrir. DV-myndir Helgi Komu . f rá Ástralíu tilað giftast DV, Ólafsfirði: Erla Sigurðardóttir, rúmlega tvítug stúlka frá Ólafsfirði, sem hefur verið búsett í Ástralíu und- anfarin tvö ár, kom heim á dögun- um til að gifta sig. Brúðguminn er þrítugur Ástrali og heitir Adam Chapman. Fjölskylda Adams kom hingað með honum. Brúðhjónin komu á hestvagni inn bæinn að félags- heimilinu Tjarnarborg þar sem brúðkaupsveislan var haldin. Brúöhjónin viö vagninn. Hótel ÓlafsQöröur: Átta sumar- hús reist DV, Ólafsfirði: Fyrir skömmu hófust íramkvæmd- ir við bátahöfn sunnan við Hótel Ólafsfjörð. Það er Ásgeir Ásgeirsson og fjölskylda hans sem standa fyrir framkvæmdunum, en þau keyptu hót- elið af Skeljungi í fyrra. Fyrsta skóflustungan var tekin í lok júní og var það Ásgeir sem tók hana. Af þessu tilefni var haldin Jóns- messubrenna. Þá bauð fyrirtæki Ás- geirs, Sæunn Axels ehf., öllum starfs- mönnum sínum í grill við hótelið. Miklar framkvæmdir verða við hót- elið. Þar verða reist átta hús úr bjálkaviði, 4 lítil þar sem er fyrst og fremst svefnaðstaða, en einnig 4 stór, þar sem til viðbótar verður boðið upp á eldunaraðstöðu. Litlu húsin verða reist í sumar, þau stóru á næsta ári. Ferðamönnum gefst kostur á að leiga báta af ýmsum gerðum, t.d. kajaka og venjulega árabáta. Ásgeir hefur þegar tryggt sér veiði- leyfi í Ólafsfjarðarvatni, sem er frægt fyrir bleikjuveiði. Þar hafa reyndar líka veiðst sjófiskar. Ástæða þess að farið var út í þetta er sú að hótelið hefur bara 12 herbergi og getur því tekið 24 næturgesti en það þykir of lítið. Markmiðið er að auka gistirýmið sem og að bjóða upp á eitthvað sem sker sig úr í ferða- mannaþjónustu. Framkvæmdimar munu kosta á bilinu 30-40 milljónir króna. Hjá fýrirtækinu starfa um 100 manns, flestir í saltfiskvinnslu. H.J. Akureyri: Flestir starfa við þjónustu DV, Akureyri: Þriðjungur þeirra sem eru á vinnu- markaöi á Akureyri starfa við þjónustu. Það er svipað hlutfall og á Norðurlandi eystra en talsvert lægra en á höfuðborg- arsvæðinu þar sem um 38% starfandi fólks vinnur við þjónustustörf. Á Akureyri starfa næstflestir við iðn- að eða 17,7% og við verslun starfa 14,8% fólks á vinnumarkaði. Samtals eru því þjónusta, iðnaður og verslun með um tvo þriðju fólks á vinnumarkaði, eða 65,8%. Þá starfa margir við sjávarútveg og vinnslu sjávarafurða, 6,8% fást við fiskveiðar og 6,5% við fiskvinnslu. Einnig vekur athygli að tæplega 6% starfa við bankastörf o.þ.h. og litlu færri, eða 5,4%, starfa að samgöngum. -gk ATHABASCA 60 Klassískur bakpoki með áföstum hliðarvösum. Ertil með sérstakri burðargrind fyrir konur. ✓INTERSPORT ÞfN FRÍSTUND - OKKAR FAG BfLDSHÖFÐA - Bfldshöfða 20 - Sími: 510 8020 m BILASALAN BÍLDSHÖFÐA 3, SÍMI 567 0333. LÖGGILD BÍLASALA. LÁNSKJÖR Vlö ALLRA HÆFI. ILAHQLLIN BILDSHÖFÐA 5 SÍMI 567 4949 LÖGGILD BÍLASALA. LÁNSKJÖR Vlö ALLRA HÆFI. ÚTVEGUM BÍLALÁN. Hyundai Elantra '96, ek. 18 þús. km, svartur, ssk., 4 d., Verð 1.400 þús. Ford Econoline 4x4 '85, ek. 106 þús. km, rauður/hvítur, ssk., 4 d., 35“ dekk. Verð 890 þús. Skoda Favorit '93, ek. 45 þús. km, rauður, 5 g., 5 d., Verð 350 þús. Renault Twingo '95, ek. 21 þús. km, grænn, 5 g., 3 d., Verð 720 þús. Mazda MX-3 '93, ek. 88 þús. km, rauður, 5 g., 2 d., ABS, álfelgur, topplúga. Verð 1.450 þús. Ford Econoline Club Wagon '91, ek. 80 þús. km, grár, 5 g., 5 d., 10 manna. Verð 2.900 þús. Toyota Carina 1,8 '97 ek. 31 þús. km, grár, 5 g., 4 d., rafdr. rúður, álfelgur, samlæsingar, spoiler, dráttark. Verð 1.360 þús. Benz Elegance E-230 '97, ek. 27 þús. km, gullsans, 5 g., 4 d., ABS, rafdr. rúður, álfelgur. Verð 3.980 þús. VW Golf Gi 1,4 .95, ek. 57 þús. km, grænsans, 5 g„ 5 d„ litað gler. Verð 1.050 þús. BMW 316i ‘96, ek. 18 þús. km, grænn, 5 g„ 4 d„ álfelgur, litað gler. Verð 1.890 þús. Suzuki Vitara '90, ek. 91 þús. km, hvítur, ssk„ 3 d„ Verð 610.000 Reanult 19 RH '94, ek. 86 þús. km, blár, ssk„ 4 d„ Verð 770 þús. Toyota HiLux X-cab V-6 '91, ek. 102 þús. km, rauður, 5 g„ 2 d„ 38“ dekk, lækkuð hlutföll. Verð 1.300 þús. Peugeot 106 GR '94, ek. 88 þús. km, grænn, 5 g„ 5 d„ Verð 680 þús. Fiat Uno 45 '94, ek. 66 þús. km, rauður, 5 g„ 5 d„ Verð 490.000 Peugeot þús. km, svartur, 5 g„ 3 d„ Verð 380 þús.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.