Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1998, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1998, Blaðsíða 3
meömæl i Klúbbur listahátíðar sem setti menningarlegan bakgrunn á kosn- ingabaráttuna og sannaði að Reykja- vík væri vel komin í höndum R-list- ans. Það sem vekur athygli við brúð- kaupsdag Helga og Þórhildar er að hann ber upp á sama dag og menn- ingamótt verður haldin í Reykjavík. Undanfarin ár hafa þúsundir Reyk- víkinga gengið um miðborgina þetta kvöld, litið inn á kaffihús og dreypt á ýmsum menningarviðburðum sem í boði eru. Þegar veðrið er gott jaðr- ar við að hátíðarstemning sé í borg- inni, gallerí og sýningarsalir eru opnir fram á nótt, tónleikar haldnir á Ingólfstorgi og jafnvel bókabúðir reyna að setja upp sparisvipinn. 22. ágúst næstkomandi mun þessi hátíðarbragur verða í bakgrunni giftingar Helga og Þórhildar og það verður engu líkara en að borgarbúar hafl fyllst svo mikilli gleði yfir að erfðaprinsinn þeirra sé genginn út að þeir hafi slegið upp hátíð um all- an bæ. Þá um kvöldið gætu túristar á ferð um borgina fengið á tilfinn- inguna að Helgi væri viðlíka vinsæll meðal þjóðar sinnar og Tony Blair meðal Breta - samanburður sem Helga ætti svo sem ekki að leiðast. Colgate Plax-munnskol. Ómissandi á úti- hátíöina. Fólk getur drukkið bjór dögum saman og lifaö á pulsum meó hráum lauk og útrunnu majonesi en samt verið tilbúið að skutla sér í sleik hvenær sem er: Einn sopi af Colgate Plax, velta því um tunguna, láta það korra í kokinu, skyrpa því út og soga sig síðan fastan á næsta munn. Halló Klapparstígur. Útihátíð S Grand Rokk fyrir þá sem hafa vit á því að halda sig í Reykjavík. Megasukk og Geir- fuglarnlr eru ef til vill ekki heitustu böndin en Reykjavík er stað- Hjónaleysin Þórhildur og Helgi, ástfangin og brosandi, enda gifting í nánd. Tilvonandi forseti borgarstjórnar giftir sig í ágúst og ReyKjavík klæðist menningarskrúða. gríml Þrálnssynl þá eru þær allt eins góö- ar og ef fólk reykir sjálft. Farið því reykmettaða staði og sparið 360 krónur á dag (720 krónur fyrir þá sem reykja mik- iö - óbeint). Helgi Hjörvar, efsti maður á R- listanum og tilvonandi forseti borg- arstjómar, og unnusta hans, Þór- hildur Elínardóttir, ráðgera að ganga í það heilaga 22. ágúst næst- komandi. Má búast við að margir verði til að samfagna hjónakomun- um enda er Helgi innsti koppur í mörgum búrum - hjá R-listanum, í Birtingu, hjá Röskvu og víðar þar sem ungir vinstrimenn með samein- ingardrauma koma saman. Sam- kvæmt heimildum Fókuss verður slegið upp veislu í Iðnó en fyrir kosningar var það hús eins konar hátíðarsalur R-listans. Þar var Gettóblaster. Þeir eru náttúrlega hall- ærislegir en ekki eins hallærislegir og þær hljómsveitir sem eru í boði á sumum útihátíðum. Neyslukynslóðin kemur því með slna eigin músík á svæðið, sína sér- stöku músík sem hún hefur pikkað út úr framhoðinu, og stillir í botn. Tjalddúkur- inn víbrar í takt. Óbelnar reyklngar. Þær eru ódýrar og ef miða má við áróðurinn I Þor- Akureyri um verslunarmannahelgina. Ekki Halló Akureyri heldur fylgihátföir plötusnúðanna og Quarashl og Maus. Það er dásamlegt að ungt fólk skuli skynja sig svo framsækið og smart að það láti ekki bjóða sér að fylgja með í helgarpökkum annarra hátíða. Erfðaprinsinn giftir sig á menningarnótt StefanÍA Thors seldi allar eigur sínar árið 1996 og dreif sig í leiklistarnám í Tékklandi. Nú er hún í heimsókn á íslandi og mun sýna afrakstur erfiðisins í Kaffileikhúsinu. Malbikari spinnur upp leikrit „Ég fékk hugmyndina að fara til Tékklands eftir að vinkona mín hafði lýst fyrir mér hversu fallegt væri þar. í landinu er rík leiklistarhefð og eftir að hafa kynnt mér aðstæður 1996 seldi ég allt mitt veraldlega drasl og gekk í Listaháskólann í Prag,“ segir Stefanía Thors sem ásamt Tékk- anum David May mun halda leik- sýningu í Kaffileikhúsinu þann 22. og 29. ágúst. Rebekka Ingi- mundardóttir, sem nam í sama skóla og Stefanía, hefur unnið að verkefninu með þeim. Sýningin er spunaverk sem Stefania og David unnu úr verki eftir Rússann Leonid Andreyev. Sýningin ber nafnið Líf manns og ijallar um lífið frá fæðingu til dauða, samskipti mannsins við sjálfan sig og fjölskyldu. „Verkið eftir Andreyev er langt þannig að við byrjuðum að flokka og tína úr þá þætti sem við vildum fá fram og bættum sums staðar við. Sýn- k IMHBj 44jjÍyll ingin fer fram á íslensku og tékk- Spuninn er auðskiljanlegur þrátt nesku og smáhluti er á rússnesku. fyrir að áhorfandinn skilji ekki Stefanía vinnur viö malbikun í sumar og safnar fyrir áframhaldandi námi. Á kvöldin æfir hún síðan fyrir spunasýninguna sem verður í Kaffileikhúsinu í ágúst. tungumálið en engu að siður lát- um við áhorfendur fá íslenskan texta til að líta á við tékknesku hlutana." Stefania staldrar stutt við á ís- landi að þessu sinni en þess má geta að á meðan á dvöl hennar stendur vinnur hún við malbik- unarvinnu. „Eftir sýningarnar á íslandi ætlum við að ferðast um með verkið í Tékklandi. Svo lýk ég BA-prófl eftir eitt ár og held kannski áfram 1 tvö ár til viðbót- ar til þess að fá mastersgráðuna. Það getur líka vel verið að ég fari eitthvað annað eftir árið. Ég er óhrædd við að gera það sem mig dreymir um.“ -HÞH Björn Jörundur kominn blankur heim úr námi: Endurvekur Ný danska 4 Jónas Kristjánsson Ekki hrifinn af Café Óperu 6 Allt um útihátíðirnar Hvar verður mest drukkið, hvar mesta stuðið og hvar rólegt 7-10 Fyrir þá sem heima sitja Skemmtilega verslunarmanna- helgarspilið 8-9 Póstrokk-sveitin Mogwai Strembnir & fínir 11 Pálína Jónsdóttir leikkona Leiklistin er súrsætur heimur 12-13 Leikarar sem geta skrifað 14 Spennumyndin Hush Móðirin sem vildi ekki tengdadóttur 19 Jói í Grease Dressaður upp af kærustunni, mömmu, vini og hommum 20—21 22 Nótt í Reykjavík Hvað er að gerast? Veitingahús...................6 Útihátíðir................7-10 Popp .......................11 Leikhús.....................13 Klassík ....................13 Myndlist ...................19 Bíó.........................20 Hverjir voru hvar ..........22 Fókus fylgir DV á föstudögum Forsíðumyndina tók Hilmar Þór af Pálínu Jónsdóttur leikkonu 31. júlí 1998 f Ó k U S 3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.