Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1998, Blaðsíða 12
rsætur heimur
Pálína Jónsdóttir leikur eitt aðalhlutverkanna í dönsku bíómyndinni Vild spor
sem tekin var upp hérlendis. í haust verður síðan sýnd önnur mynd með Pálínu,
Dansinn eftir Ágúst Guðmundsson. Og í vetur birtist Pálína í sjónvarps-
myndinni Sjálfvirkinn eftir Júlíus Kemp. Þótt Pálína eigi aðra mynd að baki
og nokkur hlutverk á sviði er Ijóst að næstu vikur og mánuðir verða hennar tími.
„Leiklistin er súrsætur heimur,
maður getur verið hafmn upp til skýj-
anna og svo skotinn niður í næsta
leikdómi," segir Pálína Jónsdóttir
sem leikur hlutverk í dönsku mynd-
inni Vild spor sem sýnd verður í Há-
skólabíói eftir verslunarmannahelg-
ina. Hún færir grannan líkama sinn
fram á meðan hún segir skoðun sina.
„Það er ekkert vit að fara út í
leiklist nema maður vilji ekkert ann-
að i lífinu. Ef þú tekur þá ákvörðun
ertu að steypa þér út í versta dýra-
garð sem um getur. Að verða leik-
kona er enn erflðara. Það eru til mun
færri hlutverk fyrir konur og oft
ekki eins bitastæð. Það á sér svo sem
eðlilegar skýringar. í gegnum söguna
hafa flest leikrit verið skrifuð af
karlmönnum og þeir skrifa út frá
sinni sýn á veruleikann. Auk þess
voru hlutverk kvenna í líflnu hér á
öldum áður ekki eins margbreytileg
og hlutverk karla, þetta eru mest at-
hafnalitlar aðalskonur, vinnukonur
og hórur. Þetta hefur að vísu batnað
á þessari öld með breyttu samfélagi
og eftir að konur fóru að láta meira
að sér kveða á ritvellinum."
Hún hallar sér aðeins aftur á með-
an hún íhugar þessi vamaðarorð um
leiklistina, eftir allt saman var það
þetta lífsstarf sem hún valdi sér.
„En á móti þessum erfiðleikum
kemur hvað það er gefandi að vera
leikkona. Leikhúsið er nakið form,
þú ert alltaf að sýna sjálfan þig,
miðla af þinni eigin reynslu. Þú get-
ur aldrei orðið annar en þú ert og þó
þú notir orð annarra verður þú að
flnna persónuna í sjálfum þér. Allur
tilfinningaskalinn býr í hverjum
manni. Leikarinn þarf síðan að finna
rétta tilfinningakokkteilinn fyrir þá
persónu sem hann er að leika.“
Dans eða flug
Þegar Pálína var tíu ára stelpa
ætlaði hún sér að verða dansari eða
flugmaður. Hún lagði sig svo sem
aldrei mikið eftir flugnáminu. Hún
segir að sá draumur hafi kannski
verið sprottinn út frá löngun til að
hafa yfirsýn yfir hlutina, markmið
sem hún nær líklega betur í leiklist-
inni þar sem hún setur sig 1 spor
annarra persóna. Og með tímanum
ætti hún að öðlast góöa yfirsýn yfir
möguleika manneskjunnar.
En Pálína lærði dans í langan
tíma, fékk styrk til dansnáms þegar
hún var 22 ára og dvaldi um eins árs
skeið í Lyon í Frakklandi. Þar efldist
henni styrkur og trú á að leiklistin
ætti við hana. Þegar hún kom síðan
heim frá Frakklandi fór hún í inn-
tökupróf í Leiklistarskóla íslands og
komst inn við fjórða mann.
„Já, það voru aðeins valdir fimm
þetta árið og það olli töluverðu írafári
að dómnefndin skyldi ekki velja átta
eins og fjárlög skólans gerðu ráð fyr-
ir. En það var ekki eining í dóm-
nefndinni um aðra en okkur fimm.
Líkamleg meiðsli höfðu hrjáð mig á
meðan á dansnáminu stóð og því var
gott að komast í leiklistarskólann því
þótt hann sé einnig á stundum kvöl
og pína er hún meira andlegs eðlis.
Dansnámið var samt ekki til einskis
þvi ég náði ágætri stjóm á líkaman-
um og tilfinningamar eiga greiðari
aðgang í gegnum mjúkan líkama en
harðan og stirðan. Að vísu fékk ég á
tímabili gagnrýni á mig í leiklistar-
skólanum fyrir að vera of mjúk og
sveigjanleg. Þeim fannst ég vera svo-
lítið loftkennd, það var kannski flug-
þráin sem olli því,“ segir hún og
hlær. „En ég er búin að vinna úr
þeim ábendingum að ég held.“
Gísli fékk hlutverkið
Pálína er á því að árin í Leiklistar-
skólanum hafi verið góð þó hún hafi
ekki alltaf verið sammála skólayfir-
völdum. Þegar hún var á þriðja ári
fékk hún boð um að leika eitt aðal-
hlutverkið í Cold Fever í leikstjórn
Friðriks Þórs Friðrikssonar en
fékk ekki leyfi til þess að taka boðinu
frá yfirstjórn skólans. Það olli henni
vonbrigðum, sérstaklega með tilliti
til þess að nú á síðustu tveimur
árum hafa margir leikarar fengið
leyfi til að leika meðfram skólanum.
„Maður er bara undrandi á stefnu-
leysi skólans. Ég átti að leika stórt
hlutverk i Cold Fever en fékk ekki
leyfi til að reyna mig við það þar sem
framkomubann á nemendur var enn
í gildi í skólanum og að mati yfir-
stjórnar skólans hefði fjarvera mín
valdið meiri vandræðum þar sem við
vorum fá í árganginum. En það er
undarlegt að sjá alla leikarana sem á
eftir mér komu fá leyfi til að leika í
myndum og sviðsverkum, jafnvel þó
það kosti fjarveru. Þetta var svolitið
svekkjandi með tilliti til þess að Cold
Fever fékk mjög mikla dreifingu í
heiminum og góða dóma. Það spaugi-
lega í þessu var að Gísli Halldórsson
fékk hlutverkið mitt. Það var náttúr-
lega mikill heiður fyrir mig að skarð-
ið skyldi vera fyllt af jafnhæfileika-
ríkum leikara og Gísli var. En það
var fyndið að sjá hlutverkinu breytt
úr ungri konu í gamlan karlmann."
Enginn leikstjóri eins
Pálína útskrifaðist árið 1995 og
hefur leikið bæði á sviði og í bíó-
myndum síðan. Bríet Héðinsdóttir
fékk hana til að leika hina ungu
Snæfríði íslandssól í uppsetningu
sinni á íslandsklukkunni í Borgar-
leikhúsinu árið 1996. Pálína hafði
mjög gaman af þeirri vinnu.
„Við Bríet náðum mjög vel saman
og það var mikill heiður að fá að
leika í þessari síðustu uppfærslu
hennar. Annars hef ég verið mjög
heppin með samstarfsfólk. Ég hef
unnið með góðum leikurum og feng-
ið ágæta leikstjórn. Ég fann mig
einnig mjög vel í hlutverki Hörpu
Dísar í Hinu ljúfa lífi sem var sett
upp í Borgarleikhúsinu og svo lék ég
í Deleríum Búbonis. Ég hef fengið
fleiri tækifæri við kvikmyndaleik en
ég hafði gert ráð fyrir áður en ég út-
skrifaðist. Ég lék Hveragerði í Djöfla-
eyjunni undir leikstjórn Friðriks
Þórs og Júliu í Sjálfvirkjanum eftir
Július Kemp en sú mynd verður
sýnd í sjónvarpinu í vetur. Svo var
það hlutverk Sirsu í Dansinum und-
ir leikstjórn Ágústs Guðmundsson-
ar og hlutverk Önnu í dönsku mynd-
inni Vild spor. Hlutverkið í dönsku
myndinni kom þannig til að það var
hringt í mig frá Kvikmyndasam-
steypunni og ég beðin að senda þeim
„show real“, það er sýnishorn af
kvikmyndaleik mínum. Ég átti sýnis-
horn af leik minum úr Djöflaeyjunni
og Sjálfvirkjanum sem ég sendi um
hæl. Eftir að danski leikstjórinn,
Simon Staho, sá það tók hann mig í
prufu og festi mér síðan hlutverkið."
Pálína er á því að gaman hafi ver-
ið að vinna með tveimur þekktustu
leikurum Dana, Nikolaj Coster
Waldau (Næturvörðurinn) og Mads
Mikkelsen (Pusher), og Nukáka
sem er grænlensk og lék hitt megin-
kvenhlutverkið. Það má til gamans
geta þess að nú í sumar gengu Niko-
laj og Nukáka í það heilaga.
Pálína er ekki á því að munur sé á
dönskum leikstjóra og íslenskum.
„Það er bara enginn leikstjóri
eins, sama hvort hann er íslenskur
eða útlenskur. Simon Staho er mjög
„Ég var á leið til Amsterdam og þetta var alveg t leiöinni."
„ísland er aldrei í leiðinni"
létWÍí i s <iw .
V i r\ a r
f Ó k U S 31. júlí 1998
12