Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1998, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1998, Blaðsíða 13
 1 e i k h ú s 4- ungur leikstjóri og var undir mjög mikilli pressu á meðan á tökum á þessari mynd stóð. Þetta var hans fyrsta mynd. Hann var hægur og spekúlerandi. Myndin fjallar um uppgjör tveggja vina. Þeir hafa upp- lifað margt vafasamt í fortíðinni en annar þeirra hefur unnið sig út úr ruglinu og komið sér fyrir á íslandi í sambúð með íslenskri konu sem ég leik. Síðan bankar þessi vinur allt í einu upp á eftir að þeir hafa ekki hist í fjögur ár. Þá kemur ýmislegt í Ijós í fortíð þessa eiginmanns míns sem verður til þess að við slítum sambúð- inni um tíma í það minnsta." En er Pálína kona sem myndi slíta sambúð út af einhveiju sem hefur gerst í fortíð eiginmannsins? „Já,“ segir hún óhikað. „Það færi að vísu eftir alvöru málsins, við eig- um öll okkar fortíð og einhver leynd- armál sem við viljum ekki deila með öðrum. En líf í lygi er óhugsandi þannig að svarið gæti verið afdrátt- arlaust já.“ Hórdómsbrot Vild spor verður frumsýnd eins og áður sagði í ágúst. í september verð- ur önnur mynd með Pálínu frum- sýnd en það er Dansinn í leikstjórn Ágústs Guðmrmdssonar. Myndin er byggð á skáldsögu Williams Heinesen og gerist á nokkrum dög- um í Færeyjum árið 1913. Pálína leik- ur sýslumannsdótturina Sirsu sem er stödd á milli tveggja efnilegra sveina og gengur að eiga annan þeirra, vel stæðan landeiganda. „Þetta var mjög spennandi hlut- verk og ég fann mig mjög vel í því. Kannski af því að persóna stúikunn- ar er margræð og gaman að kafa ofan i hana. Myndin gerist á miklum tímamótum í hennar lífi, það er þeg- ar hún er að ganga til altaris að eiga mann sem hún virðist ekki vera viss um að hún elski." En hefur Pálína gengið til altaris? „Nei.“ Hún ætlar að sleppa með þetta svar en bætir við. „Ég fékk eitt sinn boð um það og mig setti hljóða. Ég hef fram að þessu ekki viljað taka þá skuldbindingu á mínar herðar. Sirsa hefði kannski ekki heldur átt að gera það þvi hún svíkur hjúskap- arheit sitt á innan við sólarhring." En eru sterk bein í þessum mjóa kroppi? „Já, þau hafa í það minnsta ekki brotnað enn,“ segir Pálína. Átfakroppurinn mjói Hún játar að það kitli hana stund- um að reyna fyrir sér erlendis. „Þetta er svo lítill heimur hér á Is- landi. Það eru tvö leikhús sem geta boðið leikurum fasta vinnu og þeir sem eru stjórar þessara leikhúsa ráða ansi miklu. Ef þú ert inn undir hjá hvorugum þrengjast möguleik- arnir mikið. Út úr þessu hafa síðan sprottið óháð leikhús með sterku leikhúslistafólki sem lyft hafa Grettistaki. Aftur á móti eru mjög margir leikarar um hituna þannig að mér líður stundum eins og kanarí- fugli á meðal margra annarra í mjög litlu búri. Það væri gaman að athuga hvort ég ætti möguleika i erlendum leikhúsum. En tungumálið heftir mig. Ég verð alltaf með hreim, hversu mikið sem ég legg mig eftir tungumálinu. Það getur reyndar hentað vel í sumum tilvikum, stund- um er einmitt verið að leita eftir því.“ En á Pálína óskahlutverk? „Já, eins og ég sagði þá lék ég Snæ- fríði íslandssól unga í uppfærslu Brí- etar í Borgarleikhúsinu árið 1996 og mig langar að leika hana í fullri lengd. Snæfríður er margræð per- sóna og spennandi að reyna sig við hana. Og ég hef í það minnsta álfa- kroppinn mjóa.“ Veiðileyfi á leikara í sumar hefur Pálína unnið við ferðamannaþjónustu í Lónkoti í Skagafirði ásamt fjölskyldu sinni. Og þar nýtist leiklistin herrni. „Ég bregð mér í ýmis hlutverk - er þjónn, kokkur og barstúlku - og leik- aranámið kemur þar að gagni.“ Er þaó ekki erfióara aó þjóna drukknum íslendingum en leika? „Það eru nú ekki allir íslensku ferðamennirnir drukknir, ails ekki, en þegar það kemur fyrir og þeir skjóta einhverju ósmekklegu að þá læt ég það bara fram hjá mér fara. Ég ætti að vera orðin vön skotum úr leikarabransanum því það er opin- bert skotleyfi á þá stétt. Það hefur hver sem er leyfi til að skjóta mann niður eftir sýningu eða upphefja - allt eftir smekk. En það er einmitt mikilvægt í starfinu að missa ekki móðinn út af lastinu eða verða heimskur af hólinu. Maöur verður að hafa sterk bein í kroppnum til að þola hvorutveggja." Ekki feit af leiklist Pálína á erfitt með að ímynda sér annað starf en leiklistina úr þessu. Hún sótti að vísu einu sinni um pláss á togara. „Ég hugsa að ef mér væru allar leiðir lokaðar í leiklist og dansi myndi ég reyna að komast á togara. Sjómennskan hefur yfir sér ævin- týra- og hetjublæ. Það er þessi eilífa barátta við náttúruna. Þó verð ég að viðurkenna að það voru aðallega peningarnir sem heilluðu mig þegar ég sótti um. Þó leiklistin hafi fært mér margt er ekki hægt að segja að ég hafi orðið feit af henni. En mjór er mikils visir.“ -BG Þjónn í súpunni veröur í lönó, kemur úr fríi á fimmtudaginn næsta - en því miður er uppselt á sýninguna þaö kvöldiö. Næstu lausu miðar eru á sýninguna á fimmtudeginum í vikunni á þar á eftir, eöa 13. ágúst. Þessi sýning viröist ætla aö slá í gegn, þó æöi misjöfnum sögum fari af hvort hún er skemmtileg eöa hreint út sagt óþolandi. Glöggir áhorfendur hafa taliö sig sjá að jafnvel sumir leikaranna skemmti sér ekki of vel og láti áhorfendur jafnvel skilja aö þetta sé nú ekki aulahúmor aö þeirra skapi. En maturinn er enginn aula-matur og það er fyrir öliu. Næsta sýning á Hellisbúanum er á fimmtudag- inn kl. 21.00 og þar geta hjón fengið sína lexíu um hitt kyniö og hjálp til aö skilja ýmislegt I fari makans sem hingað til hefur verið torskiliö. Fyndið stykki og dáindisgóður leikur. Grease-æðið heldur áfram eftir verslunar- mannahelgina. Á fimmtudagskvöldið er sýning kl. 21.00. Þetta þykir ákaflega skemmtileg sýn- ing, fínasti söngur og smart dans en þegar fólk gengur út úr salnum skilur það ekki almenni- lega hvernig þaö lét gabba sig að sitja undir þessu. Á morgun veröur sumarkvöld við orgeliö í Hall- grímsklrkju þar sem Ulrlch Meldau, organisti frá Sviss, spilar. Tónleikarnir hefjast klukkan 12. Á sunnudaginn spilar Meldau aftur, verk eftir Bach, Wldor, Dupré. Demessleux og Jongen. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Á fimmtudaginn, þann 6. ágúst, heidur síðan Friörik Vlgnlr Stefánsson, organisti Grundar- fjaröarkirkju, tónleika í Hallgrímskirkju og hefj- ast þeir kl. 12. Á morgun leika Stelnunn B. Ragnarsdóttlr og Helga Þórarinsdóttlr á píanó og lágfiölu I Nor- ræna húsinu. Aðgangseyrir er 700 krónur og “ hefjast tónleikarnir kl. 16. Á morgun leika í Reykjahlíöarklrkju Egbert Lewark (trompet), Wolfgang Portugali (orgel) og Margrét Bóasdóttlr (sópran). Tónleikarnir hefjast kl. 21. Á morgun, klukkan 15, heldur sönghópurinn The Clerk's Group tónleika í Skálholtsklrkju. Flutt veröa verk eftir Pycard, John Dunstaple, Leonel Power, Walter Frye, Wllllam Cornysh, John Taverner og Thomas Tallls. Klukkan 17 hefjast tónleikar meö Jaap Schröder og Helgu Ingólfsdóttur sem leika á barokkfiðlu og sembal. Ruttar verða sónötur fyrir barokkfiölu og sembal nr. I, II og III eftir J.S. Bach. Á sunnudaginn veröa trúarleg söngverk frá blómatíma endurreisnar á Englandi flutt i Skálholtskirkju, kl. 15. Klukkan 16.40 verður sónata fyrir barokkfiölu og sembal nr. IV eftir J.S. Bach flutt. 13

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.