Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1998, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1998, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1998 erlend myndsjá *v Kúbverskir ferðafrömuöir hafa eignast nýjan danskan kafbát sem notaður verður til að sýna ferðamönnum fjölbreytt neðansjávarlíf í kringum eyjuna. Kafbáturinn vakti mikla hrifningu þegar hann var sýndur gestum í vikunni. Úkraínubúar geta átt erfiðan vetur í vændum, nema þeir eigi sjálfir lítinn garðskika til að rækta handa sér grænmeti. Hér má sjá fjölskyldu með fullar hjólbörur af graskerum sem verða snædd einhvern tíma í vetur. Stærsta Ijósmyndavörusýning heims fer fram í Köin í Þýskalandi þessa dag- ana. Photokina heitir sýningin þar sem meðal annars getur að sjá nýja staf- ræna myndavél frá þeirri frægu fabrikku Leica. Konan er greinilega ánægð með gripinn. Ungviðið er alltaf sætt, sama þótt það verði að hálfgerðum ófreskjum þegar það stækkar. Það hlutskipti bíður þessara oggolitlu krókódílaunga sem fæddust i dýragarðinum í Malmö í Svíþjóð á þriðjudag. Óeirðir brutust út í Tirana, höfuðborg Albaníu, á mánudag, í kjölfar morðsins á einum leiðtoga stjórnarand- stöðunnar. Vopnaðir menn fóru um göturnar og kveiktu í stjórnarskrifstofum. Uppþotsmenn náðu einnig ýmsum hernaðartólum á sitt vald, eins og þessum skriðdreka. ítalska lögreglan komst í feitt um daginn þegar hún handsamaði mafíósann Mariano Troia sem var bú- inn að vera á flótta undan yfirvöldum í sex ár. Troia var handsamaður í þessu húsi í útjaðri Palermo á Sikiley. |'ðus»u dagán9&hnefur 9ert mörgum . SmasPrettákanf( ¥

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.