Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1998, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1998
13
Fréttir
s
Nýr þingflokkur Kristínar, Ögmundar, Hjörleifs og Steingríms J:
Höfum talað
einum rómi
- ekki þörf á sérstökum málefnasamningi, segir Ögmundur Jónasson
Ólafur G. Einarsson, forseti Al-
þingis, sagði í samtali við DV i gær
að það væri málefni stjórnar og
stjórnarandstöðu hvaða menn fylk-
ingarnar byðu fram í þingnefndir
hvers þings. Þeir þingmenn sem nú
hafa yfirgefið þingflokk Alþýðu-
bandalagsins hafi þannig þegið um-
boð sín til nefndarstarfa frá stjóm-
arandstöðunni. Það umboð falli nið-
ur í þinglok. Nýtt þing hefst síðan 1.
október og þá ráðist hvort fylking-
arnar endurnýi umboð nefndar-
manna sinna eða tilnefni nýja menn.
Hinn nýi þingflokkur þeirra Hjör-
leifs Guttormssonar, Kristínar Ást-
geirsdóttur, Steingríms J. Sigfússon-
ar og Ögmundar Jónassonar mun
ekki gera með sér málefnasamning,
að því er þeir Ögmundur, Hjörleifur
og Steingrímur sögðu í samtölum
við DV í gær, heldur munu þing-
mennirnir mynda þingflokk sinn til
m.a. að standa betur að vígi gagn-
vart kosningum í þingnefndir.
Steingrímur sagði að ekki væri
þörf á því að hinn nýi þingflokkur
gerði með sér málefnasamning um
sameiginlega
stefnu í einstökum
málaflokkum.
Stofnun þing-
flokksins væri
sjálfstætt mál sem
sneri aðallega að
störfum í þinginu,
verklegi og skipu-
lagi. „Við komum
úr þremur áttum,
Kristín úr
Kvennalistanum, við Hjörleifur úr
Alþýðubandalaginu og Ögmundur
var óháður á vinstri væng stjóm-
málanna. Við eigum eftir að bera
saman bækur okkar og ætli við
verðum ekki að sjá hvað framtíðin
ber í skauti sér á allra næstu dög-
um,“ sagði Steingrímur J. Sigfús-
son.
Ögmundur Jónasson og Stein-
grímur J. Sigfússon hafa ekki verið
samstiga í skoðunum á fiskveiði-
stjórnunarmálum. DV spurði hann
hvort þeir myndu samræma
stefnumið sín i þeim málum inn-
byrðis og við skoðanir Kristínar og
Hjörleifs. Ögmundur sagði að þau
hefðu ekkert rætt þetta mál og um
skoðanir þeirra Steingríms J. sagði
Ögmundur: „Við höfum verið sam-
an í þingflokki, starfað mjög vel
saman án þess að um það væri gerð-
ur sérstakur málefnasamningur.
Hins vegar hefur það verið þannig
að þegar á hólminn var komið höf-
um við talað saman einum rómi í
flestum málum,“ sagði Ögmundur
Jónasson.
-SÁ
Ögmundur
Jónasson.
Ástæður Steingríms J. til útgöngu:
Otímabær sameining
A-flokkanna
„Það liggur alveg ljóst fyrir að
þessir flokkar, sem þarna eru að
reyna að bræða saman stefnu sína,
einkum þó Alþýðubandalagið og
Alþýðuflokkurinn, hafa verið full-
trúar endasjónarmiðanna í ís-
lenskum stjómmálum í mörgum
veigamiklum málum. Hvemig sem
menn tala um að samfylkja til
vinstri verða þeir auðvitað að hafa
þessar staðreyndir í huga,“ sagði
Steingrimur J. Sigfússon alþingis-
maður um ástæður þess að hann
hefur yfirgefið þingflokk Alþýðu-
bandalagsins og óháðra.
Steingrímur segir að flokkarnir
tveir séu nánast endapólarnir í
málum sem varða afstöðuna til
Evrópusambandsins og fleiri þátta
í utanríkismálum, í atvinnu- og
byggðamálum,
umhverfismálum
o.fl. „Fyrir mér er
vitneskjan um
þennan djúp-
stæða óbrúaða
ágreining sem
verður undirliggj-
andi hvernig sem
menn reyna að
sópa honum und-
ir teppið með ein-
hverju málamiðlunarorðalagi,
kannski stærsta einstaka ástæðan
fyrir vantrú minni á því að reyna
að sameina þessa flokka," sagði
Steingrímur. Hann kveðst hafa
verið stuðningsmaður þess að
flokkarnir reyndu að vinna þéttar
saman eftir því sem kostur væri en
af sameiningu gæti vart orðið í
bráð. Þátttaka sín í svokallaðri
málefnavinnu sl. vor í utanríkis-
málahópi flokkanna hefði fært sér
heim sanninn um það sem hann
vissi fyrir, að ágreiningur flokk-
anna væri of djúpstæður og óbrú-
aður i mörgum mikilvægum mál-
um til að af sameiningu þeirra
gæti orðið.
-SÁ
Steingrímur
J. Sigfússon.
Sveitarstjórnarmönnum á Suðurnesjum heitt í hamsi:
Gengur ekki að Reykjavík kaupi land
á orkusvæði Hitaveitu Suðurnesja
Frá fundi sveitarstjórnarmanna í Vogum. DV-mynd ÆMK
DV, Suðurnesjum:
Á aðalfundi Sambands sveitarfé-
laga á Suðumesjum, sem haldinn
var í Vogum 11.-12. september, var
fjallað um kaup Reykjavíkurborgar
á landi Þórustaða í Vatnsleysu-
strandarhreppi en landinu fylgja
mikil jarðhitaréttindi. Sveitar-
stjórnarmönnum á Suðumesjum
var heitt í hamsi og samþykktu
samhljóða ályktun um að bregðast
verði við ásælni Reykjavíkurborgar
í landsvæði á Suðumesjum. Eins og
fram kom í DV fyrir skömmu ætlar
Vatnsleysustrandarhreppur að gera
allt sem í hans valdi stendur til að
neyta forkaupsréttar og þá mun
Hitaveita Suðumesja koma þar inn
í kaupin.
„Það er með öllu óásættanlegt
þegar orkufyrirtæki í eigu borgar-
innar reynir að kaupa land með
jarðvarma á orkuveitusvæði Hita-
veitu Suðurnesja sem er í nánum
tengslum við núverandi orku-
vinnslusvæði í Svartsengi. Athygli
vekur að þetta gerist á sama tíma og
ekki hefur fengist virkjunarleyfi
fyrir nýrri 30 MW virkjun í Svarts-
engi, sem sótt var um fyrir
nokkrum árum.
Þar stendur á gerð samrekstrar-
samnings við Landsvirkjun, sem er
að stórum hluta í eigu Reykjavikur-
borgar, þeirrar sömu og ætlar sér
nú stóra hluti í virkjunarfram-
kvæmdum.
Suðurnesjamenn hafa alla þá
kunnáttu og afl sem þarf til að
virkja þann háhita sem er í iðrum
jarðar á Reykjanesskaga og munu á
engan hátt sætta sig við að mögu-
leikar þeirra á orkuvinnslu verði
skertir til framtíðar. Aðalfúndurinn
skorar á iðnaðarráðherra að veita
Hitaveitu Suðurnesja nú þegar
virkjunarleyfi sem leitað hefur ver-
ið eftir og lýsir jafnframt þeirri
skoðun sinni að Hitaveita Suður-
nesja skoði alla möguleika til þess
að auka orkuvinnslu sína enn frek-
ar og haldi jafnframt áfram öflugu
starfi sínu við nýsköpun s.s.
magnesíumverksmiðju á Reykja-
nesi,“ segir i ályktun aðalfundar
SSS.
-ÆMK
Q
g
D
co
PLOTTUN af stafrœnuformi af
disk eða afnetinu.
FESTA
PLASTHÚBIN
teikninga
LJÓSRITUN ehf
Hamraborg 14a (2.hæð) Sími 554 5060
Netfang:festa@islandia.is
Fullorðins fjallareiðhjól 18 gíra
Þjánustusfml S50 5000
www.visir.is
NVR HEIMUR A NETINU
TRYGGINGASTOFNUN
RÍKISINS
® Styrkir til
bifreiðakaupa
Tryggingastofnun ríkisins veitir viðtöku
umsóknum vegna styrkja sem veittir eru
hreyfihömluðum til bifreiðakaupa.
Nauðsyn bifreiðar vegna hreyfihömlunar
skal vera ótvíræð.
Umsóknareyðublöð vegna úthlutunar 1999
fást hjá afgreiðsludeild og lífeyrisdeild
Tryggingastofnunarríkisins, Laugavegi 114,
og hjá umboðsmönnum hennar um land
allt.
Umsóknarfrestur er til 31. október.
_____________Tryggingastofnun ríkisins
Vinningshafar í
Ratleiknum með
Benna 09 Birtu
15 mi
Benni og Birta í
Alexander D. Hilmarsson
Fríða B. Björgólfsdóttir
Ingibjörg Jakobsdóttir
Ingibjörg A. Bergþórsdóttir
Brynja Ragnarsdóttir
Hrafnhildur I. Guðjónsdóttir
Ómar Jónsson
Erna J. Rögnudóttir
Jón F. Sigurðarson
Kolbrún B. Bjamadóttir
Arnar I. Traustason
Thelma Ó. Amarsdóttir
Birkir og Hlynur Sigurjónssynir
Elva E. Grétarsdóttir
Inga B. Gísladóttir
nr. 8510
nr. 1337
nr. 12483
nr. 12283
nr. 13270
nr. 13422
nr. 11271
nr. 13604
nr. 12362
nr. 5936
nr. 12539
nr. 13034
nr. 11358 og 11359
nr. 10543
nr. 13763
úbbur DV og Sam-myndhönd þakka öllum sem
fyrir og óska vinningshöfum til hamingju
r fá vinninginn sendan í pósti næstu daga.
SAM
WYWPBÖ