Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1998, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1998, Blaðsíða 30
FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1998 Fólk í fréttum Tómas Árnason Tómas Ámason, fyrrv. alþm. og seðlabankastjóri, Efstaleiti 12, Reykjavik, hefur lagt til að kannað r erði til hlítar hve háa (iinkareikninga ríkisendurskoðandi liefur sent stofnunum sem ííkisendurskoðun á að endurskoða, lögum samkvæmt. Þetta kom fram í DV-frétt í gær. Starfsferill Tómas fæddist á Hánefsstöðum í Seyðisfjarðarhreppi 21.7.1923. Hann lauk stúdentsprófl frá MA 1945, lög- fræðiprófi frá HÍ 1949, stundaði framhaldsnám i lögfræði við Har- vard Law School í Bandaríkjunum 1951-52 og lauk prófi þaðan í al- þjóðaverslunarrétti. Hann öðlaðist hdl.-réttindi 1950 og hrl.-réttindi 1964. Tómas rak eigin málflutnings- stofu á Akureyri 1949-51 og 1952-53, var stundakennari við Gagnfræða- skóla Akureyrar samhliða erind- rekstri fyrir framsókncufélögin á Akureyri og blaðamennsku við Dag, var ráðinn forstöðumaður vamar- máladeildar utanríkisráðuneytisins 1953, var fulltrúi í ráðuneytinu og síðan deildarstjóri til 1959, rak lög- fræðistofu í Reykjavík ásamt Vil- hjálmi bróður sínum 1960-72, var framkvæmdastjóri Framkvæmda- stofnunar rikisins 1972-84, sat á þingi sem varaþm. 1956, 1958, 1959 og 1967-74 og þingmaður Austurlandskjördæmis 1974-84. Hann var fjár- málaráðherra 1978-79, viðskiptaráðherra 1980-83 og var banka- stjóri Seðlabanka íslands frá ársbyrjun 1985-93. Tómas var formaður Orators 1947-48, formaður vamarmálanefndar 1953-59, formaður samn- inganefnda við verkfræðideild Bandaríkjahers 1954, 1955 og 1957, framkvæmdastjóri Tímans 1960-64, í miðstjóm og framkvæmdastjóm Framsóknarflokksins 1968-83, gjald- keri hans 1968-78 og ritari hans 1978-83, i stjóm Framkvæmdasjóðs íslands 1966-71 og frá 1985, í stjóm- arskrámefnd 1976, varamaður í stjóm Norræna fjárfestingarbank- ans frá 1976, og í stjóm hans 1993-96, formaður ráðherraráðs EFTA 1982, fulltrúi á Allsherjar- þingi SÞ 1969, fulltrúi á þingmanna- fundum NATO 1974-78 og 1983-84, formaður utanríkismálanefndar Al- þingis 1984, í stjóm Reiknistofu bankanna frá 1985-93 og var aðal- fúndarkjörinn endurskoðandi SÍS. Fjölskylda Tómas kvæntist 25.6.1949 Þóra Kristínu Eiríksdótt- ur, f. 13.3. 1926, húsmóð- ur. Hún er dóttir Eiríks Ármannssonar, útgerðar- manns í Dagsbrún í Nes- kaupstað, og k.h., Guð- nýjar Þórarinsdóttur hús- móður. Böm Tómasar og Þóra Kristínar era Eiríkur, f. 8.6. 1950, hrl. og prófessor við HÍ, kvæntur Þórhildi Pálsdóttur Líndal deildarstjóra; Ámi, f. 25.10. 1955, viðskiptafræð- ingur og endurskoðandi í Reykja- vík, kvæntur Margréti Bimu Skúla- dóttur hjúkranarfræðingi; Tómas Þór, f. 16.8. 1959, sagnfræðingur og markaðsstjóri, kvæntur Helgu Jónasdóttur kennara; Gunnar Guðni, f. 18.2. 1963, dr. í verkfræði frá MIT, kvæntur Sigríði Huldu Njálsdóttur hjúkrunarfræðingi. Bamaböm Tómasar og Þóra era nú tólf talsins, sex drengir og sex stúlkur. Systkini Tómasar: Vilhjálmur, f. 15.9. 1917, hrl; Þorvarður, f. 17.11. 1920, d. 1.7. 1992, forstjóri; Margrét, f. 1.10.1928, leiðbeinandi, móðir Val- geirs Guðjónssonar tónlistarmanns. Foreldrar Tómasar vora Ámi Vil- hjálmsson, f. 9.4. 1893, d. 11.1. 1973, útvegsb. á Hánefsstöðum, og kona hans, Guðrún Þorvarðardóttir, f. 7.1. 1892, d. 26.10. 1957, húsfreyja. Ætt Ámi var bróðir Sigríðar, móður Vilhjálms Einarssonar skólameist- ara, foður Einars spjótkastara. Ámi var sonur Vilhjálms, útvegsb. á Há- nefsstöðum, Ámasonar, b. á Hofi í Mjóaffrði, Vilhjálmssonar. Móðir Áma á Hofi var Guðrún Konráðs- dóttir, systir Ragnhildar, langömmu Gísla, foður Ingvars, fyrrv. ráð- herra. Móðir Áma á Hánefsstöðum var Björg, systir Stefaníu, móður Vilhjálms Hjálmarssonar, fyrrv. ráðherra. Björg var dóttir Sigurðar, b. á Hánefsstöðum, Stefánssonar, bróður Gunnars, afa Gunnars Gunnarssonar skálds. Móðir Bjarg- ar var Þorbjörg Þórðardóttir, ætt- foður Kjamaættarinnar, Pálssonar. Guðrún var dóttir Þorvarðar, út- vegsb. í Keflavík, Þorvarðarsonar, beykis i Keflavík, Helgasonar, lang- afa Þorvarðar Helgasonar leiklistar- fræðings. Móðir Þorvarðar Helga- sonar var Guðrún Finnbogadóttir, verslunarmanns í Reykjavík, Bjömssonar, foður Jakobs, langafa Vigdísar Finnbogadóttm-. Tómas Árnason. Afmæli Ölafur Þór Hallgrímsson Ólafur Þór Hallgrimsson, sóknar- prestur á Mælifelli í Skagafirði, verður sextugur á morgun. Starfsferill Ólafur fæddist á Amheiðarstöð- um í Fljótsdal en ólst upp á Drop- laugarstöðum. Hann lauk gagn- fræðaprófi frá Eiðum 1956, kennara- prófi frá KÍ 1962 og embættisprófi í guðfræði við HÍ1981. Auk þess var hann í starfsþjálfun hjá sóknar- prestum á Akureyri sumarið 1980. Ólafur stundaði sumarstörf hjá Skógrækt ríkisins á Hallormsstað 1962-64 og 1967-80. Hann var kenn- ari í Fljótsdalsskólahverfi 1956-58, stundakennari við Breiðagerðis- skóla í Reykjavík 1963, kennari við Bamaskóla Garðahrepps 1963-64, Bamaskólann á Litlu-Laugum 1964-66 og við grannskólann á Hall- ormsstað 1966-75. Hann var sóknar- prestur í Bólstaðarhlíðarprestakalli 1981-83 og hefur verið sóknarprest- ur Mælifellsprestakalls frá 1983. Ólafur var ritstjóri Örvar-Odds, skólablaðs KÍ, 1960-62, sat í stjóm Bindindisfélags KÍ 1960-61, Sam- bands bindindisfélaga í skólum 1960-62, SUS 1962-64, hefur gegnt trúnaðarstörfum í Lionshreyfing- unni frá 1965, er formaður MENOR - menningarsamtaka Norðlendinga, frá 1993 og hefur skrifað greina í blöð og tímarit um ýmis mál. Fjölskylda Ólafúr kvæntist 29.7. 1962 Þórhildi Sigurðardóttur, f. 27.4. 1944. Foreldr- ar hennar: Sigurður Guttormsson, bóndi á Hallormsstað, og k.h., Am- þrúður Gunnlaugsdóttir húsfreyja. Ólafur og Þórhildur skildu 1974. Böm Ólafs og Þórhildar era Sig- urður Öm, f. 30.3. 1961 (stjúpsonur), vinnuvélastjóri, búsettur í Reykja- hverfi, en börn hans eru Júlía og Hermann; Páll, f. 1.6.1964, félagsráð- gjafi, búsettur í Lundi í Svíþjóð, var fyrst kvæntur Aldísi Garðarsdóttur frá Grímsey og era dætur þeirra Þór- hildur og Sonja, en seinni kona Páls er Margrét Sigurðardóttir úr Hafnar- firði og eru börn þeirra Hafdís og Sigurður; Laufey, f. 7.3.1966, uppeld- isfræðingur í Húsey í Hróarstungu, en maður hennar er Öm Þorleifsson; Egill, f. 21.4. 1967, búsettur í Reykja- vík, en kona hans er Helga Hall- bjömsdóttir. Ólafúr kvæntist 30.6. 1981 Stein- unni Ólafsdóttur, f. 27.5 1944, uppeld- isfræðingi. Foreldrar hennar: Ólafúr Einarsson, verslunarmaður í Reykja- vík, og k.h., Guðrún Júlíusdóttir húsmóðir. Böm Ólafs og Steinunnar eru Guð- finna Alda, f. 31.1. 1982, nemi við Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki; Gunnhildur, f. 19.7.1984, grunnskóla- nemi. Systkini Ólafs eru Helgi, f. 11.6. 1935, náttúrufræðingur á Egilsstöðum; Agnar, f. 20.6. 1940, íslenskufræð- ingur á Egilsstöðum; Guð- steinn, f. 7.3. 1945, bóndi á Teigabóli í Fellahreppi; Guðrún Margrét, f. 27.5. 1948, húsmóðir og starfs- maður Byggðastofnunar á Akureyri; Bergljót, f. 1.3. 1952, húsfreyja og ferða- þjónustubóndi í Haga í Aðaldal. Foreldrar Ólafs: Hall- grimur Helgason, f. 29.9. 1909, d. 30.12.1993, bóndi á Droplaug- arstöðum í Fljótsdal, og k.h., Laufey Ólafsdóttir, f. 31.5. 1912, húsfreyja, nú búsett á Egilsstöðum. Ætt Hallgrímur var sonur Helga, b. á Refsmýri í Fellum, Hallgrímssonar, b. á Bimufelli, bróður Gísla, fóður Bene- dikts frá Hofteigi og Sigurðar, pr. á Söndum. Hallgrimur var sonur Helga, b. á Geirúlfsstöðum, bróður Guðrún- ar, ömmu Gunnars Gunnarssonar rit- höfúndar. Helgi var sonur Hallgrims, skálds á Stóra-Sandfelh, Ásmundsson- ar, bróðm- Indriða, afa skáldanna Jóns og Páls Ólafssona. Móðir Hall- grims á Bimufelli var Margrét Sig- urðardóttir, b. á Mýrum í Skriðdal, Eiríkssonar, af Njarðvíkurættinni, og Ólafar Sigurðardóttur, af Pamfílsætt- inni. Móðir Hallgríms á Drop- laugarstöðmn var Agnes Pálsdóttfr, b. á Fossi á Síðu, Þorsteinssonar. Móðir Páls var Agnes Sveinsdóttir, b. á Fossi á Síðu, Steingrímssonar og Ragnhildar Oddsdóttur, systur Guðríðar, langömmu Jóhannesar Kjarvals. Móðir Agnesar var Margrét Ólafsdóttir, systir Þuríðar, langömmu Odds Bjömssonar leikrita- höfundar. Laufey er dóttir Ólafs, b. í Holti í Fellahreppi, Jónssonar, b. á Skeggja- stöðum, ðlafssonar, af Melaættinni. Móðir Ólafs var Bergljót Sigurðardótt- ir, b. í Geitagerði, Pálssonar og Þor- bjargar Jónsdóttur, ættföður Vefara- ættarinnar, Þorsteinssonar. Móðir Laufeyjar var Guðlaug, syst- ir Halldóra, langömmu Hrafns Gunn- laugssonar. Guðlaug var dóttir Sig- urðar, b. í Kolsstaðagerði, Guttorms- sonar, stúdents á Amheiðarstöðum, Vigfússonar, pr. á Valþjófsstað, Orms- sonar, langafa Ingunnar, móður Þor- steins Gíslasonar skálds. Móðir Guð- laugar var Guðríður Eiríksdóttir, b. á Hafursá, Arasonar og Þóra Ámadótt- ur, b. á Kappeyri, Stefánssonar, ætt- föður Sandfellsættarinnar, Magnús- sonar. Móðir Áma var Guðrún Er- lendsdóttir, ættföður Ásunnarstaða- ættar, Bjamasonar. Ólafur Þór Hallgrímsson. Torfi Ó. Sigurjónsson Torfi Óldal Sigurjóns- son, bóndi á Stórhóli í Þorkelshólshreppi, verð- ur áttræður á morgun. Starfsferill Torfi fæddist að Hörgs- hóli í Þverárhreppi og ólst þar upp í foreldra- húsum. Hann stundaði búskap í félagsbúi að Hörgshóli frá 1940. Hann festi kaup á Stórhóli 1942 og hefur ítundað þar búskap síöan. Fjölskylda Torfi Óldal Sigurjónsson. Kona Torfa er Sigríður Konráðsdóttir, f. 12.3. 1920, húsfreyja. Hún er dóttir Konráðs Sigurðs- sonar, bónda að Böðvars- hólum, og Ingveldar Pét- ursdóttur. Böm Torfa og Sigríðar era: Sigurjón, f. 1.6. 1940, fyrrum sölumaður hjá Jötni í Reykjavík, kvænt- ur Vilborgu Þórðardótt- ur, þau eiga tvo syni; Konráð Ingi, f. 25.9. 1944, húsasmiður í Reykjavík, var kvænt- ur Vilborgu Eddu Lárasdóttur en þau eiga þrjár dætur; Bima, f. 4.2. 1951, kennari í Grannskólanum í Hveragerði, en hún á einn son; Að- alsteinn, f. 14.5. 1956, múrari í Reykjavík, kvæntur Þuríði Hall- dórsdóttur en þau eiga tvær dætur. Bræður Torfa: Trausti, fyrrv. bóndi á Hörgshóli, nú búsettur á Laugabakka í Miðfirði; Björn, lést ungur, kennari; Ámi, látinn, bóndi og sjómaður; Sigurjón, pípulagn- ingamaður í Reykjavík. Foreldrar Torfa voru Sigurjón Ámason, bóndi á Hörgshóli, og kona hans, Guðbjörg Sigurðardótt- Ætt Foreldrar Sigurjóns voru Ámi Ámason, b. á Hörgshóli, og Rósa Guðmundsdóttir. Bróðir Guðbjargar var Stefán frá Hvítadal. Guðbjörg var dóttir Sig- urðar, kirkjusmiðs á Hólmavík, Sig- urðssonar, og Guðrúnar Jónsdóttur, b. að Saurhóli Magnússonar, á Hafnarhóli, Jónssonar, að Litla- Holti, Skeggjasonar. Móðir Jóns var Ingibjörg Jónsdóttir, glóa, galdra- manns i Goðdal, Arnljótssonar. Móðir Guðrúnar var Guðbjörg Bjömsdóttir, hreppstj. í Litla-Holti Jónssonar. Torfi er að heiman. DV Til hamingju með afmælið 17. september 85 ára Anna Sigurbjömsdóttir, Heiðarbraut 1, Blönduósi. Baldur Óli Jónsson, Boðahlein 11, Garðabæ. Guðmundur Ámundason, Ásum, Gnúpverjahreppi. Ólína Daníelsdóttir, Hringbraut 50, Reykjavik. Þuríöur Sigurjónsdóttir, Miðvangi 14, Hafnarfirði. 80 ára Steingerður Kristjánsdóttir, Ægissíðu 10, Grenivík. Svala Sigurðardóttir, Nýlendu 1, Sandgerði. Þórhildur Þórarinsdóttir, Engihjalla 3, Kópavogi. 75 ára Björgvin Alexandersson, Ljósheimum 20, Reykjavík. Freyja Jónsdóttir, Helgamagrastræti 53, Akureyri. Guðný Ásgeirsdóttir, Flétturima 6, Reykjavik. Jón Hermundsson, Birkigrand 64, Kópavogi. Kristín Hermundsdóttir, Hjaltabakka 28, Reykjavík. Sigríður Guðjónsdóttir, Bláhömrum 2, Reykjavík. 70 ára Eiríkur Runólfsson, Eyrargötu 5, Eyrarbakka. Haukur Haraldsson, Reykjaheiðarvegi 4, Húsavík. Jakob Valdimarsson, Löngufit 18, Garðabæ. Lára Vilhelmsdóttir, Ægisgötu 14, Ólafsfirði. Magnea Garðarsdóttir, Skarðshlið 23 C, Akureyri. 60 ára Bára Helgadóttir, Hólagötu 9, Njarðvík. Guðrún Ólína Valdimarsdóttir, Hafnarstræti 17, Akureyri. Þorsteinn Sörlason, Lækjartúni 7, MosfeÚsbæ. 50 ára Bertha Ragnheiður Langedal, Háaleitisbraut 26, Reykjavík. Björgvin Halldórsson, Suðurgarði 5, Keflavik. Jóhann Þ. Bjamason, Æsufelli 4, Reykjavík. Kristján Páll Þórhallsson, Seiðakvísl 11, Reykjavík. Sigrún ívarsdóttir, Kárastíg 8, Hofsósi. 40 ára Elín María Karlsdóttir, Holti 1, Selfossi. Kristinn Sigurður Gylfason, Túngötu 5, Ólafsfiröi. Linda Elíasdóttir, Melabraut 13, Seltjamamesi. Páll Sigurðsson, Langholtsvegi 95, Reykjavik. Rut Friðfinnsdóttir, Suðurgötu 31, Keflavík. Þór Þorláksson, Granaskjóli 29, Reykjavik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.