Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1998, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1998 Fréttir Hornstrandir: Refurinn rannsak- aður Vísindafólkiö í Búöarbænum í Hlöðuvfk aö loknu dagsverki, þar sem refa- grenja í nágrenninu var vitjað. Páll Hersteinsson, Ester Rut Unnsteinsdóttir og Hólmfrföur Sigurþórsdóttir. DV-mynd Þórhallur DV, Sauöárkróki: í sumar hefur verið unnið að rannsóknum á íslenska refnum í Hlöðuvík og nágrenni á Hom- ströndum. Bækistöðvar rann- sóknarmanna hafa verið í Búðar- bænum í Hlööuvík en það er Páll Hersteinsson, prófessor við líf- fræðistofnun Háskóla íslands, sem stendur fyrir þessu verkefni og nýtur við það að hluta til lið- sinnis Náttúrustofú Vestfjarða á ísaflrði. Reyndar hefur íslenski refurinn verið aðalrannsóknar- efni Páls í um 20 ár. Áætlað er að þetta verkefni standi í a.m.k. þrjú ár en það beinist að því að rann- saka atferli íslenska refsins og vonast Páll til þess að þær veiti upplýsingar um þá þætti í lífs- háttum íslenska refsins sem einna minnst er vitað um. Á yrðlingum og nokkrum full- orðnum dýrum hefur verið kom- ið fyrir sendum, bæði gervi- hnattasendum og venjulegum radíósendum. Eftir er að koma í ljós hvort gervihnattasendamir tolla á dýrunum og er aðalhættan að þeir bíti og krafsi þá af sér f leikjum sínum og atferli. Þá reiknar Páll með því að fylgjast með dýrunum með útvarpssend- unum úr sjó eða lofti í vetur. Honum til aðstoðar í sumar vom þær Ester Rut Unnsteins- dóttir, líffræðinemi og starfsmað- ur Náttúmstofu Vestfjarða á ísa- flrði, og Hólmfríður Sigþórsdótt- ir, líffræðingur og starfsmaöur líffræðistofnunar Háskólans. Sem kunnugt er hefur íslenski refur- inn verið friðaður á Homströnd- um um árabil og í þessu vemd- aða umhverfi er hann orðinn gæf- ur. Hafa dýrin verið ferðafólki um svæðið til augnayndis og skemmtunar. Páll segir að rannsóknir hingað til bendi ekki til að refurinn fari á milli landshluta. Það sýni t.d. maurinn sem refir vestra bera en eftir að komið er suður fyrir Hólmavíkurhrepp finnst hann ekki á dýrum þar. Páll eyma- merkti yrðlinga fyrir 20 árum og þá virtist sem þeir fæm að jafn- aði 20-25 km leið að heiman. Síð- an hefur dýrunum fjölgað mikið og erfitt er að segja til um hvaða áhrif það hefur á far þeirra. Nú- verandi rannsóknir ættu að varpa Ijósi á það. Greinilegt er að samfélag refs- ins er mjög forvitnilegt. Páll seg- ir að skörp skil séu á milli búsetu refa í Hlöðuvík og Kjaransvík við hliðina. Þar sé eins og þeir fari ekki yfir ákveðna línu sem draga má við skriðumar milli víkanna. -ÞÁ Vestmannaeyjar: Lyfta Keikós stórskemmd DV, Vestmannaeyjum: Miklar skemmdir hafa orðið á lyftu flotkviarinnar í Klettsvík þar sem háhyrn- ingurinn Keikó er nú. Er jafnvel talið aö hún sé ónýt. Lyftan skemmdist í miklu austanveðri sem gekk yfir á fimmtudag og fóstudag. Þá fór hún að slást til og fengu starfsmenn Keikósjóðsins aöstoð Björgunarfélags Vest- mannaeyja til að festa hana. Skemmdirnar komu svo í ljós um helgina. í framhaldi af því var ákveöið að taka hana í land. Undir lyftunni eru flothylki sem nota átti til að lyfta henni upp. Að sögn Smára Harðarsonar, sem hefur yfirumsjón með örygg- isgæslu í kvínni, eru öll loft- hylkin brotin. Annar búnað- ur lyftunnar er líka skemmdur en það er allt í lagi með kvína sjálfa og Keikó líður vel, að sögn Smára. Samkvæmt upplýsingum DV verður viðgerð á lyft- unni látin bíða. Um kvína er það aö segja að nú er hún léttari sjónum og ætti því aö þola betur átökin sem fram undan eru í vetur. Varla hef- ur hvellurinn í síöustu viku verið nema forsmekkurinn að því sem koma skal. -ÓG Hér má sjá lyftuna sem skemmdist í óveör- inu sem gekk yfir t síöustu viku. Kvíin sjálf sem og háhyrningurinn Keikó sluppu aftur á móti viö hnjask og áverka. DV-mynd Ómar Kostar hvað? Þríeykinu í pólitík- inni, Alþýðubandalagi, Alþýðuflokki og Kvennalista, hefur tek- ist það ómögulega. Flokkamir hafa komið sér saman ttm stefnu- skrá. Ekki það að hér sé eitthvert nýtt plagg á ferðinni heldur hefur verið brugðið á það skynsamlega ráð að safna saman á einn stað öllu því helsta og nýtilegasta úr stefnu- skrám gömlu flokk- anna og hnoða saman í eitt. Það er meðal ann- ars ástæðan fyrir því að nýja sameiningar- aflið ætlar að berjast gegn her í landi og jafnvel að ganga úr Atlants- hafsbandalaginu af því að svo illa vildi til að það hafði gleymst að fella það ákvæði niður úr gömlu stefnuskrá Alþýðubandalagsins. Ekki það að Sig- hvatur ætli að styðja þá stefnu að reka herinn í burt og ganga úr Nató heldur er þetta sett fram til að friða gömlu kommana, enda er svo margt í þessari stefnuskrá sem ekki á að framkvæma, að sögn talsmanna þríeykisins, heldur sett fram til að hafa alla góða. Þess vegna er það líka hálffurðulegt þegar for- ingjar stjómarflokkanna eru að gera lítið úr þessu plaggi, á þeirri forsendu að það kosti svo mikið að framkvæma það. Þeir Davíð og Halldór eru eitthvað skrýtnir. Bæði Sighvatur og Margrét Frímannsdóttir eru hissa á þessum viðbrögðum og taka skýrt fram aö stefnuskráin sé stefnuskrá en ekki megi búast við því að allt verði það fram- kvæmt sem þar er stefnt aö. Eitt er aö hafa stefnu, annað að framkvæma hana. Þetta eiga stjómmálamenn að vita og það á líka eftir að fara mikil vinna i það að skoða þessa stefnuskrá og setja í hana tímaáætlan- ir og fara yfir þetta allt saman með flokksfólki og bæta við og fella úr og peningamálin em aukaatriði á meðan og fáránlegt að gera veður út af kostn- aði. Kristinn H. Gunnarsson vill til að mynda henda þessu plaggi og búa til nýtt á grundvelli þess og gamla kommaliðið, með þeim Steingrími Sigfússyni og Hjörleifi, vissi allan tímann aö stefnuskráin gæti orðið of róttæk og of dýr og þeir vilja ekki flana aö neinu og eru ráðdeildarmenn sem samþykkja enga stefnu nema fyr- ir liggi hvað hún muni kosta. Davíð og Halldór hafa aldrei sam- þykkt neitt í sinni pólitik nema vita upp á hár hvað það kostar sem þeir vilja. Þess vegna hefur rikissjóður verið rekinn með halla í stjómartíö þeirra af því að þeir hafa reiknað út hallann og vita þar af leiðandi hvað það kostar sem ríkisstjórnin gerir og þeir hafa vitað um hallann. Þríeykið í sameiginlega framboðinu veit ekki hvað það kostar sem stendur í stefnuskránni og svo verður enn fremur að hafa í huga að ólíklegt er að þríeykiö komist til valda og þess vegna er óhætt að hafa stefnu sem aldrei verður hvort sem er framkvæmd. Hvaða læti eru þetta? Dagfari Stuttar fréttir e>v Löggæslumyndavélar Löggæslumynda- vélar verða teknar í notkun innan skamms. Verið er að ljúka við að setja upp búnaðinn, auk þess sem verið er að prófa hann og semja reglur um notkun á efni því sem vélamar taka upp. Vonast er til að myndavélamar verði til þess að glæpum fækki, sérstaklega líkams- meiðingum. Morgunblaðið sagði frá. ■ Tap á Húsavíkurflugi Tap hefur verið á flugi íslands- flugs og Mýflugs til Húsavíkur. Leif- ur Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Mýflugs, segir að áætlun Mýflugs verði endurskoðuð en það þýði ekki endilega að ferðum fækki. Félagið er nú að íhuga kaup á 19 manna vél sem Leifúr segir að henti vel í flug- inu milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Dagur sagði frá. Mislæg gatnamót Skipulagsstjóri ríkisins hefur fall- ist á að mislæg gatnamót verði byggð við gatnamót Miklubrautar og Skeið- arvogs. Skilyrði skipulagsstjóra var að við hönnun hljóðvama yrði miðað við að bæta hljóðvist frá því sem nú er. Morgunblaðið greindi frá. Tvö nöfn í lagi Ömefnaneíhd hefúr tekið fýrir er- indi frá sameiginlegu sveitarfélagi við norðanverðan Eyjafjörð og á Hér- aöi um nöfn á sveitarfélögin. Nefndin samþykkti nafnið Víkurbyggð yfir sveitarfélögin við norðanverðan Eyja- fjörð en benti einnig á nöfnin Svarf- dælabyggð og Dalvíkurbyggð. Nefiid- in taldi heitið Austur-Hérað viðeig- andi fyrir sameiginlegt sveitarfélag á Héraði. Dagur greindi frá. Veitingar í Nauthólsvík Nýtt kaffi- og veitingahús mun brátt risa i Naut- hólsvík. Ingvar Ágúst Þórisson mun reka staðinn og hefúr hann gefið honum nafiiið Nauthóll eftir gömlum bæ sem stóð við víkina fyrr á öld- inni. Framkvæmdir hefjast í október og er verið aö stofiia hlutafélag um reksturinn. Morgunblaöið greindi frá. Frídagar færðir VSÍ hefúr lagt til að sumardagur- inn fyrsti veröi felldur niður sem frí- dagur og í staðinn verði fyrsti vetrar- dagur gerður að almennum frídegi og það fyrsta mánudag í vetri. Einnig er lagt til að frídagur verkalýðsins verði festur á frrsta mánudegi í maí. Engar viðræður hafa þó hafist milli VSÍ og ASÍ. Dagur greindi frá. Óánægja á Þingvöllum íbúar i Þingvallasveit, Laugardals- hreppi og Grimsnes- og Grafnings- hreppi hafa lýst yfir óánægju vegna áforma um stækkun þjóögarðsins á Þingvöllum. RÚV greindi frá. Finna má sáttaleið Þorsteinn Páls- son sagði á aðal- fundi Samtaka fisk- vinnslustöðva á fóstudag að finna mætti leiðir og ná sáttum um auð- lindagjald ef þeir sem krefjast skattheimtu á grund- velli réttlætis fallast á aö það sé rétt- lætismál aö raska ekki rekstrarfor- sendum einstaklingsútgerða og minni sjávarútvegsfyrirtækja í sjáv- arþorpum. Málningaróhapp Sviptivindur olli þvi að málning úðaðist yfir tugi bíla í nágrenni lýsistanks sem verið var að mála á Vopnafirði. Uimið var við þrif á bfl- unum á laugardag og verða engar varanlegar skemmdir vegna óhapps- ins. Kostnaður við hreinsunina mun þó hlaupa á hundruöum þúsunda. Morgunblaðiö greindi frá. Hreindýraveiði lokið Hreindýraveiöitímabilinu er lok- ið og náðist ekki að veiða þann fjölda sem leyfilegt var. Munaði þar 58 dýrum. AOs veiddust 113 tarfar og 126 kýr. Á fjórum svæðum af níu var veiði lítil. Dagur sagði frá. -sm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.