Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1998, Qupperneq 6
6
MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1998
Fréttir
Launamál Rússanna enn 1 uppnámi:
Beöið eftir Moskvulínunni
- verkalýðsfélög kreQast þess að launin verði greidd þegar í stað
„Eftir því sem
ég best veit bíða
þeir hjá
Technoprom Ex-
port eftir línunni
frá Mosku með
hvað þeir eigi að
gera,“ sagði Guð-
mundur Gunn-
arsson, formaður
Rafiðnaðarsam-
bandsins, við DV
í gærkvöld. For-
ystumenn Raf-
iðnaðarsam-
bandsins færðu á
það sönnur í lok
síðustu viku að
rússneskir
starfsmenn
Technoprom Ex-
port, sem leggur
nýju Búrfellslín-
una, hafi ekki
fengið greidd þau laun sem þeim
ber samkvæmt kjarasamningum.
Rafiðnaðarsambandið og Félag járn-
iðnaðarmanna, með ASÍ að bak-
hjarli, hafa gert þá skýlausu körfu
að rússnesku starfsmennimir fái
greidd þau laun sem þeim ber sam-
kvæmt gildandi kjarasamningum
og sérsamningum við hið rússneska
verktakafyrirtæki og farið fram á
að Landsvirkjun haldi eftir greiðsl-
um til verktakafyrirtækisins sem
nemur vangreiddum launum rúss-
neskra starfsmanna þess.
Á fundi sem Guðmundur Gunn-
arsson hélt með rússnesku starfs-
mönnunum á Selfossi á fostudags-
kvöldið kom í
ljós að Rússarnir
höfðu einungis
fengið útborgaða
300 dollara frá
þvi þeir hófu
störf á íslandi í
júlímánuði. Rúss-
neskur yfirmað-
ur þeirra hér á
landi hafði sagt
þeim að íslensk-
ur kjarasamning-
ur um laun
þeirra væri bara
kjaftæði en sjálf-
ur treysti hann
sér ekki til að
svara því fyrir
framan mennina
að þessi samning-
ur væri í gildi.
Guðmundur full-
vissaði Rússana
um að þeir fengju greitt sam-
kvæmt samningnum og að hann
væri í fullu gildi og skýrði út fyrir
þeim að íslensk stéttarfélög gætu
ekki liðið það að menn væru að
vinna hér í landinu á mun lægri
launum en þeir ættu að gera. „Það
þýddi að verið væri að eyðileggja
margra áratuga kjarabaráttu okk-
ar og þeir skildu það mjög vel,“
sagði Guðmundur.
Eftir fundinn með Rússunum á
föstudagskvöldið áttu forystu-
menn Rafiðnaðarsambandsins, Fé-
lags járniðnaðarmanna og ASÍ
fund með fulltrúum Landsvirkjun-
ar og fóru þeir fyrrnefndu fram á
Guðmundur Gunnarsson, formaður
Rafiðnaðarsambandsins.
Lavamat W 80
Þvottavél á
frábæru verði
Tekur S kg • Vindingarhraði: 800/400 snúningar
Ryðfrír belgur og tromla • Sjálfvirkt magnskynjunarkerfi - nýjasta tækni.
„Fuzzy- Logic“ enginn 1/2 takki • „ÖKO“ kerfi (sparar sápu) • Öll þvottakerfi
Ullar vagga • Pvottahæfni „B“ þeytivinduafköst „C“
kr. 49.900 stgr.
BRÆÐURNIR
IQRMSSONHF
Lágmúla 8 • Sími 5332800
að Landsvirkjun héldi eftir
greiðslum til rússneska verktaka-
fyrirtækisins sem svaraði til van-
greiddra launa rússnesku starfs-
mannanna og er það mál til athug-
unar hjá Landsvirkjun. Ákvæði er
í verksamningnum milli Lands-
virkjunar og Technoprom Export
um að ef verktakinn stendur ekki
við ákveðna þætti megi halda
greiðslum eftir til tryggingar.
Landsvirkjun kallaði fulltrúa
Technoprom Export á sinn fund á
laugardag og gerði þeim grein fyr-
ir stöðunni. Þeir munu ekki hafa
treyst sér til að ganga frá málinu
nema að höfðu samráði við höfuð-
stöðvarnar í Moskvu. Viðbragða
þaðan er að vænta I dag. „Við höf-
um gert bæði Landsvirkjun og
fulltrúum Technoprom Export það
ljóst að við sættum okkur ekki við
það að aðeins séu sendir einhverj-
ir pappírar til Vinnumálastofnun-
ar. Við komumst að þvi í síðustu
viku að slíka pappíra er ekkert að
marka. Þetta fyrirtæki er með ís-
lenskt rekstrarleyfi. Það er ekki í
gildi tvísköttunarsamningur milli
Islands og Rússlands. Það þýðir að
þetta fyrirtæki verður að fara í
einu og öllu eftir íslenskum lögum
og kjarasamningum og gera upp
öll laun á íslandi sem þýðir að þeir
eiga að greiða öll laun inn á launa-
reikning sérhvers starfs-
manns.Við krefjumst þess að það
verði gert,“ sagði Guðmundur
Gunnarsson. -SÁ
; §m-; J
£ W- ■ fcití i WÍ. $> -
Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbanka íslands, til vinstri, var á ferð um Suðurnesin nýverið. DV-mynd ÆMK
Suðurnes:
Landsbankinn í sókn
DV, Suðurnesjum:
Mikil aukning hefur verið á
umsvifum Landsbankans á Suður-
nesjum undanfarin misseri. Útlán
jukust um 37,5% á síðasta ári.
Fyrstu 6 mánuði þessa árs hafa
innlán aukist um rúmlega 40%.
Viðar Þorkelsson, svæðisstjóri
Landsbanka íslands á Suðurnesj-
um, hefur getið sér afar gott orð á
Suðurnesjum en hann er lands-
þekktur maður enda var Viðar í
landsliði íslands i knattspyrnu og
körfuknattleik á árum áður.
Halldór J. Kristjánsson, banka-
stjóri Landsbanka íslands hf., var
nýverið á ferð um Suðumesin.
Halldór heimsótti forráðamenn
stærstu fyrirtækjanna sem eiga
viðskipti við bankann og snæddi
hádegisverð með fulltrúum sveit-
arfélaganna á Suðurnesjum á
Glóðinni í Keflavík. Þá heimsótti
Halldór útibú bankans á svæðinu
og kynnti sér starfsemi þeirra og
ræddi við starfsfólk.
í för með Halldóri voru Brynjólf-
ur Helgason, framkvæmdastjóri
fyrirtækja- og stofnanasviðs, og
Viðar Þorkelsson ásamt öðrum
stjórnendum á svæðinu. Fram
kom í máli Halldórs að það skipu-
lag sem byggt hefur verið upp í
svæðisútibúi bankans í Keflavík,
m.a. með ráðningu sérfræðinga í
einstaklings- og fyrirtækjavið-
skiptum, sé framtíðarskipulag það
sem hann sjái í öllum svæðisútibú-
um bankans.
„Markmiðið með ferðinni var að
kynna nýja stefnu bankans og efla
tengsl við viðskiptavini og bæjar-
félögin á Suðurnesjum. Hvarvetna
þar sem við komum var vel tekið á
móti okkur," sagði Viðar Þorkels-
son. -ÆMK
Mettúr hjá Arnari HU-1:
Hásetahluturinn 1100 þúsund
DV, Akureyri:
Amar HU-1, frystitogari Skag-
strendings hf. á Skagaströnd, kom
til heimahafnar um helgina eftir
mjög vel heppnaða veiðiferð. Afla-
verðmæti er um 106 milljónir
króna og telja forráðamenn út-
gerðarinnar líklegt að um mesta
aflaverðmæti flaka frystitogara af
íslandsmiðum úr einni veiðiferð
sé að ræða.
Skipið var 30 daga í veiðiferð-
inni en ef aðeins eru taldir þeir
dagar sem skipið var að veiðum
var aflaverðmæti um 3,5 milljónir
á hverjum degi. Skipið var að veið-
um á Vestfjarðamiðum og var um
60% aflans þorskur en afgangur-
inn mest grálúða. Hásetahlutur úr
veiðiferðinni er talinn vera um 1,1
milljón króna.
Síðustu túrar Arnars hafa
einnig verið mjög góðir þótt þeir
jafnist ekki á við þennan. „Það
virðist vera nóg af þorski í sjónum
og grálúðuveiðin í ár hefur verið
mun betri en áður. Fiskurinn er
því nægur en síðan er það kvótinn
sem skammtar mönnum hversu
mikið þeir mega veiða,“ segir
Gylfi Guðjónsson, útgerðarstjóri
Skagstrendings. Kvótastaða Arn-
ars er mjög sterk en samkvæmt út-
hlutun í upphafi fiskveiðiárs er
skipið með mestan heildarkvóta
íslenskra skipa, eða 6321
þorskígildistonn sem er 1,38%
heildarkvótans. -gk
Chevrolet Camaro Z-28 '95,
blæjubíll, sá flottasti á landinu, hvítur,
leðursæti, allt rafdr., ABS, crus., loftpúði,
ek. 58 þús. km.
Verð 2.850.000, skipti ath.
Ford Taurus GL stw '93 (einnig 1995),
grænsans., vél V-6 3000, rafdr.
rúður, samlæs., crus.,
loftpúði o.fl., ek. 62 þús. km.
Verð 1.260.000, skipti ath.
VW bjalla '98,
hvít, snotur bjalla, ein með öllu, ek. 2
km, rafdr. rúður, þjófav., samlæs., 2000
vél, 16“ álfelgur, meiri háttar bíll.
Verð 2.700.000, skipti ath.
Toyota Rav-4 '98. snotur jeppi.
dökkgrænsans.. ssk., álf., rafdr. rúður,
fjarst. samlæs.. króm-siisabretti. ek. 750
km. nýr frá umboðinu. Verð með
aukabtutum 2.380.000, ath. skipti.
Funahöfða 1
Sími 587-7777 Fax 587-3433