Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1998, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1998, Qupperneq 16
16 1 ■*T tenning MANUDAGUR 21. SEPTEMBER 1998 Hugmyndin virkar Það er létt yfir Kjarvalsstöðum þessa dagana. Þar stendur yfir sýn- ingin -30/+60, sem er samsýning á verkum listamanna yfir sextugu og undir þrítugu, og er gaman að sjá jafn velheppnaða samsýningu. Vinna hefur verið lögð í uppsetn- ingu sem skilar sér í góðu jafnvægi á milli verka - þau verk sem deila rými vinna saman í stað þess að keppa sín á milli um athygli áhorf- andans. Verkin kunna að vera ólík en engu að síður hvílir töluverður létt- leiki og ef til vill bjartsýni yfir sýn- ingunni í heild. Það er húmor í mörgum verkanna og athyglisvert að sjá hvernig honum er þar beitt af lífsgleði frekar en háði líkt og svo oft hefúr verið gert áður. Breski 18. aldar málarinn Hogarth beitti hæðni til að gagnrýna þjóðfélagið og siðferði samborgara sinna, það sama gerði franski 19. aldar málar- inn Honoré Daumier og jafnvel „Fljúgandi fiskisaga" Nínu Tryggva- dðttur hefur háðið að vopni. Á Kjarvalsstöðum er það ekki bein þjóðfélagsgagnrýni sem ræður ríkjum heldur flokkast húmorinn frekar undir vangaveltur um lista- manninn, áhorfandann og listaverk- ið. Til að njóta innsetningar Gjöm- ingaklúbbsins, „Hótel Paradís", þarf áhorfandinn að hoppa um á trampólini til þess að eygja hótel- herbergi speglum klætt að utan. Um leið breytist hlutverk hans og i stað þess að vera áhorfandi veröur hann að þátttakanda. Segja má að með Myndlist Anna Sigríður Einarsdóttir aukinni meðvirkni hvetji Gjöminga- klúbburinn okkur til að endurskoða hlutverk áhorfandans og aðgerðarleysi. Verk Erlings Klingenberg snúa hins veg- ar meira aö listamanninum sjálfum. í „Er- ling Þ.V. Klingenberg myndlistarmaöur" verður Erling að listaverkinu. Verkið sam- Nína Magnúsdóttir: Án titils (1996). anstendur af ljósmynd, ljósaskilti og gler- kössum með safni hluta sem tilheyra „lista- mannspersónu" hans og í „Hann sýnir ekk- ert í nýju samhengi" snýr húmorinn síðan að gömlu landslagsmálurunum. Þá má nefna „Ryksafnara" Helga Hjaltalíns Eyjólfssonar sem er saman- safn ólíkra smáhluta úr tré og límbandi. Festir á vegg Kjar- valsstaða kasta þeir fram þeirri spurningu hvort hlut- verk listaverka sé e.t.v. að hluta til ryksöfhun. Mörg önnur sterk verk má finna á sýningunni. Mynd Særúnar Stefánsdóttur, „Kossinn", minnir á glans- mynd frá níunda áratugnum við fyrstu sýn. Frásagnargleð- in er engu að síður töluverð og ódýrir skór konunnar á móts við stífpressaðar buxur mannsins geta gefið fyrirheit mn skyndikynni ólíkra ein- staklinga. Þá er innsetning Nínu Magnúsdóttur sérlega áhrifamikil. Verkið sem myndað er úr búrhnífum og eplum er mjög sjónrænt. Það nær að laöa fram dýpt, hreyf- ingu og kyrrð í sömu andrá - og upp í hugann kemur griska goösagan af sverði Damókles- ar. Vamarleysi eplanna þar sem þau liggja á gólfinu undir hárbeittum hnífunum sem hanga úr loftinu minnir nefni- lega ekkert síður á fallvalt- leika gæfunnar. Og áfram væri hægt að telja einstaka listamenn eins og Egil Sæ- bjömsson sem höfðar til gægju- og sýniþarfar manns- ins. í viðtali í Fókusi helgina sem sýningin var opnuð sagði Magnús Pálsson, einn öldung- anna á sýningunni, að sér fyndist „ungt fólk ekki hafa neina ástæðu til að nöldra“. Sýningin á Kjarvalsstöðum gefur ekki annað til kynna en að unga fólkið sé Magnúsi hjartanlega sammála. - 30/+ 60 á Kjarvalsstöðum stendur til 25. okt. Opið kl. 10-18 alia daga. Kl. 16 á sunnudögum er ókeypis leiðsögn um sýn- inguna. Hlegið að sorgarsögu Hjá Hermóði og Háðvöru hefst leikárið með framsýningu á nýju leik- riti eftir Þorvald Þorsteinsson sem í hnotskurn fjallar um fortíðar- vanda fjölskyldu, sjálfsblekkingu og yfirvarp. Þorvaldur hefúr áður samiö nokkur leikrit og sýnt aö honum er lag- ið að fjalla um alvarleg málefni á léttan hátt, án þess þó að gerast létt- úöugur. í Maríusögum leiddi hann persónumar saman í kvöldverðar- boði þar sem atburðir úr fortíöinni koma smám saman upp á yfirborð- ið og gera það að verkum að áhorfandinn sér veislugesti í nýju Ijósi. Þetta nýja leikrit, Viö feðgarnir, byggist að sumu leyti á svipaðri for- múlu en mér fannst bregða fyrir sárari undirtóni sem þó var hvergi látinn ná yfirhöndinni. Líkt og í Maríusögum virka persónurnar staðl- aðar til að byrja með en sjónarhomið víkkar eftir því sem líður á verk- ið. Þó er ýmsum spurningum ósvarað í leikslok. Leiklist að þrócist í verkinu. Búningar voru allir ágætlega hannaðir ef frá er talin frekar furðuleg dragt, sem Valgerður er látin klæð ast. Ari Matthíasson og Þrúður Vilhjálmsdóttir fara ágætlega með hlutverk sagnfræðingsins Einars og sambýliskonu hans Maríu sem búa í næstu íbúð við þá feðga. Þessar persónur era ekki flókn- ar og koma inn í framvinduna mest til að framkalla ákveðin hvörf í verkinu. Sviðsetning, leikmynd og lýsing era unnin af hugkvæmni eins og fyrri daginn hjá Hermóði og Háðvöra, þar sem menn eru snillingar í því að nýta rýmið. Hilmar Jónsson leikstjóri heldur vel utan um heild- ina og þó að herslumun virtist skorta á frumsýningunni á að sýningin næði fullu trukki (sérstaklega framan af) er hún lífleg og bestu atriðin Foðcjamii royn<i aö loka tortiöma út|, Eícjcjert Morlwlffc aon oíj Guniuii llol(|oson i hlutvorkMin öinuiti. Auður Eydal Verkið hverfist um fóðurinn, Oddgeir, sem hefur sopið drjúgt um dagana. Steingrímur sonur hans vill allt fyrir karlinn gera, en fær harla litla viðurkenningu fyrir. Oddgeir er mikill „sjónhverfingamað- ur“ og býr miskunnarlaust til þá mynd af veruleikanum sem honum sjálfum hugnast best. En það dugir ekki til þegar Einar, æskufélagi Steingríms, skýtur upp kollinum. Hann er ekki innvígður í blekkinga- leik fjölskyldunnar og talar út um hluti sem ekki hefur mátt minnast á. Þar sem Oddgeir er miðpunktur frásagnarinnar í verkinu og mjög ráðandi um framvinduna veikir einhliða lýsingin á honum heildina. Hann er eiginlega allt of fráhrindandi og blekkingar hans of augljósar til þess að áhorfandinn fái nauðsynlegan skilning á því hvernig honum tekst endalaust að vefja bömum sínum um fingur sér. Eggert Þorleifs- son leikur Oddgeir og sýnir einstöku sinnum (en of sjaldan) að undir niðri býr þrátt fyrir allt bitur sársauki og eftirsjá. En þessi tragíska dýpt nær aldrei fyllilega í gegn, því að fyrst og fremst er lagt upp úr skoplegu hliðinni á persónunni. Gunnar Helgason fer mjög hófsamlega með hlutverk Steingrims sem læðist með veggjum og nær sér greinilega ekki á strik meðan karlinn lifir. Gunnar fer mjög fint i skoplegu hliðina og gætir þess að ofgera ekki, þó að kómíkin sé til staðar. Björk Jakobsdóttir leikur dótturina, Valgeröi, sem hefur gengið eitt- hvað betur en Steingrími að rífa sig frá fortíðinni. Björk vann ágætlega úr því sem upp er gefið, en persónunni er ekki ætlað mikið svigrúm til y* 5-r. útfærð á snjalian og ferskan hátt. Atriðiö i upphafi, þegar Steingrímur kemur upp í lyftunni, klikkaði ekki og gaf góð fyrirheit um framhald- ið. Samspií persónanna er í góöu jafnvægi á þeim forsendum sem geng- ið er út frá og heildarsvipurinn klár. Hermóður og Háðvör sýna í Hafnarfjarðarleikhúsinu: Við feðgarnir Höfundur: Þorvaldur Þorsteinsson Leikstjórn: Hilmar Jónsson Leikmynd: Finnur Arnar Arnarson Búningar: Þórunn María Jónsdóttir Tónlist: Margrét Örnólfsdóttir Gervi: Ásta Hafþórsdóttir Ljós: Egill Ingibergsson Þýsk heimsókn I dag koma til íslands fjórir rithöfúndar frá Berlín og dvelja hér fram yfir næstu helgi. Þetta eru Stephan Krawczyk, Klaus Schlesinger, Christa Schmidt og Michael Wildenhain. Með þeim I för verður forstööumaður Bókmennta- stofiiunar Berlínarborgar, dr. Ulrich Janetzky. Fimmmenningamir eru hingað komnir til að kynna íslendingum þann listræna og pólitíska suðupott sem Berlín er eftir sameiningu þýsku ríkjanna. Þeir munu koma fram í Gunnarshúsi annaö kvöld og miðvikudagskvöldið kl. 20.30, lesa úr verkum sínum og spjalla við áheyrendur um þau, ástandið í Berlín eða annað sem fólk kýs. Einnig munu þýðendur lesa úr verkunum á ís- lensku. Á fimmtudagskvöldið kl. 20.30 koma höfund- amir fram á Súfistanum, Laugavegi 18, og standa fyrir léttari uppákomu. Einnig verður hægt að nálgast nýtt hefti af Tímariti Máls og menningar sem er helgað sögum frá Berlín. Höfundarnir fiór- ir eiga allir smásögu þar. Krossaætt í Eyjafirði Bókaforlagið Mál og mynd hefur gefið út nýtt niöjatal Krossaættar í Eyjafirði í tveimur stórum bindum. Ættin er kennd við bæinn Krossa í Ár- skógshreppi í Eyjafirði og rakin frá Þóru Jóns- dóttur frá Krossum sem var uppi frá 1780-1862 og Gunnlaugi Þorvalds- syni frá Ingvörum í Svarfaðardal (1772- 1831). Þau bjuggu lengst af á Hellu sem er næsti bær við Krossa og niðj- ar þeirra sitja enn jörö- ina Krossa. í bókinni Sterkir stofnar eftir Bjöm R. Ámason segir „að hik nokkurt hafi verið á Jóni gamla á Krossum að gifta Gunnlaugi Þóru dóttur sína en svipfar og karlmennskubragur Gunnlaugs hafi ráðið úrslitum." Skorti þau hjón hvorugt elju og forsjá til bjargráös og fengs, enda búnaöist þeim vel, segir einnig þar. Margar sög- ur eru til af Krossaættamiöjum enda er þar að finna fiölmarga þjóðþekkta einstaklinga og djarfa og dugmikla sjósóknara fyrr og nú. Höfundur ættfræðitexta bókarinnar er Bjöm Pétursson og í bókunum tveimur eru á fimmta þúsund fiósmyndir af einstaklingum auk gamalla mynda af heimilum eldri niðja og yfirlitsmynda úr sveitum, sjávarþorpum og kaupstööum sem koma við sögu. Milli himins og jarðar Háskólaútgáfan hefúr gefið út ritið Milli him- ins og jarðar. Maöur, guð og menning í hnot- skum hugvísinda. í því eru 34 ritgerðir eftir jafn- marga íslenska fræðimenn um bókmenntir, guðfræöi, heimspeki, málfræði og sagn- fræði sem gefa Qölbreytta sýn yfir grósku- miklar rannsóknir í þeim fræðum hér á landi. Ritstjórar eru Anna Agnarsdóttir, Pétur Pétursson og Torfi H. Tulinius. Að stofiii til eru þessar ritgerðir fyr- irlestrar af ráðstefnu sem haldin var haustið 1996 og meðal höfunda má nefna Ásdísi Egilsdóttur, Ástráð Ey- steinsson, Guðna Elísson, Guörúnu Nordal, Helgu Kress, Vilhjálm Áma- son, Þorstein Gylfason, Höskuld Þráinsson og Hjalta Hugason. Sænsk spennusaga Kaldan janúarmorgun árið 1990 uppgötvar bóndi á Skáni í Svíþjóð sér til mikillar skelfingar að nágrannar hans hafa verið myrtir. Og það eina sem lögreglan hefur til aö byggja rannsókn sína á er hinsta orð kon- unnar: „útlenskir". Þegar þetta spyrst út veldur það miklum úlfaþyt í samfélagi þar sem fiölmennir hóp- ar flóttamanna búa við vaxandi fiandskap kynþáttahatara. Leitin að morðingjanum leiðir því lögregluna inn í ýmis skúmaskot sænska fyrir- myndarsamfélagsins og sýnir aö undfr sléttu yfirborði þess kraumar | og sýöur. Þetta er efni sögunnar Morðingi án andlits eft- ir Henning Mankell sem er einn vinsælasti rithöf- undur Svía, og var þessi bók valin glæpasaga árs- ins 1991 í Svíþjóð. Hún er nú komin út hjá ís- lenska kifiuklúbbnum í þýöingu Vigfúsar Geir- dal. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.