Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1998, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1998, Síða 15
MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1998 15 Enn um aldamót Fyrir hálfu öðru ári hirti ég kjallaragrein undir fyrirsögnunni „Hvenær eru aldamót?" og hélt því fram að næsta öld byrjaði lsta janúar árið 2001. Þar komst ég meðal annars svo að orði: „Ég hygg að allir geti verið sam- mála um að tugur endi á 10 og tíu tugir á 100. Þar með fer varla milli mála að tuttugustu öld lýkur með árinu 2000 og næsta öld hefst með árinu 2001. Þetta skildu forfeður okkar mæta- vel, enda fognuðu þeir siðustu aldamótum þeg- ar árið 1901 gekk í garð.“ Þessa niðurstöðu gat Þröstur Sigtryggsson, fyrrum skipherra, alls ekki fallist á. Sagði hann með- al annars: „Mér var sagt í æsku að ég hefði orðið eins árs þegar eitt ár var liðið frá því ég fæddist. Mamma var með þetta upp á mín- útu. Eins var ég talinn tiu ára þeg- ar tiu ár voru liðin frá sama augnabliki. Þá var í heilt ár búið að segja í samtölum við gesti að ég væri ýmist 9 ára eða á 10. ári. [...] Og eftir nokkrar vangaveltur komst ég að þeirri niðurstöðu að ég hljóti að hafa verið 0 ára á þvi andartaki sem ég fæddist og á fyrsta ári allt næsta ár.“ Síðan segir Þröstur skemmti- lega frá ýmsum tilraunum, sem hann gerði til að fá ásættanlega niðurstöðu og fékk ævinlega sömu útkomu: Ef miðað er við að Krist- ur hafi fæðst á fyrsta degi ársins 1, þá eru liðin 2000 ár frá fæðingu hans fyrsta dag ársins 2000. Þess- ari niðurstöðu virðist vera erfitt að hnekkja. Samt stangast hún óþyrmilega á við þá stærðffæði- legu staðreynd að tugur endar jafnan á tíu og nýr tugur byrjar á einum. Kjallarinn þessum orðum: „Talan 10 á tommu- stokki eða hitamæli markar einn ákveð- inn punkt, en árið 10 í tímatali tekur yfir 12 mánaða skeið. í timatali ætti i raun réttri að setja töluna 1 við upphaf fyrsta árs, en ekki þegar því er lokið. Á 10 ára af- mælisdegi er barn að sönnu búið að lifa áratug, en því aðeins að fyrsta árið komi ekki til álita fyrr en því er lokið. Eftir 10 ára afmælið heldur það áfram að vera 10 ára næstu 12 mánuði, enda er tal- að um að það sé á ellefta ári. Þeg- ar það verður 11 ára hefst fyrsta ár i öðrum áratug." Þvi má bæta við, að samkvæmt almennri málvenju er engu líkara en fyrsta æviárið falli út. Bam er Sigurður A. Magnússon rithöfundur Vandleyst gáta í fyrrnefndri kjallaragrein reyndi ég að leysa vandann með Fjöldi nýfæddra á fæðingardeild Landspítalans, 0 ára og allt næsta árið. - Eða hvað? ekki talið vera eins árs næstu 12 mánuði meðan það er í raun að fylla útí annað árið. Tíðindi frá Washington En nú hafa þau tíðindi orðið, að á vefsíðu Hvíta hússins í Was- hington birtist svohljóðandi til- kynning: „Samkvæmt stjörnuat- hugunarstöð handaríska flotans, þess aðila sem fylgist með tíman- um í Bandaríkjunum, eru lok ann- ars árþúsunds, það er að segja 20stu aldar, og upphaf þriðja ár- þúsunds, eða 21stu aldar, þann lsta janúar 2001. Þessi dagsetning er grundvölluð á almanaki, sem gefið var út í Róm á því herrans ári 526, sem nú er viðurkennt um allan heim. Fremuren byrja á ár- inu 0 byrjar almanakið á 1 lsta janúar árið 1 (eitt). Þarafleiðandi hefst nýtt árþúsund ekki opinber- lega fyrr en lsta janúar 2001. Þrátt fyrir þessa stað- reynd er mikið af hátíðahöldum, sem ráðgerð eru, stílað uppá 31sta desember 1999, þegar ártalið breytist í 2000.“ Eins og ég tók fram í fyrr- nefndri grein eru bæði árin, 2000 og 20001, aldamóta- ár. Aldamót verða þegar þau koma saman. Hinsvegar eru árið 2000 af- mælisár kristintöku á íslandi og heilagt ár í kaþólskum sið, auk þess sem það býr fyrir einhverjum óskilgreindum töfrum, sem þarf- laust er að virða að vettugi. Sigurður A. Magnússon „Ef miðað er við að Kristur hafi fæðst á fyrsta degi ársins 1, þá eru liðin 2000 ár frá fæðingu hans fyrsta dag ársins 2000. Þessari miðurstöðu virðist vera erfítt að hnekkja. “ Nú er nóg komið Forsætisráðherra hefur lýst sig fylgjandi að íslensk erfðagreining fái einkaleyfi á gagnagrunninum. Þessi afstaða ráðherra er með ólík- indum. Að einoka miðlægan gagnagrunn yfir heilsufarsupplýs- ingar íslendinga fyrir bandaríska fjárfesta (deCode) og forstjórann, Kára Stefánsson, sem er banda- rískur rikisborgari. Og að tala um enn frekari fjármögnun frá sviss- neska fyrirtækinu Hoffman La Roche eftir samþykkt frumvarps- ins um gagnagrunninn á haust- dögum Alþingis. Trygging hinna bandarísku fjárfesta fyrir lánveit- ingunni er væntanlega að einka- leyfi fáist á íslenska gagnagrunn- inum og sölu hans til er- lendra lyfjaframleiðenda. - Með öðrum orðum, banda- riskir fjárfestar ætla að gera heilsufars- og ætt- fræðiupplýsingar íslend- inga að söluvöru um víða veröld. Ofríki og yfirgangur Samkvæmt 27. gr. tölvu- laga er kerfisbundin söfn- im og skráning persónu- upplýsinga hér á landi til geymslu eða úrvinnslu er- lendis óheimil. Þessi gjörningur gengur líka í berhögg við alla læknisfræðilega siðfræði og brot á siðferðisreglum er varðar trúnað lækna við sjúklinga, að ekki sé minnst á siðferði handhafa löggjaf- arvaldsins. Hér virðist auðhyggja, ofriki og yfirgangur ráða ferðinni. Er það kannski ætlun viðkomandi rannsóknaraðila á síðari stigum að hinir erfðagreindu verði til- raunadýr? Hvað verður þá um hina margumtöluðu nafnleynd? Sjúkrasaga hvers og eins er trún- aðarmál hans sjálfs og viðkomandi læknis, afnám nafna í gagna- grunni breytir þar engu um. Mómælum kröftuglega Sá sem þetta ritar er meðmælt- ur eðlilegum og lögmætum rann- sóknum til framþróunar læknavís- indum og vissulega er gagna- grunnur stór þáttur þeirra verk- efna. Einnig er jákvætt að hægt sé að sameina sérfræðinga við þetta verkefni og greiða þeim mann- sæmandi laun. En fyrst og síðast verða heilbrigðisyfirvöld að gæta hagsmuna og réttinda íslendinga sjálfra, það gera ekki erlendir fjár- festar. Um meðferð gagnagrunns- ins verða að gilda skýr lög og afdráttar- lausar reglur sem m.a. útiloka einokun einstaklinga eða fyr- irtækja á notkun hans. Einokun eins og nú stefhir í myndi m.a. koma í veg fyrir að- gang annarra vís- indamanna að gagna- grunninum. Þeir fjár- munir sem þyrfti að greiða íslenskri erfðagreiningu, þ.e. hinum bandarísku fjárfestum deCode, væru þeim of- viða. Þannig gæti gagna- grunnurinn beinlínis hamlað og stór- skaðað sjálfstæðar rann- sóknir læknavísindanna hérlendis. - Oft er þörf en nú er sannarlega nauðsyn að þjóðin spymi við fótum og mótmæli kröftuglega. Alþjóðleg skiptimynt? Fagleg varsla gagnagrunns- ins ætti að vera í höndum landlæknisembættisins, en stjórn- sýslulega hjá heilbrigðisráðuneyt- inu. Þannig verði öllum íslenskum rannsóknaraðilum tryggður jafn aðgangur aö gagnagrunninum. Það virðist sem gagnagrunnur ís- lenskrar erfðagreiningar eigi að verða einhver alþjóð- leg skiptimynt deCode, Hoffman La Roche og Kára. Kannski er að rætast sá gamli spádómur að ísland verði nafli al- heimsins. Enginn sá þó fyrir að forsætis- ráðherra, fulltrúi frjálshyggjunnar á ís- landi, og prófessorinn Kári Stefánsson yrðu boðberar slíkrar ein- okunar. Það er vond tilfinning ef heil- brigðisráðherra, Ingi- björg Pálmadóttir, ætlar líka að tapa andlitinu í þessu máli og gerast málsvari einokunar. í þessu máli þarf víðtækan skilning og yrkjandi störf á markmiðum vísindanna í stað þröngrar hags- munagæslu erlendra fjármagns- eigenda. - Hætt er þó við að þeir sem nú ætla sér að rífa völdin til sín með yfirgangi og valdníðslu muni gleyma þeirri gamalkunnu staðreynd að þegar markinu er náð hafa aðrir þeim líkir lært að- ferðina og varpi ofríkismönnum úr sessi. Fátt er þó ógæfulegra en er stjórnmálamenn gerast sjálfboða- liðar erlendra auðhringa, og nú á kostnað velferðarmála islensku þjóðarinnar. Kristján Pétursson „Einokun eins og nú stefnir í myndi m.a. koma í veg fyrir að- gang annarra vísindamanna að gagnagrunninum. Þeir fjármunir sem þyrfti að greiða íslenskri erfðagreiningu, þ.e. hinum banda- rísku fjárfestum deCode, væru þeim ofviða.u Kjallarinn Kristján Pétursson fyrrv. deildarstjóri Með og á móti Á að fjölga sóknardögum smábátasjómanna? „Tragíkó- medía" af verstu gerö „Það sér hver heilvita maður að það að bjóða einhverju útgerð- arformi, hvort það er smábátur eða togari, upp á að mega ein- ungis stunda atvinnurekstur í niu daga yfir árið er ekki einu sinni fyndið heldur „tragíkomedía" af verstu gerð. Þeir sem láta öllum illum lát- um og telja að það beri ekkert að gera eru handbendi stórfyrirtækja sem láta sig engu skipta hvernig mannlíf blómstrar í litlum byggðum landsins eða hvernig litlum atvinnufyrirtækjum í sjávarútvegi vegnar. Ég vil benda á að afli þessara smábáta hefur haldið uppi lífi og byggð í mörgum landshlutum og þeir að- ilar sem ekkert vilja gera í þess- um málum ættu i leiðinni að gera tillögur um hvemig þeir hyggjast þá bregðast við þeim vanda sem brottfall þessara báta skapar. Það er alveg ljóst að það þarf að fjölga sóknardögum úr niu i 40. Ég tel líka að þorskstofn- inn, sem er aðallega sá fiskur sem smábátasjómenn veiða, sé vanmetinn." Níu dagar alveg nóg „Fyrir tveimur eða þremur ár- um fengu smábátaeigendur að velja á milli sóknardaga og þorskaflahámarks. Þar af leið- andi vissu þeir nákvæmlega að hverju þeir gengu þegar þeir völdu. Þetta var sam- komulag á milli þeirra og stjómvalda og önnur hags- munasamtök, eins og LÍÚ og þeirra báta sem vora með aflamörk, voru algerlega á móti þessu því það var gengið á aflamörk þessara skipa. Þetta sýnir okkur að sókn- arstýring er ónothæft stjórntæki en það var það sem allir vissu fyrir. Þessir menn hafa ijáifest i voninni um að stjórnvöld létu undan frekjunni í þeim eins og margoft hefur gerst. Margir smá- bátaeigendur hafa spilað á kerfið í meira en áratug og það er kom- inn tímí til að stoppa það og al- þingismenn hætti að láta það hafa áhrif á sig þótt þeir stundi „lobbýismann" niður á Austur- velli. Níu sóknardagar er alveg nóg. Þetta er nákvæmlega eins og menn reiknuðu með að kerfið myndi vinna og menn sam- þykktu." -RR Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. Netfang ritstjórnar er: dvritst@centnun.is Eiríkur Olafsson, formaöur Útvegs- mannafólags Aust- fjaröa. Arthur Boga- son, formaður Landssam- bands smábáta- eigenda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.