Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1998, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1998, Síða 28
M ^36 wk Heimabíó Hann Evan Mather er Seattle- búi sem hefur áhuga á Star Wars. Hann hefur gert sínar eigin tölvubíómyndir sem byggja á persónum úr Stjömu- stríði. Þær er hægt að skoöa á heimasíðu hans, http://www.jedinet.com/ cinema/ Glasamottur Margir eru haldnir söfnun- aráráttu og til eru þeir sem safna glasamottum sem ætlað- ar eru fyrir bjórglös. Athvarf þeirra á Netinu er http://www.beercoasters. com/ Rokkfréttir Áhugafólk um tónlist og þá sérstaklega í framsæknari kantinum getur fundið fréttir, -^plötudóma og margt fleira á hinni stórgóðu heimasíðu http://www2.rocktropol- is.com/main/rt.asp Trufluð tilvera Teiknimyndaþættirnir South Park eru gríðarlega vin- sælir í Bandarikjunum. I kvöld hefjast sýningar á þeim í fyrsta sinn á íslandi á sjón- varpsstöðinni Sýn undir heit- inu Trufluð tilvera. Þeir sem vilja fræðast nánar um þætt- ina ættu að skoða http://www.comedycentral. com/southpark/ "Tónlistarmyndbönd Víða er hægt að horfa á tón- listarmyndbönd á Netinu. Ein þeirra heimasiðna sem bjóða upp á þessa þjónustu er http://www.vidnetusa.com/ Oz á Netinu íslensku tölvurisamir í Oz eru að sjálfsögðu á Netinu en heimasíða þeirra er http://www.oz.com/ ' Daikatana Þeir sem eru spenntir fyrir leiknum Daikatana sem hefur verið væntanlegur á markaðinn í tvö ár geta fengið nýjustu fréttir af honum á heimasíð- unni http://www.stormtroopers. - »:om/daikatana/ Tarot á tölvuöld Skemmtilega heimasíðu þar sem tarotspil hafa verið færð til nútímans er að flnna á slóðinni http://www.sjgames. com/svtarot/ jí vefur og iölvur MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1998 Starr-skýrslan tvíeggjað vopn: Tvöfalt siðgæði repúblikana - vilja ritskoða Netið en standa sjálfir fyrir klámfengnum lýsingum Skýrsla Kenneths Starr um Clinton Bandaríkjaforseta hefur víða valdið deilum og m.a. hefur hún orðið bitbein í umræðunni um það hvort ritskoða eigi Netið. Skýrsla Kenneths Starr saksókn- ara sem fræg er orðin hefur ekki bara opinberað kynhegðan Clint- ons Bandaríkjaforseta eða nær- fatasmekk Monicu Lewinsky. Hún hefur einnig dregið fram í dagsljós- ið hræsni margra þingmanna sem vilja setja lög um ritskoðun Nets- ins, að mati þeirra sem andsnúnir eru slíkum lögum. „Stór hluti þeirra þingmanna sem standa fyrir frumvörpum um ritskoðun á klámfengnu efni á heimasíðum voru meðmæltir því að dreifa skýrslu Starr óhindrað á Netinu. Skýrslan inniheldur þó efni sem fellur að öllu leyti undir skilgreiningu sömu þingmanna á klámi,“ segir Stanton McCandlish hjá fyrirtækinu Electronic Frontier Foundation, EFF, sem berst fyrir ritfrelsi á Netinu. McCandlish nefndi sem dæmi þingmanninn Ernest Istook frá Oklahoma, en hann er höfundur frumvarps sem nokkur styrr hefur staðið um að undanfornu. Frum- varpið mun skylda cillar opinberar skólastofnanir og bókasöfn til að nota sérstakan síunarhugbúnað til að sía út allt efni sem getur talist klámfengið. Istook var meðmæltur því að skýrslan yrði birt á Netinu, en verði frumvarp hans að lögum mun fólk ekki geta skoðað skýrsl- una í opinberum skólum eða bóka- söfnum. Nauðsynlegar upplýs- ingar ritskoðaðar Istook neitar hins vegar að hér sé um hræsni af hans hálfu að ræða. „Klámvandinn á Netinu felst einungis að litlum mæli í texta, það eru myndimar sem valda mestum skaða,“ vill hann meina. „Það eru engar myndir í skýrslu Starrs. Að auki er mikill munur á efni sem ætlað er að tæla og því sem skil- greina má óvefengjanlega sem nauðsynlegar upplýsingar til handa almenningi." En sérfræðingar hjá EFF segja að þarna liggi hundurinn grafinn. Þessar „nauðsynlegu upplýsingar" eru nefnilega samkvæmt rannsókn- um þeirra ekki aðgengilegar á nærri þvi öllum tölvum í Banda- ríkjunum. Það er ýmiss konar síim- arhugbúnaður i ætt við þann sem Istook vill fá í alla skóla og bóka- söfn sem gerir það að verkum að skýrslan er óaðgengileg. Skjóta sig í fótinn Þar með hefur meðferð Banda- ríkjaþings á skýrslu Starrs orðið til þess að vefengja alla stefnu stjórnvalda þar í landi hvað varð- ar ritskoðun flölmiðla, að mati McCandlish hjá EFF. „Þingið hef- ur aldeilis skotið sig í fótinn í þessu máli,“ að hans mati. „Við höfum í raun fengið í hendurnar rakið dæmi um það hversu vafa- samt er að ritskoða Netið og setja lög og reglugerðir þar að lútandi. Að auki sýnir þetta okkur að sí- unarhugbúnaður mun ekki bæta úr skák hvað þetta varðar. Afleið- ingar laga eins og þeirra sem Istook vill setja munu einungis verða til þess að gera Ameríku heimskari." Gas er einn orkugjafa alheimsins og hér er eitt skipanna f Homeworld á leiðinni að virkja gasský. Það nýjasta í herkænskuleikjum: Heimkynnin endurheimt Fyrir langalöngu var kynstofn þinn í blóma, friðsæll og langt kom- inn á þróunarbrautinni. Síðan kom vondi kynstofninn, rændi plánetu forfeðra þinna og sendi þá til vetrar- brautar langt í burtu. í dag ertu orð- inn leiðtogi afkomenda þeirra og verkefni þitt er að endurheimta heimkynnin. Nokkurn veginn svona er sögu- þráðurinn í leiknum Homeworld sem er í framleiðslu um þessar mundir hjá Relic-genginu. Talsvert hefur verið talað um þennan leik að undanfórnu og telja verður líklegt að hann slái í gegn þegar hann kemur út. Homeworld er af ætt herkænsku- leikja (Real Time Strategy) en fræg- astir þeirra eru líklega Command og Conquer. Það sem gerir þennan nýja leik hins vegar einstakan er að hann gerist úti í geimnum og því bætist þriðja víddin við, fólk þarf að stjóma her sem hægt er að senda í bókstaf- lega allar áttir. Þeir sem fengið hafa að skoða leik- inn í vinnslu segja að einstaklega vel hafi tekist til. Að þess sögn er Homeworld þannig úr garði gerður að tilkoma þriðju víddarinnar mglar menn ekki fullkomlega í ríminu. Sá sem spilar leikinn getur fest sjónar- hornið á hvaða skip úr flota sínum sem er og þannig fært sig nær eða flær bardögum án vandræða. Að auki getur hann skipað hópum geim- skipa að mynda ákveðin mynstur, t.d. mynda vörn í kringum skip sem geta ekki varið sig o.s.frv. Aðdáendur herkænskuleikja ættu að sefla sig í startholurnar, það er ný vídd á leiðinni. -KJA Hernaðar- leyndarmál á glámbekk Verst geymda hernaðarleyndar- máli ísraels hef- ur veriö Ijóstraö upp á heimasíöu sjálfs ísraelska hersins. Þar má nú sjá þaö sem flestir Israelsbúar auk allra þjóöa sem aögang hafa aö ijós- myndum njósnagervihnatta hafa vit- að um árabil: Staösetningu allra 12 herflugvalla Ísraelsríkis. Hingaö til hafa hernaöaryfirvöld í ísrael skyld- að fréttastofur til aö greina ekki frá staösetningu vallanna heldur segja aöeins aö þeir séu „einhvers staö- ar í ísrael." Nú er hins vegar hægt aö sjá nöfn og staösetningar flug- vallanna á heimasíöunni http://www.laf.org.il Netglæpir valda ugg Á alþjóölegri ráöstefnu löggæslu- manna sem höndla meö glæpi tengda efnahagslífinu var mikið fjall- aö um tölvuvæöingu glæpamanna. Á ráöstefnunni, sem haldin var í Cambridge á Englandi, kom fram aö lögregla um allan heim á í miklum vandræöum meö aö halda í viö glæpamennina hvaö tæknivæöingu snertir. Alþjóölegir glæpahringir nýta sértölvutæknina mikiö, sérstaklega þegar kemur aö peningaþvætti, því hægt er aö senda háar peningaupp- hæöir milli heimshluta á örskots- stundu meö hjálp Netsins. „Viö höf- um búiö til upplýsingahraöbraut án hraðatakmarka og án umferöar- reglna," varö einum ráö- stefnugesta aö orði. lime Warn- er á Netið Fjölmiölarisinn Time Warner tilkynnti fyrir skömmu aö fyrirtækiö væri á leiöinni inn á hinn sívaxandi heim netviöskipta. Verslunin hefur ekki enn hlotið nafn en hún mun aö öll- um líkindum veröa opnuö innan árs. Á boðstólum veröa myndbönd, bæk- ur, fatnaöur auk annarra vara sem fyrirtækiö framleiöir. Talsmenn Time Warner segja aö meö þessu séu þeir aö taka stórt stökk inn í nútímann en fyrirtækiö hefur rekiö öfluga póst- verslun undanfarin ár. Tækifæri fyrir tónlistarfólk Stjórnandi heimasíöunnar http://www.mp3.com/, einnar vin- sælustu MPEG-síðu á Netinu, hefur nú gert heimasíöuna aö útgáfufýrir- tæki fyrir efnilega tónlistarmenn. Út- gáfan ber nafniö Digital Automatic Music, DAM, og á hennar snærum eru óþekktir tónlistarmenn. Allir sem vilja geta skráö sig hjá útgáfunni og veitt aögang aö tónlist sinni á MP3 hljóöskrám. Þeim serri líkar tónlist- in er svo gert kleift aö panta geisla- diska í gegnum heimasíöuna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.