Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1998, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1998, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1998 7 sandkora Svanhildur kynnir Fyrrverandi stjarna Dagsljóss, Svanhildur Konráðsdóttir, er nýkomin heim úr reisu sem lá meðal annars alla leið til írans. Sagnir herma að hún sé ekki alveg horfin af skján- um en dagskrár- deild Sjónvarps- ins verst allra fregna af því. Þar fyrir utan hefur hún einnig tekiö að sér að vera markaðs- og kynningarstjóri fyrir Reykjavík - Menningarborg 2000 en því lýk- ur ekki fyrr en næsta árþúsund gengur í garð. En Svanhildur þótti standa sig afar vel við skyld störf í tengslum við listahátíð síðasta vors, þar sem hún starf- aði einmitt með Þórunni Sig- uröardóttur sem stýrir menn- ingarverkefhinu ... Lífseigur klerkur Vinstri menn eru þess fullviss- ir að sameinað framboð þeirra fái tvo þingmenn á Austurlandi. Líklegt er talið að kratinn séra Gunnlaugur Stefánsson, bróðir Guð- mundar Árna, veröi í öðru sæt- inu. Næði hann þingkjöri yrði það þá í þriðja sinn sem hann sest á þing, - með talsverð- um hléum. Séra Gunn- laugur var fyrst kosinn í ReyKja- neskjördæmi árið 1978 en féll út 1979. Árið 1991 varð hann svo fyrstur alþýöuflokksmanna til að ná kjöri á Austurlandi en féll út í síðustu þingkosningum. Nú stefnir því í að klerkur gæti sest í þriðja sinn á þing ... Kristján klókur í átökunum í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Reykjanesi virðist Kristján Pálsson stefna leynt og ljóst að því aö ná öðru sætinu. Stuðn- ingsmenn Krist- jáns hvetja jafn- framt fólk til að kjósa Áma M. Mathiesen í fyrsta sætið, og Kristján hefur sjálfur verið þaulsætinn á atkvæðaveið- um í Hafnarfirði. Þó stuðningsmenn hans hafni því að í gangi sé kosningabandalag milli Áma og Kristjáns er þó ljóst að þeir binda miklar vonir við að Mathiesenamir stýri liði sínu til að kjósa hann í annað sætið ... Stríð með stæl í borgarstjóm hefur Inga Jóna Þórðardóttir farið af stað með stæl sem leiðtogi sjálfstæö- ismanna og þegar gert Reykja- víkurlistanum líf- ið leitt. Félagar hennar í borgar- stjómarflokkn- um segja að bar- áttugleði hennar hafi hleypt nýju lífi í minnihlut- ann og benda á hvemig hún hefur haldið máli Hrannars B. Amarsson- ar vakandi með fyrirspumum og ræðum. Innan flokksins segja menn aö Helgi Hjörvar muni heldur ekki sleppa eins vel og hingað til og spá því að undir leiðsögn Ingu Jónu muni Reykja- víkurlistinn kolfalla að fjórum árum liðnum ... Umsjón: Haukur L. Hauksson Netfang sandkorn @ff. is _____________________________________________________Fréttir Ungt fólk býður fram i alþingiskosningunum í vor: Þurfum ekki liðleskjur eða spillta kerfiskarla - segir Arnar Geir Níelsson, oddviti Grágásar á Tálknafiröi DV, Vestfjörðum: „Við ætlum að bjóða fram við þingkosningamar í vor. Það vantar líf og heiðarleika í pólitíkina hér á Vestfjörðum eins og annars staðar. Svo eru einstök mál sem varða okk- ur Vestfirðinga sem þarf að taka fóstum tökum - ég vil þar nefna samgöngumál innan fjórðungsins sem em fyrir neðan allar hellur. Við verðum að koma á miklu betri tengingum milli norður- og suður- svæðisins þannig að kjördæmið verði einn landshluti. Það væri nær að sameina kjördæmið áður en far- ið verður aö sameina það öðram kjördæmum. Sjávarútvegsmálin em mara á Vestfirðingum, það verður að auka viðgang krókaveiða og smá- báta. Vestfirðingar láta ekki bjóða sér aftur sömu tugguna og tveir þingmenn eins flokksins hér tuggðu fyrir síðustu kosningar, sem allt hefúr verið svikið. Það vantar heið- arleika í pólitíkina," segir Arnar Geir Níelsson, skipstjóri og sveitar- stjómarmaður á Tálknafirði. Hinn tvítugi athafnamaður, Am- ar Geir, vakti athygli þegar hann ásamt ungum félögum sínum bauð fram lista við hreppsnefndarkosn- ingamar á Tálknafirði í vor. Fram- boð þeirra félaga hlaut hið virðu- lega nafn Grágás og var helsta bar- áttumál þeirra félaga að kveða nið- ur meinta spillingu í sveitarfélag- inu. Nú hafa þeir ákveðið að færa út félagssvæði Grágásar og bjóða fram lista við þingkosningamar á Vest- fjörðum i vor. Oddviti væntanlegs framboös verður Amar Geir. Hinir ungu eldhugar gera sér vonir um að ná góðum árangri í komandi kosn- ingum og benda á að Vestfirðingar séu til í að reyna nýjar leiðir þegar þolinmæði þeirra sé á þrotum og benda þeir Grágásarmenn á stórsig- ur Fönklistans á ísafirði því til stuðnings sem og að Grágás hlaut liðlega 17% fylgi í sveitarstjómar- kosningunum á Tálknafirði í vor. Norðurland eystra: Vegafram- kvæmdir á eftir áætlun DV, Akureyri: Tvær af helstu framkvæmdum Vegagerðar ríkisins á Noröurlandi eystra em verulega á eftir áætlun. Þetta á sérstaklega við um lagningu nýs vegar yfir Fljótsheiði milli Bárðardals og Reykjadals í S-Þing- eyjarsýslu. Verktaki þar er Háfell í Reykjavík og átti verkinu að vera lokið 1. ágúst sl. Að sögn Sigurðar Oddssonar, deildarstjóra framkvæmda hjá Vegagerðinni á Norðurlandi eystra, hefúr eitt og annað orðið til að tefja það verk. Þar hefur verið lokiö við að leggja slitlag á um 5 km, eða helming vegarins, og segir Sigurður að ef vel viðri til framkvæmda á næstunni eigi að takast að ljúka framkvæmdum og leggja bundið slitlag á hinn hluta vegarins á um hálfum mánuði. Á veginum til Grenivíkur, frá Gljúfúrá að Syðri-Grund, er unnið við framkvæmdir á 4 km kafla. Þeim framkvæmdum átti að ljúka 20. ágúst en er ekki lokið. Sigurður Oddsson segist þó vona að aukinn skriður komist á þær framkvæmdir á næstunni og þeim ljúki fljótlega. Verktaki þar er Jarðverk á Dalvík. -gk Arnar Geir Nfelsson, væntanlegur oddviti framboðslista Grágásar við alþingiskosningarnar á Vestfjörðum að vori, mátar sig við dyr Alþlngis- hússins. DV-mynd Guðm. Sig. „Fólk hér eru löngu orðið þreytt á þessum liðleskjum sem sitja á þingi fyrir Vestfirð- inga núna. Það þarf að snúa vöm í sókn í þessum fjórðungi sem hefur mátt þola mannleg móðuharðindi til lands og sjáv- ar. Við hjá Grágás eram þegar farin að vinna að málefnaskrá. Til að mynda hefur hópur sá sem vinnur sjávarútvegsstefnu Grágásar hafið störf. Það vant- ar stefnu í atvinnumálum í heild og þar með byggðaþróun á svæðinu. Okkur vantar ekki menn eins og Sverri Her- mannsson, spilltan kerfiskarl, sem auk þess er orðinn gamall og hefur ekkert að gera í póli- tík. Þar fyrir utan er okkur bara illa við hann. Hans tími er liðinn en okkar að koma. Það vantar þingmenn sem vinna fyrir fólkið en láta þaö ekki vinna fyrir sig. Þess vegna munum við ekki bjóða okkur fram á fölskum forsend- um,“ sagði Amar Geir í sam- tali viö DV. -GS Allar okkar flísvörur eru ekta en ekki Flíspeysur frá 6.280 »ömu> og herrasnið Cortina Sport Skólauörðustíg 20 - Sími 552 1555 General Electric GENERAL ELECTRIC ÞVOTTAVEL, 1000 SNUNINGA RETT VERO 55.900 HEKIA * A IAUGAVEGI 172 AÐRIR SOLUAÐILAR: HEIMSKRINGLAN KRINGIUNNI, RAFMÆ.TTI IiAFNARHRÐI, HUÓMSÝN L AKKANIM RAFSTOFAN BORGARNFSI JÓKO AKURCYRI, VÍK NI SKAUPSSIAD, KÁ SELFOSSI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.