Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1998, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1998, Blaðsíða 29
I>V MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1998 29 Gunnar Bjarnason við eitt mál- verka sinna Málverk Gunn- ars Bjarnasonar Um síðustu helgi opnaði Gunn- ar R. Bjamason málverkasýningu í baksal Gallerís Foldar við Rauð- arárstíg. Gunnar er fæddur 1932 og nam meðal annars leikmynda- teiknun á námsárum sínum. Hann hefur í gegnum tíðina starf- að við alhliða hönnun og hefur nú yflrumsjón með leikmyndagerð í Þjóðleikhúsinu. Jafnhliða hefur hann starfað sem myndlistarmað- ur og haldið nokkrar einkasýning- ar og tekið þátt í samsýningum. Gunnar hefur hlotið margs konar viðurkenningar fyrir störf sín og eru verk eftir hann í eigu stofn- ana og safna. Sýningin stendur til 4. október. Gallerí Fold er opið virka daga kl. 10-18, laugardaga 10-17 og sunnudaga 14-17. Sýningar Málverk í Hár og list Síðastliðinn laugardag opnaði Yngvi Guðmundsson málverka- sýningu í Gallerí Hár og list, Strandgötu 39, Hafnarfirði. Á sýn- ingunni eru 22 málverk, öll máluð á síðastliðnum þremur árum. Sýn- ingin stendur til 6. október og er opin virka daga kl. 9-18 og 14-18 um helgar. Ástand vega Skemmtanir Paparnir halda uppi stemningu á Gauki á Stöng í kvöld. löngu þekktir út fyrir landsteinana fyrir skemmtilega tónlist og líflega framkomu. Þeir hafa sótt tónlist sina mik- ið til írlands og sett skemmtilega texta við þekkt og minna þekkt írsk þjóðlög, auk þess sem þeir flytja frumsam- in lög. Ef að líkum lætur taka þeir lög af plötu sem þeir gáfu út fyrir jólin, auk eldra efnis sem kom- ið hefur út með þeim. Samkomur Góð færð Greiðfært er um þjóðvegi landsins. Á einstaka stöðum er verið að vinna að lagfæringu vega þó í minna mæli sé en í sumar. Á leiðinni Hvolsvöll- ur-Vík á Suðurlandi er vegavinnuflokkur að störf- Færð á vegum um og á Austfjöröum er verið að lagfæra veginn í Oddskarði og á leiðinni Unaós-Borgarfjörður. Færð á hálendinu er misgóð en nokkrar leiðir eru enn opnar öllum vel útbúnum bílum. Skafrenningur m Steinkast 13 Hálka Ófært 0 Vegavinna-aög^t 0 Öxulþungatakmarkanir m Þungfært (£> Fært fjallabflum Prestskajpur meðal Vestur-Islendinga Á vegum Vináttufé- lags íslands og Kanada mun Ólafur Skúlason biskup Salla um prestskap sinn meðal Vestur- íslendinga í Banda- ríkjunum og Kanada á árum Ólafur Skúla- áður °S svara sIðan son, biskup. fyrirspurnum. Fundurinn er í stofu 102 í Lögbergi, Háskóla íslands í kvöld kl. 20.30 og eru allir vel- komnir. Kvikmyndaklúbbur Alliance Fran^aise í kvöld mun Kvikmyndaklúbbur Alliance Francaise sýna fyrstu kvikmynd haustsins, Trois vies et une seule mort eftir Raoul Ruiz. Ruiz sem er aðdáandi óvenjulegra sagna fæst í þessari mynd sinni við fjórar sögur sem þróast á áhrifamik- inn hátt. Söguhetjan í þeim öllum er sami maðurinn, sem á við persónu- leikavandamál að striða. Hinn frægi leikari Marcello Mastroianni túlkar söguhetjuna. Sýningin er í Austm-- stræti 3 og hefst kl. 21. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Myndin er á frönsku án íslensks texta. Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri súld 5 Akurnes alskýjað 9 Bergstaðir alskýjað 6 Bolungarvík alskýjaó 5 Egilsstaöir 6 Kirkjubœjarkl. rigning 10 Keflavíkurflugvöllur rigning og súld 11 Raufarhöfn alskýjaó 4 Reykjavík rigning og súld 11 Stórhöfði súld 10 Bergen þokumóöa 11 Kaupmannahöfn þokumóða 2 Ósló léttskýjað 9 Algarve hálfskýjaö 18 Amsterdam lágþokublettir 9 Barcelona mistur 18 Dublin þokumóóa 12 Halifax skúr 18 Frankfurt hálfskýjaó 9 Hamborg þokumóóa 9 Jan Mayen rigning 2 London þokumóóa 12 Lúxemborg heióskírt 9 Mallorca léttskýjaó 14 Montreal skýjaó 8 New York skýjaó 6 Nuuk skýjaó 2 Orlando hálfskýjaö 24 París léttskýjað 10 Róm þokumóða 15 Vín heiöskírt 5 Washington heiöskírt 17 Winnipeg heiöskírt 10 Rigning í dag verður austan og norðaustan átt, strekkingur og rigning um land- ið norðvestanvert en hægari og Veðríð í dag skúrir annars staðar. Á Suðurlandi verður austankaldi, dálítil súld eða rigning með köflum. Hiti 5 til 15 stig. og súld Á höfuðborgarsvæðinu verður austankaldi og súld eða rigning fram eftir degi en síðan dálítil súld með köflum. Hiti verður 8 til 12 stig. Sólarlag í Reykjavík: 19.26 Sólarupprás á morgun: 07.15 Síðdegisflóð í Reykjavík: 19.56 Árdegisflóð á morgim: 08.14 Paparnir a Gauknum Mikið hefur verið um að vera á veitingastaðnum Gauki á Stöng í Tryggvagötunni undanfarna daga. Sem fyrr er boðið upp á lifandi tón- list öll kvöld og síðustu tvö kvöld hefur hinn ágæti söngvari John Collins komið fram ásamt Stjömubandinu og hefur söngur hans sem og framkoma vakið verð- skuldaða athygli. í kvöld og annað kvöld er það aftur á móti gleði- og þjóðlagasveitin Papar sem mun skemmta gest- um á Gauknum. Papar sem upprunalega komu frá heimkynnum Keikós í Vestmannaeyjum em Biblíuskólinn við Hoitaveg Biblíuskólinn við Holtaveg er að taka til starfa á haustönn. Nám- skeið í sálgæslu og fyrirbæn er fyrsta námskeiðið og er það sérstak- lega ætlað fólki í sálgæslu og fyrir- bænaþjónustu. Fjallað verður um sorgarviðbrögð og fyrirbæn, sam- skipti og hlustun, framkomu og hvemig við leiðum aðra til trúar. Námskeiöið er á laugardaginn, 26. september, kl. 9.30-15. Kennarar em sr. Bragi Skúlason, sr. Jón Dalbú Hróbjartsson og fleiri. Sædís Lilja Litla stúlkan sem er í fangi bróður síns fæddist á fæðingeu- deild Landspítalans 3. ágúst síð- astliðinn. Við fæðingu var hún Barn dagsins 3640 grömm og mældist 52 sentí- metrar. Hún hefur fengið nafhið Sædís Lilja. Foreldrar systkin- anna eru Andrea Þóra Ásgeirs- dóttir og ísak Þórður Runólfsson. Bróðir Sædísar Lilju heitir Run- ólfur Helgi og er hann sjö ára. Föðurlandsvinur Laugarásbíó sýnir nýjustu kvik- mynd slagsmálaleikarans Stevens Seagals, The Patriot. Leikur hann Dr. Wesley McClaren, fyrrverandi sérfræðing í ónæmisfræðum hjá CIA, sem hefur sest í helgan stein í smábænum Ennis í Montana. Þar gegnir hann hlutverki sveitalækn- isins sem lætur gott af sér leiða á margan hátt og notar óvenjulegar læknisaðferðir þegar það á viö. Ná- granni hans, Floyd Chisholm, er af allt öðra sauðahúsi, öfgasinni sem hefur sett sin eigin lög. Þegar ríkis- lögreglan nær loks að handtaka Chisholm telur McClaren að friður sé kominn á að nýju en svo er nú ekki og án '///////// Kvikmyndir 'qj[Mk þess að vita er hann j | I nú orðinn peð í hættu- legum leik þar sem barist er um sýklavopn. Eins og allar kvikmyndir Stevens Seagals byggist The Patriot fyrst og fremst á leikni kappans í sjálfsvamaríþróttinni og fær hann ófá tækifæri til að sýna list sína. Leikstjóri er Deans Samlers sem er óskarsverölaunahafi fyrir kvik- myndatöku (Dances with Wolves). Nýjar kvikmyndir: Bíóhöllin: Töfrasverðið Bíóborgin: Hope Hoats Háskólabíó: Sporlaust Háskólabíó: Paulie Kringlubíó: Björgun óbreytts Ryan Laugarásbíó: The Patriot Regnboginn: The X-files Stjörnubíó: The Mask of Zorro Krossgátan Lárétt: 1 þrábeiðni, 5 kúst, 8 mark- leysa, 9 lít, 10 vön, 11 atlaga, 13 sníkti, 14 afkvæmi, 16 fálm, 18 durga, 20 óreiða, 21 rösk, 22 púkar. Lóðrétt: 1 veiðarfæri, 2 gæsla, 3 kona, 4 kvæði, 5 masar, 6 mynni, 7 ritlingur, 12 fyrr, 13 svall, 15 undir- förul, 17 veggur, 19 öðlast. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 skýrsla, 7 vofu, 8 æst, 10 atall, 11 ál, 12 rimlar, 14 snæ, 15 agat, 17 kuldi, 18 ný, 21 ýsa, 22 ánar. Lóðrétt: 1 svar, 2 kotinu, 3 ýfa, 4 rulla, 5 sæla, 6 atlot, 9 sárar, 13 mæla, 14 ský, 16 gin, 18 dá, 20 ýr. Gengið Almennt gengi Ll' 23. 09. 1998 kl. 9.15 Eininn___________Kaup Sala Tollnenni Dollar 69,810 70,170 72,300 Pund 117,350 117,950 119,510 Kan. dollar 45,590 45,870 46,030 Dönsk kr. 10,8530 10,9110 10,6170 Norsk kr 9,2800 9,3320 8,9260 Sænsk kr. 8,8120 8,8600 8,8250 Fi. mark 13,5910 13,6710 13,2590 Fra. franki 12,3320 12,4020 12,0380 Belg. franki 2,0041 2,0161 1,9570 Sviss. franki 50,0100 50,2900 48,8700 Holl. gyllini 36,6700 36,8900 35,7800 Þýskt mark 41,3700 41,5900 40,3500 it. lira 0,041900 0,04216 0,040870 Aust. sch. 5,8780 5,9140 5,7370 Port. escudo 0,4032 0,4057 0,3939 Spá. peseti 0,4866 0,4896 0,4755 Jap. yen 0,511100 0,51410 0,506000 írsktpund 103,440 104,080 101,490 SDR 95,300000 95,87000 96,190000 ECU 81,2100 81,6900 79,7400 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.