Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1998, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1998, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1998 Fréttir___________________________________pv Óvissa í framboðsmálum á Norðurlandi vestra: Tvær Sauðárkrókskonur áberandi í umræðunni - leiðir Anna Kristín Gunnarsdóttir lista A-flokkanna og Kvennalista? - Herdís Sæmundardóttir talin líklegust í 2. sætið hjá Framsókn DV, Akureyri: Þótt undirbúningur vegna fram- boðsmála á Norðurlandi vestra vegna kosninganna til Alþingis á næsta ári sé ekki langt kominn, fer ekki hjá því að menn séu farnir að velta fyrir sér hvaða framboðslistar muni koma fram og hverjir muni skipa efstu sæti þeirra. Vangavelt- urnar snúast ekki hvað síst um hverjir muni leiða sameiginlegt framboð A-flokkanna og Kvenna- lista en nokkur nöfn hafa verið nefnd í því sambandi. Þá er einnig mikið horft til þess hver muni taka 2. sætið á lista Framsóknarflokksins þegar Stefán Guðmundsson dregur sig í hlé, eins og hann hefur lýst yfir að hann muni gera. Norðurland vestra hefur lengi verið sterkt vígi Framsóknarflokks- ins. í kosningunum árið 1995 fékk flokkurinn þó óvenjugóða niður- stöðu, bætti við sig 6,4% atkvæða og fékk 38,7% og tvo menn örugga á þing eins og áður, Pál Pétursson sem var í fyrsta sæti og Stefán Guð- mundsson. Flokkurinn hlaut aðeins betri útkomu í einu kjördæmi, á Austurlandi. Margir nefndir Páll Pétursson og Stefán Guð- mundsson tókust á um 1. sætið fyr- ir kosningarnar 1995 og lauk þeirri viðureign með sigri Páls. Talið er borðleggjandi, sama hvaða aðferð framsóknarmenn nota við að koma saman lista sinum í kjördæminu nú, að Páll félagsmálaráðherra skipi efsta sæti listans, annað hvarflar Fréttaljós Gylfi Kristjánsson ekki að neinum. Umræðan snýst þvi um 2. sæti listans, sæti Stefáns, sem að óbreyttu ætti að vera tryggt þing- sæti. Það er áberandi í þeirri umræðu að Skagfirðingar „eigi“ það sæti þar sem Páll Pétursson er Húnvetning- ur. Augu manna beinast þvi fyrst og fremst að hugsanlegum frambjóð- endum í Skagafirði og þá kemur nafn Herdísar Sæmundardóttur á Sauðárkróki oftast upp á borðið. Herdís skipaði 5. sætið í kosningun- um 1995. Hún leiddi lista Framsókn- arflokksins með mjög góðum ár- angri i sveitarstjórnarkosningunum i vor og þykir vegur hennar hafa vaxið mikið við það. Nafn Ómars Braga Stefánssonar, sonar Stefáns Guðmundssonar, frá- farandi þingmanns, er einnig nefnt í sambandi við 2. sætið og töldu sumir viðmælendur DV sem nefndu hann að hugsanlegt væri að unnið sé bak við tjöldin að því að tryggja að hann „erfi“ sæti fóðurins. Á það er þó einnig bent að hann sé ekki með mikla reynslu í pólitík og þá gæti hann goldið þess í þessari bar- áttu að vera sonur Stefáns. Þá er altalað að Ámi Gunnars- son, formaður Sambands ungra framsóknarmanna, hyggi gott til glóðarinnar og vilji í 2. sætið. Árni er hins vegar mjög umdeildur með- al framsóknarmanna og það er held- ur ekki talið honum til framdráttar Herdís Sæmundardóttir á Sauðár- króki. Tekur hún sæti Stefáns Guð- mundssonar á lista Framsóknar- flokksins? að vera aðstoðarmaður Páls Péturs- sonar félagsmálaráðherra. Margir ganga reyndar svo langt að segja að það útiloki hann frá 2. sætinu. Þótt augu manna beinist aðallega að Skagafirði, þegar rætt er um 2. sæti framsóknarlistans, eru einnig nefnd nöfn úr Húnavatnssýslunum og þá oftast nafn Elinar R. Líndal úr vestursýslunni sem skipaði 3. sætið í kosningunum 1995 og er því vara- þingmaður flokksins. Hún er einnig oddviti framsóknarmanna í sameig- inlegu sveitarfélagi í V-Húnavatns- sýslu. Elín er sögð geta hugsað sér 2. sætið, en ekki er talið að eining geti orðið um hana í því sæti, fyrst og fremst vegna þess að hún er Hún- vetningur en ekki Skagfirðingur. Þá er nafn Magnúsar Jónssonar, sveit- arstjóra á Skagaströnd, sem var í 4. sætinu 1995, nefnt og talið hugsan- legt að Skagfirðingar gætu sætt sig við hann sem málamiðlun ef ekki næst samstaða um frambjóðanda úr þeirra röðum í 2. sæti listans, en það yrði neyðarlending. Óvissa hjá A-flokkunum Ekki er minni óvissa þegar kem- ur að því að huga að frambjóðend- um í efstu sæti sameiginlegs fram- boðslista A-flokkanna og Kvenna- lista. Ragnar Arnalds, þingmaður Anna Kristín Gunnarsdóttir. Hún er af mörgum talin líklegust til að leiða framboð A-flokkanna og Kvenna- lista á Norðurlandi vestra. Alþýðubandalagsins, dregur sig nú í hlé eftir langan þingmannsferil. Al- þýðubandalagið bætti við sig 3,6% fylgi í kosningunum 1995 og fékk 15,5% og einn mann kjörinn eins og áður. Alþýðuflokkurinn fékk hins vegar slæma kosningu þá, tapaði 6,7% , fékk 5,0% og ekki mann kjör- inn frekar en í kosningunum 1991. Alþýðuflokkurinn fékk hvergi í kosningunum 1995 lakari útkomu en á Norðurlandi vestra. Meginástæða þess er talin sú að Þjóðvaki fékk þá 6,8% sem þó nægði ekki til að koma Sveini Allan Morthens, efsta manni listans, á þing. Sveinn Allan er einn þeirra sem eru orðaðir við lista sameigin- legs framboðs A-flokka og Kvenna- lista. Það er þó ekki gefið að hann eigi þar greiða leið, hann yfirgaf Al- þýðubandalagið 1995 til að ganga til liðs við Jóhönnu Sigurðardóttur, allaballar hafa ekki allir fyrirgefið það hliðarspor, og kratar kenna honum margir um slæma útkomu sína í síðustu kosningum. Anna Kristín tilbúin Anna Kristín Gunnarsdóttir á Sauðárkróki hefur „gefið sig upp“ og er tilbúin í slaginn fyrir sameig- inlegt framboð. Hún kemur úr röð- um Alþýðubandalagsins og er Hjálmar Jónsson. Hann er talinn ör- uggur með sæti sitt eins og Vil- hjálmur Egilsson. þrautreynd úr sveitarstjómarmál- um sem bæjarfulltrúi á Króknum til fjölda ára. Signý Jóhannesdóttir, formaður Verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði, kemur einnig úr röðum Alþýðubandalagsins og hefur lýst því yfír að hún hafl áhuga á fram- boði. Kristján L. Möller, oddviti krata á Sigluflrði, er einnig sterklega orðað- ur við framboð og má telja nær ör- uggt að hann slái til. Þá er nefndur til sögunnar Jón Bjarnason, skóla- stjóri Bændaskólans að Hólum. Loks hefur nafn Jóns Sæmundar Sigurjónssonar, fyrrum þingmanns krata í kjördæminu, borið á góma, en ekki era taldar líkur á að hann hyggi á endurkomu í pólitíkina. Það er athyglisvert, þegar rætt er um hugsanlega frambjóðendur sam- eiginlegs framboðs í kjördæminu, að ekkert nafn kvennalistakonu kemur upp á borðið. „Kvennalista- konur finnast ekki hér í kjördæm- inu,“ sagði einn viðmælandi DV. Kvennalistinn fékk 3,2% á Norður- landi vestra í kosningunum 1995. Enginn stuðningur Sömu sögu er að segja um stuðn- ing við vinstri flokkinn hugsanlega sem á Norðurlandi er fyrst og fremst kenndur við Steingrím J. Sigfússon. Svo virðist sem það fram- boð hafi sáralítinn stuðning í kjör- dæminu ef marka má samtöl við fjölda manns þar og nákvæmlega það sama virðist eiga við um Sverri Hermannsson og hugsanlegt fram- boð flokks hans þar. Ef eitthvað virðist borðleggjandi i pólitíkinni í kjördæminu annað en að Páll Pétursson skipi efsta sætið hjá Framsókn, þá virðist það vera að Hjálmar Jónsson skipi 1. sætið hjá sjálfstæðismönnum og Vilhjálm- ur Egilsson 2. sætið. „Þeir hafa unn- ið mjög vel hér í kjördæminu, verið sjáanlegir og haldið vel utan um hjörðina sína. Það hreyfir þá eng- inn,“ sagði viðmælandi úr röðum krata. Slíkur vitnisburður úr her- búðum andstæðinganna segir ekki nema eitt, að við þeim verði ekki hróflað. Sjálfstæðismenn fengu 30,8% atkvæða 1995. Mörgu ósvarað Eins og fram kemur hér að fram- an er ýmsum spurningum ósvarað vegna framboðsmála A-flokkanna og Kvennalista annars vegar og Framsóknarflokksins hins vegar. Það sem talið er líklegast í stöðunni þarf ekki endilega að ganga eftir, en það er að Herdís Sæmundardóttir á Sauðárkróki fái 2. sætið hjá Fram- sóknarflokknum, að Anna Kristín Gunnarsdóttir á Sauðárkróki skipi 1. sætið á lista sameiginlega fram- boðsins og Kristján L. Möller á Siglufirði 2. sætið. En pólitík er skrýtin tík eins og sagt hefur verið og eitt og annað á eflaust eftir að ganga á áður en þessar línur skýr- ast endanlega. Það kann að ráða miklu um skipun efstu sætanna á sameiginlega listanum með hvaða hætti verður gengið frá listanum. „Það verður að fara fram einhvers konar prófkjör, en það er líka ör- uggt að einhverju verður að hand- raða. Þetta verður erfitt svona í fyrsta skipti," sagði einn viðmæl- enda DV úr röðum krata. Það virðist hins vegar alveg ljóst að á Norðurlandi er sáralítill hljóm- grunnur fyrir vinstra framboðinu eða framboði á vegum Sverris Her- mannssonar. Viðmælendur DV í kjördæminu voru á einu máli um að ekkert benti til þess að þessi fram- boð, komi þau á annað borð fram, muni fá fylgi sem neinu nemur. -gk IBHS9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.