Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1998, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1998, Page 9
MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1998 9 DV Útlönd Forseti FIDE og Kalmikíu býöur til veislu: Ól-skákmót í skugga morðs Minnst spilling í Danmörku Danmörk er minnst spillta land í heimi samkvæmt niðurstöðum rannsóknarstofnunarinnar Tran- sparency Intemational sem kynntar vom í gær. Rannsóknin er byggð á mati fulltrúa viðskipta- lífsins og almennings. ísland er í fimmta sæti. Finnland, Svíþjóð og Nýja-Sjáland em fyrir ofan ísland auk Danmerkur. Mesta spillingin er í Kamerún og hefur landið tekið við sæti Ní- geríu sem skipaði neðsta sætið í fyrra. Spilltasta landið í Evrópu er Rússland. Kennarar í Síberíu fá vodka í laun Kennarar í Altai í vesturhluta Síberiu fá 15 vodkaflöskur á mán- uði í laun í stað rúblna. Kennar- arnir verða svo að reyna að selja vodkað. „Við viljum heldur áfengi en líkkistur og salernispappír eins og starfsfélögum okkar í Maima hefur verið boðið,“ segja kennararnir i Altai. Víða í Rússlandi hafa ekki ver- ið greidd laun í marga mánuði. Rússnesk mannréttindasamtök hafa hvatt aðildarþjóðir Alþjóða- skáksambandsins (FIDE) til að taka ekki þátt í 33. ólympíumótinu í skák sem hefst í rússneska sjálfstjórnar- lýðveldinu Kalmykíu um helgina. Ástæðan er morðið á blaðakonunni Larisu Júdínu sem gekk hart fram í að gagnrýna stjórnvöld. Hún var myrt í júní síðastliðnum. Sá sem helst varð fyrir barðinu á gagnrýni Júdínu var forseti Kal- mykíu, hinn 36 ára gamli kaup- sýslumaður og auðkýfingur, Kirsan Iljúmzhínov. Hann er jafnframt for- seti FIDE og að sögn óður í skák. Forsetinn hefur verið sakaður um að eiga aðild að morðinu. Iljúmzhínov á sér þann draum æðstan að gera Elísta, höfuðborg Kalmykíu, að skákhöfuðborg heims- ins. Skólaböm verða að tefla tvisvar í viku og opinberir embættismenn skreyta yfirleitt skrifstofur sínar með taflborði og taflmönnum. Iljúmzhínov var bílasali áður en hann gerðist forseti og hann er sagður eiga stærsta flota glæsivagna í öllum heiminum. Hann stofnaði einnig banka í landi sínu. Bílasalinn fyrrverandi var fyrst kosinn í forsetaembættið árið 1993.1 kosningabaráttunni lofaði hann landsmönnum, sem em 300 þúsund, að bláfátækt landið yrði senn ámóta ríkt og olíuríkið Kúveit og allir fjár- hirðar gættu hjarða sinna með far- síma að vopni. Einhver bið hefur orðið á því að staðið væri við þau loforð, svo og loforðið um að Diego Maradona mundi leika með knattspyrnuliði höfuðborgarinnar. Larisa Júdína var ein fárra sem þorðu að gagnrýna forsetann. Hún hafði skrifað fjölda greina um spill- ingu í stjómkerfmu. Síðustu vik- umar beindi hún spjótum sínum einkum að „skákborginni", glæsi- legu húsnæði fyrir keppenduma á ólympíumótinu. Kostnaður við bygginguna er varlega metinn á um milljarð króna. Júdína sakaði stjórnvöld um að hafa notað tO þess fé frá sambandsstjóminni sem átti að fara til að byggja upp í Kalmyk- íu. Borís Jeltsín Rússlandsforseti kallaði morðið á Júdínu pólitískt og var rannsókn þess tekin frá heima- mönnum. Erfið byrjun hjá Bondevik Búist er við að þjarmað verði að Kjell Magne Bondevik, forsæt- isráðherra Noregs, þegar hann snýr aftur til starfa á morgun eft- ir rúmlega þriggja vikna veik- indafrí. Á morgun setur Thor- bjom Jagland landsfúnd Verka- mannaflokksins. Er gert ráð fyrir harðri gagnrýni á ríkisstjómina frá fundarmönnum. Bondevik mun halda fund með fréttamönn- um að loknum ríkisstjómarfúndi á morgun. Ekki þykir víst að far- ið verði mjúkum höndum um for- sætisráðherrann á fundinum. Mannfall í Lesotho Hersveitir frá S-Afríku og Botswana voru í gær sendar inn í Lesotho til að reyna að stilla til friðar. Um 30 manns féllu í átök- um milli hersveitanna og and- stæðinga stjómarinnar í Lesotho. Stjómarandstæðingar í Lesotho saka yfirvöld um svindl í kosning- unum í maí síðastliðnum. Hafa þeir efnt til mótmæla að unanfömu. Forsætisráðherra landsins, Pakalitha Mosisili, bað grannríki um aðstoð. -SMS. íbúar bæjarins Maldonado á Puerto Rico vaða elginn á götunum eftir aö felli- bylurinn Georges fór þar yfir. Fellibylurinn Georges í ham: Tólf manns týndu lífi í Dóminíska lýðveldinu Fellibylurinn Georges fór með miklum látum yfir Karíbahafseyj- una Hispanjólu í gær. Að minnsta kosti tólf manns týndu lifi í Dóminíska lýðveldinu og gífurleg flóð urðu af völdum óveðursins. Ge- orges, sem er versti fellibylurinn á þessu svæði í mörg ár, tók síðan stefnuna á Haítí. íbúar Dóminíska lýðveldisins sögðu þetta mestu hamfarimar síð- an fellibylurinn Davíd fór þar yfir árið 1979. Á Púertó Ríkó höfðu íbú- amir ekki séð það svartara síðan fellibylurinn Hortense varð 22 að bana árið 1996. Veðurfræðingar sögðu í gær að Georges kynni að fara yfir suður- hluta Flórída síðar í vikunni. Ferða- mönnum var fyrirskipað að yfirgefa Flórída Keys-eyjarnar undan suður- odda skagans. HAFNARFJÖRÐUR KYNNINGARFUNDUR Breytt deiliskipulag á „Rafhareit” ofan Lækjargötu Boðið er til kynningarfundar á tillögu að breytingu á deiliskipulagi á svæði ofan Rafha við Lækjargötu milli Hringbrautar og Oldugötu í Hafharfirði. Fundurinn verður haldinn í Alfafelli í Iþróttahúsinu við Strandgötu í kvöld, miðvikudaginn 23. september kl. 20.30. Tillaga þessi, uppdrættir og líkan, var samþykkt af bæjarráði Hafnar- fjarðar þann 20. ágúst 1998 og er nú í auglýsingu samkvæmt lögum tíl 9. október 1998 nk. 23. september 1998 B.ejarskipulag tíafnarjjarbar Skipulagsncfnd Hafharfjarðar Whirlpool gæða frystikistur AFG053 134L Nettó H:88,5 B: 60 D: 68 Verð: 29.925 kr AFG073 258L Nettó H:88,5 B: 95 D: 68 Verð: 36.955 kr AFG093 320L Nettó H:88,5 B: 112 D: 68 Verð: 39.900 kr AFG094 400L Nettó H:88,5 B: 134,5 D: 68 Whirlpool frystlklstur eru með læsingu á loki, Ijósi f loki og aðvörunarbúnaði. Whirlpool gæða frystiskápar Verð: 46.455 kr AFG065 65L Nettó H:56,5 B: 52,5 D: 60 Verð: 36.000 kr AFB427 130L Nettó H:85 B: 55 D: 60 Verð: 34.265 kr AFB341 203L Nettó H:140 B: 59,2 D: 60 Verð: 49.875 kr AFG343 283L Nettó H:180 B: 59,2 D: 60 Verð: 54.900 kr Whirlpool frystiskápar eru með aðvörunarbúnaði. Öll verð eru stgr. verð - Umboðsmenn um land allt - Byggingavörudoild KEA ^ Einar Stefánsson * Elís Guðnason S Eyjaradíó * Fossraf l Guðni Hallgrímsson 1 Hljómsýn * Kask - vöruhús 2 K/F Húnvetninga u K/F Borgfirðinga o K/F Héraðsbúa - K/F Þingeyinga z K/F V- Húnvetninga ° K/F Skagfirðinga 2 K/F Vopnfirðinga Akureyrí Mosfell Hellu Búðardal Póllinn ísafirði Eskifirði Rafmagnsverkstæði KR Hvolsvelli Vestmannaeyjum Radiónaust Akureyrí Selfossi Rafborg Gríndavik Grundarfirði Rafbær Siglufirði Akranesi Rás Þorlákshöfn Höfn Hornafirði Skipavík Stykkishólmi Blönduósi Skúli Þórsson Hafnarfirði Borgarnesi Turnbræður Seyðisfirði Egilsstöðum Valberg Ólafsfirði Húsavík Viðarsbúð Fáskrúðsfirði Hvammstanga Samkaup - Njarðvík Reykjanesbæ Sauðárkróki Blómsturvellir Hellissandi Vopnafirði Heimilistæki hf SÆTÚNI S SÍMI 569 15 OO http.//www.ht.i* umboðsmenn um land allt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.