Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1998, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1998, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1998 19 I>V Fréttir Sigurpáll Óskarsson kveöur sóknarbörnin en húsfyllir var í kveðjumess- unni. DV-mynd Þórhallur Hofsósingar kveðja prestinn sinn Söfnuðir Hofsósprestakalls kvöddu sóknarprest sinn, séra Sig- urpál Óskarsson sunnudaginn 6. september. Hann hefur þjónað söfn- uðunum í sóknunum þremur í kringum Hofsós í 32 ár, en það var haustið 1966 sem Sigurpáll kom ásamt fjölskyldu á Hofsós. Kveðju- messa var í Hofsóskirkju á sunnu- daginn og síðan kaffisamsæti í fé- lagsheimilinu Höfðaborg. Nokkrar ræður og ávörp voru flutt í samsætinu í Höfðaborg. Pálmi Rögnvaldsson, Stefán Gests- son, Kristbjörg Bjarnadóttir og Bjarni Jóhannsson þökkuðu öll Sig- urpáli samviskusemi og trú- mennsku í starfi sínu. Fi-am kom í máli þeirra að Sigurpáli hefði alla tíð látið lítið á sér bera út á við en unnið sin störf í kyrrþey. Hann væri ekki gjam á að trana sér fram og friðsemdin einkennandi, enda sagðist Sigurpáll sjálfur ekki muna eftir því að hafa nokkru sinni orðið ósáttur við organistann eða söng- fólk og annað starfsfólk kirkjunnar. Sigurpáll er á forum frá Hofsósi og mun ætla að eyða ævikvöldinu í ná- grenni ættmenna í Reykjavík og Reykholtsdal í Borgarfirði þar sem hann á sumar- og heilsársbústað. Starf sóknarprests á Hofsósi var auglýst nýlega, ein umsókn barst, frá Ragnheiði Jónsdóttur guðfræð- ingi, og fer prestskosning fram í umsjón Döllu Þórðardóttur prófasts þriðjudaginn 15. september nk. -ÞÁ. Skattstjórinn í Reykjavík: Sendi látinni Nær 100 kg konu álagn- ingarseðla - ótrúleg vinnubrögð, segir dóttir konunnar „Móðir mín lést fyrir þremur árum. Ég hélt ég hefði gengið frá öll- um málum hennar þegar ég borgaði erfðafjárskatt hjá skiptaráðanda og skrifaði þar undir. Nýlega fékk ég sent harðort bréf frá Tollstjóranum í Reykjavík sem er innheimtuaðili fyrir Skattstjóra. Þar er mér bent á að móðir mín hafi skuldað skattin- um tæp 20 þúsund og mér bent á að borga það eða málið fari í hart. Skatturinn hafði í tvö ár sent skattaframtal og álagningarseðla látinnar konu á heimilisfang henn- ar. Loks tveimur árum eftir fyrstu sendinguna frá skattinum til móður minnar heitinnar fæ ég þetta bréf. Ég er ekki að þrasa yfir peninga- upphæðinni heldur þessum fárán- legu vinnubrögðum. Ég hef kvartað við starfsmenn skattsins en fæ eng- in svör og svo vísa menn hver á annan,“ segir Bergljót Einarsdóttir, sem er mjög ósátt við vinnubrögð Skattstjórans í Reykjavík. Móðir Bergljótar bjó síðustu árin á dvalarheimilinu á Seljahlíð. Þang- að hefur póstur frá Skattstjóranum í Reykjavík verið sendur til konunn- ar, sem lést eins og áður segir 1995. Fyrsta álagningarbréfið til hinnar látnu barst frá skattinum 1996. Þá hafði nafn hennar verið tekið út úr þjóðskránni. Á þessum tveimur árum fékk Bergljót hvorki senda skattskýrslu látinnar móður sinnar né álagningarseðla um uppsafnaða skatta hennar. “Þeir hjá skattinum hljóta að hafa vitað að konan var dáin. Þeir hafa ekkert fyrir því að leita uppi að- standendur hins látna heldur senda þeir allan póst á heimilisfang hins látna. Ég hef heyrt frá starfsmanni á dvalarheimilinu að þetta sé veru- legt vandamál sem á sér oft stað. Það veltur síöan á starfsfólkinu hvort það sendir póstinn áfram til ættingja. Um það gilda engar reglur. Það virðist algert sambandsleysi á milli aðila hins opinbera. Af hverju hefur skatturinn ekki samband við skiptaráðanda? Það væri minnsta mál að komast að því hverjir eru nánustu ættingjar og hvar þeir búa þannig að hægt sé að leyfa aðstand- endum að gera þessi mál upp strax i upphafi. Ég virðist algerlega rétt- laus núna og verð að borga þessa upphæð sem hefur hækkað vegna vaxta á þessum tíma. En ég vil ít- reka það að ég er ekki að mótmæla út af peningunum heldur þessum ótrúlegu vinnubrögðum skattsins. Ég vona bara að menn þar á bæ taki sig á og fari að lagfæra svona hluti þannig að aðrir lendi ekki í því sama og ég,“ segir Bergljót. -RR háfur á línu á Rifí DV, Vesturlandi: Hafnimar í Ólafsvík og Rifi endurnýjuðu fyrir skömmur tölvuhugbúnað þann sem notaður er við skráningu aflans. Um er að ræða uppfærslu á eldri gerð kerf- is sem hét Lóðsinn 1 og heitir hið nýja Lóðsinn II. Langflestar hafnir á landinu nota nú eldri eða nýrri gerð þessa kerfis. Með út- prentun aflafrétta úr hinu nýja kerfi fylgir listi yfir fisktegundir sem veiðast í einstök veiöarfæri. Samkvæmt henni má sjá að með- al fiska sem bárust á land í Ólafs- vík var einn sem ber nafnið öfug- kjafta. Þá sést að I Rifi hefur veiðst á línu 93 kUóa háfur í síö- ustu viku. -DVÓ Ný sending af leður- sixpensurum. Nýkomið meira úr af leðurderhúfum kr. 2.700-2.900. Litir: Ljósbrúnt, óökkbrúnt og svart. Derhúfur með merki, 3.300. Leðursmtöi Sendum í Lars Stahl postkrofu l.cftursmiður um allt land. Verslurf & smiðja Tekið er við Háhqln ldi 2. h. 270 pöntunum i Most'dlsbæ y síma/fax: 0PlðH. U-18 mán.-fös. 566 7144. & Lugardaga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.