Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1998, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1998, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1998 T>'V nn og útúr- snúningar „Það er bara bull að halda því fram að þaö 1 kosti milljarða- á ári að | framkvæma það sem í plagginu # stendur. En það er hægt að vera með útúrsnún- | inga.“ Gísli S. Einars- son alþingismaður um gagnrýni á málefnaskrá sameiningarflokkanna, í Degi. Hressandi byr „Vinstri sveiflan í Svíþjóð er stórsigur fyrir almennilega vinstrimenn og hressandi byr í seglin hjá okkur.“ Steingrímur J. Sigfússon al- þingismaður, í Degi. Nýtt fyrir Sighvat „Það er nýtt fyrir Sighvat Björgvinsson að skrifa undir stefnu sem gerir ráð fyrir því að ísland gangi úr NATO og varn- arsamningnum veröi sagt upp.“ Árni M. Mathiesen alþingismaður, í DV. Prívatguð á Nýaldar- sölutorginu „Nú eru allir að koma sér upp neysluvænum prívatguöi sem þeir púsla saman sjálfir úr því andlega dóti sem þeir fá fyrir slikk á Nýaldarsölutorg- inu.“ Árni Bergmann rithöfundur, ÍDV. 1 Þá yrðu hlutirnir skrýtnir „Sjái einhver þingmaður ástæðu til að greiða atkvæði gegn hvalveiðum eftir að hafa lesið skýrslur norskra og bandarískra vísindamanna og embættis- manna þá eru j hlutimir al- deilis skrýtn- ir.“ '! Konráð Eggertsson, form. Félags fyrrv. hrefnuveiði- manna, í DV. ^ Guðfeðurnir „Það er stefna þessara guð- feðra, eins og Þorsteins Pálsson- ar, að leggja byggðirnar í eyði, eða er það e.t.v. Kristján Ragn- arsson sem ræður ferðinni." Guðmundur Þ. Sigurðsson, hafnarvörður á Patreksfirði, ÍDV. Sveinbjörn Halldórsson, framkvæmdastjóri Ferða- og útivistarsýningar fjölskyldunnar: Sýningin stækkar með auk- inni jeppaeign landsmanna „Sýningin í Laugardalshöllinni um helgina er sú sjöunda sem Ferða- klúbburinn 4x4 stendur fyrir. Fyrsta sýningin var haldin til styrktar skálamálum klúbbsins og fyrir af- raksturinn af þeirri sýningu byggð- um við okkur skála við Hofsjökul og síðan hefur allur ágóði af sýningum verið notaður til skálabygginga sem hafa bæst við og til að halda þeim við,“ segir Sveinbjörn Halldórsson, framkvæmdastjóri Ferða- og útivist- arsýningar fjölskyldunnar og með- limur i 4x4 nánast frá upphafi. í ár heldur klúbburinn upp á fimmtán ára afmæli sitt og sagði Sveinbjöm félaga vera eitthvað hátt á þriðja þús- und. Þær sex sýningar sem hingað til hafa verið haldnar hafa verið mjög vel sóttar: „Það er nú samt með svona sýningu að hún gengur ekki upp fjárhagslega nema öll vinna sé gefin og það er mikið af duglegu fólki sem leggur okkur lið í sjálfboða- vinnu. Við vorum með fyrstu sýning- amar í Reiðhöllinni en eftir því sem umfangið varð meira og jeppaeign landsmanna jókst varð plássið minna og á síðustu sýningu, árið 1995, flutt- um við okkur í Laugardalshöllina þar sem sýningin er nú. Félagar í 4x4 em duglegir að koma með bíla sína á sýninguna og sýnum við þrjátíu jeppa innandyra og sama magn utandyra. Svo hefur það alltaf verið mottó hjá okkur að sýna allar nýj- ungar enda eru breytingar örar í vél- um, dekkjum og fjöðrunarútbúnaði, svo dæmi sé Sveinbjöm sagði aðspurður að það væri ekki mikið sem gert væri til að auglýsa sýninguna erlendis: „Við reyndum einu sinni að fara af stað með alþjóðlega sýningu en reynslan af því sýndi okkur að það þarf meira en áhugamenn í sýningarhaldi til að Maður dagsins standa í slíku. Við fáum samt tölu- vert af fólki frá Norðurlöndunum sem kemur til landsins eingöngu til að fara á sýninguna og sníður dag- skrá sína samkvæmt því, meðal annars eru tveir hópar frá Noregi og svo hafa aðrir verið að hafa samband við ýmsa aðila og afla upp- lýsinga, þar á meðal fyrirtæki sem framleiða tæki í jeppa og hafa sýnt áhuga á að koma.“ Sveinbjöm, sem er fasteignasali, hefur lengi verið áhugamaður um jeppa og á sjálfur Toyota Hilux sem hann fer á um hálendið þegar tækifæri gefst og segist hann vera búinn að eyða helling í hann: „Ferðaklúbburinn 4x4 fer einstaka sinnum saman í ferðir og er skemmst að minnast 100 bíla ferðar- innar á tekið.“ Sveinbjörn Halldórsson. Sprengisand. Svo er stundum farið saman í Setrið, skálann okkar sunn- an við Hofsjökul, og í gróðurferðir á okkar vegum en við höfum á undan- fornum árum farið inn á gænu lín- una svokölluðu og veitum fé í um- hverfisvemd, getum orðið sameinað skemmtun af að fara á jeppum um hálendið og umhverfisvemd. Einu sinni í viku er opið hús þar sem mál- in era rædd og svo er klúbburinn ekki síður hags- munasamtök og eiginlega stofnaður sem slíkur," segir Svein- björn og segist ekki í vafa um að almenning- ur muni fjöl- menna á sýn- inguna nú sem fyrr. -HK U fmam. Harmóníku tónleikcir Norski harmóníkuleikar- inn Geir Draugsvoll heldur tónleika í Norræna húsinu í kvöld kl. 20.30. Geir Draugs- voller er fæddur 1967. Hann byrjaði að spila á harm- óníku átta ára gamall og gaf út sína fyrstu plötu 1994. Geir hefur komið fram í út- varpi og sjónvarpi á Norð- urlöndunum, Bandaríkjun- um, Kanada, Hollandi og Frakklandi. Á þessu ári hef- ur hann spilað með New European Orchestra í Róm og Berlín og á New Music- hátíðinni í Manchester. Geir er einn þeirra tónlist- armanna sem hafa lagt hvað mest af mörkum við útsetningu nýrra laga fyrir harmóníku, meðal annars hefur hann umritað verk eftir Bach og Mozart. Hann hefur einnig mikið gert að því að flytja norræna tónlist og frumflutt mörg verk eftir norræn tónskáld. Tónleikar Geir Draugsvoll er nú á tónleikaferð um Norður- löndin og kemur hingað frá Færeyjum þar sem hann lék í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn. Héðan fer hann til Svíþjóðar. Trúa á stokka og steina. Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki. slenska landsliðið lék síðast hér heima gegn Egyptum í mars og er myndin frá þeim leik. Ísland-Finnland í handboltanum Fyrsti stórleikur á nýhafmni leiktíð í handboltanum fer fram í Smáranum í kvöld. Þá munu ís- lendingar taka á móti Finnum og er þetta fyrsti leikur landsliðsins í undankeppni heimsmeistaramóts- ins svo það er lykilatriði að sigra í kvöld eigi þátttaka okkar að vera vænleg til árangurs. Ekki má þó vanmeta Finnana þótt við höfum oftast haft betra landsliði á að skipa. Með okkur í riðlinum era Svisslendingar og Ungverjar og víst er að þar era erfiðir mótherjar hvort sem er á heima- eöa útivelli. íþróttir íslenska landsliðið hefur verið valið og ljóst að iiðið er skipað reyndum og þekktum leikmönnum sem hafa fariö í gegnum súrt og sætt með landsliðinu í gegnum tíð- ina. Finnar mæta einnig með sitt sterkasta lið og má því búast við spennandi leik í kvöld þótt íslenska liðið sé sterkara á pappírnum. Leikurinn hefst kl. 20.30 og er sem fyrr segir í Smáranum í Kópavogi. Bridge Eins og glögglega sést standa 6 hjörtu á hendur n-s þrátt fyrir að- eins 23 punkta samlegu. Spaðaopn- un hjá norðri ætti að draga úr áhuga suðurs á slemmu, en þrátt fyrir hana náðu bæði pörin i n-s í undanúrslitaleik sveita Ármanns- fells og Nýherja að segja sig upp í slemmuna. Aðeins tveir punktar fara til spillis i spaðalitnum og raunar er legan svo hagstæð að hægt er að standa alslemmu á spil- in með því að fría spaðalitinn. Sagn- ir gengu þannig, norður gjafari og enginn á hættu: 4 D87432 44 ÁD85 ♦ G * K10 4 KG65 V G 4 K9865 * 843 4 - 4» K107643 4 Á107 4 Á952 Norður Austur Suður Vestur 14 pass 2 4 pass 4 * * pass 4 grönd pass 5 4 dobl 6 «4 p/h Tveggja tígla sögn suðurs neitaði opnun og var yfirfærsla 1 hjarta. Fjögurra hjartna sögn norðurs lýsti ekkert endilega hámarkshendi, heldur fyrst og fremst góðum hjartastuðn- ingi. Suður gat gefið fyrir- stöðusögn á 5 laufum, en mátti alveg eins búast við því að fá niður- meldingu frá norðri, þrátt fyrir stuttan tígul. Af þeim sökum ákvað suður einfald- lega að spyrja um ása á fjórum gröndum og segja síðan slemmuna. Báðir sagnhafanna í leiknum létu sér nægja að taka 12 slagi og spilið féll í samanburðinum. Sveit Ár- mannsfells hafði öruggan sigur í leiknum, 133-66. ísak Örn Sigurðsson 4 A109 44 92 4 D432 * DG76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.