Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1998, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1998, Blaðsíða 19
MIÐVHOJDAGUR 14. OKTÓBER 1998 43 Æfa sig fyrir barneignir Tennisstjarnan Andre Agassi og eiginkona hans, Brooke Shields, eru ekki reiðubúin til að stofna fjöl- skyldu. Þetta sagði Andre Agassi við blaðamann tíma- ritsins People á nýlegri fjár- öflunarsamkomu fyrir góð- gerðasjóð Agassis. Tennisstjaman segir að þau hjón hafi samt í hyggju að stækka fjölskylduna við tækifæri. „Það eru engar áætlanir á prjónunum um barneign- ir í bráð,“ sagði Agassi. Hann bætti því þó við að þau hjón æfðu sig vel og vandlega meö mikilli ánægju. Sviðsljós Askrifendur fá aukaafslátt af smáauglýsingum DV a\\t mil// hirr>/ns Smáauglýsingar 550 5000 Franski tiskuhönnuðurinn Stéphane Plassier á heiðurinn að fiðruðum brjóstahaldara, gulu pilsi og öðrum fatnaði sem fyrirsætan á myndinni sýndi í París í vikunni. Plassier vill að konur flíki þessum fatnaði næsta sumar. Rétt skal vera rétt hjá kóngafólkinu: Fergie fékk rukkun fyrir helmingi klippingarinnar Ekki lýgur bókhaldið í Bucking- hamhöll. Andrés prins tekur helm- ingaskiptasamninginn sem hann gerði við hina rauðhærðu Fergie þegar þau skildu um árið svo bókstaflega að hann sendir henni reikning fyrir helmingi alls þess Qár sem hann eyðir í dætur þeirra tvær. Skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða hársnyrtingu sem kostar 15 pund eða rándýran veislukjól. Fergie er staurblönk og skuldum vafin en samt lætur hún ekki svona. Hún telur það ekkert eftir sér að greiða að fullu úr eigin vasa ýmis- legt sem dæturnar, þær Beatrice, 10 ára og Eugenie, 8 ára, vanhagar um. „Ef hann borgar sendir hann henni reikning fyrir helmingnum. Það er ekki gagnkvæmt. Hertoga- ynjan greiðir því sjálf fyrir fot þeirra, skó og margt annað," segir heimildarmaður innan bresku hirð- Fergie fær undarlega reikninga frá fyrrum eiginmanni sínum. arinnar við blaðið Sunday Mirror. Hágreiðslukonan sem klippti Be- atrice prinsessu trúði varla sínum eigin eyrum þegar hún frétti hvað Andrés gerði. Hún rifjaði upp að Fergie hefði eitt sinn greitt sjálf út í hönd fyrir klippingu á heimili sínu. Fergie hefnr fengið marga kúnstuga reikninga eftir hjóna- skilnaðinn. Andrés sendi henni til dæmis eitt sinn reikning fyrir helm- ingi jólatrés sem þó var höggvið á landareign fjölskyldunnar. Fergie fékk á sínum tíma sem svarar 35 milljónum í eingreiðslu við skilnað- inn. Þá var kveðið á um að þau Andrés skiptu með sér kostnaðinum við uppeldið. 10^ £ 'IT ‘ 1 i 5MALL SMÁIR HERMENN Takiö þátt í netleik Háskólabíós og Laser Tag Reykjavík á www.visir.is. Frábærir vinningar eru í boö: 600 miöar á myndina, 10 smáir hermenn frá Leikbæ og þrjú átta tíma kort í geislaklukk hjá Laser Tag í Reykjavík. Aöeins þarf að svara þremu laufléttum spurningum og skrá sig til leiks. Úrslit í ieiknum verða tilkynnt sigurvegurum með tölvupósti 14. október nk. Small Soldiers-netleikurinn er á Internetinu á slóðinni www.visir.is www.visir.is FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR k

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.