Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1998, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1998, Blaðsíða 26
,J 50 MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998 Fólk í fréttum Smári Geirsson Smári Geirsson, kennari og for- seti bæjarstjómar hins nýja sameig- inlega sveitarfélags á Austurlandi, Sæbakka 4, Neskaupstað, var í frétt- um DV í gær um fólksfækkun á Austurlandi. Starfsferill Smári fæddist á Neskaupstað 17.1. 1951. Hann lauk stúdentsprófi frá ML 1972, BA-prófi í þjóðfélagsfræði frá HÍ 1975, cand. mag.-prófi í stjóm- sýslufræði frá Háskólanum í Björg- vin 1979 og prófi í uppeldis- og kennslufræði frá HÍ 1980. Smári var kennari við Gagn- fræðaskólann í Neskaupstað 1975-78, við Iðnskóla Austurlands 1975-77, við Nesskóla í Neskaupstað 1977-78, við Gagnfræðaskólann í Neskaupstað 1980-81, við Fram- haldsskólann í Neskaupstað 1981- 83, var skólameistari við Fram- haldsskólann í Neskaupstað 1983-86 og við Verkmenntaskóla Austur- lands 1986-87 og kennari við Verk- menntaskóla Austurlands frá 1987. Smári var formaöur Nemendafé- lags ML 1971-72, formaður Félags þjóðfélagsfræðinema við HÍ 1974-75, formaður Alþýðubandalagsins í Neskaupstað 1977-78, í stjórn knatt- spyrnudeildar íþróttafélagsins Þróttar 1977-78, 1980-85 og 1986-89, bæjarfulltrúi 1 Neskaupstað frá 1982- 98 og í sameiginlegu nýju sveitarfélagi Neskaupstaðar, Reyð- arfjarðar og Eskifjarðar frá 1998, forseti bæjarstjómar Nes- kaupstaðar frá 1990 og hins nýja sveitarfélags frá stofnun 1998, var formað- ur Sögu- og safnanefndar Neskaupstaðar, formaður bygginga- og skipulags- nefndar Neskaupstaðar, formaður Félagsmálaráðs Neskaupstaðar um skeið og í ýmsum nefndum á vegum sveitarfélagsins, í stjórn Sambands sveitar- félaga í Austurlandskjör- dæmi 1984-87, varafor- maður þar 1985-87 og formaður frá 1998, sat í ritstjórn vikublaðsins Austurlands og var ritstjóri blaðs- ins 1983 og frá 1990-91, ritstjóri Sjó- mannablaðs Neskaupstaðar frá 1981-94 og í ritstjóm söguritsins Múlaþing frá 1987. Út hafa komið eftir Smára ritin Norðfjörður, saga útgerðar og fisk- vinnslu, 1983; Frá eldsmíði til elek- sírs, iðnsaga Austurlands, fyrra bindi, 1989; Frá skipasmíði til skó- gerðar, iðnsaga Austurlands, síðara bindi, 1995; Saga Sparisjóðs Norð- fjarðar, 1992; Saga Norðfirðskrar verkalýðshreyfingar, fyrra bindi, 1993. Smári hefur leikið í fjölmörgum hljómsveitum og í lúðrasveit. Fjölskylda Eiginkona Smára er María Jór- unn Hafsteinsdóttir, f. 22.4. 1957, bankastarfsmaður. Hún er dóttir Hafsteins Daní- elssonar, f. 15.3. 1935, pípulagningamanns í Mosfellsbæ, og k.h., Mar- grétar Jónu Þorsteins- dóttur, f. 11.11. 1935, verkakonu. Börn Smára og Maríu Jórunnar era Orri, f. 11.3. 1980, framhalds- skólanemi; Jóhanna, f. 29.9. 1985, nemi. Systkini Smára eru Birna Geirsdóttir, f. 8.4. 1946, starfsmaður hjá Reykjavíkur- borg; Heimir Geirsson, f. 2.6. 1954, háskólakennari í heimspeki í Bandaríkjunum. Foreldrar Smára eru Geir Bjami Jónsson, f. 22.2. 1922, verkamaður, og k.h., Jóhanna Björnsdóttir, f. 14.8.1921, húsmóðir. Ætt Bróðir Geirs Bjama: Óskar, fram- kvæmdastjóra á Norðfirði. Geir Bjami er sonur Jóns, sjómanns og útgerðarmanns á Norðfirði, Bjama- sonar, smiðs á Kálfatjörn, Hinriks- sonar, vinnumanns, Guðmundsson- ar. Móðir Bjama var Herdís Jóns- dóttir. Móðir Jóns var Geirlaug Jónsdóttir, sjómanns á Kálfatjöm, ísakssonar, á Korpúlfsstöðum, Gunnarssonar. Móðir Jóns var Guð- rún Jafetsdóttir. Móðir Geirlaugar var Þórdís Guðmundsdóttir, b. í Hlöðnesi á Vatnsleysuströnd, Jóns- sonar. Móðir Þórdísar var Guðrún Pálsdóttir, hálfsystir, sammæðra, Gísla Þorsteinssonar, langafa Krist- ins, afa Össurar Skarphéðinssonar, alþm. og ritstjóra DV. Móðir Guð- rúnar Pálsdóttur var Rannveig, systir Álfheiðar, langömmu Áma Eiríkssonar, leikara og kaupmanns, afa Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra Morgunblaðsins. Rannveig var dótt- ir Alexíusar, b. á Fremra-Hálsi, Al- exíussonar, og Helgu Jónsdóttur, ættfóður Fremra-Háls-ættarinnar, Ámasonar. Móðir Geirs Bjarna var Guðný Björnsdóttir, b. á Ýmastöðum í Vöðlavík, Jónssonar, b. á Ýmastöð- um, Þorgrímssonar. Móðir Bjöms var Þuríður Jónsdóttir, b. í Stóru- Breiðuvík, Ásmundssonar. Móðir Guðnýjar var Svanhildur Magnús- dóttir, b. á Reykjum í Mjóafirði, Magnússonar, b. á Böðvarsstöðum, Sigurðssonar. Móðir Svanhildar var Valgerður Jónsdóttir, b. á Kirkju- bóli, Vilhjálmssonar. Jóhanna er systir Kristmundar, föður Guðmundar Björns, íslensku- fræðings við KHÍ. Jóhanna er dóttir Bjöms, útvegsb. á Þengilbakka í Grenivík, Kristjánssonar. Móðir Jó- hönnu var Inga Vilfríður, dóttir Gunnars i Þorgeirsfirði, og Guðnýj- ar Baldvinsdóttur, systur Krist- mundar, hreppstjóra i Grímsey. Smári Geirsson. Afmæli Hannes Kristjánsson Gunnar Hannes Kristjánsson, vömbílstjóri og sjómaöur, Silfur- götu 11, ísafirði, er fimmtugur í dag. Starfsferill Hannes fæddist í Hnífsdal en ólst upp í Ármúla við Kaldalón í ísa- fjarðardjúpi. Hann stundaði bama- skólanám við Bamaskólann í Reykjanesi við Djúp. Hannes var í vegavinnu frá því á unglingsárunum, starfaði síðan á þungavinnuvélum hjá Vegagerð rík- isins um árabil en festi svo kaup á eigin vörabifreið 1978 og hefur síð- an ekið eigin vörubifreið auk þess sem hann hefur stundað sjó- mennsku á bátum frá ísafirði. Fjölskylda Hannes kvæntist 2.8. 1980 Sigríði Jakobínu Jóhannsdóttur, f. 15.7. 1954, húsmóður. Hún er dóttir Jó- hanns Sigurðar Hinriks Guðmunds- sonar, sem nú er látinn, sjómanns og verkamanns á ísafirði, og k.h., Ásdísar Ásgeirsdóttur húsmóður. Böm Hannesar og Sigríðar eru Kristján Hannesson, f. 2.4. 1976, nuddari í Reykjavík; Bjarki Þór, f. 9.2. 1980, verkamaður á Isafirði; Ás- geir, f. 15.7. 1983, nemi á ísafirði. Dætur Hannesar frá því áður em Ingibjörg Ósk Hannesdóttir, f. 8.9. 1973, starfsmaður við leikskóla, bú- sett í Hveragerði, gift Valgeiri Ás- geirssyni bifreiðarstjóra og eiga þau tvö böm; Jenný Guöbjörg Hannes- dóttir, f. 3.2. 1975, dagmóðir í Reykjavík, gift Guðna Þórissyni versluneirmanni og eiga þau tvö börn. Dóttir Sigríðar og stjúpdóttir Hannesar er Hólmfríður B. Hannes- dóttir, f. 18.6. 1973, leikskólakennari í Reykjavík, gift Benedikt G. Egils- syni rafeindatækni og eiga þau tvö böm. Systkini Hannesar eru Guðjón Amar Kristjánsson, f. 1.3. 1950, sjó- maður á ísafirði; Guðrún Oddný Kristjánsdóttir, f. 3.5. 1954, húsmóð- ir á ísafirði; Gísli Jón Kristjánsson, f. 18.7. 1962, sjómaður á ísafirði. Foreldrar Hannesar voru Kristján Jörgen Hannesson, f. 21.1. 1916, d. 13.5. 1985, bóndi á Ár- múla og síðar verkamað- ur á ísafirði, og k.h., Guðbjörg Guðlaug Jóns- dóttir, f. 15.9.1924, d. 14.3. 1989, húsfreyja í Ármúla og siðar á ísafirði. Ætt Kristján Jörgen var sonur Hannesar, b. i Ár- múla, Gíslasonar Sveins, b. í Reykjarfirði við Djúp, Gíslason- ar. Móðir Hannesar var Salome Kristjánsdóttir. Móðir Kristjáns Jörgens var Guð- rún Sigurðardóttir, b. á Kjarlaks- stöðum í Saurbæ í Dölum, Jónsson- ar, b. í Knarrarhöfn, Jónssonar, b. í Skálholtsvík í Bæjarhreppi, Hjálm- arssonar, ættfóður Tröllatunguætt- arinnar, Þorsteinssonar. Móðir Sig- urðar var Guðrún Jónsdóttir. Móðir Guðrúnar í Ármúla var Hólmfríður Guðmundsdóttir, b. á Hrappsstöðum í Laxárdal, Ólafssonar, og Hólmfríðar Bergþórsdóttur. Guðbjörg Guðlaug var dóttir Jóns Jóhanns, verkamanns Katarínus- sonar, b. í Amardal, Jóns- sonar. Móðir Jóns Jó- hanns var Solveig Hjalta- lína Einarsdóttir. Móðir Guðbjargar Guð- laugar var Guðjóna Jó- hannesdóttir, b. í Skálm- ardal, Guðmundssonar, b. á Illugastöðum, Arasonar. Móðir Jó- hannescir var Ingibjörg Jóhannes- dóttir. Móðir Guðjónu var Oddný Guömundsdóttir, b. í Gröf í Fells- hreppi, Ketilssonar. Móðir Oddnýj- ar var Sigurlaug Jónsdóttir, b. á Borgum, Andréssonar, b. á Kol- beinsá Guðmundssonar. Móðir Jóns var Guðrún Bjömsdóttir. Móðir Sig- urlaugar var Oddhildur, systir Jóns í Knarrarhöfn. Hannes er að heiman. Hannes Kristjánsson. Brúðkaup Þann 15. ágúst voru gefin saman í hjónaband í Kópavogskirkju af sr. Sigurði Helgasyni Sigríður Anna Ólafsdóttir og Sævar Þór Gylfason. Heimili þeirra er í Höfn í Hornafirði. Ljósm. Ljósmyndarinn - Jóhannes Long Þann 15. ágúst voru gefin saman í hjónaband í Borgarneskirkju af sr. Þorbirni Hiyn Árnasyni Unnur Heiða Gylfadóttir og Þröstur Fríðberg. Heimili þeirra er að Hrafnakletti 4, Borgarnesi. Ljósm. Ljósmyndarinn - Lára Long Þann 15. ágúst voru gefin saman f hjónaband í Grafarvogskirkju af sr. Vigfúsi Þór Árnasyni Erna Kristín Ágústsdóttir og Ólafur Már Magnús- son. Heimili þeirra er í Reykjavík. Ljósm. Ljósmyndarinn - Lára Long Þann 8. ágúst voru gefin saman í hjónaband í Bústaðakirkju af sr. Pálma Matthíassyni Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir og Gfsli Gunnarsson. Heimili þeirra er í Reykjavfk. Ljósm. Ljósmyndarinn - Lára Long Tll hamingju með afmælið 14. októnber 95 ára Sigurjón Jörundsson, Hrafnistu, Reykjavík. 90 ára Stefán Stefánsson, Brennigerði, Sauðárkróki. 75 ára Jóhanna Bogadóttir, Álfabyggð 5, Akureyri. 70 ára Rósa Geirþrúður Halldórsdóttir, Rjúpufelli 31, Reykjavík. Hún tekur á móti ættingjum og vinum á heimili sínu í dag frá kl. 15.30. Aage Valtýr Michelsen, Hraunbæ, Hveragerði. Hulda Axelsdóttir, Nautabúi, Varmahlíð. Kristín Jóhannsdóttir, Hrisalundi 20 D, Akureyri. Svava Agnarsdóttir, Elliðavöllum 11, Keflavík. 60 ára Guðni Benediktsson, Flétturima 2, Reykjavík. 50 ára Björn Sigurðsson, Surtsstöðum, Egilsstöðum. Guðfinna Guðlaugsdóttir, Hörðalandi 2, Reykjavík. Indiana Jóhannsdóttir, Flatasíðu 1, Akureyri. Katrín Þorsteinsdóttir, Heiðarhrauni 16, Grindavík. Kristín Guðmundsdóttir, Útskálum 7, Rangárvallahreppi. Sigurður Páll Ásólfsson, Ásólfsstöðum 1 A, Gnúpverjahreppi. 40 ára Anna Margrét Aðalsteinsdóttir, Hraunbæ 60, Reykjavík. Gunnar Öm Jónasson, Skaftahlíð 1, Reykjavík. Hörður Baldursson, Holtsgötu 6, Sandgerði. Ingileif Sigfúsdóttir, Logafold 129, Reykjavík. Jón Gunnar Snorrason, Sunnuhlíð 21 A, Akureyri. Sigmundur G. Sigurjónsson, Hraunbæ 28, Reykjavík. Þóra Geirsdóttir, Hlíðartúni 1, Mosfellsbæ. Þórunn Linda Beck, Hamarsgötu 25, Fáskrúðsfirði. Þuríður Einarsdóttir, Blómvangi 4, Hafnarfirði. Þann 12. september voru gefin sam- an í hjónaband f Háteigskirkju af sr. Pálma Matthíassyni Ásta Björk Árnadóttir og Sólberg S. Bjarnason. Heimili þeirra er í Reykjavik. Ljósm. Ljósmyndarinn - Lára Long.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.