Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1998, Blaðsíða 14
14
MIÐYIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998
útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK,
SlMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar flölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og piötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Guðrún Katrín
Lát ástsællar forsetafrúar snertir þaninn streng í
brjóstum allra landsmanna. Gervöll þjóðin fylgdist með
erfiðu stríði hennar við illkynjaðan sjúkdóm, gladdist
yfir góðum fregnum, bað af einlægni fyrir bata og var
harmi lostin þegar dánarfregnin barst.
Maki þjóðhöfðingjans hefur að sönnu enga sérstaka
stöðu samkvæmt lögum eða stjómarskrá. En persónu-
leiki Guðrúnar Katrinar gerði að verkum að í vitund
þjóðarinnar öðlaðist hún sérstakan sess. Hún gæddi
embættið því algerlega nýrri vídd.
Glæsileiki hennar og fágaður þokki vakti hvarvetna
eftirtekt fólks og fjölmiðla þegar hún fylgdi þjóðhöfðingj-
anum á mannamót erlendis. íslendingar voru að vonum
stoltir yfir því að eiga í stafni slíkan fulltrúa. Á alltof
skömmum ferli varð hún því í vitund fólks meira en
maki forsetans. Hún varð hluti af sterkri forystusveit
lítillar þjóðar.
Að sönnu er það erfitt að gegna embætti forseta
íslands. Fyrir þá sem hafa staðið í orrahríð stjórnmála er
enn erfiðara en ella að byggja einingu og samstöðu að
baki sér meðal þjóðarinnar. Það tókst núverandi þjóð-
höfðingja eigi að síður á undraskömmum tíma.
Engum dylst að Guðrún Katrín átti afar ríkan þátt í
hversu fljótt þjóðin, án tillits til pólitískra skoðana, fylkti
sér um þjóðhöfðingjann. Hlýjan og virðuleikinn sem
framkoma hennar gæddi embættið var framlag hennar
til að skapa um það einlæga samstöðu.
Embætti forseta íslands er meira en hálfrar aldar
gamalt. Á þeirri vegferð hefur það eigi að síður skapað
sér furðu fáar hefðir. Söknuður þjóðarinnar við fráfall
Guðrúnar Katrínar staðfestir þó að alltof skammur ferill
hennar á Bessastöðum skapaði nýja hefð.
Forsetamaki, án nokkurrar stöðu í stjórnkerfi þjóðar-
innar, er fyrir tilvist hennar orðinn að veigamiklum og
þakklátum hluta af embætti forseta íslands. Hún sýndi
hversu mikilvægu hlutverki hann hefur að gegna og
fyrir það hlutverk þarf að skapa svigrúm.
Hluti af varanlegri arfleifð Guðrúnar Katrínar
forsetafrúar mun efalítið felast í að fyrr en seinna verður
það hlutverk staðfest með viðeigandi og formlegum hætti
í stjórnsýslunni.
Þjóðin á margar fallegar minningar um Guðrúnu
Katrínu frá sorglega skömmum ferli hennar sem
eiginkonu þjóðhöfðingjans. Hún mun minnast hennar
með hlýju af fundum forsetahjónanna með erlendum
þjóðhöfðingjum þar sem glæsileiki hennar bar af.
Hún mun minnast hennar frá fjölmörgum mann-
fundum innanlands þar sem fólk þyrptist að til að hitta
forsetahjónin, og ekki síst hana. Af mestri hlýju mun þó
þjóðin minnast reisnar hennar þegar hún birtist í
látlausum tíguleik með snoðinn koll eftir erfiða geisla-
meðferð við hvítblæði sem að lokum dró hana til dauða.
Það krafðist ekki aðeins æðruleysis heldur líka kjarks.
Afstaða hennar til erfiðs sjúkleika var í senn fordæmi og
styrkur öllum sem eiga í sömu glímu.
Einsemdin er títt hlutskipti þeirra sem er falið mikið
vald. Þeir hafa ekki alltaf sömu möguleika og aðrir til að
svala harmi með því að syrgja. Þeir eiga ekki alltaf kost
á sömu persónulegu hlýjunni sem er öðrum græðandi
smyrsl á tíma hins djúpa harms.
Líkt og allra sem lenda í sárum ástvinamissi bíður nú
forsetans erfiður tími. Þjóðin þarf að sýna honum og
fjölskyldu forsetahjónanna hlýju og tillitssemi í sorginni
sem hefur kveðið dyra að Bessastöðum.
Össur Skarphéðinsson
„Afstaöa forsætisráöherra og dómsmálaráöherra skiptir miklu máli í þessum efnum,“ segir greinarhöfundur
m.a.
Réttarfarsdómstóll:
Verða sam-
þykkt ný lög?
fengin úr dönsku réttar-
farslögunum, en sam-
kvæmt þeim starfar sér-
stakur kvörtunardóm-
stóll (á dönsku „den
særlige klageret").
Einnig er stuðst mjög
við núgildandi ákvæði
laga um meðferð opin-
berra mála um endur-
upptöku mála í frum-
varpstextanum. í frum-
varpinu er gert ráð fyr-
ir að í dómnum eigi
sæti þrír menn, ráð-
herra skipi dómara við
dómstólinn til fimm ára
í senn. Einn þeirra skal
vera hæstaréttardómari
og er hann jafnframt
„Það mál sem hér um ræðir er
hins vegar sérstakt; það er al-
mennt mannréttindamál og eng-
inn þingmaður vill láta það um
sig spyrjast að hann hafni máli
af því að það er flutt af tiltekn-
um þingmanni.“
Kjallarinn
Svavar Gestsson
alþingismaður
Frumvarpið um
réttarfarsdómstól
hefur vakið mikla
athygli. Ummæli
forsætisráðherra
voru sterk og afger-
andi og dómsmála-
ráðherra styður
efnisatriði frum-
varpsins. Frum-
varpið fjallar um
mannréttindamál
og það grundvallar-
atriði að fólk geti
treyst dómstólum
og niðurstöðum
þeirra.
f frumvarpinu
um réttarfarsdóm-
stól er lagt til að
settur verði á stofn
sérstakur dómstóll
sem hafi það hlut-
verk að íjalla um
endurupptöku op-
inberra mála. Mál-
ið er flutt að gefnu
tilefni frá í fyrra-
sumar er hæsti-
réttur hafnaði
beiðni Sævars
Ciesielskis um
endurupptöku
máls hans. Með
þessu frumvarpi er ekki verið að
gagnrýna niðurstöðu hæstaréttar;
tilgangur frumvarpsins er sá einn
að hreyfa nauðsyn þess að hæsti-
réttur þurfi ekki að fella úrskurði
í eigin málum eins og nú háttar
til.
Fyrirmyndir erlendis
Fyrirmyndin að frumvarpinu er
forseti dómsins en hinir tveir hér-
aðsdómarar. Aðeins má skipa
sama dómara til setu í dómnum
tvisvar í röð.
Formaður Lögmannafélagsins
hefur bent á að skipan dómsins
mætti e.t.v. vera á annan hátt. Ég
tel að önnur skipan málsins komi
vel til greina og eðlilegast að alls-
herjamefnd þingsins í samvinnu
við dómsmálaráðuneytið komist
að niðurstöðu um þá skipan máls-
ins sem heppilegust er.
Það er afar erfltt fyrir hæstarétt
og hæstaréttardómarana að taka
ákvarðanir með þeim hætti sem
þeir hlutu að gera í svokölluðu
Sævars Ciesielskis-máli. Ég hef
ekki neina skoðun á því hvort þeir
komust að réttri eða rangri niður-
stöðu. En það skiptir miklu máli
fyrir almenning í landinu að hann
hafi það a.m.k. á tilfmningunni að
ýtrustu sanngimi sé alltaf gætt í
málum af þvi tagi sem hér eru uppi.
Almennt mannréttindamál
Afstaða forsætisráðherra og
dómsmálaráðherra skiptir miklu
máli í þessum efnum. Frumvarpið
um réttarfarsdómstólinn er annað
frumvarpið frá þingmanni sem
tekið er fyrir á þessu þingi. Þess
vegna er nægur tími til að taka af-
stöðu til þess til að gera það að
lögum í vetur.
Grannt verður fylgst með því
hvernig stjórnarflokkarnir taka á
málinu eftir eindregna afstöðu for-
ystumanna Sjálfstæðisflokksins.
Það em nær aldrei afgreidd mál
frá þingmönnum stjórnarandstöð-
unnar. Það mál sem hér um ræðir
er hins vegar sérstakt; það er al-
mennt mannréttindamál og eng-
inn þingmaður vill láta það um sig
spyrjast að hann hafni máli af því
að það er flutt af tilteknum þing-
manni. Málið sjálft hlýtur að vera
aðalatriðið. Og það á að geta tekist
samstaða um það. Það er mikil-
vægt fyrir traust almennings á Al-
þingi og á dómstólunum.
Svavar Gestsson
Skoðanir annarra
Clinton og fjölmiðlarnir
„Fjölmiðlar setja jafnaðarmerki á milli mannsins
og stjómmálamannsins, það sem maðurinn Clinton
gerir er yfirfært á stjórnmálamanninn Clinton. Þetta
virðist almenningur ekki gera. Flestum fmnst fram-
ferði Clintons í einkalífinu fyrirlitlegt en embættis-
færslur hans hinar ágætustu. Ástæða þess að fjöl-
miðlar virðast hafa lent í hálfgerðum ógöngum með
þennan þátt málsins kann að vera sú að greinar-
munurinn á einkalífi og opinberu lífi er siðferðisleg-
ur, og þær aðferðir sem fjölmiðlafólk geta beitt í
starfl sínu virðast ekki duga til að taka á siðferðis-
legum þáttum. Ber að gera þennan greinarmun þeg-
ar forseti á í hlut? Fjölmiðlar virðast með engu móti
geta tekist á við þessa spurningu."
Kristján G. Arngrímsson í Mbl. 13. okt.
Kona á kirkjuþingi
„Samkvæmt nýlegum samningum fulltrúa ríkis-
ins og þjóðkirkjunnar hefur kirkjan fengið sjálfstæði
í innri málum þótt ríkisvaldið haldi áfram að greiða
laun presta úr sameiginlegum sjóðum. Þessi nýju
völd eru fyrst og fremst I höndum kirkjuþingsins
sem fær nú mörg þau verkefni sem áður voru á veg-
um ráðuneytis eða Alþingis...Enn sem komið er hef-
ur það vakið mesta athygli við kirkjuþingið að þar
situr aðeins ein kona en tuttugu karlar. Þetta er
þeim mun furðulegra þar sem fulltrúar á þingið eru
kjömir af söfnuðum vítt og breitt um landið þar sem
konur eru yfirleitt mjög virkar. Þjóðkirkjan verður
að gera mikið átak á næstu áram til að tryggja auk-
in áhrif kvenna á stjórn kirkjunnar."
Elías Snæland Jónsson í Degi 13. okt.
Skrípaleikur áfengisauglýsinga
„Ólíklegt má telja, að dómstólamir hafi sagt sitt
síðasta orð um áfengisauglýsingar með dómi Héraðs-
dóms Reykjavíkur fyrir helgina í máli Ölgerðarinn-
ar. Hins vegar er augljóst, að eftir að sterkur bjór
kom til sögunnar, sem ber sama vöruheiti og venju-
legur pilsner, er nánast ómögulegt að koma í veg fyr-
ir þá orðaleiki i auglýsingum, sem ölgerðarfyrirtæk-
in hafa stundað. Þessi skrípaleikur er kominn í
sama farveg og þegar ekki mátti auglýsa dansleiki
fyrir nokkrum áratugum og samkomuhúsin höfðu
uppi alls konar orðaleiki í auglýsingum."
Víkverji Mbl. 13. okt.