Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1998, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1998, Síða 2
MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998 l0ÚS_ og húsbúnaður Draumasófasettið frá pabba ásamt stofuklukku og saumaborði frá aldamótum: Skárum út nöfnin okkar í borðið „Pabbi tilkynnti okkur mjög smekklega aö við gætum kippt með okkur sófasettinu hans því þau ætl- uðu að fá sér nýtt. Mig hafði dreymt um að eignast þetta sófasett í mörg ár og hafði árangurslaust leitað að einhverju samsvarandi," segir Soff- ía Valdimarsdóttir sem ásamt eigin- manni sínum, Jóni Ara Ingólfssyni, fékk gefins sófasett frá 1942 frá fóð- ur Soffiu, Valdimar Jóhannssyni. Sófasettið var flutt nýtt til lands- ins frá Noregi árið 1942 og var það afi Soffiu sem keypti það af Krist- jáni Siggeirssyni sem þá var hús- gagnainnflytjandi. Kristján flutti einungis inn tvö sett frá Noregi. Hann bjóst ekki við því að geta selt fleiri þar sem sófasettið var fokdýrt. Þegar sófasettið var nýtt var það með rústrauðu áklæði og ljósum út- skornum viði. Notað sem hoppkastali „Ég man vel eftir þessu sófasetti því þegar afi dó erfði pabbi það. Þá var þetta fallega sófasett í algerri niðumíðslu og við systkinin lékum okkur að því að skera út nöfnin okkar í borðið. Sennilega hefur það ekki veriö alveg ljóst frá upphafi en það var búið að skrapa það allt. Þetta var hoppkastalinn heima hjá mér, aldrei betra sófasettið. Fyrir um ellefu árum ákvað pabbi að gera það upp. Þá var það svo illa farið að það var marga mánuði í bólstrun á Akranesi. Pabbi valdi þetta dökk- bláa áklæði á settið en bólstrarinn sagði að það væri alger tjörupappi og nær ómögulegt að setja það utan- um. Mesta verkið var samt að laga borðið því það var brotið upp úr því í einu hominu, auk þess sem við Postulínskrónan sem Soffía fann á uppboði f Svíþjóð. höfðum skorið út í það. Þegar bólstrarinn var búinn að laga borð- ið vissi hann ekki einu sinni hvar hefði brotnað upp úr. Það sést ekki lengur. Að því búnu var viðurinn bæsaður i þessum dökka lit. Mig fór að langa í þetta sófasett þegar búið var að gera það upp. Þá sá ég hvað það er fallegt. Síðan fór Ara, manninn minn, líka að langa í það. Við vorum dugleg að láta stelp- umar ekki sulla niður í það til þess að það yröi áfram jalhfallegt. Ég vissi þó aldrei að ég myndi fá sófa- settið á endanum. Þaö kom mér al- veg að óvörum. Við vomm þó búin að reyna að narra það út úr pabba í sjö ár en það gekk ekkert." Brúðargjafir langömmu og langafa Að sögn Soffíu var það ómeðvit- að að þau hjónin keyptu sér ekki sófasett. Þau fundu ekkert sem þeim líkaði og vora með lánssófa undir það síðasta. Þau leituðu dyr- um og dyngjum að sófasetti í svip- uðum stil en fundu ekkert. Soffía hafði þó á undanfömum árum unnið að því að búa til umgjörð fyrir draumasófasettið sitt. Hún byrjaði á því að kaupa litla postu- línsljósakrónu á uppboði í Svíþjóð. „Saumaborðið og klukkan voru brúðargjafir langafa og langömmu sem giftu sig um aldamótin," segir Soffía. „Pabbi tilkynnti okkur mjög smekklega að við gætum kippt með okkur sófa- settinu hans því þau ætluðu að fá sér nýtt,“ segir Soffía. ’* > ,f tf tf er jjr &, ’riflf tf tf íf Cf íf V tf tf tf tf tf ar sý 4* ifififífitif ijr i* & if if iV. Næst keypti hún veggljós, einnig á upp- boði í Svíþjóð. Einn og einn kertastjaki fylgdi með og nú er stofan eins og hönnuð fyrir gamla sófasettið. „Pabbi gaf okkur síðan klukku og saumaborð frá aldamótum í Veggljósin voru lika keypt á uppboði í Svíþjóð. srnnar, á sama tíma og við fengum sófasettið. Hann bað okkur fyrst að geyma hana fyrir fimm árum þar sem hann og konan hans vora flutt til Svíþjóðar og vildu ekki flytja hana með sér. Þá ákváðum við að hafa hana áfram í geymslu þar sem við myndum flytja von bráðar úr því húsnæði sem við bjuggum þá í. Það er svo mikið rask að flytja svona stórar og þungar klukkur. Saumaborðið og klukkan voru brúðargjafir langafa og langömmu sem giftu sig um aldamótin. Soffia amma og Jóhann afi áttu síðan þessa hluti en saumaborðið var í miklu uppáhaldi hjá ömmu minni. Þessir hlutir vora aðskildir um áratugaskeið þar sem saumaborðið var hjá pabba í Svíþjóð en klukkan lá ónotuö í geymslu í mörg ár. Nú er aftur búið að sameina þessa hluti.“ „Mig hafði dreymt um að eignast þetta sófasett í mörg ár og hafði árangurs- laust leitað að einhverju samsvarandi," segir Soffía.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.