Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1998, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1998, Page 8
24 MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998 %ús og húsbúnaður Fríða frænka með antikvörur og gamalt dót: Ég er líka draslari Talsvert er um að fólk leiti eftir gömlum hlutum þegar það byrjar að búa og jafnvel síðar. Fornverslunin Fríða frænka verslar með notaða hluti jafnt antik sem fommuni. Auk þess er mikið um hluti sem eru ein- faldlega gamlir. Búðin verður 18 ára í apríl og hefur þar með fest sig í sessi i lífi borgarbúa. Anna Guðný Ringsted, stofnandi og eigandi fom- munaverslunarinnar Fríðu frænku, sér mikinn mun á áhuganum fyrir gömlum hlutum núna heldur en var áður. Hlutina annaðhvort sækir hún heim eða fólk kemur með þá til hennar. Mikið er um að hlutimir í búðinni hennar Önnu komi úr dán- arbúum. „Ég versla aðallega með dót frá ís- lenskum heimilum. Ég á mikið af fal- legum ljósakrónum, speglum og smá- dóti og öllu á milli himins og jarðar. Auk þess er ég með velúr- glugga- tjöldin vinsælu. Það er ofboðslega misjafnt hvað fólk er að kaupa hverju sinni og það fer alveg eftir karakter þess. Til mín kemur mjög breiður hópur. Það er eiginlega mjög erfitt að segja til um hvað er vinsæl- ast hverju sinni,“ segir Anna. Að sögn Önnu eru íslendingar komnir með miklu sjálfstæðari smekk heldur en áður. Fólk sem kemur til hennar er á mjög ólíkum aldri. Áður var það gamalt en nú hefur hópurinn stækkað og unga fólkið kemur ekki síður. Unga fólkið hefur sjálf- stæðan smekk „Unga fólkið ólst upp með þessu gamla dóti heima hjá sér og kemur líka til mín þegar það fer að búa. Það hefur oft á tíðum mjög sjálf- stæðan smekk. Það er svo ótrúlega mikið úrval af vörum hjá mér. Þaö er ekkert eitt gegnumgangandi. Ljósakrónurnar eru til dæmis frá því að vera antik og upp í að að vera bara gamlar. Þar sem antikvörur verða að vera orðnar 100 ára til þess að vera kallaðar antik þá er meira hægt að kalla Fríðu frænku forn- verslun heldur en antikverslun. Ég er líka draslari en það er hægt að fá bæði smáhluti upp í stóra skápa á öllum aldri,“ segir Anna. Að sögn Önnu hefur áhugi fólks á fommunum aukist frá þvi að hún setti Fríðu frænku á stofn. Ef hún „Til mín kemur mjög breiður hópur. Það er eiginlega mjög erfitt að segja til um hvað er vinsæiast hverju sinni,“ seg- ir Anna. hefði lagt upp laupana þegar illa gekk á fyrstu árunum þá hefði það kannski ekki gerst. Reksturinn gekk ekki vel til að byrja með þar sem fólk var ekki vant svona versl- unum og hafði ekki áhuga á gamla dótinu. „Heima hjá mér em auðvitað ein- göngu gamlir hlutir. Ég byrjaði að hafa áhuga á gömlum munum þegar ég var unglingur. Það var minn mótunartími. Ég datt inn í gamla dótið og fannst mjög skemmtilegt að róta í því,“ segir Anna og áhuginn hefur síst minnkað. -em Dýnurnar frá King Koil eru í hæsta gæða- flokki og hafa verið framleiddar frá árinu 1898. Amerís Alþjóðasamtök chiropractora mæla með og setja stimpil sinn á King Koil heilsudýnurnar. €m*mToco^ lousekeeping •} PROMISES Jm '0S flEFUHO>tS^y/ Skipholti 35 • Sími: 588-1955 Amerísk hágæðavara Bassett svefn- herbergishúsgögn - jjj i ;e „Vinsældir skrautlistanna eru í stöðugri aukningu. Maður sér að það er frek- ar unga fólkið sem hefur áhuga á þeim.“ Veggfóður vinsælt og skraut- listar sækja í sig veðrið Undanfarin ár hefur veggfóðrið verið að smásækja í sig veðrið en um tima var það ekki vinsælt. Strax eftir hippatimabilið þótti veggfóður ekki fallegt en þá voru í tísku sterk- ir litir í veggfóðri og málningu. Fyr- ir nokkrum árum fóru þau að koma aftur en nú í mildari litum. Að sögn Sigvalda Einarssonar í Metró er alltaf góður gangur á veggfóðrun- um. Þau hafa að undanfomu verið vinsæl til dæmis í bamaherbergi og í önnur svefnherbergi. „Sterku litimir eru á undanhaldi í veggfóðrunum og pastellitirnir era auðvitað löngu búnir. Núna era vin- sælustu litirnir rauðbrúnn og gul- brúnn. Tískan færist meira yfir í drappaða jarðliti,“ segir Sigvaldi. Að sögn Sigvalda er nýjung hjá þeim litlar skrautdúllur sem fólk setur hingað og þangað. í sumum tilfellum era þær mynd af einu blómi eða fiðrildi svo eitthvað sé nefnt. Þetta setur fólk á veggina hjá sér og býr jafnvel til línur og bekki með þessu. Dúllurnar era jafnvel límdar á húsgögn. „Vinsældir skrautlistanna eru í stöðugri aukningu. Maður sér að það er frekar unga fólkið sem hefur áhuga á þeim. í sumum tilfellum eru skrautlistarnir notaðir í praktískum tilgangi eins og til þess að fela snúrur. Sjónvörpum hefúr fjölgað í herbergjum og þá þarf fólk að fela snúrumar á einhvem hátt. Stundum eru listarnir notaðir ein- göngu sem skraut," segir Sigvaldi. Listamir, bæði í loft og á veggi, hafa verið vinsælir fyrir gamalt húsnæði en það er enginn sem seg- ir að ekki megi nota þá í nýlegt hús- næði einnig. í hæklingum er einmitt sýnt hvernig nota má listana í nýrra húsnæði þar sem hátt er til lofts. Auk þess er hægt að fá súlur og smádúllur til þess að fela til dæmis ónotaðar rafmagnsdósir eða göt. Einnig er hægt að kaupa hillur í sama stíl. -em

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.