Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1998, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1998, Page 20
36 MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998 DV og húsbúnaður RC-húsin: Hús framtíðarinnar eru timburhús úr norskum viði „Þessi norsku timburhús eru mjög vönduð. Ég fór upphaflega að huga að innflutningi á svona húsum vegna þess að konan mín er fædd og uppalin í norsk-íslensku „katalóghúsi". Hug- myndin að RC-húsunum er fengin frá uppbyggingu og reynslu af norsk-ís- lensku timburhúsunum sem byggð voru hér á landi fyrir og um síðustu aldamót og eru hvarvetna bæjarprýði enn í dag, eftir heillar aldar notkun. Til viðbótar hinu vandaða, hægvaxna, norska timbri sem valið er í RC-hús- in, með tilliti til margra alda þekk- ingar Norðmanna á timbri, hefur kröfum samkvæmt íslenskum bygg- ingarreglugerðum og áratuga reynslu, ásamt nútíma tækniþróun verið bætt við,“ segir Reimar Charlesson, fram- kvæmdastjóri RC-húsa, sem hefur í rúm tíu ár boðið upp á íslensk-norska samvinnu í afar fallegum timburhús- um. Reimar segir að í húsin sé notað norskt úrvalstimbur sem er hægvaxið og harðgert. Hann segir húsin laus við brak. Húsin koma í gámum og í þeim er allt sem þarf til þess að reisa þau nema steinullin. Það er jafnvel hægt að fara með sumarhúsin inn í öræfln og tjalda þeim þar sem maður vill hafa þau. Mörg glæsilegustu hús landsins eru katalóghús RC-húsin eru sérunnin hugmynd um einstök, íslensk framtíðarhús. Af norsku húsunum gömlu má meðal annars nefna Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu í Reykjavík sem var upp- haflega byggður sem kaupmannshús á Flateyri. Þessi norsku hús voru stund- um kölluð katalóghúsin af því þau voru pöntuð eftir norskum myndalist- um. Efnið kom unnið, tilsniðið og merkt til samsetningar. Þessi hús hafa staðist tfmans tönn og íslenskt veðurfar. Mörg þéirra eru enn með traustustu og glæsilegustu húsum landsins, jafnt utan sem innan. Á síðustu tíu árum hafa verið byggð 19 RC-íbúðarhús og 36 RC-sum- arhús víðs vegar um landið. Þau hafa & íEi 1 ■ H * N JSsS £X fiPfLrM Sg- S " m mm Wm pHHPi «B xbH Reimar Charlesson segir að í norsku húsin sé notað norskt úrvalstimbur sem er hægvaxið og harðgert. Hann segir húsin laus við brak. Húsin koma í gám- um og í þeim er allt sem þarf til þess að reisa þau nema steinullin. Það er jafnvel hægt að fara með sumarhúsin inn á öræfin og tjalda þeim þar sem maður vill hafa þau. reynst afburðavel, að sögn Reimars, og eru dæmi um að fjórir í sömu fjöl- skyldu hafi byggt sér RC-hús hver á eftir öðrum. Nokkrir byggingameist- arar hafa valið sér þessi hús sem besta kostinn fyrir sig til þess að byggja og búa í sjálflr. Mikið úrval teikninga Kaupendur geta valið úr meira en fimmtán teikningum af íbúðarhúsum á einni eða tveimur hæðum, með eða án sambyggðra eða frístandandi bíla- geymslna. Hægt er að fá teikningum breytt án aukakostnaðar. Einnig eru gerð tilboð í hús eftir eigin teikning- um kaupenda. Velja má um glugga- gerðir og skreytingar utanhúss. Álíka úrval er af sumarbústaðateikningum, (heilsársbústöðum) og sömu valkostir í boði. Hægvaxin fura Timbrið í RC-húsin er sérvalið, vel þurrt, afréttað og tilsniðið í Nor- egi. Það er nær eingöngu gæðafura. Þessi valda norska fura er aftur á móti mjög hægvaxin og því sérstak- lega þétt í sér, bein og kvistalítil. Vel þurrkað timbrið er þrýstigagnvarið. Það er sett í tanka, þeir lofttæmdir og fúavarnarefninu i þeim lit sem óskað er eftir dælt inn í lofttæmt rýmið. Þessi meðferð tryggir enn betur góða endingu. Hægt er að velja um fjórar tegund- ir útiklæðningar. f fyrsta lagi herra- garðspanel sem er hálfheflaöur, lárétt klæddur aldamótapanell með kúlurönd á samskeytum að neðan. í öðru lagi skarsúðaðan lárétt klæddan panel. í þriðja lagi standandi borða- klæðningu (eitt á tveimur). í flórða lagi hefðbundinn rúnnheflaðan, ólit- aðan panel eða bjálkaklæðningu. Þrjár fyrrnefndu klæðningarnar er hægt að fá þrýstigagnvarðar í þeim lit eða litum sem kaupandi velur á hús sitt. Meðhöndlunin tryggir litunarfrítt hús í 6-10 ár, eftir veðurálagi. Rúnn- hefluðu klæðninguna og bjálkaklæðn- inguna þarf hins vegar að bera á ár- lega til þess að vernda sem best end- ingu og útlit. -em Finnsku bjálkahúsin aldrei verið vinsælli: Fólki líður betur í timhurhúsum Finnsku bjálkahúsin hafa verið á tíu ár. Þau hafa, að sögn Hans Krist- íslenska markaðnum í um það bil jáns Guðmundssonar framkvæmda- Barónsstíg 86 • Sími 552 0978 FUSSÉNÉGOÉR a silki- damask- ogsaun- rúmfatnaði stjóra, aldrei verið vinsælli og eru í stööugri sókn. Hann segir mögulega ástæðu fyrir því vera að fólk er mik- ið fyrir náttúrulegar vörur um þess- ar mundir og að því líði afar vel í timburhúsunum. Bjálkahúsin hafa notið mikilla vinsælda á norður- hveli jarðar á köldum og harðbýlum svæðum. í seinni tíð hafa þau notið æ meiri vinsælda í Þýskalandi, Belgíu, Hollandi og Japan. Þar hafa þau verið valin vegna þess hve um- hverfisvæn þau þykja. Húsasótt og aðrir ofnæmiskvillar, sem oft fylgja þeim mörgu gerviefnum sem notuð eru í nútímabyggingum, fyrirfinn- ast ekki i þessum húsum þar sem 90% af efninu i þeim er viður. Mikið sársmíðað „Húsin koma í öllum stærðum og gerðum. Við erum að hluta til með staðlaðar teikningar sem við sýnum fólki. Það má segja síðan að við sér- smíðum í kringum 30% af stærri eign- unum. Það er allur gangur á þessu hjá fólki. Öll húsin eru breytt og þau eru löguð að umhverfinu sem þau eiga að standa í. Húsin eru löguð að íslensk- um aðstæðum, það er algert skilyrði," segir Hans Kristján. Húsin eru gríðarlega efnismikil og þar af leiðandi mjög hljóðeinangrandi. Þau eru einangruð samkvæmt ís- lenskum stöðlum um einangrun og til viðbótar kemur sex tommu þykkur bjálki sem skiptir húsinu. Gluggar eru þrefaldir og K-gler í útihurðum auk þess sem þær eru einangraðar. Kyndingarkostnaður er því talsvert lægri en almennt gerist hér á landi. Byggingartími húsanna er skamm- ur þar sem allt efni er á staðnum og tilbúið til samsetningar. Unnt er að klára húsið í einum áfanga. Eftir að platan er tilbúin ætti húsið að geta Húsasótt og aðrir ofnæmiskvillar, sem oft fylgja þeim mörgu gerviefn- um sem notuð eru í nútímabygging- um, fyrirfinnast ekki í bjálkahúsun- um þar sem 90% af efninu í þeim er viður. verið fokhelt eftir um það bU 2-4 vik- ur ef tveir smiðir vinna verkið. Auk þess er hægt að kaupa orlofs- hús frá sama framleiðanda. Allar gerðir húsanna fást úr mismunandi þykkum bjálkum, heíluðum eða sívöl- um. -em Fólk er mikið fyrir náttúrulegar vörur um þessar mundir og því líður afar vel í timburhúsunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.