Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1998, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1998 Préttir Kjaradeila fangavarða: Skila uppsögnum á föstudag - enginn ágreiningur um starfsmatið en okkur sagt að peningar séu ekki til, segir trúnaðarmaður fangavarða Aðlögunarsamningar fangavarða við Fangelsismálastofhun sem átti að vera lokið fyrir l. apríl sL eru enn ógerðir. Haraldur Amgrímsson, trún- aðarmaður fangavarða á Litla- Hrauni, segir að ekki sé ágreiningur um að fangaverðir gegni sérhæfðum störfum og hafi mannaforráö og skuli fá laun samkvæmt því og í samræmi við kjarasamninga. Því einu sé borið við af hálfu Fangelsismálastofnunar og dómsmálaráðuneytisins að ekki séu til peningar til að greiða þeim þessi laun. Hann segir að langflestir fangavarðanna, sem eru alls 99 á land- inu öllu, hafi ákveðið að segja upp störfum um mánaðamótin. Leysist máliö ekki í þessari viku verði upp- sagnarbréfunum safnað saman og þeim skilað til Fangelsismálastofnun- ar á föstudag og fangaverðimir hætti þá væntanlega störfum þann 1. febrú- ar. Haraldur var spurður hvort auð- velt yrði að manna stöður þeirra fangavarða sem hugsanlega hætta. Hann sagði að raunin væri önnur því að þegar síðast var auglýst eftir um- sóknum um þrjár fangavarðastöður í Reykjavík hefði tekist að manna tvær. Sú þriðja væri ómönnuð enn. Haraldur sagði það misskilning sem kom fram við utandagskrárum- ræður um kjaramál fangavarða á þingi í síðustu viku að þeir væra inn- an A-ramma ríkisstarfsmanna en ættu heima innan B-ramma. A-rammi gildi fyrir almenn störf undir annarra stjóm, en B-rammi er fyrir sérhæfð störf með mannaforráðum. Samið hefði verið um þessa ramma í síðustu kjarasamningum og um að í sam- ræmi við þá ætti síðan að gera aðlög- unarsamninga innan hverrar stofnun- ar. Ekki væri ágreiningur milli deilu- aðila um að fangaverðir ættu heima í B-ramma. Deilan snerist aðeins um það að Fangelsisstofnun segist ekki eiga aura til að greiða laun í sam- ræmi við B-rammann, sem þýddi um 20-30% launahækkun fangavarðanna. „Þar stendur hnífúrinn í kúnni. Okk- ur finnast þetta hins vegar engin rök. Það þýðir lítið að gera kjarasamninga ef ríkið ætlar síðan ekki að standa við þá,“ segir Haraldur Amgrímsson. -SÁ Blóðvökvi nýttur í lyfjaframleiðslu Stórt skref fyrir Blóðbankann: „Nú erum við loksins komin með þann tækjabúnað sem þarf til að geta nýtt blóðvökva fslenskra blóðgjafa til lyfjaframleiðslu," segir Sveinn Guðmunds- son, forstöðulæknir Blóðbankans. DV-mynd Teitur Lokaspretturinn er hafinn hjá Blóðbankanum við að vinna blóð- vökva sem síðan verður hægt að nýta í lyfjaframleiðslu. Blóðvökvinn er verðmætt hráefni þar sem skortur er á honum til lyfjaframleiöslu í heiminum. Blóöbankinn er að leggja sitt í púkkið á heimsvísu þótt hann sé lítill hluti í heildarsamhengingu. Talið er að um 75% blæðara í heim- inum, sem þurfa m.a. storkuþáttinn faktor VIII til að koma í veg fyrir ör- kiunl eða dauða, njóti ekki fullnægj- andi meðferðar. Faktor VIII er unn- inn úr blóðvökva. Undirbúningm- verkefnisins hófst fyrir þremur árum og hefur Blóð- bankinn þurft að uppfylla alþjóðleg skilyrði til að fá aö nýta blóðvökva úr blóðgjöfum. „Þegar blóðgjafi gefur blóð er hægt að vinna úr því í meginatriðum þrjá blóðhluta," segir Sveinn Guð- mimdsson, forstöðulæknir Blóðbank- ans. „í fyrsta lagi era það rauðkom- in sem við þekkjum almennt sem blóð. Það er hægt að geyma við kæli- skápahita í sex vikur. í öðra lagi eru það blóðflögur sem oft era notaðar við krabbameinsmeðferðir, við flóknar aðgerðir auk þess sem þær hjálpa til við storkmm blóðs. í þriðja lagi er það blóðvökvinn. Um er að ræða glæran vökva sem inniheldur ýmis prótein en hann er hægt að nýta í tvennum tilgangi; annars veg- ar er hann notaður í sjúklinga, en það hefur verið gert vun árabil, en hins vegar er hægt að nýta blóö- vökvann til lyfjaframleiðslu. Nú erum viö loksins komin með þann tækjabúnað sem þarf til að geta nýtt blóðvökva íslenskra blóðgjafa til lyfjaframleiðslu. Það þarf að snögg- frysta blóðvökvann þannig að storkuþættimir haldi sínum gæð- um.“ Úr blóðvökva er m.a. hægt að vinna próteinið albumin sem er m.a. notað hjá branasjúklingum, i sumar aðgerðir og við vissa sjúkdóma. Úr blóðvökva er líka unnið immúnógló- búlín sem notað er í meðferð við meðfæddum ónæmisgöllmn auk þess sem það er í vaxandi mæli notað við meðferð annarra sjúkdóma svo sem bólgusjúkdóma og sjálfsónæmissjúk- dóma. Það er líka hægt að vinna storkuþætti úr blóðvökva. Þekktast- ur er faktor VIII en hann er til dæm- is notaður í meðferð blæðarasjúk- linga. Sveinn segir að það sé stórt skref fyrir Blóðbankann að geta sýnt og sannað íslenskum blóðgjöfum hvað hægt er að vinna úr blóði þeirra. „Okkur finnst þetta líka undirstrika fyrir almenningi og heilbrigðisyfir- völdum mikilvægi þess sem blóðgjaf- ar era að gera. Við teljum að þetta verkefni sé mikilvægt í þjóðhagslegu tiUiti." -SJ Botnlausar skuldir Dagfarí Alveg er það maka- laust hvað fólk leyfir sér. Horfið til að mynda á ástandið í skuldamálum heimil- anna. Samkvæmt upp- lýsingum Ráðgjafar- stofunnar um fjármál heimilanna er gríðar- leg aðsókn frá fólki sem veit ekki skulda sinna tal. Þama er fólk búið að eyða og sóa fjármunum sinum langt umfram eignir og veður svo inn á þessa virðulegu skrifstofu á skítugum skónum og heimtar hjálp. Leyfir sér meira að segja að halda því fram að það hafi ekki fundið fyrir góð- ærinu. Heldur að það geti keypt hvað sem er! Veit fólkið ekki að það ríkir mikið góöæri í land- inu? Við vöðum í peningum, enda ganga öll hlutabréf út sem sett eru á markað. Kaupgetan er mikil, viðskiptahallinn við útlönd hefur aldrei verið meiri og ríkisstjómin verður að grípa til sérstakra aðgerða til að hvetja fólk til að spara. Almenningur á svo mikla peninga milli hand- anna að hann kann ekki fótum sínum forráð og eyðir og eyðir og gleymir að spara. Það ríkir góð- æri til lands og sjávar og góðærið er svo mikið að fátækt fólk telst á fingram annarrar handar. Að vísu finnast fleiri fátækir hér heldur en í ná- grannalöndunum en það er þá bara vegna þess að fólk kann ekki að fara með peningana sína. Þetta eru sjálfskaparvíti. Svo kórónar þetta sama fólk sinn eigin aumingjaskap með því að standa í bið- röðum hjá Ráðgjafarstofunni og heimta úrlausn- ir á vanda sínum. Ætlast til að ráðgjafar leysi úr honum og bjargi fjármálunum, eftir að þetta sama fólk hefur annaðhvort skilið eða veikst eða ekki fengið vinnu, nú, eða þá eytt umfram eignir. Fimmtán raðgreiðslusamningar á mán- uði. Hugsið ykkur. Hvemig er hægt að ætlast til þess að ein lítil ráðgjafarstofa leysi úr þessum vandræðum öllum? Auðvitað á að loka henni og láta fólkið sjá um sig sjálft. Það hefur verið sannað fyrir löngu að það þarf enginn að vera fátækur í góðærinu og góðærið er um allt. Auk þess er framboöið á lánum og rað- greiðslum svo yfirgengilegt að það nær ekki nokkurri átt. Ef bankamir lána svona mikla peninga og treysta fólki til að greiða til baka þá eiga þeir að súpa seyðið af lánveitingum en ekki fólkið sem lætur bankana gabba sig til að taka lán. Og hvað er líka fólk að kaupa og eyða og fjár- festa í mat og öðrum óþurftum þegar nær er fyr- ir þetta fólk að safna fé og spara og kaupa hluta- bréf? Það er alveg út í bláinn að eiga ekki fyrir skuldum. Það bara stenst ekki í góðærinu. Þjóðin á að vita þetta. Þaö er búið að segja henni það margoft. Það sem ráðgjafarstofan getur gert er að loka og hengja upp spjald á hurðina og segja: Far- ið og leitiö og sjá, þið munuð finna góðærið!! Dagfari Stuttar fréttir i>v Tónlistarskólar sameinaöir í Víkurfréttum kemur frarn að á bæjarráðsfúndi Reykjanesbæjar 14. október hafi verið samþykkt tillaga um að sameina tónlistarskólana í Keflavík og Njarövík frá og með 1. september á næsta ári. Skólinn á að heita Tónlistarskóli Reykjanesbæj- ar. Ganga Magnús Leó- poldsson fast- eignasali segir í fasteignablaöi Morgunblaðsins að yfirleitt gangi jarðasölur hægt fyrir sig og að þær eigi sér gjaman langan aðdraganda. Að imd- anfómu hefúr verð á þeim heldur verið að hækka þótt það sé ekki mikið. Hann segir jafnframt að mis- munandi sé hve jarðimar séu skuld- settar. Vilja forgang í piáss Dagur segir frá því að bæjarstjórn Ólafsfjaröar hafi samþykkt tillögu Sigurjóns Magnússonar bæjarfull- trúa um að bæjarstjóm beini þeirri áskorun til útgerðarfélaganna Þor- móðs ramma og Garðars Guð- mundssonar að þau sjái til þess að heimamenn hafi forgang að plássi á skipum þeirra þar sem því verður við komið. Gáfu björgunarbúnaö Nýlega afhenti Kiwanisklúbbur- inn Hof í Garði björgunarsveitinni Ægi að gjöf björgunarbúnaö að and- viröi rúmlega 100.000 krónur. Um er að ræða ný björgunarvesti til notk- unar á björgunarbátum sveitarinn- ar, leitarljós og fyrstu hjálpar tösk- ur. Víkurfréttir greindu frá. Fó komiö á gjöf Þótt vetrn- sé nýbyrjaður er fé komið á gjöf í Húnavatnssýslum. Viðmælendur Dags segja að það sé óvenjulegt og hafi ekki gerst í ára- tugi ef undanskilið er haustiö og áhlaupið í október 1995. Spjórinn nú kvað vera orðinn mun meiri en hann var mestur þá. Þróunin var fyrirséð Morgunblaöið greinir frá því að Grétar Þorsteins- son, forseti Al- þýðusambands ís- lands, segi að mismunandi launaþróun á al- mennum mark- aði og hjá opinberum starfsmönnum og bankamönnum komi ekki á óvart Hann segir að þróunin hafi verið fyrirséð í Ijósi atburðarásar- innar frá því samningar voru gerðir á síöasta ári. Mesti afli Nú er gósentið hjá sumum sjó- mönnum en kolmunnaaflinn er að nálgast 100.000 tonna markið og vantar einungis um 5.000 tonn til að það hafist. Þaö er nú þegar mesti afli sem íslensk skip hafa fengið á einni vertíð. Dagur greindi frá. Auölindargjald innleitt Á fúndi Vísis, félags skipstjóm- armanna á Suð- umesjum, um veiðileyfagjald og verðlagsmál kom fram ótti sjó- manna við álagn- ingu veiði- leyfagjalds í óbreyttu fiskveiðistjóm- unarkerfi. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Farmanna- og fiskimanna- sambands íslands, sagði að einhvers konar auðlindargjald yröi innleitt hér á landi á næstu öld. Morgun- blaðið greindi frá. Vilja umhverfismat Dagur segir frá þvi að hrepps- nefnd Fljótsdalshrepps vflji að Fljótsdalsvirkjun fari í lögformlegt umhverfismat. Enn fremur segir að hreppsnefndin hafi fyrir skömmu samþykkt ályktun þar sem því var beint tfl stjómvalda og Landsvirkj- unar að beita sér fyrir því að svo verði en ef Jökulsá í Fljótsdal verð- ur virkjuð verður virkjunin í hreppnum. -SJ hægt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.