Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1998, Side 29
DV MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1998
29
Örn Árnason er eini leikarinn í leikrit-
inu.
Gamansami
harmleikurinn
Á síðasta leikári var frumsýnd-
ur á Litla sviði Þjóðleikhússins
einleikurinn Gamansami harm-
leikurinn. Viðtökur voru mjög góð-
ar og var hann sýndur fram á sum-
ar. Sýningar eru hafhar aftur á
þessu vinsæla verki og er næsta
sýning á Litla sviðinu annað
kvöld. Örn Ámason er eini leikar-
inn í verkinu og félagi hans í
Spaugstofunni, Sigurður Sigur-
jónsson, leikstýrir. Höfundar eru
Eve Bonfanti og Yves Hunstad sem
bæði era leikarar og hafa einnig
fengist við að semja og leikstýra.
Friðrik Rafnsson þýddi verkið og
Gretar Reynisson gerði leikmynd.
Leikhús
Gamansami harmleikurinn lýsir
á hnyttinn hátt glímu leikarans
við hlutverkin, áhorfendur og sjálf-
an sig. Áhorfendum er boðið um
stund inn í heim leikhússins, spáð
er í liflð, ástina, gleðina, vonina.
Sólheimar í Grímsnesi.
Dekurdagar á
Sólheimum
Dekurdagar á Sólheimum verða
helgina 6.-8. nóvember og er það ætl-
að þeim sem finna orðið fýrir
skammdeginu og vilja láta sér líða
betur. Ábyrgð á eigin heilsu er fyrir-
lestur sem Þorsteinn Njálsson lækn-
ir heldur og þá er boðið upp á
tveggja daga jóganámskeið með Ás-
laugu Höskuldsdóttm- jógakennara,
gistingu í tvær nætur, fallegar
gönguleiðir, líkamsræktaraöstöðu og
grænmetisrétti. Nánari upplýsingar
er að fá á Sólheimum í Grímsnesi.
Samkomur
Kvikmyndaklúbbur
Alliance Francaise
í kvöld kl. 21 verður sýnd í Aust-
urstræti 3 kvikmyndin Les Paimes
de M. Schutz eftir Claude Pinoteau,
en hún segir frá Pierre og Marie
Curie, sem uppgötvuðu radíumið. í
aðalhlutverkum eru Charles Berling
og Isabella Huppert.
Samtök psoriasis- og
exemsjúklinga
Fræöslufundur verður i kvöld kl.
20 á Grand Hóteli við Sigtún. Helgi
Valdimarsson flytur erindi um arf-
gengi psoriaris, Kristján Erlendsson
um miðlægan gagnagrunn og Jón
Hjaltalín Ólafsson húðsjúkdóma-
læknir svarar fyrirspurnum.
ITC-deildin Melkorka
Fundur verður í Menningarmið-
stöðinni Gerðubergi í kvöld kl. 20.
Fundurinn er öllum opinn.
Staða kvenna í háskóla-
samfélaginu
í hádeginu á morgun milli kl. 12
og 13 verður Þorgerður Einarsdóttir
gestur á rabbfundi Rannsóknastofu
í kvennafræðmn í stofu 201 í Odda.
Yfirskriftin er Staða kvenna í há-
skólasamfélaginu - norrænn saman-
burður.
Sveim í svart/hvítu
Á Unglistahátíðum undanfarinna
ára hefur ávailt verið boðið upp á
Sveim í svart/hvítu og er engin
undantekning í ár. Sveim í
svart/hvítu verður í Loftkastalan-
um í kvöld kl. 20 og er ffítt inn.
Sýndar verða tvær svart/hvítar
kvikmyndir við undirleik rafrænn-
ar tónlistar. Kvikmyndimar sem í
kvöld verða sýndar eru Pandoras
Box frá árinu 1928, leikstýrð af G.W.
Pabst, undírleikarara Nóva og Múm
og Siegfried (Sigurður Fáfhisbani),
sem er hluti af Die Nibelimgen ffá
1924, leikstýrð af Fritz Lang, undir-
leikarar Biogen og Hilmar Jensson.
Skemmtanir
Hunang á
Gauknum
Lifandi tónlist er í kvöld sem og
öll kvöld á skemmtistaðnum Gauki
á Stöng í Tryggvagötunni. Síðastlið-
in tvö kvöld hefur ný hljómsveit,
Interstate, skemmt gestum á Gaukn-
um með fönkaðri „instrumental"
tónlist og í kvöld er komið að gaml-
reyndum kempum í hljómsveitinni
Hunang að halda uppi fjörinu á
Gauknum. Hunang er gleði-popp-
sveit sem leikur tónlist sem aúir
geta sætt sig við með vinsæla er-
lenda tónlist í bland við frumsamið.
Hunang mun einnig skemmta ann-
að kvöld á Gauknum.
Kaffi Reykjavík
Dúettinn Rut Reginalds og Birgir
Birgis skemmtir á Kaffí Reykjavík í
kvöld, Næsu þrjú kvöld mun svo hin
vinsæla hljómsveit Sixties skemmta
gestum á Kaffi Reykjavík.
Hunang leikur á Gauki á Stöng í kvöld og annað kvöld.
Veðrið í dag
Hiti fyrir ofan
frostmark
í dag verður norðlæg átt, kaldi og
sums staðar stinningskaldi, en þó
hægviðri norðan- og norðaustan-
lands fram eftir degi. Smáél norð-
vestan- og vestanlands og einnig
austast á landinu, en annars úr-
komulaust og á Suðurlandi er áfram
gert ráð fyrir bjartviðri. Norðvestan
stinningskaldi með snjókomu norð-
an- og norðaustanlands í nótt. Sums
staðar talsvert frost í innsveitum,
en hiti vfðast ofan frostmarks á lág-
lendf yfir miðjan daginn.
Á höfuðborgarsvæðinu verður
norðan- og norðvestangola eða
kaldi, skýjað með köflum en úr-
komulaust. Norðaustankaldi og létt-
ir til síðdegis. Hiti 1 til 3 stig, en um
eða undir ffostmarki í nótt.
Sólarlag í Reykjavík: 17.25
Sólarupprás á morgun: 09.00
Síðdegisflóð í Reykjavík: 24.16
Árdegisflóð á morgun: 00.16
Veðrið kl. 6
i morgun:
Akureyri léttskýjaö -4
Akurnes alskýjaö 2
Bergsstaöir húlfskýjaö -2
Bolungarvík rigning 1
Egilsstaöir -2
Kirkjubœjarkl. léttskýjaö 0
Keflavíkurfl. skýjaö 2
Raufarhöfn snjóél -1
Reykjavík skýjað 2
Stórhöföi léttskýjaö 1
Bergen skúr 4
Kaupmhöfn alskýjaö 8
Algarve heiöskírt 15
Amsterdam skúr 14
Barcelona heiöskírt 12
Dublin skýjaö 7
Halifax skýjaö 8
Frankfurt rign. ú síö. kls. 12
Hamborg rigning 9
Jan Mayen skýjaö 3
London rigning 13
Lúxemborg rigning 11
Mallorca léttskýjaö 9
Montreal léttskýjaö 10
New York
Nuuk skýjaö -3
Orlando
París rigning og súld 15
Róm léttskýjaö 11
Vín skýjaö 8
Washington
Winnipeg heiöskírt -2
Vegir víðast
færir
Snjór eða snjóþekja er á vegum þar sem snjóað
hefur mikið, þá leynist víða hálka eða hálkublettir,
að öðru leyti eru þjóövegir færir. Lágheiði er ófær
og þegar austar dregur eru Öxarfjarðarheiði, Hell-
Færð á vegum
isheiði eystri og Mjóafjarðarheiði einnig ófærar. Á
leiðinni Reykjavík-Akureyri er víða snjóþekja og
hálkublettir og svo er einnig á Hellisheiðinni og í
Þrengslum þegar farið er frá höfuðborginni.
Skafrenningur
m Steinkast
E) Hálka 0 Vegavinna-aögát 0 Öxulþungatakmarkanir
H Þungfært (§) frært fjallabflum
C^) Ófært
*
m
Astand vega
v*
Björn Grétar
Á myndinni eru systk-
inin Guöný Ellen, fjög-
urra ára gömui, og Björn
Grétar. Hann fæddist 2.
júní síðastliðinn kl. 8.07 á
Barn dagsins
Fjórðungssjúkrahúsinu í
Neskaupstaö. Bjöm Grét-
ar var 4720 grömm og 57
sentímetra langur. For-
eldrar þeirra eru Svan-
hildur Agnarsdóttir og
Sveinn Brimir Björnsson
og er fjölskyldan búsett á
Eskifírði.
Leslie Nielsen fær ýmíslegt lánaö
úr öörum kvikmyndum. Hér er
hann kominn f kunnuglegar stell-
ingar úr The Fugitive.
Kærður saklaus
Hinn óborganlegi Leslie Niel-
sen leikur aðalhlutverkið i Kærð-
ur saklaus (Wrongfully Accused)
sem sýnd er í Sam-bíóunum og
Regnboganum. Nielsen er í mikl-
um ham sem fiðlusnillingurinn
Ryan Harrison sem flækist í vef
fagurrar konu sem skilur hann
eftir í súpunni þegar hún hefúr
vafið vef sinn. Söguþræöinum má
lýsa í einni setningu: „Hveraig fer
heimsfrægur fiðluleikari aö að
sanna sakleysi sitt eftir að kyn-
þokkafull og glæsileg kona ásamt
einhentum, einfættum og eineygð-
um hryðjuverkamanni hefur kom-
ið því svo fyrir að hann er ákærð-
ur fyrir að hafa myrt
framkvæmdastjóra ////////,
Kvikmyndir
Sameinuðu þjóðanna.
Leslie Nielsen er
einn reyndasti leikarinn í brans-
anum, hefur leikið í yfir sextíu
kvikmyndum og komið ffarn og
leikið í yfir fimmtán hundruð
sjónvarpsþáttum. Þetta hafði
hann í rauninni allt gert áöur en
hann hlaut verðskuldaða frægð
fyrir leik sinn í Airplane, þá kom-
inn á sjötugsaldurinn.
Nýjar myndlr 1 kvtkmyndahúsum:
Bióhöllin: Kæröur saklaus
Bíóborgin: A Perfect Murder
Háskólabíó:Primary Colors
Háskólabíó: Smáir hermenn
Kringlubíó: Fjölskyldugildran
Laugarásbíó: The Truman Show
Regnboginn: Halloween: H20
Stjörnubíó: Vesalingarnir
Krossgátan
1 2 3 4 5 6 7
8 9
10 11
12 13
14 16 16
17
18 19
Lárétt: 1 ljósker, 5 áköf, 8 ávöxtur-
inn, 9 snemma, 10 forsögn, 11 menn,
12 konunafn, 13 afhenti, 14 jata, 16
skóli, 17 skarða,18 tré, 19 tröll.
Lóðrétt: 1 tínir, 2 eðlis, 3 kjötkássa,
4 gekkst, 5 látbragð, 6 grama, 7
hindrun, 12 æsa, 13 jarðsprungu, 15
þroskastig, 16 skraf.
Lausn á síðustu krossgátu:
Lárétt: 1 hjaðna, 7 ló, 8 flagg, 10 art,
11 ómak, 13 unun, 15 æti, 16 párar,
17 ós, 18 aða, 20 riða, 21 ei, 22 ræðin.
Lóðrétt: hlaupa, 2 jór, 3 aftur, 4
nam, 5 agat, 6 og, 12 kisan, 14 náði, *
15 ærið, 17 óði, 19 ar.
Gengið
Almennt gengi LÍ 28. 10. 1998 kl. 9.15
Eininq Kaup Sala Tollnenqi
Dollar 68,930 69,290 69,600
Pund 115,480 116,070 118,220
Kan. dollar 44,670 44,950 46,080
Dönsk kr. 10,9800 11,0380 10,8700
Norsk kr 9,3340 9,3860 9,3370
Sænsk kr. 8,8050 8,8530 8,8030
Fi. mark 13,7230 13,8040 13,5750
Fra. franki 12,4500 12,5210 12,3240
Belg. franki 2,0227 2,0349 2,0032
Sviss. franki 51,4200 51,7000 49,9600
Holl. gyllini 37,0100 37,2300 36,6500
Pýskt mark 41,7500 41,9700 41,3100
ít. lira 0,042400 0,04266 0,041820
Aust. sch. 5,9320 5,9680 5,8760
Port. escudo 0,4069 0,4095 0,4034
Spá. peseti 0,4911 0,4941 0,4866
Jap. yen 0,587100 0,59070 0,511200
irskt pund 103,900 104,540 103,460
SDR 96,930000 97,51000 95,290000
ECU 82,1300 82,6300 81,3200
Simsvari vegna gengisskráningar 5623270