Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1998, Síða 2
2
MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1998
Fréttir
Stuttar fréttir dv
Forsætisráðherra reiður vegna milljarðs útsvarshækkunar borgarinnar:
Hirða skattalækkunina
Forsætisráðherra, Davíð Odds-
son, sagði í samtali við DV í gær-
kvöldi að aðgerðir sem Reykjavík-
urlistinn gerir tillögur um í frum-
varpi að fjárhagsáætlun borgarinn-
ar, séu óskammfeilnar.
„Ég hef afskaplega miklar áhyggj-
ur af þessu vegna þess að þarna er
verið að hafa af fólki skattalækkun
sem búið var að lofa í þremur áfong-
um. Ríkið stendur við hana en það
mun ekki koma fram á launaseðlum
fólksins vegna þess að borgin ætlar
að hirða þessa skattalækkun ríkis-
ins,“ sagði Davíð Oddsson.
Ætlunin er að skattleggja Reyk-
víkinga um 975 milljónir króna með
þvi að fara nánast upp í topp með
útsvarsprósentuna sem hækkar um
0,75% og verður 11,99%. Þá er lagt
til að skuldsetja orkufyrirtækin upp
á milljarða.
„Skattalækkunin sem ríkið er að
framkvæma á að koma til fram-
kvæmda 1. janúar. Hana ætlar R-
listinn að hirða að fullu upp í eyðslu
hjá sér. Það gerir það að verkum að
Reykvíkingar missa af skattalækk-
uninni og öllum kjarasamningum
er teflt í tvísýnu," sagði forsætisráð-
herra í gærkvöldi.
DV spurði forsætisráðherra um
veðsetningu Hitaveitu og Rafmagns-
veitu. Ráðherrann sagði að ef eigna-
myndunin væri svo mikil í þessum
fyrirtækjum þá væri ráðið væntan-
Davíð Oddsson forsætisráðherra -
hefur miklar áhyggjur þegar samn-
ingsbundinn skattafsláttur úr ríkis-
sjóði fer rakleiðis í borgarsjóð.
lega að lækka gjaldskrárnar.
„Ég hef miklar efasemdir um að
þetta fái staðist með góðu móti. Það
er verið að veðsetja þessi fyrirtæki,
ekki til að efla þau, þetta eru einok-
unarþjónustufyrirtæki. Að skuld-
setja þau með þessum hætti, veð-
setja þau og hirða afraksturinn í
borgarsjóð í eyðslu er afskaplega
sérkennilegt. Það má ekki gleyma
því að bæði ríki og borg eru að
græða stórkostlega peninga af
miklu meiri veltu en áður var í
þjóðfélaginu. Ég furða mig á öllum
þessum aðgerðum," sagði Davíð.
Ráða ekki við fjármáiastjórn
„Það er greinilegt að R-listinn
hefur gefist upp á fjármálastjóm-
inni í Reykjavík. Það er ekki nóg að
með þessum hætti sé verið að sækja
nærri þúsund milljónir króna til
viðbótar í álögum á borgarbúa,
heldur er fyrirhugað á næsta ári að
skuldsetja nýtt sameinað orkufyrir-
tæki um alla vega 4 milljarða króna.
Heimildin, sem tillagan gengur út á
i borgarráði um niðurfærslu eigin
Qár fyrirtækisins, virðist fela í sér
heimild til allt að 10 milljarða króna
skuldfærslu. Okkur sjálfstæðis-
mönnum sýnist það ekki gott vega-
nesti fyrir nýtt fyrtæki," sagði Inga
Jóna Þórðardóttir, oddviti sjálfstæð-
ismanna í borgarstjórn, í gær-
kvöldi.
Inga Jóna sagði að peningamál R-
listans væra óskiljanleg. Greinilega
væru hlutir látnir ganga sjálfkrafa
fyrir sig. Skattahækkanir dynji yfir
á hverju kjörtímabili, sorpræsa-
gjaldið á síðasta kjörtímabili og
núna, hálfu ári eftir kosningar, eru
samningsbundnar skattalækkanir
reykvískra launþega hirtar um leið
og þær eiga að bæta hag fólksins.
„Ef einhvers staðar er hægt að
láta menn njóta lágmarksálagning-
ar, þá á það að vera í stærsta sveit-
arfélaginu. En þama er algjör upp-
gjöf af hálfu R-listans að takast á við
að stjóma borginni miðað við þess-
Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti sjálf-
stæðismanna - R-listinn ræður ekki
við fjármálastjórn, jafnvel ekki í góð-
æri.
ar forsendur," sagði Inga Jóna Þórð-
ardóttir. „Það er góðæri, það eru
miklar tekjur og tekjuaukning,"
segir Inga Jóna.
Hún segir að blekkingar séu á
ferðinni þegar óþægilegar tölur eru
fluttar af borgameikningum til
borgarfyrirtækja. Slíkt rugli allan
samanburð og gefi ekki sanna
mynd.
Aukafundur er í borgarstjóm
Reykjavíkur í dag. Inga Jóna sagði
að fulltrúar sjálfstæðismanna
mundu láta heyra vel í sér við það
tækifæri. -JBP
Það styttist í áramótin og þá er að sjálfsögðu áramótaskaupið sýnt. Mikil leynd hvílir venjulega yfir efni skaupsins
en Ijósmyndari DV náði þó þessari mynd við upptökur nýlega. Leikararnir Ingvar Sigurðsson og Steinunn Ólína Þor-
steinsdóttir sjást hér í hlutverkum sínum í skaupinu. Lengst til vinstri sést leikstjórinn, Egill Eðvarðsson.
DV-mynd Hilmar Þór
Húsfyllir á fundi um verndun hálendisins:
Almenningi er ofboðið
- segir Birgir Sigurðsson, forsvarsmaður náttúruverndarsinna
Besta leiðin -
en hún kostar
peninga
- segir Ingibjörg Sólrún
Ríkið hefur ýmist verið að
skerða tekjur sveitarfélaga eða
koma yfir á þau verkefnum sem
kostað hafa um 2 milljarða á ári
allt ffá árinu 1990. Þetta kemur
fram í skýrslu um samskipti rík-
ais og sveitarfé-
laga sem var
ina. Ingibjörg
dóttir borgar-
samtali við DV í
Ingibjörg gærkvöld að
Sólrún þetta hlyti ein-
Gísladóttir. hvers staðar að
koma niður.
“Ef menn vilja sýna ábyrgð í
fjármálum sveitarfélaganna þá er
ekkert annað að gera en að
hækka útsvarið. Við höfum boðið
upp á ákveðinn afslátt af útsvar-
inu, sömu prósentu og Seltjamar-
nes og Garðabær, 11,24%, en höf-
um fengið miklu minna á hvem
mann,“ sagði Ingibjörg Sólrún.
“Reykjavík stóð andspænis
þrennu: Að taka lán og velta því
á framtíðina. í öðru lagi að skera
niður, sem kæmi niður á þjón-
ustu við barnafólk, félagslega
þjónustu, eða viðhald. Þriðja leið-
in er þessi, og hana munum við
fara - en hún kostar peninga,"
sagði Ingibjörg. Hún sagðist
reikna með hörðum viðbrögðum
á fundinum í kvöld.
Um er að ræða 0,7% hækkun á
útsvari, sem þýðir 7 þúsund
krónur á milljónina. -JBP
Sparkað í
höfuð
Ungur maður hlaut slæma áverka
á höfði eftir átök fyrir utan skemmti-
staðinn Gauk á Stöng í fyrrinótt.
Átök urðu á milli mannsins og
annars sem sló hann í jörðina og
sparkaði síðan í höfuð hans. Árás-
armaðurinn var handtekinn en fóm-
arlambið flutt á slysadeild. Áverkar
mannsins vom ekki taldir alvarlegir.
Árásarmaðurinn hlaut einnig minni
háttar áverka í átökunum. -RR
Rúmlega þúsund manns mættu á
almennan fund um vemdun hálendis-
ins sem ýmis náttúruverndarsamtök,
útivistarfélög og einstaklingar sem
mynda svokallaðan Hálendishóp
stóðu fyrir í Háskólabíói á laugardag-
inn. Yfirskrift fundarins var „Með
hálendinu - gegn náttúruspjöOum" og
var meginmarkmið fundarins að efla
samstöðu náttúruunnenda um vernd-
un miðhálendisins.
Að sögn Birgis Sigurðssonar, for-
ystumanns hópsins, var mikil stemn-
ing á fundinum og greinilegt að fólki
var umhugað um þessi mál. „Mér er
óhætt að segja að ég hafi sjaldan ver-
ið á fundi þar sem stemningin var
betri og ályktun okkar um vemdun
miðhálendisins var samþykkt með
kröftugu lófaklappi."
Mikið hitamál
Fundarmenn lýstu m.a. yfir ein-
dreginni andstöðu við fyrirhugaðar
stórvirkjanir á miðhálendinu og mót-
mæltu harðlega áformum Landsvirkj-
unar um að skerða friðland Þjórsár-
vera og sökkva Eyjabökkum undir
miðlunarlón eins og það var orðað.
„Fólki í landinu er einfaldlega ofboð-
ið vegna þessara fyrirhuguðu virkj-
unarframkvæmda á miðhálendinu
sem munu valda stórtjóni á náttúr-
unni og lífríkinu þar. Þetta er mikið
hitamál og verður það á meðan
hvorki stjórnvöld né Landsvirkjun
slá af hugmyndum sínum um virkjan-
ir. Þegar ferðamaður stendur við
Eyjabakka og horfir
yfir þessa miklu
gróður- og fugla-
paradís óskar hann
þess að þetta svæði
verði ósnortið um
aldur og ævi. En
þegar Halldór Ás-
grímsson, formaður
Framsóknarflokks-
ins, stendur á þess-
um sama stað telur
hann að Eyjabökkum verði að fórna
því ávinningurinn sé miklu meira en
tapið,“ sagði Birgir Sigurðsson.
Landsvirkjun ekki boðið
Landsvirkjun óskaði eftir því við
fundarmenn að fá að koma sínum
sjónarmiðum á framfæri á fundinum
í Háskólabíói en því var hafnað.
„Mjög margir sem ég hef hitt á fórn-
um vegi hafa lýst yfir óánægju sinni
með þann einhliða málflutning sem
Hálendishópurinn
hefur komið ffam
með. Það er auðvit-
að ekkert við því að
segja að sjónarmið-
um Landsvirkjunar
hafi verið hafnað á
þessum fundi en
það sýnir hversu
einhliða þessi mál-
flutningm- er og
áhugi forystumanna Hálendishópsins
á málefnalegri umræðu lítill,“ segir
Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjóm-
arformaður Landsvirkjunar.
Að sögn Jóhannesar Geirs verður
þessi fundur ræddur innan stjórnar
Landsvirkjunar en ekki er búist við
beinum viðbrögðum viö honum. Hins
vegar megi e.t.v. búast við öflugri
kynningu á sjónarmiðum Landsvirkj-
unar á næstunni. -GLM
Birgir
Sigurösson.
Jóhannes Geir
Sigurgeirsson.
Aætlunum breytt?
Finnur Ingólfsson iðnaðarráð-
herra telur að mögulegt sé að
breyta áætlun-
um um virkjan-
ir á hálendinu.
Hann segir að
dýrari virkjun-
armöguleikar
sem munu valda
minni umhverf-
isspjöllum gætu
sætt sjónarmið umhverfisverndar-
sinna og þeirra sem vUja virkja á
hálendinu. Stöð 2 greindi frá.
Bærinn vill samstarf
Kópavogsbær hefur óskað eftir
að fá að vera með í samstarfi um
nýtingu jarðvarma og orkusölu.
Þar með viU bærinn slást í för með
hitaveitum Suðurnesja, Hafnaijarð-
arbæjar, Garðabæjar og Bessa-
staðahrepps. RÚV greindi frá
þessu.
Gler deyfir hávaða
Hljóðeinangrað gler sem deyfir
hávaða frá umferð hefur verið
reynt á Akureyri með góðum ár-
angri. Ekki hefur slíkt gler verið
reynt við MUdubrautina, en mikið
hefur verið kvartað yfir umferðar-
hávaða við þá götu. Sjónvarpið
greindi frá þessu.
Ánægð með tillögur
Guðrún Agnarsdóttir, yfirlæknh
neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb
kynferðisofbeld-
is á Sjúkrahúsi
Reykjavikur, er
ánægð með tíl-
lögur réttarfars-
nefndar um úr-
bætur 1 málefn-
um brotaþola í
slíkum málum.
Hún telur þær vera mikla réttar-
farsbót. RÚV sagði frá.
Leitað að mygluvíni
Höskuldur Jónsson, forstjóri
Áfengissölu rUúsins, segir að leitað
verði eftir upplýsingum um hvort
vín með myglueitri hafi verið
keypt tU landsins. Ákveðnir vín-
framleiðendur seldu slíkt vín til
Finnlands fyrir stuttu. RÚV sagði
frá þessu.
Fyrsti tónlistarsalurinn
Ný veggklæði í Hásölum Hafnar-
Uarðarkirkju vora helguð í gær.
Hásalir eru fyrsti salurinn á ís-
landi sem hannaður er sérstaklega
með tónlistarflutning í huga. Nína
Salóme vann veggklæðin og vora
þau hönnuð í samráði við arkitekta
hússins og hljóðsérfræðing. Stöð 2
sagði frá þessu.
Lúðvík vill skýrslu
Lúðvík Geirsson, oddvita F-list-
ans i minnihluta bæjarstjórnar í
Hafnarfirði, er farið að lengja eftir
skýrslu frá fulltrúum Hafnarfjarð-
arbæjar í stjórn Jarðgufufélagsins.
Hann telur að bæjarstjórn sé ekki
búin að afgreiða útgöngu Hafnfirð-
inga úr félaginu. RÚV greindi frá.
Munur á heilsu barna
Marktækur munur er á heUsu ís-
lenskra barna eftir stétt foreldra.
Hið sama á við annars staðar á
Norðurlöndum. Því lægri sem stétt
foreldra er, því verra er hellsufar
barna þeirra. Sjónvarpið greindi
frá.
Barnasprenging
Fimmtán böm fæddust á einum
degi á fæðingardeUd Landspítalans
siðastliðinn miðvikudag. Átta börn
fæddust á tveimur klukkustundum
og var mikUl handagangur í öskj-
unni. Fæðingarmetið á einum sól-
arhring er hins vegar 18 börn. Stöð
2 greindi frá.
Engin fjölgun á Akureyri
Akureyringum hefur ekkert
fjölgað síðan fimmtánþúsundasti
Akureyringur-
inn fæddist fyrir
tveimur árum.
Kristján Þór Júl-
íussbn bæjar-
stjóri segir að
nauðsynlegt sé
að beita handafli
til að koma vexti
Akureyrar af stað aftur. Stöö 2
greindi frá.
-KJA