Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1998, Page 4
4
MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1998
Fréttir
Mörg skip að hætta rækjuveiðum vegna hruns stofnsins:
Við verðum að fá fyrir
möndlu í jólagrautinn
- segir Gísli Skarphéðinsson, skipstjóri á Framnesi, sem stundar nú þorskveiðar
lithafsrækja
Hrun rækjuveiða
no,oö
'
'iT'í . , il.il
Tölur í kg/togtíma
jan.-apr.
maí-Ág.
sept.-nóv.
„Þetta efnahagsbandalag sem
stjórnar þessum flskveiðum og sig-
aði mönnum út í þessar veiðar fær
nú að sjá afleiðingarnar svart á
hvítu. Það eru komin tvö ár síðan
við sjómenn sáum þau teikn á lofti
að stofninn gæti farið að láta und-
an. Þá byrjaði að veiðast mun
smærri rækja og nú er komið á
daginn að hrun hefur orðið. Fiski-
fræðingar vissu af þessu en ekkert
var að gert og nú er hrun veiða
komið á daginn," segir Gísli
Skarphéðinsson, skipstjóri á togar-
anum Framnesi ÍS, sem stundað
hefur veiðar á úthafsrækju undan-
farin ár. Hrun hefur orðið í rækju-
veiðum svo sem DV hefur greint
frá. Þannig er afli á klukkustund
aðeins þriðjungur þess sem hann
var fyrir tveimur árum. Sam-
kvæmt upplýsingum Hafrann-
sóknastofnunar var rækjuafli á
klukkustund að meðaltali 200 kíló
á tímabili árið 1996 en er nú kom-
inn niður í 67 kíló. Gísli segir að
þeir á Framnesi hafi gefist
upp á þessum veiðiskap og
séu nú að veiða kola og ann-
an skrapfisk á grunnslóð.
Hann segir marga fleiri í
þeirri stöðu að hætta rækju-
veiðum.
„Það var ekkert annað að
gera en hætta þessu. Maður
verður að þéna fyrir möndl-
unni i jólagrautinn. Þetta er í
ráun alveg skelfilegt ástand.
Fjöldinn af skipum veiðir
ekki einu sinni fyrir olíu. Ég
held að þetta eigi eftir að fara
enn þá meira niður. Ég sé
ekki að það sé neitt til ráða úr
því sem komið er. Það hefur
enga þýðingu að skera niður
kvóta því aflinn fellur bara
sjálfkrafa, hverju svo sem úthlutað
er á pappírunum," segir Gísli.
„Það standa margir í þeim spor-
um að veiðarnar standa ekki undir
sér. Ég hef ekki heyrt eins mikla
svartsýni hjá mönnum og nú er.
Fjöldi skipa er líka að hætta núna,
það er ekkert um annað að ræða,“
segir hann.
Margir vilja kenna þorskinum
um það hrun sem blasir við í bæði
úthafsrækju og innfjaröarækju.
Þannig hafi offriðun á þorski orðið
til þess að nú sé rækjan í uppnámi.
Gísli vill ekki taka undir þessi sjón-
armið.
„Ég held að þetta snúist fyrst og
fremst um ofveiði á rækju og ekki
sé hægt að kenna mikilli þorsk-
gengd um. Ég er orðinn það gamall
að ég man eftir mikið meiri þorsk-
gengd á íslandsmiðum. Að þorskur-
inn sé offriðaður vil ég ekki taka
undir,“ segir Gísli.
-rt
Formaður Læknafélagsins um gagnagrunnsfrumvarpið:
Undir þingræði komið
- segir Guðmundur Björnsson - afstaða Læknafélagsins óbreytt
„Við teljum okkur hafa lagt spil-
in á borðið. Stefna og grundvall-
arafstaða okkur eru óbreytt og
skýr. Við teljum að frumvarpið sé
óásættanlegt í þeirri mynd sem
það er núna. Það þarf frekari
breytingar til að svo verði. Nú er
þetta undir þingræði komið. Al-
þingismenn þurfa að skoða málið
mjög vandlega því það er mikið
undir,“ segir Guðmundur Björns-
son, formaður Læknafélags ís-
lands, aðspurður um stöðuna í
gagnagrunnsmálinu.
Heilbrigðis- og trygginganefnd
Alþingis klofnaði sem kunnugt er í
afstöðu sinni til gagnagrunnsfrum-
varpsins á föstudag.
Lengi getur vont batnað
„Nokkur atriði eins og vísinda-
siðanefnd eru jákvæð. En það eru
samt grundvallaratriði eins og um
persónuvernd sem eru óásættanleg.
Til þess að fullnægja okkar kröfum
og skoðunum er líklegt að ekki dugi
neitt minna til en upplýst samþykki
sjúklinga, þ.e. þeir skrifi upp á það
að þeir séu tilbúnir að láta sjúkra-
gögn af hendi,“ segir Guðmundur.
Guðmundur bætti enn fremur
við: „Það sagði einn kollegi minn
um daginn þegar við vorum að
ræða gagnagrunnsfrumvarpið að
lengi getur vont batnað án þess að
vera nokkurn tímann gott.“
-RR
Frá fundi í heilbrigðis- og trygginganefnd Alþingis á föstudag. Klofningur
varð í nefndinni. DV-mynd S
Af Bárði og öðrum aulabárðum
Tveir stjórnmála-
flokkar voru stofnaðir í
síðustu viku. Báðir
frjálslyndir enda eru
vinstri flokkarnir að
sameinast í einn flokk
og þess vegna hörgull
orðinn á flokkum fyrir
frjálslynt fólk. Enda
kom fljótt í ljós að ekki
var pláss fyrir allt
frjálslynt fólk í einum
frjálslyndum flokki
sem varð til þess að
tveir flokkar voru
stofnaðir. Tveir flokkar
voru nauðsynlegir þó
ekki væri fyrir annað
en að tveir valinkunnir
menn vildu báðir verða
formenn og auðvitað er
ekki hægt að hafa tvo
formenn í einum flokki
og þess vegna var
miklu skynsamlegra að
stofna tvo flokka til að báðir gætu orðið formenn.
Annar frjálslyndi flokkurinn er fasistaflokkur
eftir þvl sem annar formaðurinn segir um þann
flokkinn sem er fasistaflokkur. Það sýnir auðvit-
að frjálslyndi frjálslyndra að þeir skuli stofna fas-
istaflokk fyrir frjálslynda fasista og þannig hefur
það sannast enn og aftur að frjálslyndi byggist á
þeirri víðsýni að umbera fasista, jafnvel þótt þeir
séu frjálslyndir. Og kannske einmitt vegna þess
að þeir eru frjálslyndir.
Þessi mikla undiralda í þjóðfélaginu í frjáls-
lyndisátt á rætur sínar að rekja til þess að frjáls-
lyndir menn una því ekki að kvótinn sé í hönd-
um fárra útvaldra. Þjóðin á kvótann segja frjáls-
lyndir, sem er alveg satt.
En þó að þjóðin eigi kvótann er ekki sama hver
eigi flokkana og þá sérstaklega þegar frjálslyndir
þegnar þessa þjóðfélags taka höndum saman um
að stofna flokka fyrir frjálslynt fólk sem er á móti
kvótanum. Kvótinn er þjóðareign en flokkarnir
eru ekki fyrir hvern sem er. Sverrir á Frjálslynda
flokkinn og Bárður á Frjálslynda lýðræðisflokk-
inn og til að útkljá þetta deilumál skiptu þeir
kvótanum af frjálslyndu fólki á milli sín. Sverrir
á þá sem tilheyra fjölskyldu hans og fyrrum sam-
starfsmenn. Bárður á þá sem ekki vilja Sverri og
aðra aulabárða, sem eru svo frjálslyndir að þeir
þola ekki einn flokk frjálslyndra. Enda er fjöld-
inn svo mikill að hann rúmast ekki á einum
fundi og í einum fundarsal og allur þessi griðar-
legi fjöldi frjálslyndra í landinu þolir heldur ekki
að vera innan um aðra frjálslynda, sem er senni-
lega glöggasta dæmið um það hvað það er erfitt
að vera frjálslyndur innan um annað frjálslynt
fólk.
En þetta gengur glatt fyrir sig og íslenskir kjós-
endur geta hrósað happi yfir þeim dáðadrengjum
sem eru tilbúnir til að fórna sér fyrir málstaðinn
með því að fóma málstaðnum til að fleiri en einn
flokkur bjóði sig fram í þágu málstaðarins.
Nú er kvótanum skipt á milli flokkanna og nú
er bara að snúa sér að hinum kvótanum sem er
sameiginlegt baráttumál þeirra flokka sem ekki
geta komið sér saman um sinn eigin kvóta.
Dagfari
Stuttar fréttir i>v
Páll Óskar ásakar Arna
Páll Óskar Hjálmtýsson ásakar
Áma Johnsen
þingmann um
aö hafa lagt
hendur á ást-
mann sinn á
Þjóðhátíð í Eyj-
um ‘96 í viðtali
við tímaritið
Testament. Páll
Óskar fer ekki fögrum orðum um
Áma í viðtalinu.
Lánasjóðurinn noröur?
Búnaðarsamband Eyjafjarðar
vill Lánasjóð landbúnaðarins
norður á Akureyri og hefur boð-
ið sjóðnum húsnæði ef af flutn-
ingnum verður. Dagur skýrði
frá.
Geislavirkni mæld
Mælingar á hinu geislavirka
efni Teknesíum-99 munu hefjast
við strendur íslands á næsta ári.
Þetta efni hefúr greinst í auknum
mæli við Noreg i sumar og talið
er að efnið geti borist með haf-
straumum hingað á skömmum
tíma. Mbl greindi frá.
Mikil sala á hlutabréfum
Síðastliðinn föstudagur var
metdagur á Verðbréfaþingi ís-
lands. Þá fóru
fram mestu við-
skipti með hluta-
bréf eins félags á
einum degi.
Þetta voru við-
skipti upp á 334
milljónir króna
með hlutabréf í
Éjárfestingarbanka atvinnulífs-
ins. Dagur greindi frá.
Löggan í eltingaleik
Aðfaranótt laugardags lenti lög-
reglan í Reykjavík í eltingaleik
við ökumann um miðbæ Reykja-
víkur. Hann reyndi að stinga lög-
regluna af og ók við það utan í
gangandi vegfaranda og rakst á
fjóra bíla. Hann náðist að lokum
og er talinn hafa verið ölvaður
undir stýri.
Skólaútgjöld hækka
Útgjöld sveitarfélaganna vegna
skólareksturs hækkuðu úr 7 millj-
örðum í 17 milljarða á ánmum
1995 til 1997. Þetta eru árin sem
sveitarfélögin tóku við rekstri
grunnskólans. Dagur greindi frá
þessu.
Ekkert ótryggt rafmagn
Landsvirkjun hefur tilkynnt al-
menningsveitum að afhendingu á
ótryggu rafmagni til kaupenda
verði hætt frá 3. desember. Jafn-
framt verður skerðing á afhend-
ingu afgangsorku til stóriðju
áfram í gildi eftir áramót.
Verkamannasambandið
fundar
Forysta Verkamannasam-
bands íslands hefur undanfarið
átt fundi með ríkisstjórninni og
samtökum atvinnurekenda.
Sambandið undirbýr næstu
kjarasamningaviðræður og vifl
skýra viðhorf sín um þróun
mála á vinnumarkaði og það
mikla misgengi sem það telur
hafa átt sér stað í launa-, kjara-
og réttindamálum frá 1997.
Þjónustusamningar
undirritaðir
Ingibjörg Pálmadóttir, heil-
brigðis- og tryggingamálaráð-
herra, undinlt-
aði á föstudag
þjónustusamn-
inga við Dvalar-
og hjúkrunar-
heimilin Huldu-
hlíð á Eskifirði
og Naust, Þórs-
höfn. Hulduhlíð
fær tæpar 52 milljónir á ári en
Naust tæpar 22 milljónir.
-KJA