Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1998, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1998, Side 8
8 MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1998 Útlönd Stuttar fréttir i>v Ocalan til að koma fyrir al- þjóðadómstól Lamberto Dini, utanrikisráð- herra Ítalíu, kom til Moskvu í gær til viðræðna við þarlend stjórnvöld. Talið er að þar muni bera hæst mál kúrdíska skæru- liðaforingjans Abdulahs Öcal- ans, sem kom til Ítalíu frá Moskvu fyrr í mánuðinum. Dini sagði fyrir brottförina að hann mundi reyna að fá skýringar hjá Rússum á þeim atburðum sem leiddu til komu Öcalans til Rómar. Lögfræðingur Öcalans sagði í gær að skæruliðaforinginn væri reiðubúinn til að láta rétta yfir sér fyrir alþjóðlegum dómstóli. Hann telur sig geta sannað sak- leysi sitt fyrir slíkum dómstóli. Tyrknesk stjómvöld vilja fá Öcalan en ítalir neita að fram- selja hann þangað þar sem hann á yfir höfði sér dauöadóm. Þjóðþekktir Danir undir eft- irliti Kananna Bandarísk stjórnvöld söfnuðu í áratugi viðkvæmum upplýsingum um persónulega hagi og stjóm- málaskoðanir margra þjóð- þekktra Dana, svo og stjórnmála- manna bæði til hægri og vinstri. Blaðamenn danska blaðsins Jyllands-Posten fundu gögn um njósnir þessar i bandaríska þjóð- skjalasafninu. Blaðið skýrði frá þessu í gær. í skjölunum kemur fram að bandaríska sendiráðið í Kaup- mannahöfh hafi sent yfirboðurum sínum í Washington upplýsingar í stríðum straumum um meðal annars vinstrisinnaða náms- menn, efasemdarmenn um ágæti NATO og um samkynhneigða. Jens Otto Krag, sem var forsæt- isráðherra Danmerkur í sjö ár, var efni fjölda skýrsla bandarísku njósnaranna og árið 1953 var hann meðal annars kallaður tæki- færissinni sem gæti reynst hættu- legur. Svisslendingar á móti lögleið- ingu fíkniefna Kjósendur í Sviss höfnuðu í gær með yfirgnæfandi meirihluta tillögu sem gerði ráð fyrir að allir 18 ára og eldri gætu keypt þau fikniefni sem þeir helst 'óskuðu sér í ríkisreknum verslunum. Fylgismenn sögðu að samþykkt tillögunnar mundi útrýma eitur- lyfjamafiunni. Andstæðingar vör- uöu hins vegar við því að landið yrði þar með griðland eiturlyfja- neyslu. Ný stjórnarkreppa yfirvofandi í Noregi vegna Schengen: Stjórnarliðarnir eru ekki sáttir DV, Ósló: Ný stjómarkreppa er nú yfirvof- andi í Noregi vegna Schengen- samningsins sem gerður var á fostu- daginn milli Evrópusambandsins, íslands og Noregs. Áhrifamiklir stjórnarliðar í Noregi eru á móti þessum samningi og leggja til að ríkisstjórn séra Kjell Magne Bondevik hafni honum. „Þessi Schengen-samningur er brot á stjómarsáttmála ríkisstjóm- arinnar og þess vegna ber að hafna honum. Það var einmitt samstarf af þessu tagi sem Norðmenn höfnuðu í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Evr- ópusambandsaðild fyrir íjórum ár- um,“ segir Per Olaf Lundteigen, framkvæmdastjóri og helsti hug- myndasmiður norska Miðflokksins. Vitað er að Miðflokksmenn eru almennt á sama máli og fram- kvæmdastjórinn enda felur samn- ingurinn í sér að Noregur lendir innan sameiginlegra landamæra Evrópusambandsins og það vOja Miðflokksmenn ekki. Sömu sögu er Kjell Magne Bondevik, forsætisráð- herra Noregs, er í vanda staddur. reyndar að segja um marga stuðn- ingsmenn Kristilega þjóðarflokks- ins, flokks séra Kjell Magne forsæt- isráðherra. Séra Kjell Magne neitar að tjá sig um stöðuna sem upp er komin en svo gæti farið að Stórþingið sam- þykkti þennan samning ríkisstjóm- arinnar gegn vilja stjórnarinnar. Talsmaður Verkamannaflokksins segir að ástandið í ríkisstjóminni sé orðið „fáránlegt". Öruggur þingmeirihluti er fyrir Schengen-samningnum sem felur í sér niðurfellingu á landamæraeftir- liti milli íslands, Noregs og ríkja Evrópusambandsins, annarra en Bretlands og írlands. Hitt er annað mál hvort norska ríkisstjómin lifir þessa samningsgerð af. Miðflokksmenn una nú æ verr sínum hag í stjóminni. Þeir hafa orðið að sætta sig við fjárlagafrum- varp, sem í öllum höfuðdráttum er andstætt stefnu flokksins. Þó fer Miðflokkurinn með fjármálin í rík- isstjóminni. Margir Miðflokksmenn taka því undir með þeim sem segja að þessi stjórnarseta sé orðin fárán- leg. Hugsanleg lausn er að séra Kjell Magne skipti Miðflokknum út og taki inn Hægri flokkinn. -GK Norsk jólatré eru ómissandi þáttur jólahátíðarinnar víðar en f henni Reykjavík. Ljósin voru tendruð á myndarlegu norsku tré við hið fornfræga Brandenborgarhlið í Berlfn í gær. Brandenborgartréð er átján metra hátt og kemur frá norska bænum Drobeck. Sfmamynd Reuter Danskir kjós- endur snúa baki við krötunum Jafnaðarmannaflokkurinn í Danmörku hefur ekki notið minna fylgis kjósenda i aldar- fjóröung, ef marka má skoð- anakönnun sem danska blaðið Jyllands-Posten lét gera fyrir sig. Ef gengið yrði til kosninga nú myndi flokk- ur Pouls Nyrups Rasmussens for- sætisráðherra missa 22 þingsæti. Helsta ástæða óvinsælda jafn- aðarmanna nú eru fjárlög stjóm- arinnar. Jafnaðarmenn fengju 22,5 prósent atkvæða væri kosið nú og 41 þingmann. Venstre yrði stærsti flokkurinn með 34,4 pró- sent atkvæða og 62 þingmenn. Fréttir bornar til baka: Ekkert samkomulag um að láta Pinochet lausan Stjómvöld í Bretlandi og Chile bára í gær til baka fregnir um að samkomulag hefði tekist um aö sleppa Augusto Pinochet, fyrrum einræðisherra i Chile, úr stofufang- elsi í Bretlandi gegn loforði um að hann yrði sóttur til saka i heima- landinu. „Það er ekkert samkomulag," sagði talsmaður bresku ríkisstjóm- arinnar í gær eftir að tvö sunnu- dagsblöð birtu frétt um að sam- komulag hefði tekist um hvað gera skyldi við einræðisherrann fyrrver- andi. Talsmaðurinn sagði að Jack Straw, innanríkisráðherra Bret- lands, mundi taka ákvörðun um T José Miguel Insulza, utanrfkisráð- herra Chile, segir að best sé að rétta yfir Augusto Pinochet heima. hvort framsalsbeiöni spænskra dómara verði tekin fyrir. José Miguel Insulza, utanríkis- ráðherra Chile, vísaði einnig öllum fréttum um samkomulag á bug. Insulza er í Bretlandi til að reyna að tryggja lausn Pinochets. Einræð- isherrann fyrrverandi var handtek- inn 16. október siðastliðinn að beiðni tveggja spænskra dómara sem vilja rétta yfir honum fyrir þjóðarmorð, pyntingar og fleiri glæpi á valdatíma sínum. Pinochet dvelur nú undir lög- regluvemd á sjúkrahúsi í Lundún- um en heimildir herma að hann verði fluttur í aðrar vistarverur einhvem tíma i vikunni. A móti auglýsingum Helmingur Dana vill láta banna sjónvarpsauglýsingar sem beint er sérstaklega til bama, segir í könnun sem gerð var fyrir blaðið Politiken. Jeltsín innandyra Borís Jeltsín Rússlandsforseti er á batavegi en læknar hafa ráðlagt honum að dvelja áfram á sjúkrahúsi til að jafna sig að fullu af lungna- bólgu sem hefur hrjáð hann und- anfarið. Aðal- talsmaður Kremlarstjómar skýrði frá þessu í gær. Petersen dæmdur John Petersen, sjávarútvegs- ráðherra Færeyja, var dæmdur í tíu mánaða fangelsi á föstudag fyrir að nauðga 17 ára stúlku fyr- ir þremur áram. Hann var einnig dæmdur til að greiða stúlkunni skaðabætur. Petersen neitar að hafa nauðgað stúlkunni. Vín í launa staö Konur sem starfa fyrir rúss- neskt byggingafyrirtæki vora ekki ánægðar þegar forráðamenn fyrh-tækisins létu starfsmenn fá vín í stað vangoldinna launa. Verkfall á lestum Jámbrautasamgöngur í Frakk- landi fóra úr skorðum í gær vegna verkfalla, þriðja daginn í röð, og farþegar eiga heldur ekki von á góðu í dag. Ekki samræmda skatta Bresk stjómvöld ítrekuðu í gær að þau mundu koma í veg fyrir áð skattar yrðu samræmdir innan Evrópusambandsins. Bróðir Saddams heim Barzan Al-Tikriti, hálfbróðir Saddams Husseins íraksforseta, flaug til Amman í Jórdaníu í gær á leið sinni heim til Bagdad. Sam- band hans við hinn valdamikla Uday, bróðurson sinn, ku ekki vera gott. Mannþröng í Köben Mikil mannijöldi safnaðist sam- an á Ráðhústorginu í Kaup- mannahöfn í gær þegar ljósin á jólatrénu þar voru tendrað. Barist við smyglara Júgóslavneskir landamæra- verðir hafa lent í átökum við Al- bani sem reyndu að smygla vopn- um inn í Kosovohérað. Daufleg þjóðhátíð Heldm- dauflegt var yfir Rúm- enum í gær þegar þeir héldu upp á þjóðhátíðardag sinn. Efnahags- þrengingar eru miklar í landinu og kvörtuðu landsmenn við for- seta sinn um hungur. Á leið á suðurpólinn Þrír menn sem ætla að reyna að ganga á suðurpólinn hafa lagt að baki rúma 300 kílómetra. Leiö- in er 1000 kílómetrar og vonast göngugarpar til að komast á leið- arenda á jóladag. Jagger í vanda Breski rokkarinn Mick Jagger er kominn í hin mestu vandræði, að sögn breskra fjölmiðla. Hjónaband hans og fyrirsætunn- ar Jetry Hall er í miklu upp- námi, einu sinni sem oftar, eftir að brasil- ísk fyrirsæta sagðist bera bam Jaggers undir belti. Skjálfti í Indónesíu Að minnsta kosti fjórir létu líf- ið þegar jarðskjálfti, sem mældist 7,6 stig á Richter, skók afskekktar eyjar í austurhluta Indónesíu seint í gærkvöld, að staðartíma. Algjör ringulreið rikti á eyjunum í kjölfar skjálftans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.