Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1998, Qupperneq 12
12
MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1998
Spurningin
Lesendur
Hvað finnst þér skemmti-
legast að gera á jólunum?
Konráð Vignir Sigurðsson, 13
ára: Opna pakkana.
Pétur Gunnarsson nemi: Vera
með f]ölskyldunni.
Heimir Hermannsson dagskrár-
gerðarmaður: Vera með fjölskyld-
unni og borða góðan mat.
Lóa Bára Magnúsdóttir, 14 ára:
Opna pakkana.
Hildur Kristjánsdóttir, 14 ára:
Opna pakkana.
Ingibjörg Anna Ingadóttir: Undir-
búa jólin.
Babtistakirkja varn-
arliðsins í Njarðvík
Skarphéðinn Einarsson skrifar:
Síðastliðin fimm ár hafa varnar-
liðsmenn og konur þeirra verið að
byggja bænahús og safnaðarheimili
við Fitjar í Njarðvík í Reykjanesbæ.
Þeir fengu lóð á sínum tíma utan
vamarsvæðisins á Fitjum, nálægt
gatnamótum Reykjanesbrautar, þar
sem hún liggur til Flugstöðvar Leifs
Eiríkssonar og vegarins að aðalhliði
flotastöðvarinnar. Þeir fluttu inn
stálgrindarhús af Butler-gerð frá
Bandaríkjunum. Slíkar skemmur
nýtast sem flugskýli og verslunar-
miðstöðvar víða í Ameríku og Bret-
landi.
Vamarliðsmönnum hefur gengið
afar illa að ljúka framkvæmdum við
þessa félagsmiðstöð sína. Ástæðan
er sú að söfnuðurinn fjármagnar
sjálfur þessa framkvæmd. Varnar-
liðið leggur ekki fé i þetta hús og
ástæðan er sú að í Bandaríkjunum
er trúfrelsi og ríkið leggur ekki fé
né styrki til trúfélaga og mismunar
þar af leiðandi ekki söfnuðum. Stað-
arvalið, þ.e. að byggja utan varnar-
svæðis, kemur til af því að breyttist
ástandið í flotastöðinni töpuðust
þessir fjármunir sem lagðir hafa
verið í þessa trúarmiðstöð en í
Njarðvík er hægt um vik að selja
eignina undir aðra starfsemi.
Það er leitt að ekki skuli vera
hægt að ljúka framkvæmdum
þarna. - Mér finnst persónulega og
svo er um fleiri sem ég hef rætt við
að verktakafyrirtæki íslensk, svo
Félags- og trúarmiðstöð babtista í Njarðvík sem enn er ekki lokið. Geta verk-
takar endurgoldið fyrir afrakstur af varnarliðsframkvæmdum með því að
Ijúka verkinu?
sem íslenskir aðalverktakar, Kefla-
víkurverktakar eða aðrir smærri
verktakar, sem hafa rakað saman
fjármunum við varnarliðsfram-
kvæmdir sl. 40 ár, ættu að ljúka
þessu félagsheimili að innan og
utan í sjálfboðavinnu, gera bíla-
stæði, koma fyrir ljósastaurum og
fallegri grasflöt þama.
Gaman væri ef varnarliðsmenn
og fjölskyldur þeirra gætu vígt
þessa félagsmiðstöð sína um næstu
jól.
Aðalverktakar hafa rakað saman
fjármunum á veflinum og safnað
miklum auðæfum. Sama má segja
um Keflavíkurverktaka. Með því að
aðstoða þennan litla söfnuð varnar-
liðsmanna myndu þeir þakka fyrir
aflan gróðann sem er upprunninn
frá almennum skattborgurum í
Bandaríkjunum.
GSM-símar og talhólfsþjónusta
- upplýsingar frá Landssíma íslands
Ólafur Þ. Stephensen forstöðum.
upplýsinga- og kynningarmála
Landssíma íslands skrifar:
Vegna bréfs frá „Steina" í DV
mánudaginn 23. nóvember vill
Landssími íslands hf. koma eftirfar-
andi á framfæri:
í lesendabréfi „Steina" í DV
mánudaginn 23. nóvember var
spurt hvort ekki mætti koma skila-
boðum til GSM-notanda, sem bæri
síma sem væri slökkt á eða utan
þjónustusvæðis, í stað þess að þurfa
að hlusta á tflkynningu þess efnis.
Landssími íslands býður GSM-not-
endum og öðrum símnotendum talh-
ólfsþjónustu fyrir aðeins 50 króna
gjald á mánuði. Talhólfið virkar eins
og símsvari og þar má skilja eftir
skilaboð til viðkomandi. Hægt er að
flytja símtöl í talhólfið ef GSM-sim-
inn er upptekinn, slökkt á honum
eða hann utan þjónustusvæðis.
Auðvelt er að flytja símtöl í tal-
hólfið úr öllum tegundum síma og
getur því sama talhólfíð nýst bæði
fyrir heimilissímann og farsímann.
- í nýrri þjónustu Landssímans,
GSM-frelsi, sem boðin verður frá 1.
desember, verður talhólf innifalið.
Frekari upplýsingar er að finna í
símaskránni, á www.simi.is eða í
sima 800 7000.
Samkeppni um stækkun
- opið bréf til stjórnar Arkitektafélags íslands um Leifsstöð
Enn verður Flugstöð Leifs Eiríkssonar bitbein framkvæmdaaðila vegna
stækkunar og endurbóta.
Örn Sigurðsson arkitekt skrifar:
Undanfarið hefur á vinnustofu
minni verið unnið að tillögu í sam-
keppni um stækkun Leifsstöðvar.
Þann 19. nóvember bárust nánari
upplýsingar frá dómnefnd sam-
keppninnar, þar á meðal afrit af
bréfi stjórnar Arkitektafélags Is-
lands til Garðar Halldórssonar arki-
tekts FAÍ, þar sem staðfest er að
honum sé heimil þátttaka í ofan-
greindri samkeppni.
Garðar Halldórsson tók þátt í
hönnun Leifsstöðvar í launuðu
starfi sem húsameistari ríkisins.
Teiknistofa Garðars undirbjó og gaf
út verulegan hluta þeirra sam-
keppnisgagna sem keppendum voru
látin i té. Ljóst er að teiknistofa
Garðars býr yfir tölvutækum upp-
lýsingum sem aðrir keppendur fá
ekki aðgang að. Óhugsandi er ann-
að en að Garðar og samstarfsmenn
hans hafi haft persónulegt samband
við einn eða fleiri dómnefndarmenn
ÍUÍ^IÍMfM þjónusta
allan sólarhringiiinAS
.......
- eða hringið í síma
5000
Mmi'lli kl. 14 og 16
og aðra ráðgjafa dómnefndar í
tengslum við þessa samkeppni.
Með hliðsjón af þessari yfirburða-
stöðu teiknistofu Garðars, höfum
við ákveðið að hætta nú þegar þátt-
töku í keppninni og afhenda stjóm
Arkitektafélags íslands öll sam-
keppnisgögn til eignar.
Þeir sem þekkja til samkeppni í
einhverri mynd skilja að þátttaka
þessa aðila er fullkomlega óhæf og
ákvörðun stjómar Arkitektafélags
íslands fer i bága við siðareglur og
starfshætti samkeppnisnefndar fé-
lagsins og starfsreglur dómnefndar-
manna á vegum þess.
Það er von min að stjórn Arki-
tektafélags íslands muni í framtíð-
inni sinna betur þeirri grundvallar-
skyldu að tryggja jafnræði meðal fé-
lagsmanna sinna og gæta sóma
arkitektastéttarinnar.
Tekið skal fram að afrit af bréfi
þessu eru send til utanríkisráðu-
neytisins, svo og til Framkvæmda-
sýslu ríkisins.
Ole Kock og
Stórsveitin
Ragnar skrifar:
Það var ánægjulegt að hlusta á
Stórsveit Reykjavíkur sl. mið-
vikudagskvöld í Ráðhúsinu. Þetta
kvöld leysti danskur djassleikari
og lagasmiður, Ole Kock Hansen,
Sæbjörn Jónsson af og fékk
hljómsveitarmenn til að blása
einkar hugljúfum norrænum
anda yfir salinn. Bæði þekktri al-
þýðutónlist í útsetningu stjóm-
anda og lögum eftir hann sjálfan.
Án þess að rekja tónleikana frek-
ar var þessum danska snillingi
tekið með fognuði og hljómsveitin
var samhæfð og lét „brassiö"
njóta sín eins og best gerist. Það
er skemmtilegt að eiga svona
góða hljómsveit sem er tilbúin tfl
átaka meö hvaða góðum gesti sem
getur gengið inn í verk Sæbjöms
sem á auðvitað aflan heiðm- af tfl-
urð og hæfni Stórsveitarinnar.
Óþarfa við-
kvæmni vegna
forseta
Magnús hringdi:
Ég furða mig á þeim sifellda
óróa sem gýs upp þegar forseti
landsins hefur tjáð sig í mæltu
máli. Eins og núna á ferðalagi
sinu tO Svíþjóðar. Allir vita að
Ólafur Ragnar hefur áhuga á
stjórnmálum, sem eru jú einu
sinni uppistaða þjóðfélags okkar
að meira og minna leyti. Það er
ekki eðlOegt að þessi viðkvæmni
gegn forseta skuli skjóta upp kofl-
inum, eins og t.d. i forystugrein
Mbl. sl. fimmtudag. Hvað er eðli-
legra en forseti landsins tjái sig
um þessi mál? Það er alveg óþarfi
að hefta málfrelsi forsetans, hon-
um er alveg treystandi tO að fara
nægOega með löndum, að mínu
mati, í orðræðum við erlenda
ráðamenn. Annað er hvað blaða-
menn hafa svo eftir honum, ýmist
misskilið eða kryddað á ýmsa
vegu.
Kratar ættu að
rífa sig lausa
Sveinbjörn hringdi:
Mér finnst ástæða tO að vara
Alþýðuflokkinn við, einmitt þessa
dagana þegar maðm’ verður þess
áskynja að þetta samfylkingar-
framboð ætlar að mistakast gjör-
samlega. Ég tel heppOegt fyrir
krata að rífa sig lausa og bjóða
bara fram sitt fólk eins og áðm'.
Ég held að fylgi krata myndi
aukast verulega við sjálfstætt
framboð. Alþýðubandalagið er
búið að véra, tel ég, og þeir sem
það kusu sem vinstrimenn kjósa
nú framþoð þeirra Ögmundar,
Steingríms og Hjörleifs. Ég sem
kjósandi krata um langa hríö
skora á forystu þeirra að hugsa
alvarlega sinn gang.
HlV-smit á
leikskóla?
Guðbjörg skrifar:
Það er ekki furða þótt eitthvað
vefjist fyrir fjölmiölum að greina
frá hvar blessað bamið með HIV-
smitiö hefur smitast og hvaða
leikskóli það er sem barnið var á.
Úr því á annað borð var greint frá
því að HlV-smitað barn hefði
komið af leikskóla, ber fjölmiðl-
um skylda tO að greina frá því
hvaða stofnun er um að ræða.
Ekki þarf mikið tO svo að bamið
heföi getað smitað önnm' böm,
bara skrámu á fingri eða annars
staðar sem önnur böm hefðu
komið við. En er það ekki alltaf
svona? Ef eitthvert ólán ber að
garði, hvort sem um lús eða eyðni
er að ræða þá má ekki tala hreint
út um málið, heldur reynt að fela
aðstæður sem mest menn mega.
Auðvitað á að gefa upp nafnið á
lúsaskólum og HlV-leikskóla.
Þetta er alvörmnál, en ekki felu-
mál.