Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1998, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1998, Page 15
MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1998 15 Óttinn viö þögnina Mengun 1 veröldinni vex hröðum skrefum eftir því sem mannkyni flölgar og borgir stækka, einkanlega þó eftir því sem tæknin leggur undir sig stærri geira mannlífsins. Margir íslendingar hugga sig við, að fóstur- jörðin hafi sloppið til- tölulega vel við þennan alþjóðlega vágest, og víst má til sanns vegar færa að loftmengun sé hér minni en í þéttbýl- um iðnríkjum, þó óðum sígi á ógæfuhliðina með fjölgandi stóriðjuverum og skefjalausum inn- flutningi ökutækja. Loftmengun á Reykja- víkursvæðinu er orðin geigvænleg og hennar gætir í vaxandi mæli á öðrum þéttbýlissvæðum. Um land- eyðingu og sjávarmengun er þarf- laust að fjölyrða. ískyggileg hljóðmengun Ein tegund mengunar, sem næsta lítill gaumur hefur verið gefinn, er sívaxandi og yfirþyrm- andi hljóðmengun þéttbýlissvæða. Þar erum við síst eftirbátar ann- arra þjóða. Heill tugur útvarps- stöðva lætur daginn langan - í mörgum tilvikum líka næturlangt - dynja á landslýðnum linnulaus- an hávaða, mestanpart poppglymj- anda; flestir vinnustaðir eru und- irlagðir sama glamri; drunurnar standa útúr verslunum þegar gengið er um göturnar; skarkalinn á flestum veitingastöðum er því- líkur að varla heyrist mannsins mál og magnast eftir því sem á kvöldið líður; skólastofur eru margar orðnar hreinustu víti há- reysti og skarkala. Kannski eru vasadiskóin, sem margir ganga með um göturnar, vörn gegn hávaða um- hverfisins: þar er ein tegund hávaða útilokuð með annarri skárri. Er engu líkara en ótt- inn við þögnina sé bráðsmitandi og breiðist út einsog landfarsótt. Ekki er vitað með neinni vissu hversu djúptæk eða víðtæk áhrif hávaða eru á heilsufar manna. Hávaði hefur að sjálfsögðu fylgt manninum frá örófi alda, en aldrei fyrr í sögunni hefur hann verið svo einskær, yfirþyrmandi, marg- breytilegur og umfangsmikill. Ekki er til neitt öruggt eða ótví- rætt mat á þvl, hve mikinn hávaða maðurinn þolir sér að skaðlausu, þó miðað sé við ákveðið hámark í hljóðstyrk á hávaðasömum vinnu- stöðum. Óbein áhrif hávaða er torvelt að greina, en þau eru talin vera alvar- legri en bein lík- amleg áhrif. Rannsóknir benda til að menn sem verða fyrir lang- vinnum hávaða verði uppstökkir og andfélagslegir í daglegu hátterni. Starfsmenn í há- vaðasömu um- hverfi eru einatt þrasgjarnir bæði á vinnustað og heimili, miklu fremur en menn sem vinna i hljóð- látu umhverfi. Lúmskasti þátturinn Vísindalegar rannsóknir á áhrifum hávaða hafa leitt í ljós ákveðnar líkamlegar breytingar. Þegar menn verða fyrir miklum hávaða hefiir það bæði áhrif á starfsemi hjartans og blóðrásina. Ákveðnir kirtlar og önnur líffæri tengd taugakerfinu verða líka fyr- ir skaðvænum áhrifum. Kannski er lúmskasti þátturinn í viðbrögðum okkar við hávaða Kjallarinn Sigurður A. Magnússon rithöfundur „Sú áleitna spurníng hlýtur því að vakna, hvort við kjósum held- ur að láta átrúnaðinn á tæknina, sem við höfum ánetjast, breyta lífi okkar í glymjandi martröð eða breyta tækninni okkur í hag.“ „Kannski eru vasadiskóin, sem margir ganga með um göturnar, vörn gegn hávaða umhverfisins: þar er ein tegund hávaða útilokuð með annarri skárri." og þeirri ónáttúrlegu streitu sem nútímatækni leggur á okkur sá, að við virðumst aðlagast ástand- inu. Óþægilegan hljóðstyrk má einatt þurrka útúr vitundinni, sé hann nógu langvinnur. En sú staðreynd að við getum, ef svo ber undir, útilokað hávaða og ýmis önnur óþægileg áreiti, merkir enganveginn að við bregðumst ekki við þeim. Meðan áreitið var- ir er afleiðingin einhverskonar streita. Hávaði er eitt þeirra margvis- legu fyrirbæra nútímalífs sem valda bæði meðvitaðri og ómeðvit- aðri streitu. Hann stuðlar að flótta manna frá sjálfum sér og öðrum. Hann grefur tvímælalaust undan þeim lifsgæðum, sem hver einstak- lingur sækist eftir, og getur þegar verst lætur leitt til geðtruflana eða annars verra. Sú áleitna spuming hlýtur því að vakna, hvort við kjósum heldur að láta átrúnaðinn á tæknina, sem við höfum ánetj- ast, breyta lífi okkar í glymjandi martröð eða breyta tækninni okk- ur í hag. Sigurður A. Magnússon Eyvindar koma af fjöllum Nú er staðfest að umhyggja Framsóknar fyrir Fjalla-Eyvindi og Höllu kemur frá hjartanu. Varðinn sem Frammarar reistu útlögunum tveim í búri á Hvera- völlum í sumar er sjálfsmynd Framsóknarflokksins í næstu kosningum og heitir Eyðimerkur- gangan í Kjörklefanum. Framsókn kemst ekki nær kjósendum sínum en til Hveravalla eftir að dagblað- ið Tíminn var sameinað vikulegri sjónvarpsdagskrá norður í landi. En það er nú önnur Ella. Duttlungar á öræfum Helstu Fjalla-Eyvindar Fram- sóknar hafa ekki látið deigan síga að undanfómu og einn og átta ofan komu af fjöllunum. I haust kom til byggða landbúnaðarráð- herrann i umhverfisráðuneytinu og er það ekki í fyrsta skiptið sem ráðherrann kemur af fjöllum í ráðuneytinu. Reykvíkingum er í fersku minni þegar ráðherrann flutti Landmæl- ingar íslands hreppaflutningum upp á Akranes með Akraborginni og skildi starfsmenn eftir atvinnu- lausa í höfuðborginni. En slíkir em duttlungar örlaganna og öræf- anna að sami ráðherra flúði skömmu seinna á náðir íbúðalána- sjóðs í Reykjavík. Höllustaðir um Hvalfjarðargöng Ekki hafði atvinnulaust starfs- fólk Landmæl- inga fyrr skálað fyrir að fá gamla ráðherrann sinn á launaskrá í ná- grenninu þegar sjálfur félags- málaráðherra tók enn til sinna ráða. Leysti nú upp veðdeild Landsbanka ís- lands og holaði svo hálfum íbúða- lánasjóði niður í túnfótinn heima á Höllustöðum norður og framan við nefið á tár- votum Húsvíkingum. Svona umgengst Framsóknarflokkur- inn vinnandi fólk í þéttbýli og við flutn- ingana fjölgar enn at- vinnulausum í Reykjavík enda eru refirnir til þess skomir. Flutningarn- ir staðfesta líka að al- ræmt Reykjavíkur- vaidið er ekki í hönd- um Reykvíkinga heldur pólitískra ný- búa á sauðskinns- skóm. Eyvindar alheimsins Dómari nokkur í Reykjavík undi ekki að gamall fangelsis- málastjóri væri tekinn fram yfir hana í embætti ríkislögreglu- stjóra. Dómarinn átti hins vegar óhægt um vik að höfða mál gegn dómsvaldinu því aðrir dómarar heíðu orðið að víkja úr dómi vegna tengsla þeirra við þennan kollega sinn. Á sama tíma skipa Fjafla-Ey- vindar Framsóknar hverjir aðra í feit embætti. Eiga aðrir og betri siðir að gilda fyrir dómara lands- ins en þingmenn Framsóknar- flokksins? Skoðanakönnvm í sumar sýndi að kjós- endur treysta Al- þingi síst af öllum stofnunum ríkisins til að gegna hlut- verki sínu. Þing- menn Framsóknar halda hins vegar áfram að treysta hver öðrum fyrir betri embættum og betur en þeir treysta kjósendum. DV er smá- auglýsingablaðið Af hverju ljúka þingmenn ekki kjör- tímabili sínu með pompi og prakt og leita svo að starfi eins og annað fólk? Auglýsa til að mynda eftir vinnu í smáauglýsing- um DV. Eða finnst þeim kjörbréfið á Alþingi vera ævilangur starfs- mannapassi að betri embættum þjóðarinnar? Af hverju freista til dæmis Fjalla-Eyvindar ekki gæf- unnar á vinnumarkaði eins og þeir þorðu þó að gefa kost á sér í pólitík? - Og hvaða embætti í Reykjavík bíður svo eftir Fjalla- Eyvindinum frá Höllustöðum að lokinni þingsetu? Ásgeir Hannes Eiríksson „Skoðanakönnun í sumar sýndi að kjósendur treysta Alþingi síst af öllum stofnunum ríkisins til að gegna hlutverki sínu. Þingmenn Framsóknar halda hins vegar áfram að treysta hver öðrum fyrir betri embættum og betur en þeir treysta kjósendum.“ Kjallarinn Ásgeir Hannes Eiríksson verslunarmaður Með og á móti Hannes H. Sigurös- son hjá Vinnuveit- endasambandi ís- lands. Eiga trúnaðarlæknar fyrirtækja rétt á sér? Trúnaðarlæknar hluti af heilsu- verndinni „Heilsuvernd starfsmanna á vinnustöðum snýr að sérstökum aðstæðum í starfsumhverfinu sem áhrif geta haft á ákveðna heilsufarsþætti starfsmanna og er fyrst og fremst fýrirbyggjandi. Trúnaðarlækn- ir getur verið hluti af heilsu- verndinni en hún snýr að mun fleiri þátt- um en læknis- fræðilegum. Þar er um að ræða fjölmarga tæknilega þætti sem lúta að því að koma í veg fyrir skaðleg áhrif umhverfisins og fyrirbyggja þannig að starfsmenn hljóti skaða af. Mörg stærri fyrirtæki hafa kosið að koma sér upp trúnaðar- lækni, umfram skyldu, sem gjör- þekkir aðstæður í viðkomandi fyrirtæki. Verkefhi hans er m.a. að sinna ráðgjöf um áhættuþætti og heilsufarslegar afleiðingar þeirra. Það er algengur misskiln- ingur að í hugtakinu heilsuvemd starfsmanna felist almenn heilsu- gæsla þeirra en svo er ekki held- ur snýst hún um fyrirbyggjandi aðgerðir gegn atvinnutengdum sjúkdómum. Þar hafa læknar hlutverki að gegna ásamt fleiri sérfræðingum um vinnuvernd. Það að fyrirtæki kjósi að leita til tiltekins læknis sem gjörþekkir innra umhverfi fyrirtækisins fremur en t.d. opinberrar heilsu- gæslustöðvar hlýtur að vera skil- virkara í fyrirbyggjandi starfi." Siðspillt kerfi „Það hefur verið mikil umræða um gagnagrunninn hans Kára en frestað hefur verið að leggja fram frumvarp um hann vegna þess að það er hætta á að persónulegar upplýsingar leki út. Það sem er að ger- ast i þessu máli með heilsu- vernd launa- fólks, sem ég hef barist manna mest fyrir, er að nú er þrýst enn meira á að lög frá 1980 um það að læknisskoð- un starfsmanna skuli fara fram á sjúkrahúsi eða heilsugæslustöð taki gildi. Jafnvitlaust og það er var trún- aðarlæknum fyrirtækja falið að sjá um þessa skoðun. Trúnaðarlæknamir geta jafn- vel skipaö starfsmönnum, og hafa gert þaö, að mæta hjá sér, að við- lögðu því að þeim verði sagt upp ef þeir mæta ekki. Síðan fer fram þessí hefðbundna læknisskoðun og trúnaðarlæknarnir leyfa at- vinnurekendum að hafa aðgang að þessum gögnum. Þetta er svo siðspiflt kerfi að það er ótrúlegt. Ég hef barist fyrir breytingum á þessu kerfi í þrettán ár innan verkalýðshreyfingarinnar en for- ystumenn verkalýðshreyfingar- innar eru bara nývaknaðir til meðvitundar um hversu alvarlegt þetta mál er.“ -GLM Siguröur T. Sig- urösson, formaöur verkamannafélags- ins Hlífar. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. Netfang ritstjórnar er: dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.