Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1998, Qupperneq 16
16
enning
MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1998 UV
Lesið á eigin ábyrgð
Bjarni Bjarnason vakti athygli fyr-
ir tveimur árum fyrir skáldsöguna
Endurkomu Maríu sem virtist ein-
hvern veginn koma úr öðrum stað en
aðrar sögur það ár. Á þessum vetri
kemur út eftir Bjarna skáldsagan
Borgin bak við orðin, ekki síður
óvænt og óvenjuleg saga sem gæti átt
upptök sín í fornum sagnabrunnum
kynslóðanna - og við spyrjum fyrst,
svolítið barnalega: Hvaðan kemur
þessi saga?
Táknmál
gullgerðarlistar
„Ja,“ segir Bjami hikandi, „frá
sjálfum mér. Ég reyndi þegar ég
skrifaði hana að skapa heim sem lyti
algerlega eigin lögmálum, persónur
sem ég hef hvergi séð, nýjan sögu-
þráð og sögusvið. Það eina sem ég
reyndi ekki að skálda upp voru til-
fmningarnar. Ég reyndi að hafa þær
sannar. En stílinnblástur sótti ég
mér í drauma sem ég hef gert mikið
af að skrá og gullgerðarlist."
Blaðamaður verður langleitur við
þessar upplýsingar og Bjarni útskýr-
ir:
Bjarni Bjarnason - sækir stílinnblástur í drauma og forna gullgerðarlist. DV-mynd Teitur
„Gullgerðarlistin er eldri en
kristnin, þetta er dulspeki sem hefur
verið við lýði um þúsundir ára en náði há-
marksblóma á 16.-17. öld með kristnum
dulspekingum. Þeir nota táknmál til að
lýsa ákveðnum efnaferlum við að búa til
gull eða eilífðarlyf, og það er þetta tákn-
mál sem mér finnst svo heillandi. Þeir
nota koparstungur til að lýsa list
sinni og ímyndunaraflið bak við
þær er ótrúlegt. Rýni maður í
smáatriðin sér maður hluti sem
hvergi sjást annars staðar. Þeg-
ar þeir lýsa til dæmis fljót-
andi efni sem verður fast þá
er fasta efnið ljón og fljót-
andi efnið ormur og til að
lýsa breytingunni láta
þeir ljónið éta orminn.
Gullgerðarmennirnir
náðu aldrei árangri -
þeim tókst aldrei að
búa til gull eða eilífð-
arlyf - þeir reyndu mikið
í Kína að búa til eilífðarlyf
handa keisurunum en það hafði bara
þau áhrif að keisarar þar voru óvenju
skammlífir! - en aldrei misstu gullgerðar-
mennimir trú á sinum vísindum þrátt fyr-
ir það.“
Borgin bak við orðin gerist í tveimur
heimum: í tímalausum goðsagnakenndum
heimi og í raunveraleika stórborgar í nú-
tímanum. Söguhetjan er drengur sem
hafnar á götum þessarar borgar og enginn
veit hvaðan hann kemur en þegar fólk
spyr segir hann þvi ævintýralegar sögur
úr ónefndu konungsríki sem hann fullyrð-
ir að séu heimkynni sín. Er hann geðveik-
ur? Eða er hann skáld?
„Aðalatriðið er að fólkið heillast af sög-
unum, finnst þær fallegar," segir Bjarni.
En sú spurning verður áleitnari
hvort hann sé að skálda eða
hvort einhver veruleiki búi á
hak við sögurnar hans. Hann
trúir því sjálfur að sögumar
séu veruleikinn - og kannski er
skáldskapurinn eins konar sann-
leikur. Svo gæti þetta ríki verið
mynd af sálarlífi drengsins."
Frelsi staðleysunnar
- Af hverju gerist sagan í nafnlausri
borg en ekki bara í Reykjavík?
„Ég hef skrifað bók sem gerist í
Reykjavik en gallinn við það er að þegar
lesandinn sér lýsingar á umhverfi sem
hann þekkir fer hann ósjálfrátt að bera
þær saman við eigin reynslu. Þegar mað-
ur býr til alveg nýtt umhverfi þá hverfa
þessir mælikvarðar. Það gefur mér svo
mikið frelsi. Ég er að reyna að nálgast les-
andann meira og með því að nota að hluta
annarrar persónu frásögn í sögunni er ég
að varpa meiri ábyrgð á hann. „Lesirðu
lengra ertu að selja sál þína,“ segi ég strax
í byrjun. Ég vii að hann upplifi þetta eins
og hann sé sjálfur að segja frá. Að sagan
sé hans eigin hugsanir."
- Þetta frásagnarform er sjaldgæft í
skáldsögum - er það erfitt?
„Já, en þegar ég var kominn af stað
varð þetta „þú“-orð eins og sláttur í
trommu, góður taktur sem skapaði eins
konar galdrastemningu. En ég hvíli les-
andann með fyrstu persónu frásögn þegar
drengurinn er að segja sögurnar sínar."
- Heldurðu að sagan gæti plumað sig í
útlöndum?
„Ég veit ekki. íslenskur veruleiki er
nógu framandi fyrir erlendan lesanda. Að
lesa bók eftir íslending sem er framandi á
annan hátt er kannski einum of langt
gengið. Þessar sögur mínar eru ekki það
sem fólk býst við af íslenskum höfund-
um.“
- Hvað viltu segja við nýjan lesanda
sem tekur upp þessa fallegu grænu bók?
„Ég segi bara að lesturinn sé alveg á
hans ábyrgð! Ég vara hann við í bókar-
byrjun og ef hann tekur ekki mark á því
er hann á eigin vegum.“
Borgin bak við orðin hlaut bókmennta-
verðlaun Tómasar Guðmundssonar í ár.
Vaka-Helgafell gefur hana út.
7 ævidagar
Önnur ljóðabók Kjartans Árnasonar heitir 7 ævi-
dagar og skiptist í sjö daga eins og vikan. Þetta er
skemmtilegt ljóðasafn og þrungið tilfmningum sem
að vísu eru oft myrkar en tjáðar á hnyttinn og stund-
um ögrandi hátt. Það að við lifum og hvernig við lif-
um og lifum jafnvel fleira en einu lífi eru yrkisefni í
mörgum ljóðum, og þar er dauðinn, eyðingin, jafnan
' leiðarstef Bjartsýni og svartsýni togast á - til dæmis
I í einu besta ljóði bókarinnar sem lýsir eyðingunni á
I sterkan myndrænan hátt en ber hið vonglaða nafn ,,-
til að byrja upp á nýtt“:
fj
nafn mitt er aó skrifast
af þessari örk -
oddurinn tifar
frá hœgri til vinstri
sýgur
upp bugöur og punkta t
hvítan eltir
:s allar minar athafnir
lifast upp á nýtt
allar mínar hugsanir
u. hugsast upptil agna
I
og vatniö
| sem runniö er til sjávar
sogast upp farvegina
rís uppá hamrana
togast til lindar
og brátt
mun ég hverfa
nafnlaus og án alls
til uppsprettu minnar -
Kjartan hefur, auk ljóðabókanna, gefið út smásög-
ur, örleikrit og skáldsöguna Draumur þinn rætist
| tvisvar sem Hljóðbókaklúbburinn hefur einnig gefið
út og er hún fyrsta hljóðskreytta skáldsagan sem
kemur út hér á landi. Innan skamms er væntanleg
barnabók eftir Kjartan á hljóðbók frá Hljóðbóka-
I klúbbnum.
Örlagið gefur 7 ævidaga út.
Jólasveinabók
Elsa E. Guðjónsson, textíl- og búningafræðingur,
hefur gefið út nýja útfærslu á íslensku jólaveinunum
I í dálítilli bók. Hún heitir Jólasveinarnir þrettán á Is-
: lensku, en vísurnar um þá hrekkjóttu sveina eru líka
; á dönsku og ensku í bókinni. Þær urðu reyndar fyrst
| til á dönsku og voru ortar handa barnabarni Elsu sem
j þar býr. Seinna bættust svo hin tungumálin við.
Um Gáttaþef yrkir Elsa á þessa leið:
Hvis Sprœkkesnuser duft fra fad
mœrker, bli’r han altid glad.
Roget fár og rádden haj
frister mest det gamle kvaj.
Doorway Sniffer ‘hind the door
awaits the kitchen Yule-odour:
he shark well cured enjoys to smell,
and mutton smoked he likes as well.
Gáttaþefi gríöar nef
gefiö var, og allan þef
finnur upp í fjöllin há.
Felum hangikjötiö. Vá!
Eintal sálarinnar
Myndimar við vísumar eru sérstæðar; þær hefur
| Elsa saumað út meö íslensku ullarbandi, einbandi frá
| ístex hf., með gamla íslenska krosssaumnum. í eftir-
mála sínum kennir höfundur lesendum að sauma
þetta spor á íslensku og ensku og á skýringarmynd,
og stuttur fróðleikskafli fylgir um íslensku ullina.
Höfundur gefur bókina út.
Þórey Sigþórsdóttir og Hilmir Snær Guðnason lesa hér saman úr Sífellum eft-
ir Steinunni Sigurðardóttur.
Loksins hefur fundist
leið til að nota sjónvarp til
að miðla ljóðum; það sjáum
við í „Ljóði vikunnar" fyr-
ir fréttir og í dagskrárlok í
Sjónvarpinu á sunnudags-
kvöldum. Þórey Sigþórs-
dóttir leikkona og Kristín
Bogadóttir ljósmyndari
eiga heiðurinn af því að
hafa kippt ljóðunum ofan
af staflinum og flutt þau
inn i hversdagslegan veru-
leika - jafnvel inn í eldhús
og bað,
„Okkur langaði til að
gera ljóðið persónulegt
eins og það er þegar við
lesum það i einrúmi," segir
Þórey. „Nema burtu milli-
liðinn - blaðið eða bókina
sem flytjandinn heldur á -
og láta hann ná augnsam-
bandi við þig sem horfir á.
Þá verður ljóðið það eintal sálarinnar sem
það upprunalega er - hugsun eins flæðir
óhindrað inn í huga annarrar manneskju.
Okkur finnst ljóðið koma miklu nær
hlustandanum með þessu móti.“
Hugmyndin fæddist þegar Þórey sýndi
einleikinn Skilaboð til Dimmu eftir Elísa-
betu Jökulsdóttur í Norræna húsinu fyrir
fjórum árum. Þá lék Þórey 15 ljóð eftir
konur upp á myndband sem var sýnt á eft-
ir einleiknum. Þessi fyrstu ljóð eru hluti
af ljóðunum 50 sem verða flutt í sjónvarp-
inu á næstu mánuðum en fleiri flytjendur
hafa bæst við. Ljóðin eru flest tekin úr
námsbókum og Námsgagnastofnun hefur
keypt allan pakkann til sýninga í skólum.
„Þegar ljóðin voru
prufukeyrð í skólum upp-
veðruðust börnin,“ segir
Þórey, „það virkaði mjög
hvetjandi á þau að sjá
hvernig hægt væri að
vinna með ljóð.“
Ljóðin eru tekin upp
inni á einkaheimilum.
„Þau eiga eftir að verða
söguleg heimild um
heimili vina minna á
þessu timabili," segir
Þórey og hlær. Viðbrögð-
in hafa verið geysilega
góð þessar vikur síðan
byrjað var að sýna ljóðin.
Nokkur ljóðanna voru
sýnd í menningarþætti í
sjónvarpi í Svíþjóð og
vöktu sterk viðbrögð;
einnig þar þótti aðferðin
nýstárleg.
- En er hægt að leika
öll ljóð?
„Ég veit það ekki - en held þó að þau
henti þessu formi misvel," segir Þórey. „í
þessum umgangi völdum við bara ljóð
sem kveiktu hjá okkur hugmyndir um
leið. Aðalatriðið hjá okkur var þó alltaf að
láta formið - tæknina - aldrei yfirgnæfa
ljóðið. Það sjálft skiptir mestu máli.“
Sáðmaðurinn
Bókin Sáðmaðurinn eftir Harald S. Magnússon
geymir rúmlega hálft hundrað ljóða sem ort eru und-
ir frjálsum háttum. Yrkisefnin eru náttúran, lífið og
tilveran - og ástin á einnig sinn kafla í þessum ljóð-
um, bæði sæt og súr.
Nokkur ljóðanna sýna að Haraldi er annt um mál-
; leysingjana; til dæmis er meiri samúð með fórnar-
lambi en byssumanni í ljóöinu „Rjúpan":
I
Það marrar í hjarninu,
þegar veióimaöurinn
greikkar sporið.
Vœngbrotin rjúpan
berst
vonlausri baráttu.
Veiöimaöurinn
bœtir blóöugri rjúpu
á jólaboröiö.
Höfundur gefur bókina út sjálfur.
Umsjón
Silja Aðalstelnsdóttir
mmmmmmmummtmm