Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1998, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1998, Qupperneq 18
18 tennmg MANUDAGUR 30. NOVEMBER 1998 Fágun og alúð Á sýningunni „80/90 Spegl- ar samtímans" í Listasafni ís- lands eru valin verk frá Museet for samtidskunst í Ósló. Verkin eru frá síðustu tuttugu árum en áhersla er lögð á þau umskipti sem hafa átt sér stað í myndlistinni og byggist val verkanna á því að veita víðtæka mynd af flöl- breytileika samtímalistarinn- ar. Séu hins vegar höfð í huga þau áhrif sem ljósmyndatækn- in hafði á myndlist í lok síð- ustu aldar og frelsið sem það hafði í för með sér er svolítið íronískt að sjá hversu upp- teknir margir listamennimir eru af einmitt þessu formi. Bernskumynd Thorbjorns Sorensens, „Meg (Opel 415)“, frá 1993 er gott dæmi um þetta. Þar endurskapar listamaður- inn tilfinningu fyrir því liðna með litdaufri ljósmynd, endur- gerðri sem málverk í fullri líkamsstærð. Andlitsmyndir Fin Serck-Hanssens af ungu eyðnismituðu fóki em þá ekki síður áhrifa- miklar. Þær einkennast af ákveðnu vægðar- leysi, eru nærgöngular og afhjúpandi i senn. Myndir Esko Mannikkös af framandi heimi norðurfinnskra einsetumanna teljast hins vegar til heimildaraunsæis sökum fjarlægð- ar frá rómantískri fegrun á finnska dreifbýl- inu. Flökkukonan „Bertha" (Nomads) eftir Andres Serranos felur e.t.v einna mesta fegrun í sér en upphafning og minnisvarða- stelling hennar dregur fram ákveðin líkindi með „Berthu“ og portrettum þjóðhöfðingja. Ljósmyndaformið er þó ekki allsráðandi því rýmisverk, málverk og myndbandsverk eiga einnig sinn stað á sýningunni. Jannis Kounellis (Án titils 1988) nýtir sér t.d. tákn- rænt eðli efnanna og útgeislun þeirra í óbreyttu formi en með þungri og kraftmik- illi samsetningu efna og ljóss heldur hann verkinu lifandi og vekur saknaðarkennd hjá áhorfandanum. Þá minnir hvítur flötur í rýmisverki Pier-Paolo Calzolaris (Án titils Speglar samtimans í Listasafni íslands, athyglisverð og „diplómatísk“ sýning fyrir alla áhugamenn um myndlist. Á myndinni er Uppdráttur spegilsins eftir Michelangelo Pistoletto. Myndlist Anna Sigríður Einarsdóttir 1990) á málverk en flöturinn kemur í stað myndar og er lit kuldans fylgt eftir með frosti frá venjulegri kælivél. Andi sjöunda áratugarins í formi einfaldleika og gagn- rýnnar afstöðu til forms og aðferða einkenn- ir hins vegar „II disegno dello speccio" (Uppdrátt spegilsins) eftir Michelangelo Pistoletto. Þar hafa myndirnar stigið niður af veggnum og orðið að speglum. Verkið verður þar með að geranda því speglamir sýna sjálfsmyndir áhofenda. Þótt ákveðin fjölbreytni sé vissulega ráð- andi þegar svo ólíkum myndformum er rað- að saman er fágun og alúð viss samnefnari verkanna á sýningunni. Það er t.d. töluverð vinna sem liggur að baki verki Anne Karin Furunes, „Óþekktur Þjóð- verji“. Hún birtir myndefn- ið með því að gata léreftið og nýtir sér ljósmyndatækn- ina um leið. Þá hefur farið tími í smásmugulega fryst- ingu augnabliksins hjá Thorbirni Sorensen í „7 minutter", en nafnið vísar til þess tíma sem það tekur að reykja eina sígarettu. Einnig hafa sviðsettar ljós- myndir Mikkels McAlindens verið sérlega tímafrekar. Litmyndirnar „Stillstand I og II“, sem hanga andspænis hvor annarri á sérlega kröftug- legan máta, virðast í fyrstu venjulegar ljósmyndir. Við nánari skoðun kemur hins vegar í ljós að þær fela í sér ýmsar sjónrænar þversagn- ir og hugmyndaríkar, list- sögulegar tilvisanir. Mynd- imar eru kópíur af mörgum einstökum myndum sem hafa verið felldar saman með stafrænni úrvinnslu í eina mynd og fá þannig sérstakan fókus og dýpt sem nær því að kalla fram lifandi augnhreyfmgu yfir myndsviðið. I sýningarskránni fjallar Gianni Vattimo um þá upplausn sem einkennir póstmódern- ismann og erfiðleika sem honum fylgja við skilgreiningu á myndlist og í flokkun mynd- verka. „Speglar samtímans" er ef til vill nokkur þversögn við kenningu Vattimos en verkin á sýningunni eru áhugaverð þó mörg leiti þau til fortíðar eftir viðfangsefnum. Þau sýna að enn er rými fyrir frekari þróun hefðbundinna myndmiðla. Nútímalist kann að krefjast þess að vera metin á fleiri vegu en bara á sjónrænum grundvelli. „Speglar samtímans" virðast þó engu að síður vera reiðubúnir að færa sínar fórnir á altari fag- urfræðinnar. Sýningin 80/90 Speglar samtímans í Lista- safni íslands stendur til 30. janúar 1999. Hádramatísk óperutónlist „Toppar" úr frægum óperum voru á efnisskrá tónleika Sinfóníuhljómsveitar íslands síðastliðið föstudagskvöld. Þetta voru hádramatísk atriði þar sem allt ætlaði um koll að keyra, og má nærri geta að tónleikar þar sem ekki er boðið upp á neitt annað minna mest á matar- boð þar sem á boðstólum er aðeins rjómakaka að vild. Tónlist Jónas Sen Tónleikarnir byrjuðu á atriði úr óper- unni Tannháuser eftir Wagner, Freudig begrússen, og var það stórbrotinn og glæsilegur flutningur. Málmblásararnir spiluðu af fitonskrafti, Óperukórinn söng hreint og fallega og Garðar Cortes stjómaði öllu hinn fagmannlegasti. En í næstu tveimur atriðunum, Pílagríma- kórnum úr Tannhauser sem Victor Borge hefur gert ódauðlegan, og Háseta- kórnum úr Hollendingnum fljúgandi, einnig eftir Wagner, var komið að karla- kórnum Fóstbræðrum að spreyta sig, og tókst það ekki alltaf sem skyldi. Kannski var það salnum að kenna að oft heyrðist ekkert í öðrum bassa; raddirn- ar voru ekki alltaf í jafnvægi og mun betur heyrðist í efri röddunum en hin- um neðri. í drykkjusöngnum fræga úr La Traviata eftir Verdi stigu fram á svið einsöngvararn- ir, Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Renato Garðar Cortes - sýndi góða hæfileika til að stjórna sinfóníuhljómsveit. Francesconi. Tenórinn Francesconi var í efniskránni sagður heimsfrægur, en þrátt fyrir frægðina heppnaðist drykkjusöngur- inn ekki nógu vel, tenórinn var falskur, röddin rám og gróf, og útkoman á endan- um eins og hvert annað baul. Ólöf Kol- brún stóð sig betur, víbratóið var að vísu allt of mikið en hún söng þó hreint. í öllum hinum atriðunum þar sem hún kom fram söng hún ágætlega, en Francesconi var eiginlega ekki búinn að ná sér á strik fyrr en í síðasta atriðinu sínu, aríunni frægu „E lucevan le stella“ úr Tosca eftir Puccini. Það var því mið- ur ekki fyrr en eftir hlé. Athygli vöktu þættir úr Galdra-Lofti og Þrymskviðu eftir afmælisbarnið Jón Ásgeirsson, en þar mátti heyra fallegar laglínur og áhrifamikla raddsetningu. Mesta athygli vakti þó frammistaða Garðars Cortes sjálfs, en hann sýndi hæflleika sína í mörgum atriðum tón- leikanna. í Polovetsiandönsum úr óper- unni Igor prins eftir Borodin og O Fort- una úr Carmina Burana eftir Orff reyndi virkilega á hann og var útkoman stórbrotin. En betra heföi verið að hafa annan tenór, Francesconi dró tónleikana niður og varð þess valdandi að þeir voru aðeins í meðallagi góðir. Sinfóníuhljómsveit Islands ásamt Óperukórnum og Karlakórnum Fóstbræðrum í Háskólabíói föstu- daginn 27. nóvember. Hljómsveitar- stjóri Garðar Cortes. Einsöngvarar Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Renato Francecsoni. Atriði úr verkum eftir Wagner, Verdi, Tsjajkovskíj, Borodin, Mascagni, Puccini, Jón Ásgeirsson og Orff. Glymja járn við jörðu Ámi Gunnarsson frá Reykjum hefur skráð ævisögu hins þekkta hrossaræktarmanns, Sveins Guðmundssonar, og gefið út í bókinni Glymja jám við jörðu. Árni hefur frá barnæsku fylgst með ræktunarstarfi Sveins. Bókin ber undirtitilinn Átakasaga því þó að aðferðir Sveins séu svo viðurkennd- ar nú til dags að þrjú af hverjum fjórum sýndum hrossum eigi ætt- ir að rekja til ræktunar hans þá þurfti hann að berjast fyrir þeirri viðurkenningu. í bókinni em rakin átök Sveins við kerf- ið og ráðunautana um stefnur í hrossarækt og talar höfund- ur þar tæpitungulaust líkt og móðurafl hans, Árni prófastur Stóra-Hrauni. Sagan rekur ævi Sveins allt frá uppvaxtarár- um og lýsir samfélaginu sem fóstraði hann, vinnufélögum og öðrum samferðamönnum, en Sveinn vann allan sinn starfsaldur hjá Kaupfé- lagi Skagfirðinga. í bókinni eru fjölmargar ljósmyndir af mönn- um og hrossum. Skjaldborg gefur út. Uppáhaldsárnar I bókinni Áin mín, sem Eiríkur St. Eiríksson skráir og Fróði gefur út, segja sex laxveiðimenn frá uppáhaldsánni sinni. Þeir segja frá veiði- reynslu sinni, veiðistöðum og um- hverfi árinnar og síðast en ekki síst rifja þeir upp margar skemmtilegar veiðisögur og ævintýri sem hafa , orðið við ána. Þeir sem segja frá i bókinni eru Ólafur H. Ólafsson sem fjallar um Laxá i Kjós og Bugðu, Halldór Snæland sem segir frá Langá á Mýrum, Jón. G. Baldvinsson sem segir frá Norðurá, Gunnar ’Sveinbjörnsson sem segir frá Þverá-Kjarrá, Ásbjöm Óttarsson sem segir frá Miðfjarðará og Eiríkur Sveinsson sem segir frá Hofsá i Vopna- firði. Um hundrað litljósmyndir eftir Rafn Hafn- fjörð eru í bókinni. BOX Bókaútgáfan Hólar hefur gefið út bókina Box eftir Bubba Morthens tónlistarmann og Sverri Agnarsson sem báðir hafa fylgst af áhuga með hnefaleikum frá blautu barnsbeini. í bókinni stikla þeir á stóru í boxsögunni allt frá forngrikkjum til okkar daga, með áherslu á þungavigtina, og reyna að útskýra þessa íþrótt og ýmislegt sem henni tengist. Með- al annars er fjallað um þátt box- ins i réttindabaráttu svartra i Bandaríkjunum. Þá fjalla þeir um allar helstu hnefaleika- stjömur heimsins fyrr og nú, meðal annarra Joe Louis, Rocky Marci-' ano, Muhammad Ali, George Foreman, Mike Tyson, Oscar de la Hoya og Prinsinn - Naseem Hamed. Bókinni er þó ekki ætlað aö vera tæmandi fræðirit um box heldur fyrst og fremst upp- lýsandi skemmtilestur fyrir nýja áhugamenn um íþróttina. Ævisaga „alkakrækis" Eyjólfur R. Eyjólfsson fór með fulla skjalatösku af frumsömdum ljóðum í áfengismeðferð á Sil- ungapoll fyrir tæpum 20 árum og hélt að þar fengi hann góðan tíma til að fin- pússa þau. Taskan var aldrei opnuð en síðan þá hafa AA-samtökin og SÁÁ skipaö stóran sess í lífi hans. Hann hefur aðstoðað fjölda manns í glímunni við Bakkus og var heiðr- aður fyrir störf sín á 25 ára afmæli SÁÁ. Sem tákn um þann heiður er viðurnefni Eyjólfs, „alkakrækir". ___ Eyjólfur var alinn upp í Hafnarfirði viö" kröpp kjör og hefur komið víða við síðan, verið bóndi, sjómaður og verkamaður. Nú er komin út ævisaga hans eftir Eyrúnu Ingadóttur sem heitir Gengið á brattann og þar eru einnig birt ljóð eftir Eyjólf. Skjaldborg gefur bókina út. Rist í mar og mold Skjaldborg gefur einnig út sjálfsævisögu Ragn- ars Þorsteinssonar, skipstjóra, bónda og rithöf- undar, Rist í mar og mold. Ragnar hefur skrif- að fjölda bóka, skáldsagna, ljóða og barnabóka en ritstörfin eru ekki mikið rædd í ævisög- unni. Hann leggur meiri áherslu á að gera bókina að aldarspegli þó að lífsbarátta hans sjálfs sé í sögumiöju. Hann fór að vinna hjá vandalausum átta ára gamall og sextán ára tók hann þátt i aö sjá stórum systk- inahópi farborða með verkamannavinnu ísafirði. Síðan tók við viðburðarikur sjó- mennskuferill sem lauk 1943 þegar hann keypti jörðina Höfðabrekku í Mýrdal. í lok sjöunda ára- tugarins brá hann búi og hefur síðan notið lífsins og ferðast vítt um heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.