Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1998, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1998, Page 23
MANUDAGUR 30. NÓVEMBER 1998 23 Fréttir Gamla kirkjan Stykkishólmi: Fjölmenni við vígsluna DV, Vesturlandi: Vígsla gömlu kirkjunnar í Stykkishólmi fór fram 22. nóvem- ber. Fjölmenni var við athöfnina, gestir víða að ásamt prestum sem þjónað hafa í Stykkishólmspresta- kalli. Um vígsluna sá biskupinn yfir íslandi, herra Karl Sigurbjörns- son. Athöfnin var mjög hátíðleg. Börn úr Tónlistarskóla Stykkis- hólms og sóknarnefnd tóku virkan þátt í henni. Lárus Kr. Jónsson tók að sér að hringja kirkjuklukkun- um en hann var hringjari í Stykk- ishólmskirkju í 40 ár. í ræðu formanns endurbygging- arnefndar, Rakelar Olsen, kom fram að endurbyggingarnefnd hefði tekið við verkinu fyrir rúmu ári. Kostnaður var þá kominn í 5,7 milljónir króna og þá í vanskilum lán í Búnaðarbanka upp á 3 millj- ónir. Framlag Stykkishólmsbæjar, 3 milljónir, fór i að greiða það lán. Nefndin borgaði reikninga - 8,8 milljónir fyrir efni, þjónustu og vinnu. Gjafafé nam verulegum upphæðum. Sagði Rakel að ákveð- ið hefði verið að hafa hljótt um gefendur en þeim færðar alúðar- þakkir. Stuðningur þeirra væri ómetanlegur. Verkinu var skilað skuldlausu og sóknarnefnd hefur nú tekið við kirkjunni aftur. Jón Nordsteien sá um verkið. Auk hans komu margir þar að og rétt að geta þeirra Baldurs Þor- leifssonar yfirsmiðs, Sigurðar Þórs Lárussonar og Jóns Svans Péturssonar málarameistara. -DVÓ/ÓJ ; . Jimny er alvöru ieppi byggður sjálfstæðri grind og með «*3«« Alvöru Suzuki jeppi á verði smábílsl hátt og lágt drif. Flottur í bæ, seigur á fjöllum Suzuki Jimny er sterkbyggður og öflugur sportjeppi, byggður á sjálfstæðri grind og með hátt og lágt drif. Það er sama hvort þú ætlar með vinina í fjallaferð eða á rúntinn niður í bæ, Jimny er rétti bíllinn! 1.379.000;- beinskiptur 1.499.000,- sjálfskiptur JIMNY er nýr jeppi, framleiddur í Japan og frumsýndur í októberbyrjun í Reykjavík og París. $ SUZUKI nHC- SUZUKt SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ölafsson, Garðabraut 2, sími 4B1 28 00. Akureyri: BSA hf. Laufásgútu 9, sími 462 63 00. Egilsstaðir: SIJ7IJKT RTT AR HF Bila- og búvélasalan hf., Miðási 19, sími 471 20 11. Hafnarfjöröur: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, sími 555 15 50. Isafjörður: Bílagarður ehf., Grænagarði, sími 456 30 95. Keflavik: BG bilakringlan,Grófinni 8,sími421 12 00.Selfoss: Bílasala Suðurlands, Hrismýri 5,simi 482 37 00. Skeirunni 17. Sími 568 51 00. Hvammstanga:Bila-og búvélasalan, Melavegi 17,sími451 26 17. Heimasíða: www.suzukibilar.is 1/2 lítri kraftmikM! orkudry'kkur L.eigan í þínu hverfl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.