Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1998, Page 24
24
MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1998
Fréttir
Landbúnaðarmál
í brennidepli
- á fundi í Sævangi við Hólmavík á Ströndum
DV, Hólmavík:
Horfur eru á aö tekjur sauðfjár-
bænda lækki og hagur þeirra versni
miðaö við síðasta ár. Veldur því
lækkun á verði ullar og nánast
verðhrun á gæruverði vegna efna-
hagsástands í Rússlandi og kreppu í
viðskiptalöndum í nokkrum Asíu-
löndum. Horfur varðandi kjötsölu
eru aftur á móti betri en verið hef-
ur lengi, vandi vegna kjötbirgða
varla eða ekki til staðar og horfur á
að skilaverð til bænda vegna út-
flutnings verði betra en verið hefur.
Þetta kom fram á fundi um land-
búnaðarmál á Sævangi nýverið en
þrír úr framvarðarsveit bænda voru
þar frummælendur.
Guðmundur Stefánsson hagfræð-
ingur sagði að hlutfall kindakjöts í
innanlandssölu hefði minnkað und-
anfarin ár, búum fækkað en þrátt
fyrir nokkra stækkun þeirra hefði
afkoma bænda ekki batnað. Minnka
þyrfti framleiðslukostnað. Hann
sagði að undanfarin ár hefði mjólk-
urstöðvum fækkað úr 17 í 12 og slát-
urhúsum um 40%, væru nú 19.
Hann benti á mikilvægi afurða-
stöðva í þessu kerfi, þær þyrfti að
reka vel. Samkeppnin væri nægjan-
leg en fara þyrfti varlega í að byggja
upp nýjar stöðvar.
Gunnar Sæmundsson vakti at-
hygli á einum þætti þessa máls.
Hann sagði að 2 manneskjur, hjón,
gætu nokkuð auðveldlega sinnt vel
yfir vetrartímann 800-1000 fjár. Þó
nægir sumarhagar væru til staðar
kæmu annmarkarnir fram vor og
haust þegar féð væri heima við bæi.
Þá væri mikil hætta á og þess dæmi
að land yrði að flagi. Það væri and-
stætt góðum búskaparháttum. Eng-
inn hefði rétt til að fara þannig með
landið. Georg Jón Jónsson, bóndi á
Kjörseyri, tók undir þetta og sagði
að þessi stærðarhagkvæmni ætti
sér veruleg takmörk.
Ari Teitsson, form. bændasam-
takanna, benti á mikilvægi þess að
bændur nytu velvildar ísl. neytenda
sem keyptu meginhluta framleiðsl-
unnar. Þó ekki af gærunum eða ull.
Hann telur að á síðustu árum hafi
bændum tekist vel að framleiða góð-
ar landbúnaðarvörur.
„En það er fleira en verð og gæði
sem hefur áhrif á ímyndina. Við
þurfum að huga að ýmsu í um-
gengni við landið." Margir bændur
hefðu reynt að bæta ásýnd landsins
með því að hreinsa fjörur, fjarlægja
ónýtar girðingar og fegra umhverf-
ið. Þeirri vinnu þyrfti að halda
áfram. Það sem nú þyrfti líka og
jafnvel frekar að beina kröftum að
væri að fækka stöðum þar sem
Ari Teitsson var meðal frummælenda í Sævangi.
búfé og einkum sauðfé væri við og
á vegum. Alltof víða væri áberandi
að sauðfé væri vegamegin við
veggirðingar. Það væri óheppilegt
og mætti ekki láta afskiptalaust.
Þar sem óhjákvæmilegt væri að
sauðfé væri við vegi yrðu settar
viðvaranir. „Þetta skiptir miklu
máli í sambandi við ímyndina, við
getum ekki látið þetta afskipta-
laust,“ sagði Ari.
Bændur sóttu fundinn allvel en
fram komu athugasemdir um fund á
miðjum degi og of marga frummæl-
endur. Sumir fundarmanna voru
komnir heim til verka þegar fyrir-
spurnum þeirra var svarað af frum-
mælendum. -Guðfinnur
3 GÓÐIR FYRIR
VETURINN!
BMW 525 IX (4x4), ek. 98.000,
Beinskiptur. árg.'95. m. leðri
o.fl. Verð 2.680.000.
Mercedez Benz 300 E 4matic.
árg. '91, ek. 105.000, sjálfskiptur,
topplúga , Rafdr. í sætum o.fl.
Verð, 2.090.000.
Toyota LandCruiser VX, árg.'90,
ek. 142.000, beinskiptur. 2
eigendur frá upphafi. Bíll sem
fékk fyrsm einkunn í söluskoðun
(26/11 98). Verð, 1.690.000.
Upplýsingar veittar í síma
898 5202.
Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, kynnti forráðamönnum Árbæjarskóla nýlega nýtt námsefni í
neytendafræðslu fyrir grunnskóla. Námsefnið á meðal annars að efla skilning barna á fjármálum, réttindum og
skyldum neytenda og áhrifum auglýsinga. DV-mynd GVA.
Snjólaus Steingrímsfjarðarheiði:
Fá
hríðarskot
vestra
DV, Hólmavik:
„Það hefur nánast ekkert þurft að
ryðja snjó af Steingrímsfjarðarheiði það
sem af er vetri. Við höfum í nokkur
skipti farið með tæki á krapað svell og
ísingu,“ segir Jón Hörður Elíasson, um-
dæmisstjóri Vegagerðarinnar á Hólma-
vík.
Hann segir nokki’u öðru máli gegna
með leiðina norður i Árneshrepp. Á
þeirri leið hafi fest mun meiri snjó í
þessum fáu hríðarskotum sem komið
hafa. Veðurhæð þar hefur líka oftast
verið mun meiri en sunnar í sýslunni.
Fyrr i þessum mánuði var leiðin noröur
opnuð. Það var þó nokkurt verk en
síðan hefur ekki lagt mikinn snjó. Leið-
in norður verður opnuð, gerist þess
þörf, af og til fram til jóla að minnsta
kosti. Það fer þó eftir veðri og umfangi
þess verkefnis hvaöa daga eða hve oft
það verður. Mokstursvél, sem er við
Gjögurflugvöll, mun ryöja leiðina suður
þegar þess gerist þörf á móti tækjum
sem koma frá Hólmavik, svo sem verið
hefur. -Guðfinnur
Langur jólalaugardagur í miðborg Reykjavíkur
Kaupmenn, veifingamenn og aðrir þjónustuaðilar í miðborginni, athugið:
Næsti langi laugardagur er 5. desember.
Jólalaugardagar eru 12. og 19. desember.
Þeim sem vilja tryggja sér
pláss fyrir auglýsingu í DV
föstudaginn 4. desember er
bent á aö hafa samband vió
Sigurb Hannesson sem fyrst í
síma 550 5728 eba 550 5000.
Skil í langan laugardag
5. desember: Auglýsinga-
pantanir þurfa að berast
fyrir kl. 16 mánudaginn 30.
nóvember, auglýsingum
ber að skila fyrir kl. 16
þriðjudaginn 1. desember.
v.t .
.
Aukablöð um jóla-
aga vei
tudagana 11.
esember.
a i uy
1:1 l
I ■.
f|
WBm
ÍÍÍMIII 1
fy
H