Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1998, Síða 26
34
MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1998
Ííj^ vi) -iSJiyiJÆ ■
Sigur Rós
Hin frábæra hljómsveit, Sigur
Rós, heldur úti ágætri heimasiðu
á slóðinni http://www.fortu-
necity. com/tinpan/flo wer-
ed/85/index.html Það eina sem
vantar á hana eru nýjustu fréttir
af piltunum.
Breska músíkpressan
Hið gamalgróna breska vikurit,
New Musical Express, NME, fær-
ir manni allt það nýjasta úr tón-
listarheiminum á slóðinni
http://www.nme.com/
Ys og þys
íslenska útvarpsfélagið veitir
upplýsingar um allar sjónvarps-
og útvarpsstöðvar sínar á heima-
siðunni http://www.ys.is/
Herra Baun
Aðdáendur leikarans breska,
Rowans Atkinson, geta fengið
ýmsar upplýsingar um kappann á
heimasíðunni
http://www.dream-
states.net/movies/rowan/
Víraðir
Á heimasíðunni
http://www.wired.com/ má
lesa um allt það nýjasta sem er
að gerast í tölvuheiminum í dag
og reyndar margt annað.
Islensk netfangaskrá
Ert þú að leita að netfangi ein-
hvers? Þá er tilvalið að leita á
slóðinni http://www.netfang.is/
og skrá netfang sitt í leiðinni.
Tónlistarmyndbönd
Á heimasíðunni
http://www.musicvideos.com/
er hægt að sjá fjöldann allan af
tónlistarmyndböndum fyrir ná-
kvæmlega 0 kr.
List-
sýn-
ingar
Eitt af
ijölmörg-
um lista-
söfnum á
Netinu er
að fmna
á slóð-
inni
http://www.cybera-
genz.com/museum/ Þar eru
sýnd listaverk sem gerð eru á
tölvur.
Microsoft fær loksins verðuga samkeppni:
Nýr risi fæðist á
tölvumarkaðinum
- AOL, Netscape og Sun Microsystems í eina sæng
í síðustu viku var tilkynnt að
risafyrirtækið America Online,
AOL, myndi kaupa Netscape vafra-
fyrirtækið fyrir nær 300 milljarða
íslenskra króna og fyrir dyrum
stæði samvinna við Sun Microsy-
stems. Þar með hafa gengið í eina
sæng þrír af helstu andstæðingum
Microsoft-risans sem margir hafa
talið að sé að gleypa tölvuheiminn
með húð og hári um þessar mundir.
AOL er langstærsta fyrirtækið í
Bandaríkjunum sem býður al-
menningi upp á aðgang að Netinu
en rúmlega 14 milljónir manna
kaupa þjónustu fyrirtækisins.
Keppni Netscape og Microsoft á
vaframarkaðinum er vel þekkt en
þar hefur baráttan verið hörð og er
um þessar mundir eitt aðalefni
málaferla Bandaríkjastjómar gegn
Microsoft. Sun Microsystems er
höfundur Java forritunarmálsins
sem talið er vera stærsta ógnunin
við yfirburði Microsoft á hugbún-
aðarmarkaðinum, auk þess að
framleiða og selja vélbúnað i mikl-
um mæli. Það er því ljóst að hér er
um risasamruna að ræða og eftir
hann verður Microsoft búið að
eignast skæðan keppinaut.
Hætt við málarekstur?
í kjölfar tilkynningar um sam-
runann fóru lögmenn Microsoft
fram á það við ríkisstjórn Banda-
ríkjanna að hætt yrði við málarekst-
urinn gegn fyrirtækinu. Að þeirra
mati ber samruninn þess vitni að
samkeppnin á tölvumarkaðnum sé
mikil og eðlileg og þvi sé það regin-
firra að Microsoft einoki markaðinn
og hindri með því framfarir. „Það er
mál að linni,“ sagði John Warden,
aðallögfræðingur Microsoft. „Þessi
fyrirtæki, sem eru í samkeppni við
Microsoft, eru ekki á undanhaldi.
Þau eru sterk og berjast gegn okkur
af fullum krafti.“ Réttarhöldin yfir
Microsoft eru nú í fullum gangi og
búið að yfirheyra helming þeirra 12
sem bera munu vitni í málinu.
David Boies, sem er aðalsaksókn-
ari fyrir hönd Bandarikjastjórnar,
segir þó að þetta muni engin áhrif
hafa á réttarhöldin. Að hans mati
sýnir samruninn frekar að aðgerðir
Microsoft til að klekkja á Netscape
hafi neytt fyrirtækið út af markaðn-
um.
James Barksdale, forstjóri Netscape, hefur ástæðu til að brosa um þessar
mundir. AOL hefur keypt fyrirtæki hans og mun þar með verða hluti af nýj-
um tölvurisa sem ætti að geta veitt Microsoft nokkra samkeppni.
Mörg sóknarfæri
En hvað er það eiginlega sem
þessi þrenning getur boðið upp á í
slagnum við risann? Aðalstyrkur-
inn liggur í að fyrirtækin hafa
mikla reynslu hvert á sínu sviði.
AOL hefur lítið lagt upp úr við-
skiptum við fyrirtæki og einbeitt
sér að mestu að þjónustu við neyt-
endur. Það hefur skilað sér í gríð-
arstórum hópi áskrifenda að þjón-
ustu fyrirtækisins. Netscape hefur
hins vegar aðallega átt viðskipti
við önnur fyrirtæki á meðan það
hefur troðið marvaðann 1 slagnum
við Microsoft.
Sennilega er þó þáttur Sun
Microsystems hvað forvitnilegast-
ur í samstarfinu. Fyrirtækið hefur
sérhæft sig í sölu vél- og hugbúnað-
ar til fyrirtækja og stendur vel að
vígi á þeim vígstöðvum með her
sölufólks og góð sambönd á mark-
aðnum. Fyrirtækið mun því auka
möguleika Netscape og AOL á að
eiga viðskipti við önnur fyrirtæki.
í staðinn mun það nú geta boðið
upp á fjölbreyttan hugbúnað frá
Netscape og netaðgang frá AOL
sem mun styrkja sess þess enn
meir.
Sá vettvangur sem mun senni-
lega veita nýja tölvurisanum einna
mestu sóknarfærin er sala á heild-
arlausnum, þ.e. hugbúnaði, vél-
búnaði og þjónustu, til fyrirtækja
sem vilja hefja verslun á Netinu.
Nú getur samsteypan nefnilega selt
fyrirtækjum af öllum stærðum net-
verslun með öllu tilheyrandi á
einu bretti. Það er ljóst að slíkur
pakki mun freista margra fyrir-
tækja sem vilja komast inn á hinn
sívaxandi markað á Netinu en hafa
ekki næga þekkingu eða búnað til
að byggja slíka verslun frá grunni.
Það eru því spennandi tímar
fram undan og ljóst að samkeppn-
in verður gríðarleg á þessum
markaði næstu mánuðina. Þó svo
enn eigi eftir að sannfæra marga
um að Microsoft hafi loks fengið
verðugan keppinaut eygja and-
stæðingar fyrirtækisins nú í fyrsta
skipti í langan tíma örlitla vonar-
glætu um að hægt sé að standa
uppi í hárinu á Bill Gates og félög-
um.
-KJA
Samkeppni á Islenska menntanetinu:
Nemendur búa til
rafræn jólakort
Á íslenska menntanetinu stendur
nú yfir athyglisverð samkeppni. Þar
er grunnskólanemum boðið að
senda inn eigin jólakort á tölvu-
tæku formi. Öll innsend kort eru
sýnd á heimasíðu íslenska mennta-
netsins á slóðinni http://www.is-
mennt.is/ Valin verða 10 fallegustu
kortin og verða þau gerð að opin-
berum jólakortum íslenska mennta-
netsins.
En þar með er ekki allt gamanið
búið. Keppninni sjálfri lýkur þann
11. desember, en eftir það getur al-
menningur sent þessi rafrænu jóla-
kort til vina og ættingja um allan
heim. Hægt verður að senda öll inn-
send kort sem jólakort, óháð því
hvernig þeim gekk í keppninni.
Þegar eru farin að streyma inn
kort enda framtakið gott. Algengt er
að börnin fái aðstoð í skólanum við
að búa kortin til og senda þau til ís-
lenska menntanetsins. Þannig geta
heilu bekkirnir tekið sig til í sam-
ráði við kennara sína og tekið þátt í
jólakortaleiknum.
Öll kort sem send eru til íslenska
menntanetsins birtast á heimasíðu
þess daginn eftir að þau berast.
Gagnvirkt sjónvarp
Breskir sjónvarpsgláparar geta far-
iö að hlakka til að þurfa aldrei fram-
ar aö stiga upp úr sófanum. BSkyB-
sjónvarpsrisinn hyggst nefnilega fara
af staö meö gagnvirkt sjónvarp þar
I landi á næsta ári. Áskrifendur aö
Sky gervihnattasjónvarpinu munu
geta nýtt sér þjónustuna sem verö-
ur mjög fjölbreytt. Hægt veröur aö
versla gegnum sjónvarpið, stunda
bankaviöskipti,
senda tölvupóst,
nálgast ýmsar upp-
lýsingar og spila
tölvuleiki.
Microsoft gegn
2000-vandanum
Microsoft mun I
desember setja á markaöinn vörur
sem ætlaöar eru til lausnar á 2000-
vandanum margumtalaða. Aö auki
mun fyrirtækið bjóöa upp á þjónustu
og kennslu þessu samfara. Lausn-
irnar eru margþættar og taka bæöi
til vél- og hugbúnaðar. Eins og venj-
an er þegar Microsoft á í hlut eru
menn misánægðir meö þaö sem fyr-
irtækið ætlar aö bjóöa upp á. Marg-
ir vilja meina að þessar lausnir komi
of seint, því flest fyrirtæki séu þeg-
ar komin vel á veg meö aö leysa
vandann án hjálpar Microsoft.
Metsaia á tölvum fyrirjólin
Nýleg könnun í Bandaríkjunum gef-
ur til kynna aö tölvukaup þar í landi
muni ná sögulegu hámarki fýrir þessi
jól. Niðurstöður könnunarinnar gefa
til kynna aö allt aö 5 milljónir einka-
tölva muni seljast í Bandarikjunum
frá 1. nóvember fram til 31. desem-
ber á þessu ári. Ein ástæöa auk-
inna tölvukaupa fyrir þessi jól er sú
aö eldri borgarar veröa duglegri viö
tölvukaupin en áöur hefur þekkst.
Jafnframt kemur fram aö nær helm-
ingur þeirra sem ætla aö kaupa tölvu
nú sé aö kaupa tölvu
í fyrsta skipti á æv-
inni.
Alþjóðlegt tölvu-
mál
Yfir 120 tölvu- og
tungumálasérfræö-
ingarvinna nú aö þvf
aö hanna tölvutungumál.
Ætlunin er aö tungumáliö muni geta
gert fólki kleift aö hafa samskipti á
móöurmálinu viö fólk sem talar önn-
ur tungumál. Ólíkt því sem gerist í
öörum þýðingarforritum þegar eitt
tungumál er þýtt yfir á annað þá mun
þetta kerfi virka þannig aö fyrst er
þaö sem skrifað er þýtt yfir á
tölvutungumáliö og síöan þýtt yfir á
tungumál viðtakandans. Aö sögn
þeirra sem aö verkefninu vinna mun
það sérstaklega koma sér vel fyrir
þá sem tala óalgeng tungumál. Áriö
2005 er vonast til þess aö allar þær
185 þjóðir sem eru meðlimir í Sam-
einuöu þjóöunum geti nýtt sér þessa
þýðingartækni.